19.6.2010 | 11:02
Art Hostel Ytra Lón - fyrsta List-farfuglaheimilið opnað á Íslandi
Nk. mánudag 21. júní kl. 21 verður fyrsta List-farfuglaheimilið opnað á Íslandi - Art Hostel Ytra Lón á Langanesi.
Á Ytra Lóni er rekið farfuglaheimili þar sem unnið er að öflugu þróunarstarfi í tengingu ferðaþjónustu og lista. Farfuglaheimilið hefur yfir að ráða 52 gistiplássum í litlum íbúðum og herbergjum. Góð aðstaða er til fundahalda, matsala er á staðnum. Listafólki gefst kostur á vinnuaðstöðu.
Í vetur hefur Art Hostel Ytra Lón verið í samstarfi við Myndlistaskólann á Akureyri. 15 nemendur í Fagurlistadeild hafa unnið að verkefninu Outer Space Art Place undir leiðsögn Árna Árnasonar, hönnuðar. Verkefnið felst annars vegar í rýmishönnun, atriða eins og lita- og efnismeðferðar, formfræði, hlutahönnun, hlutateikningu og samræmingu ýmissa verkþátta og hins vegar umhverfishönnun (landart) þar sem áhersla er lögð á tengingu umhverfisins við byggingarnar ásamt því að aðlaga umhverfisverkin að fyrirfram gefnum forsendum varðandi notkunargildi. Afrakstur þessarar vinnu verður sýndur á opnunni.
Auk þessa þá verða eftirfarandi sýningar opnaðar: Aðalheiður Eysteinsdóttir opnar sýninguna Síðbúinn sauðburður í sýningarröðinni Réttardagur 50 sýninga röð Henk Blekkenhorst sýnir vatnslitamyndir af Langanesi og Clara Hermans frá Belgíu sýnir ljósmyndir af svæðinu. Á opnuninni mun Rod Summers hljóðlistamaður frá VEC studio (Visual, Experimental, Concrete) í Hollandi verða með hljóðlistaatriðið Sheep í samvinnu við Helga Friðjónsson og Sævar Magnússon. Rod Summers bloggar um dvöl sína hér á landi næstu vikuna: http://iuoma-network.ning.com/group/rodsummersiniceland2010.
Sýningarnar eru opnar frá 10 22 alla daga til 31. ágúst.
Nánari upplýsingar gefur um Art Hostel Ytra Lón gefur: Mirjam Blekkenhorst í síma 846 6448
Nánari upplýsingar um Aðalheiði Eysteinsdóttur má finna á www.freyjulundur.is
Nánari upplýsingar um Rod Sommers má finna http://en.wikipedia.org/wiki/Rod_Summers
Myndlistaskólinn á Akureyri www.myndak.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.