Tvær sýningar opna í DaLí Gallery laugardaginn 9. Janúar 2010 kl.14-17.
Það eru fyrstu sýningar ársins í DaLí Gallery, og eru þar á ferð
listakonurnar Margrét Buhl og Jana María Guðmundsdóttir.
Myndlistakonan Margrét Buhl opnar í DaLí Gallery og vinnur Margrét
innsetningu í salinn sem fjallar um minningar, tímabil og tónlistatengsl
með persónulegri nálgun. Margrét er útskrifuð frá Myndlistaskólanum á
Akureyri og er þetta fyrsta einkasýning listakonunnar.
Jana María Guðmundsdóttir, söng og leikkona opnar sýningu í litla rýminu
KOM INN sem staðsett er á vinnustofu DaLí, einu af minnstu sýningarrýmum
landsins. Jana María verður einnig með innsetningu og í verki sínu leikur
hún sér með upplifun skynfæranna og andlega næringu. Jana María lauk
fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, burtfararprófi í einsöng í
Söngskóla Reykjavíkur og BA í leiklist við Konunglega Listaháskólann í
Skotlandi, Royal Schottish Academy of Music and Drama.
DaLí Gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 meðan á sýningunum
stendur - til 24.janúar.
Allir Velkomnir
DaLí Gallery Brekkugata 9, 600 Akureyri
www.daligallery.blogspot.com
dagrunm@snerpa.is / lina@nett.is
8957171 / 8697872
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.