Haustþing AkureyrarAkademíunnar: Menningin og monníngurinn

4510_akakademian.jpg

Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið að þessu sinni laugardaginn 27. nóvember 2010, kl. 14:00 til 17:00. Yfirskrift þess er MENNINGIN OG MONNÍNGURINN og verður rætt um hagrænt og samfélagslegt gildi menningarstarfs.

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna flytur framsögu og auk hennar eru Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona og Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pallborðsumræðum með þátttöku gesta. Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar stýrir málþinginu. Nemendur af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri hafa sett upp sýningu á fjölbreyttum verkum í AkureyrarAkademíunni og munu vera með nokkra gjörninga í hléi á málþinginu og einnig verður boðið uppá sushi frá RUB23 og Kalda frá Bruggsmiðjunni.

Þetta er í fjórða árið sem AkureyrarAkademían sem er til húsa í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri stendur fyrir haustþingi en einnig eru reglulega fyrirlestar á vegum Akademíunnar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Nánar á www.akureyrarakademian.is

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hallsson umsjónarmaður haustþingsins í síma 6594744 og Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar í síma 6980902.


Dagskrá haustþingsins er hér:



Haustþing AkureyrarAkademíunnar   
 
mmm... Akureyri - menning, matur og myndlist

MENNINGIN OG MONNÍNGURINN


Haldið í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99
laugardaginn 27. nóvember 2010 kl.14:00 – 17:00

14:00     Opnun sýningar myndlistarnema og örstutt ávarp
    - Hlynur Hallsson, myndlistarmaður

14:10    Setning fundarstjóra   
    - Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar

14:20    Hagrænt gildi menningar
    - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna

14:50    Hlé - Gjörningar - Veitingar
    - Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri 
 
15:15      Menningararfur og erfingjar hans
    - Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur

15:30    Til hvers? - hugleiðing um lífið og listina
    - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
 
15:45    Mál & menning – hvernig er hægt að mæla hagræn og samfélagsleg áhrif menningarstarfs?
    - Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun

16:00    Pallborð með þátttöku fyrirlesara og fyrirspurnir úr sal

16:50    Lokaorð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband