ASKA Í ÖSKJU í sal Myndlistarfélagsins og BOXinu

DUFTKER eru viðfangsefni félaga í Leirlistarfélagi Íslands á sýningu sem opnar næstkomandi laugardag 13. mars klukkan 14.

Sýningin sem kallast “ASKA Í ÖSKJU” verður í BOXinu, sal Myndlistarfélagsins, í Listagilinu, Kaupvangsstræti 10, á Akureyri. Að sama tíma verður fagnað útgáfu á bæklings sem inniheldur ljósmyndir af duftkers-verkum eftir félaga. Sýningin er auk þess liður í HönnunarMars sem haldinn er dagana 18. til 21. mars og er kynning á starfi hönnuða á Íslandi.

Opið verður laugardaga og sunnudaga kl 14-17, og einnig á skírdag og föstudaginn langa en sýningunni lýkur mánudaginn, annan í páskum 5. apríl. Allir velkomnir.


Upplýsingar : 

Margrét Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir og Hrefna Harðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband