Guðmundur Thoroddsen sýnir: Ísbjörn, farðu heim! á VeggVerk

isbjorn.jpg

Laugardaginn 30. ágúst 2008 opnar Guðmundur Thoroddsen sýninguna: Ísbjörn, farðu heim!

Guðmundur Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 1980. Hann lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur unnið að myndlist síðan. Guðmundur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis s.s. í Svíþjóð, Finnlandi, Berlín og Salzburg og á einnig tvær einkasýningar að baki, Rjómaísland í 101 gallerí árið 2007 og Neðangarðs í Íbíza Bunker nú í sumar.

Þetta verður í þriðja skipti sem Guðmundur vinnur að stórri veggmynd en einhverjir gætu munað eftir pixlaðri mynd af kind á vegg við Kolaportið sem hann vann í samstarfi við kollega sinn árið 2003.

www.veggverk.org

 
VeggVerk er heiti á sýningarrými sem er á vesturhlið Strandgötu 17 á Akureyri. Vegfarendum er velkomið að fylgjast með listafólkinu við iðju sýna.                                        

VeggVerk er opið allan sólarhringinn og er aðgangur ókeypis.

    kveðja
    Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.jonahlif.com
    sími 6630545


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband