4.5.2010 | 18:21
Samkeppni um tákn fyrir gildi þjónustustefnu Akureyrarbæjar
Þjónustustefna Akureyrarbæjar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn. Mikilvægt er að starfsfólk bæjarins þekki stefnuna og tileinki sér hana í störfum sínum. Kynning á stefnunni fer nú fram á vinnustöðum Akureyrarbæjar.
Til að gera þjónustustefnuna sýnilegri er nú efnt til samkeppni um tákn fyrir hvert og eitt gildi hennar. Táknið verður að lýsa gildinu á myndrænan hátt.
Gildin þjónustustefnunnar eru fagleg, lipur og traust
Samkeppnin hefst 1. maí og stendur til 15. maí.
Samkeppnin er öllum opin, bæði einstaklingum og hópum.
Senda má inn í samkeppnina hvers konar myndræna framsetningu (ljósmyndir, teikningar o.s.frv.).
Vinningstillögurnar verða notaðar í kynningum og framsetningu á þjónustustefnunni og verða eign Akureyrarbæjar.
Tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið gildin3@akureyri.is
Verðlaun verða veitt fyrir bestu hugmyndirnar.
Þjónustustefnuna er hægt að nálgast á starfsmannahandbókinni á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is/starfsmannahandbok
Nú er tækifærið til að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín!
Allir eru hvattir til þátttöku.
Starfshópur um innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar.
Dagný M. Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss
Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður
Ingunn H. Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar
Ólafur Örn Torfason, forstöðumaður á búsetudeild
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Oddeyrarskóla
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.