Guðbjörg Ringsted sýnir á Café Karólínu

 

Guðbjörg Ringsted                 

 

Ísland í blóma

 

06.03.10 - 02.04.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

Guðbjörg Ringsted opnar sýninguna “Ísland í blómaá Café Karólínu laugardaginn 6. mars klukkan 15.

 

Guðbjörg Ringsted er útskrifuð úr MHÍ 1982 og hefur starfað við kennslu og sinnt myndlist síðan þá. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í allnokkrum samsýningum. Síðasta einkasýning Guðbjargar var í Grafíksafni Íslands síðastliðið haust.

Hún segir um sýninguna á Café Karólínu: “Landið, fjöllin og fossarnir mynda oft ótrúleg munstur. Í verkum mínum leikur íslenskt blómamunstur um fjöll og fossa, jökla og sprænur. Þar sameinast áhugi minn á landinu og þjóðlegum útsaumi.

Þetta eru akrýlmálverk á striga og eru þau flest máluð á þessu ári.”

 

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Guðbjargar.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg í síma 863 4531 eða tölvupósti: ringsted@akmennt.is

 

Sýningin stendur til föstudagsins 2. apríl og allir eru velkomnir.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

03.04.10 - 30.04.10                  Kristján Pétur Sigurðsson

01.05.10 - 04.06.10                  List án landamæra

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir

03.07.10 - 06.08.10                  Hrefna Harðardóttir

07.08.10 - 03.09.10                  Arnþrúður Dagsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband