Sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu

30740661_1815005235187977_1086390180564172800_n

Laugardaginn 21. apríl kl. 15 verður opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er fjórða árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst.

Á sýningunni má sjá afrakstur lokaverkefnisáfanga nemenda á textíl- og myndlistarlínu listnámsbrautarinnar. Við undirbúning sýningarinnar velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning og þekkingu sína á þeim sem þau hafa áður kynnst.

Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.

Síðasti séns er heiti sýningarinnar sem opnar í Listasafninu laugardaginn 21. apríl klukkan 15:00 og stendur hún til 29. apríl og er opin alla daga nema mánudag kl. 12-17.

Nemendur hönnunar og textíllínu:

Diljá Tara Pálsdóttir

Fönn Hallsdóttir

Guðrún Borghildur Eyfjörð Ásgeirsdóttir

Salka Heimisdóttir

Sara Katrín D’Mello

 

Nemendur myndlistarlínu:

Alexandra Guðný Berglind Haraldsdóttir

Ása María Skúladóttir

Dagbjört Ýr Gísladóttir

Guðrún Brynjólfsdóttir

Heimir Sindri Þorláksson

Kristján Breki Björnsson

Kristján Loftur Jónsson

Magnea Rut G.

Maj-Britt Anna Bjarkardóttir

Máni Bansong Kristinsson

Maríanna Ósk Mikaelsdóttir

Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir

Patrekur Örn Kristinsson

Patryk Kotowski

Piotr Maciej Kotowski

Þorbergur Erlendsson

https://www.facebook.com/events/213805492726221

listak.is


Ætlist - Listasmiðja fyrir smábörn

29983543_426627817778353_4452906010818413794_o

Sunnudaginn 22. apríl kl. 12 – 13 í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Listasmiðja fyrir smábörn á aldrinum 5 – 11 mánaða með finnsku listakonunni Marika Tomu Kaipainen. Í þessari listasmiðju eru börnunum gefin málning sem er búin til úr grænmeti og ávöxtum og með hjálp forsjáraðila búa börnin til listaverk. Börnin nota öll skilningarvitin sín, snertingu, heyrn, lykt, sjón og bragð. Skráning er ekki nauðsynleg en nánari upplýsingar veitir Marika hjá kaipainenmarikatomu@gmail.com

Gestavinnustofa Gilfélagsins er staðsett í Kaupvangsstræti 23 – gengið inn að vestan við bílastæðin.

EATABLE ART – BABIES COLOR WORKSHOP
Color workshop for babies 5 – 12 months with the Finnish artist Marika Tomu Kaipainen. In this workshop children are given vegetable-, fruit- and food-based colors and with the help of custodian they will make art. The children explore by touching, feeling, looking, smelling and hearing and they use their five Senses simultaneously. 22.4. at 12 -13 in Gil Artist Residency (registration not required).
Gil Artist Residency is at Kaupvangsstræti 23 – west entrance by the parking lot.

Fylgdu okkur:
Facebook Barnamenningarhátíð á Akureyri
Instagram barnamenningak

#barnamenningak #akureyri

https://www.facebook.com/events/1635938196513598


Gjörningur í Deiglunni: The Last Piece of Arctic - Hinsta brot Norðurslóða - Performance

30420640_806518636198193_3751507331721115486_o

Hinsta brot Norðurslóða
Gjörningur í Deiglunni á Degi Jarðar
Nemendur í Heimskautarétt við Háskólann á Akureyri munu túlka sinn skilning á ástandinu á Norðurslóðum og sýna gjörning í Deiglunni kl. 16, sunnudaginn 22. apríl, Degi Jarðar.

⹂Við erum Norðurslóðir. Við erum öll íbúar Norðurslóða: Norðurslóðir eru nauðsynlegar fyrir afkomu mannkyns. Norðurslóðir hafa mikilvæg skilaboð til okkar og listin er besti miðillinn til að koma skilaboðunum áfram. Við viljum hafa áhrif með listinni og við bjóðum þér að fylgjast með og vera með” segir hópurinn í tilkynningu sinni.

Gjörningurinn sem er kallaður ‘Hinsta brot Norðurslóða’ leggur áherslu á vandamálin sem hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingar eru og valda skaða á þessu viðkvæma svæði mun hraðar en annarsstaðar í heiminum. Það sem gerist á Norðurslóðum mun ekki haldast á Norðurslóðum því við öll, hvar sem við búum, erum undir því komin. Við tengjumst öll því sem eftir er af Norðurslóðum, allt til hins hinsta brots Norðurslóða.

Nemendurnir eru: Valeriya Posmitnaya, Daniela Toma, Danforth Oghigian, Apostolos Tsiouvalas, Carla Albrecht

Myndbandsefni eftir Evangelos Anagnostou.

Nánari upplýsingar veitir Valeriya, leraposmitnaya @ gmail. com eða í síma 760-6062

//

The Last Piece of Arctic
Polar Law Students from the University of Akureyri have come up with the idea to express their understanding of the current situation in the Arctic and to present their performance at Deiglan gallery at 16.00, 22nd of April, on Earth Day.

We are the Arctic. We are all Arctic people: Arctic is essential for our survival as humankind. The Arctic holds an important message for all of us. Art is the best channel to deliver the message of the Arctic. We want to make a difference, using art, and we invite you to join us in it, the Polar Law students say.

The performance called ‘the Last Piece of Arctic’ emphasises the problems arising from global warming and climate change, inflicting damage on this fragile region faster than in the rest of the world. What happens in the Arctic doesn’t stay in the Arctic; All of us, no matter if we live in the Arctic region or not, depend on it. We are all connected to what is left of the Arctic, down to the last piece of Arctic.

The students: Valeriya Posmitnaya, Daniela Toma, Danforth Oghigian, Apostolos Tsiouvalas, Carla Albrecht

The video materials are made by Evangelos Anagnostou.

For the further information please contact: leraposmitnaya @ gmail .com, phone 760-6062

https://www.facebook.com/events/972424882922975


Bloggfærslur 17. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband