Haraldur Ólafsson hamskeri opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery

Laugardaginn 12 apríl kl 15.00 opnar Haraldur Ólafsson sýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri Haraldur er hamskeri og hefur hann unnið til fjölda verðlauna á því sviði út um allan heim hann sýnir okkur eitt verk að þessu sinni..

Um Listaverkið

Uppstoppaður Lax sem ættaður er  úr Laxá í Aðaldal  og var gerður fyrir Heimsmeistaramót sem haldið var í Salzburg í Austurríki í febrúar 2008. Keppti fiskurinn í meistaraflokki  og fékk fyrstu einkunn eða 90 stig af 100 mögulegum.

Ef grannt er skoðað þá má sjá fiska sem eru tálgaðir út úr rekaviðrót sem er umgjörð utan um verkið og gert í þeim tilgangi til að skora stig fyrir listræna útfærslu á verkinu.


Haraldur Ólafsson
f. á Akureyri 1962

Haraldur Ólafsson er menntaður sem tækniteiknari og starfaði sem slíkur um tíu ára skeið á Póst og síma hér í bæ,  hann byrjaði fljótlega upp úr 1990 að stoppa upp fugla og var þetta sem áhugamál til að byrja með.

Haraldur vann nokkur ár sem Fangavörður við fangelsið á Akureyri en árið 1997 tók hann þá ákvörðun að helga sig eingöngu list sinni og hefur hann starfað sem Hamskeri (uppstoppari) síðan þá.

Frá árinu 2000 hefur Haraldur  tekið þátt í 9 stórum sýningum og keppni í þeirri listgrein sem hefur verið kölluð Hamskurður og eða Uppstoppun og sérhæft sig  í fiska-uppstoppun, má segja að sú grein tengist listmálun allnokkuð ,þar sem litir,málun og litgreining fara saman.

Haraldur er giftur Ernu Arnardóttur og eru börn þeirra Sonja og Örn.

Einnig er hundurinn Hecktdor og kötturinn Óliver partur af fjölskyldunni.

Jónas Viðar Gallery


Herhúsið á Siglufirði, gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda listamenn

mainimage159

Gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, skáld, tónlistarmenn eða hverja þá sem starfa að listsköpun.
Á neðri hæð hússins er 70 fm vinnusalur með setustofu, trönum, vaski og vinnuborðum. Hljómburðurinn í salnum er mjög góður og hentar vel fyrir tónleika og upptökur á tónlist. Þar er einnig baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni er björt stúdíóíbúð (rúm fyrir tvo).

Dvalartími er að jafnaði 1 mánuður, en hann er þó umsemjanlegur.  Í lok dvalartíma er þess óskað að listamenn kynni verk sín fyrir almenningi í salnum. Dvalargjald er kr. 15.000 kr. á mánuði, hiti og rafmagn innifalið. Möguleiki er á þráðlausri adsl tengingu fyrir 3000 kr. á mánuði.. Tryggingargjald er 3000 kr. sem dvalargestur fær endurgreitt í lok dvalar enda sé húsnæði í sama standi og hann tók við því.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Herhússins. Umsóknarfrestur fyrir sumarmánuðina (júní-ágúst) er  31.janúar sama ár. Hægt er að sækja um aðra mánuði ársins hvenær sem er. Við mat á umsóknum er litið til starfsferils, menntunar og félagslegra þátta (hvað hentar starfsemi Hússins á hverjum tíma).

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Herhússins eða í síma 8945219.

www.herhusid.com
herhusid@simnet.is


Bloggfærslur 12. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband