5.5.2010 | 10:38
Ný framtíðarsýn í norrænu menningarsamstarfi
Þátttakendur í lista- og menningarstarfi á Norðurlöndum munu á næstunni sjá nýjar pólitískar áherslur á þessu sviði. Ástæðan er sú að norrænu menningarmálaráðherrarnir hafa samþykkt nýja framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun fyrir menningarsamstarf 2010-2012. Jafnframt hefst úttekt á endurskipulagi menningarsamstarfsins frá árinu 2007.
04/05 2010
Norrænu menningarmálaráðherrarnir gerðu nýlega samkomulag um nýja framtíðarsýn fyrir norrænt menningarsamstarf. Þeir urðu sammála um að leggja áherslu á fimm málaflokka næstu tvö árin.
Forgangsröðun verkefna mun fara fram í nánu samstarfi við norrænar lista- og menningarstofnanir en eftirfarandi málaflokkar verða í brennidepli:
· Hnattvæðing
· Börn og æskufólk
· Menningararfur
· Fjölbreytileiki
· Tungumál
Áherslur menningarmálaráðherranna eru settar fram í tveimur skjölum, stefnumótunarskjali og framkvæmdaáætlun.
Framkvæmdaáætlunin er nátengd framtíðarsýninni, en er sveigjanleg og verður uppfærð árlega. Skjölin verða gefin út á prenti á sjö norrænum tungumálum og verður hægt að nálgast þau á heimasíðu ráðherranefndarinnar frá 1. júní.
Mat á endurskipulagningu menningarsamstarfsins
Jafnframt hafa menningarmálaráðherrarnir fjallað nánar um endurskipulag menningarsamstarfsins sem fór fram árið 2007.
Menningarmálaráðherrarnir hafa ákveðið að ýta úr vör mati á menningarsamstarfinu og skal því vera lokið í mars 2011.
Breytingar á forsendum menningarsamstarfsins verða gerðar samhliða þeirri framþróun og úrlausnarefnum sem koma upp á Norðurlöndum og utan þeirra.
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Evrópumál, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.