Akureyri með augum Salman Ezzammoury

39755193_816288308494919_1729456650038804480_n

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningu gestalistamanns Gilfélagsins, "Akureyri með augum Salman Ezzammoury" laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Salman Ezzammoury, gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst sýnir hér ný verk unnin á Íslandi innblásin af lífi og landslagi Akureyrar. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marókkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndum sem gefur verkunum óhlutbundið, dulúðlegt yfirbragð en fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum. Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, leyndardómsfulla áru.

Opnunartími: 25. - 26. Ágúst kl. 14 - 20 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.

//

Please join us for Gil artist in residence exhibition opening, "Akureyri through the eyes of Salman Ezzamoury" on Saturday, August 25th hr. 14. Salman Ezzammoury is Gil artist in residence for the month of August and will show new works created in the past few weeks. Light refreshments and the artist will be present.

Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age. His studies in Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography which gives his work a semi-abstract quality.

Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings when experiencing a moment, a situation or a place and as a result his photography has a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.

The exhibition is open on August 25 - 26th hr. 14 - 20 both days. Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

https://www.facebook.com/events/377621186108184


Lokasýning skapandi sumarstarfa

39569991_1059635617534091_3422278251244945408_o

Í sumar hafa þátttakendur skapandi sumarstarfa árið 2018 unnið að skapandi starfi í ungmennahúsinu-Rósenborg, í ár var töluverð áhersla á að vinna með hugmyndina um skúlptúr. Útkoman var fjölbreytt útfærsla þátttakenda en þar á meðal eru vídeó verk, ljósmyndir, stærðfræði list og margt margt fleira. við bjóðum almenning velkominn að skoða afraksturinn næstkomandi laugardag þann 25.08.2018 á 4.hæð ungmennahússins-Rósenborgar klukkan 15:00. Sýningin er einnig hluti af dagskrá Akureyrarvöku.

Þátttakendur í ár voru: Stefán Atli Arnarsson, Elvar orri Brynjarsson, Helena ýr Pálsdóttir, Helga Rós Gunnarsdóttir, Sara Magdalena, Páll Rúnar Bjarnarson, Karen Krista Tulinius Kristján Breki Björnsson Daníel Andri Eggertsson, Hulda Berndsen Ingvadóttir og Aron Rósinberg Antonsson.

https://www.facebook.com/events/391878808014587


Bloggfærslur 22. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband