Guðrún Pálína opnar sýningu í Gallerí+

img_7857.jpg


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Rætur-arfur í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri þann 17. júní kl. 15-17. Sýningin verður opin 18. júní k. 15-17 og aðra daga eftir samkomulagi við Pálínu í síma 462 7818.
Sýningin er hluti af fólkvangi Mardallar “Vitið þér enn eða hvað”?
Sýningin Rætur-arfur fjallar um hvernig nota megi ættfræði sem leið til að skilja erfðir og stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar G. Pálína ættfræði föður síns og föðurafa og býr til sjónræna framsetningu andlita til og með 8. ættliðar.
Er það von G. Pálínu að áhorfandinn geti aukið eigin vitund um mikilvægi þess að þekkja sögu formæðra/feðra sinna og þá samfélagsins í heild ásamt menningu þess.
Þetta er önnur sýningin af fjórum í sýningarröð þar sem G. Pálína notar ættfræði sem efnivið fyrir myndlistarsýningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband