4.3.2011 | 13:03
UMSÓKN UM STYRK ÚR MINNINGARSJÓÐI BARBÖRU OG MAGNÚSAR Á. ÁRNASONAR
Styrkur úr Minningarsjóði Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar er ætlaður íslenskum myndlistarmönnum sem ráðgera sýningu, útgáfu eða starfsdvöl hjá viðurkenndri stofnun erlendis.
Veittur verður einn styrkur eða tveir styrkir eftir atvikum. Heildar- upphæð er kr. 1.000.000,- (krónur ein milljón)
UMSÓKN UM STYRK ÚR MINNINGARSJÓÐI
BARBÖRU OG MAGNÚSAR Á. ÁRNASONAR.
Í umsókninni skal koma fram eftirfarandi:
Nafn listamanns Kennitala
Tölvupóstur/Netfang Heiti verkefnis
Tengiliður Texti um listamanninn
Ferilskrá Lýsing á verkefninu
Kostnaðaráætlun Boðsbréf (æskilegt)
Myndefni.
Stofnun, sýningarstaður, útgefandi, eða dvalarstaður.
UMSÓKNIR SKULU HAFA BORIST EIGI SÍÐAR EN 31. MARS 2011.
Umsóknir sendist bréflega til :
MINNINGARSJÓÐUR BÁ OG MÁÁ
VESTURVÖR 9 , 200 KÓPAVOGI
Styrkveitingin fer fram við opnun sýningar á verkum Barböru Árnason
Í Listasafni Kópavogs þann 19. apríl n.k., sem er 100 ára afmælisdagur listakonunnar.
UMSÓKNARFERILL FORSENDUR:
Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi undanfarin fimm ár.
Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað.
Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi, útgefanda eða dvalarstað.
Verkefnið má ekki hefjast fyrr en mánuði eftir umsóknarfrest.
FORSENDUR VALNEFNDAR:
Valnefnd úthlutar styrknum með hliðsjón af fylgigögnum og umsókn.
Forsendur eru eftirfarandi:
Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi.
Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu.
Umsóknin:
Lýsing og markmið með verkefninu.
Sannfærandi rök fyrir mikilvægi verkefnisins.
Að heildarmynd sé á verkefninu.
Að kostnaðaráætlun sé raunhæf.
Ef verkefnið/ferðalagið/útgáfan verður ekki að veruleika af einhverjum orsökum, eða er seinkað, er styrkþega skylt að tilkynna það til stjórnar minningarsjóðsins svo mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.
-- o --
Í stjórn Minningarsjóðs Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar sitja:
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Valgarður Gunnarsson formaður Félags Íslenskra Myndlistarmanna
Vífill Magnússon arkitekt
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.