Tvær sýningar opna í GalleríBOXi laugardaginn 30. ágúst klukkan 14:30


Siggi Eggertsson: Bíttar ekki máli

Raquel Mendes: Generosa

30.08. - 14.09.2008

Opnun laugardaginn 30. ágúst klukkan 14:30


GalleríBox
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri
 

Raquel Mendes og Siggi Eggertsson opna sýningarnar "Generosa" og "Bíttar ekki máli" í GalleríBOXi laugardaginn 30. ágúst kl.14:30. GalleríBox sem er við Kaupvangsstræti 10 á Akureyri er opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00. Sýningarnar standa til og með 14. september 2008.

 
Siggi Eggertsson stundaði nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árin 2003 til 2006 og útskrifaðist þaðan með B.A gráðu, árið 2005 stundaði hann einnig nám við Kunsthochschule Berlin – Weissensee. Hann hlaut viðurkenningu Print's New Visual Artists 2006, hlaut tilnefningu til menningarverðlauna DV 2008 og er nú tilnefndur til Íslensku Sjónlistarverðlaunanna í flokki hönnunar.

Sýningin  „Bíttar ekki máli"  er að jöfnu hlutfalli listsýning og safnarasýning. Nýtt verk sem Siggi hefur framkvæmt á staðnum er nokkuð óhefðbundin mósaík, búin til úr safni körfuboltamynda frá æskuárunum.

 

Raquel Mendes útskrifaðist úr skúlptúrdeild  listaháskólans í Lissabon árið 2002 og lauk Mastersgráðu frá listaháskólanum í Glasgow 2007.

Athuganir á aðlögunarhæfni manneskjunnar og getu hennar til þess að bregðast við óvæntum aðstæðum eru megin uppspretta verka Raquel Mendes. Raquel fæst við skúlptúr, innsetningar og nú upp á síðkastið ljósmyndun og videoverk.

Verkefnið "Generosa" var grundvallað á athugunum og skráningu (ljósmyndir/video) ástands og hátternis, sem leiddu í ljós merki um andlega og líkamlega hnignun ömmu hennar. Andspænis slíkum aðstæðum var nauðsyn á köldu auga myndavélarinnar til þess að aðskilja sorgarferlið, einnig þörf á fegrandi lýsingu sem gerir áorkanina yfirskilvitlegri og þar af leiðandi bærilegri en líka, án efa, þrungna merkingu.  

Nánari upplýsingar: http://www.galleribox.blogspot.com
Siggi Eggertsson: http://www.vanillusaft.com
Raquel Mendes: http://artnews.org/artist.php?i=3044

 


Guðmundur Thoroddsen sýnir: Ísbjörn, farðu heim! á VeggVerk

isbjorn.jpg

Laugardaginn 30. ágúst 2008 opnar Guðmundur Thoroddsen sýninguna: Ísbjörn, farðu heim!

Guðmundur Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 1980. Hann lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur unnið að myndlist síðan. Guðmundur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis s.s. í Svíþjóð, Finnlandi, Berlín og Salzburg og á einnig tvær einkasýningar að baki, Rjómaísland í 101 gallerí árið 2007 og Neðangarðs í Íbíza Bunker nú í sumar.

Þetta verður í þriðja skipti sem Guðmundur vinnur að stórri veggmynd en einhverjir gætu munað eftir pixlaðri mynd af kind á vegg við Kolaportið sem hann vann í samstarfi við kollega sinn árið 2003.

www.veggverk.org

 
VeggVerk er heiti á sýningarrými sem er á vesturhlið Strandgötu 17 á Akureyri. Vegfarendum er velkomið að fylgjast með listafólkinu við iðju sýna.                                        

VeggVerk er opið allan sólarhringinn og er aðgangur ókeypis.

    kveðja
    Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.jonahlif.com
    sími 6630545


Bryndís Kondrup sýnir í Populus tremula

poptrem-akureyrarvaka08-web.jpg

Populus kynnir: Nýtt starfsár, 2008-2009, hefst á Akureyrarvöku.

Myndlistarsýning og miðnæturtónleikar


BRYNDÍS KONDRUP

myndlistarsýning

TIL VERA

Bryndís Kondrup opnar sýninguna TIL VERA í Populus tremula 30. ágúst kl. 14:00. Þar sýnir hún myndbandsverk og myndverk á striga. Bryndís hefur unnið við myndlist og myndlistarkennslu, ásamt öðrum myndlistartengdum störfum, undanfarin 20 ár. TIL VERA er tíunda einkasýning Bryndísar og er hugleiðing um tilvist og ferðalag í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Við opnun sýningarinnar tekur Þórarinn Hjartarson lagið.

Einnig opið sunnudaginn 31.8. kl. 14:00 - 17:00.

Aðeins þessi eina helgi.

 


DEAN FERRELL: miðnæturtónleikar

Á miðnætti laugardagsins 30. ágúst heldur kontrabassa leikarinn Dean Ferrell tónleika í Populus tremula.

Dean er Akureyringum að góðu kunnur enda hefur hann haldið nokkra tónleika í Populus tremula undanfarin ár. Dean hefur getið sér orð víða um lönd fyrir óvenjulega og bráðskemmtilega tónleika/ kvöldskemmtanir þar sem hann nálgast sígilda tónlist og bókmenntir með afar sérstæðum og oft bráðfyndnum hætti án þess að slá nokkurn tíma af listrænum kröfum. Hugsanlegt er að leynigestur láti sjá sig...

Húsið verður opnað kl. 23:45

Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.


Bloggfærslur 27. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband