Færsluflokkur: Fjármál
8.1.2013 | 22:06
Umsóknarfrestur fyrir KÍM styrki er 01.02
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Sú breyting verður á 2013 að styrkir verða veittir fjórum sinnum í stað sex. Verkefnastyrkir verða veittir tvisvar á ári og ferðastyrkir tvisvar. Verkefnastyrkir eru veittir til framleiðslu verka og sýninga og útgáfu en ferðastyrkir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum.
Tekið verður við umsóknum frá 2. janúar en umsóknarfrestir á árinu 2013 eru eftirfarandi:
01.02.2013 Verkefnastyrkir
01.05.2013 - Ferðastyrkir
01.07.2013 - Verkefnastyrkir
01.11.2013 - Ferðastyrkir
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 21:22
KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum og er umsóknarfrestur til 30. september 2012. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari útlistun á úthlutunarflokkum og reglugerð sjóðsins á heimasíðu KEA, www.kea.is. Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á heimasíðunni eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36.
Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:
Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviði félagsmála, minja, lista og almennt þeirra málefna sem flokkast sem menning í víðtækri merkingu.
Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í þessum flokki er horft til stærri verkefna á sviði menningarmála á félagssvæði KEA.
Til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista og íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek s.s. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
Styrkir til íþróttamála. Markmiðið er að stuðla að því að sem flest börn og unglingar eigi kost á íþróttaiðkun og að íþróttamenn eða lið sem skara fram úr geti stundað markvissar æfingar og sótt mót við sitt hæfi. Einnig falla hér undir verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að heilbrigðum lífstíl almennings eða snúa að uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglugerð sjóðsins.
Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublöð sem nálgast má á heimasíðunni umsóknareyðublöð eða á skrifstofunni og skal þeim skilað rafrænt eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, á Akureyri fyrir 30. september 2012.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 20:52
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki til myndlistarmanna, sýningarstjóra og annars fagfólks á sviði myndlistar vegna myndlistaverkefna erlendis.
Verkefnin verða að eiga sér stað á tímabilinu 1. mars 2012 til 1.mars 2013. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012.
Athugið að umsóknarfrestur vegna stærri styrkja er 1. febrúar næstkomandi.
Umsóknarfrestur vegna smærri styrkja er á tveggja mánaða fresti:
01.02.2012
01.04.2012
01.06.2012
01.08.2012
01.10.2012
01.12.2012
Frekari upplýsingar er hægt að finna hér á vefsíðu Kynningarmiðstöðvarinnar.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2012 | 20:16
Muggur auglýsir eftir umsóknum
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu.
Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.Við bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um Muggs styrk fyrir gestavinnustofur SÍM í Berlín.
Umsókarfrestur er til 1. febrúar 2011, póststimpill gildir.
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
myndlistarsýningar
vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
annars myndlistarverkefnis
Skilyrði er um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. apríl 31. júlí 2012. Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 2012.
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur skuldlaus félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.
Umsóknareyðublað, stofnskrá og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM http://sim.is/sim/muggur/
Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@sim.is , s. 551 1346
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. febrúar 2012, póststimpill gildir.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 23:35
Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki
Árið 1992 stofnaði Gunnar B. Dungal þáverandi eigandi Pennans hf. Listasjóð Pennans.
Sjóðurinn var stofnaður til minningar um foreldra hans, Margréti og Baldvin P. Dungal.
Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistamenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá.
Við sölu Pennans árið 2005 ákvað Gunnar að halda áfram starfsemi sjóðsins og var nafninu því breytt og heitir hann núna Listasjóður Dungal.
Safn verka fyrri styrkþega eru því í eigu Listasjóðs Dungal.
Umsóknarfrestur er til 3. desember 2011 og hér eru eyðublöð og nánari upplýsingar.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2011 | 11:53
Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2011
Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.
Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Lilja Jónsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.
Stjórn Myndstefs
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 21:38
Styrkjanámskeið á Akureyri
Þriðjudaginn 19. október kl. 16:00 -18:00 mun María Jónsdóttir, forstöðukona Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, fara yfir mögulega fjármögnun norrænna menningarverkefna í Deiglunni Kaupvangsstræti 23.

Dagskrá:

 Norræni Menningarsjóðurinn
Aðrir norrænir sjóðir
Hvernig skrifa ég góða umsókn
Hugmyndir að norrænum samstarfsverkefnum
Skráning er með tölvupósti til mariajons@akureyri.is eða í síma 462 7000 fyrir kl. 16:00 þann 18. október.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2010 | 20:56
Opinn fundur um stefnu í menningarmálum á Akureyri
Myndlistafélagið boðar til fundar með fulltrúum framboðanna til sveitastjórnarkosninga á Akureyri 2010, í Deiglunni miðvikudaginn 28. apríl kl. 20:00.
Hver er stefnan í menningarmálum?
Á að selja Ketilhúsið?
Er 50% niðurskurður á starfslaunum bæjarlistamanns réttlætanlegur?
Hvenær fer Listasafnið á efri hæðina?
Hver er heildarkostnaður við byggingu Hofs?
Fundarstjóri: Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur
ALLIR SEM LÁTA SIG GILIÐ OG MENNINGU VARÐA ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA
Stjórn Myndlistafélagsins
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009 | 16:00
Opið er fyrir ferðastyrki hjá Norrænu menningargáttinni til 11.11.2009
Ferðastyrkir eru ætlaðir til allrar lista- og menningarstarfsemi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum: Fagfólks innan allra listgreina, höfunda fagurbókmennta, þýðenda, sýningarstjóra, framleiðenda, blaðamanna sem starfa við menningartengt efni, menningarfræðinga o.s.frv.
- Fagfólk getur sótt um dvalarstyrk í öðru landi á Norðurlöndunum eða í Eystrasaltslöndunum
- Dvalarstyrkur stendur straum af kostnaði fyrir sjö sólarhringa að hámarki (fimm virkir dagar + helgi). Forsendur útreiknings miðast annarsvegar við dvöl í höfuðborg og hinsvegar við dvöl á öðru svæði
- Athugið að umsækjandi og styrkþegi verður að vera sama manneskjan og að styrkir eru einungis veittir einstaklingum, ekki hópum
http://www.kknord.org/lang-is/menningaraaetlanir/fereastyrkjaaaetlunin/fereastyrkir
Nánari upplýsingar og aðstoð veitir:
Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Verkefnastjóri / Prosjektleder / Project Manager
Norræna húsið / Nordens hus / Nordic house
Sími / tel: +354 551 7032
thuridur@nordice.is
www.norraenahusid.is
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
700IS Hreindýraland Alþjóðleg tilraunakvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi.
Tekið verður við myndum til umsóknar frá 3.nóvember 1.desember 2009.
Að þessu sinni verður eingöngu tekið við myndum gegnum internetið.
Við vonum að þið sýnið þessu skilning.
Við tökum á móti öllum tilraunakvikmynda- og vídeóverkum sem hafa ekki verið sýnd á Austurlandi.
Verk eftir listamenn búsetta í Evrópu eru sjálfkrafa gjaldgeng í keppnina um Alternative Routes verðlaunin.
Alternative Routes er samstarfsverkefni kvikmynda/vídeóhátíða í Debrecen Ungverjalandi, Porto Portúgal, Liverpool & Manchester Bretlandi og á Egilsstöðum - Íslandi.
Á hverri hátíð innan A.R. er einn listamaður/verk valinn í hóp sem síðan sýnir verk sín á öllum hátíðunum; í Debrecen í maí 2010, Porto í nóvember 2010, Egilsstöðum í mars 2011 og að lokum í Liverpool / Manchester í apríl 2011.
Þessir listamenn munu ferðast til allra staðanna 2010 og 2011; ferðakostnaður og uppihald verður greitt, svo og 1000 peningaverðlaun.
Sýningarskrá verður gefin út um verkefnið.
Alternative Routes nýtur fjárstuðnings Evrópusambandsins.
S É R S T A K T Þ E M A
HLJÓÐ og VÍDEÓ er þema hátíðarinnar 2010 en við tökum við öllum tilraunamyndum.
Vinsamlega athugið: Ef mynd eftir ykkur verður valin til sýningar, munum við óska eftir að fá sent hágæðaeintak í janúar næstkomandi.
Ö N N U R V E R Ð L A U N
Mynd hátíðarinnar
(allir listamenn)
(listamaður búsettur í Evrópu er sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)
Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.
Íslensk mynd hátíðarinnar
(listamenn búsettir á Íslandi)
(íslenskir listamenn eru sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)
Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.
Vinsamlegast farið á heimasíðuna okkar til að sjá hverjir styrkja 700IS, þátttakendur fyrri hátíða og aðrar upplýsingar. 700IS er líka á Facebook Reindeerland Iceland
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)