Færsluflokkur: Ferðalög

Sýningin "Re - member - Iceland" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

souvenus_plakat 

 

LAETITI GENDRE / ALBANE DUPLESSIX / VINCENTCHHIM / ISABELLE PAGA


Verksmiðjan á Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 / Opið til 10. júní um helgar eingöngu kl. 14 :00-17 :00 og eftir það alla daga kl : 14 :00-17 :00. 

Teleportation / Long Distance Vision / gjörningur frá París til Hjalteyrar / frumfluttur kl. 15:00 / Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.

L'usine de Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Tout en bas de Hjalteyri / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Vernissage Samedi 11 mai à 14 h 00 Ouvert jusqu´au 10 Juin, uniquement le week-end entre 14h00 et 17h00, et par la suite tous les jours de 14 h 00-17h00

Téléportation / Long Distance Vision / Video Mental Performance / 15h00 /

Sýningarstjóri/ commissaire d'exposition: Veronique Legros

Laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 opnar sýningin Re – member – Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND. 
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn. 
Á opnun kl. 15 :00 verður einnig frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique international. Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.


R E - M E M B E R - I C E L A N D
Kynningartexti sýningar
Listamennirnir á bak við samsýninguna hafa allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í gömlu álfuna, geyma þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hefur verið á minnið lýsir skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.
Svona sýning er tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsaka þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta


Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. maí 2013, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450 



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


Gestavinnustofa í Barcelona laus til umsóknar

8844117


RESIDENCIA HALFHOUSE: DEADLINE 30th JULY

Halfhouse Residency
Halfhouse is half house half exhibition space located in Barcelona.  We have been running a program of talks and exhibitions since we started in 2009.  As part of the annual program we have an artists residency , the motive for which is to offer a visual artist  a space to live and work.  The residency will culminate in a solo exhibition in Halfhouse on September 30th.  We welcome new and surprising proposals!


Application Deadline: 30 July 2011
Discipline: Visual Arts
Duration: 15 August-2 October 2011
Exhibition Date:  30 September
Location: Barcelona

The artist selected will be invited to live and work in Halfhouse . The residency will end with a solo exhibition on the 30th of September in Halfhouse.

Provided by Halfhouse:
€1200  production / artist fee.
Internet (wifi), electricity, gas etc.
Exposure and Promotion.
International artists will recieve financial aid for airplane ticket.

Paid by Artist:
€600 rent which covers the full stay.
Halfhouse does not cover insurance of any kind.

Eligibility:
Open to one artist of any nationality
or age.

Application Procedure:
E-mail info@halfhouse.org with RESIDENCY as the subject. Include:
CV
Artist Statement
Portfolio: PDF maximum 6mb
Video: attach a link to Vimeo or You Tube.
We welcome ideas or proposals conceived of for the and exhibition.
Photcopy of Passport or ID card
 
For more information e-mail:
info@halfhouse.org

http://www.halfhouse.org


Bókin MYNDIR - BILDER - PICTURES komin út

fors_myndir.jpg



MYNDIR - BILDER - PICTURES er 33 mynda röð þar sem Hlynur Hallsson setti saman ljósmyndir og stutta texta á íslensku, þýsku og ensku. Hér eru þær allar samankomnar í einni bók ásamt textum eftir þrjá höfunda auk viðtals, ritaskrá og lista yfir þær sýningar þar sem verk úr myndröðinni hafa verið sýnd.

Claudia Rahn listfræðingur í Zürich skrifar um frásagnir og myndir Hlyns. Friðrik Haukur Hallsson félags- og menningarfræðingur í Bielefeld skrifar um tengsl listamannsins og heimspekingsins út frá kenningum franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty. Raimar Stange sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og gagnrýnandi í (Austur-) Berlín skrifar um textaverk Hlyns og Kristín Þóra Kjartansdóttir tekur viðtal við Hlyn.


Úr texta Claudiu Rahn: Hlynur Hallsson – On the road

"Hér er um að ræða ljósmyndir ásamt textum á þremur tungumálum. Ljósmyndirnar og textarnir mynda "vegamyndir", sem eru samsettar úr reynslu og minningum Hlyns. Í heild virkar þetta eins og eins konar dagbók. Myndum úr fjölskyldulífinu er stillt upp ásamt myndum af vinum sem og ókunnugu fólki, af landslagi, myndum úr fjölþjóðlegum listaheiminum. Ljósmyndirnar skapa saman skrautlega heild sem gefur einnig innsýn inn í líf Hlyns. Þessi heild virðist í fyrstu litlaus og þýðingarlítil en í samhengi við textanna verður áhrifamáttur þeirra ótrúlegur."


Úr texta Raimars Stange: Make words not war!

"Það var á seinni hluta tíunda áratugarins sem Hlynur Hallsson sendi mér póstkort frá ýmsum heimshornum. Þar skrifaði hann á íslensku þótt hann vissi mætavel að ég hef alls engan skilning á því tungumáli, en á þeim tíma var skilningsleysið - það að skilja eitthvað ekki – og fagurfræðileg gæði þess aðalmálið í hinni fagurfræðilegu heildarsýn. Slíkt er jú alveg í anda Jóhanns Heinrich Pestallozi, svissneska menntafrömuðarins. Pestallozi kom einmitt með þá hugmynd að börn ættu að umgangast framandi tungumál til þess að þeim yrði ljóst að maður getur ekki skilið allt, að skilningur manns er takmarkaður."


Úr texta Friðriks Hauks Hallssonar: Heimspekingurinn og listamaðurinn

"Við fyrstu sýn virðast skynsvið okkar skarast á tilviljunarkenndan hátt. Strangt tekið eru hreyfingar á milli skynheimanna skýrar, þannig að úr myndefni verður til listaverk. Skynjunarleg tilurð fullgerðs listaverks krefst augljóslega allra þriggja skynheimanna. Er auðveldast að lýsa tengsl þeirra og skilgreina feril skynjunarinnar þeirra á milli með viðeigandi sýni- eða myndefni. Ljósmynda-texta-verk Hlyns Hallssonar bjóða hér uppá sérstaklega góðan möguleika til að skilja þennan feril frá myndefni til listaverks. Hlynur notast við margmiðlunartækni (ljósmyndir, myndbönd o.s.frv.), sem hefur í auknum mæli haslað sér völl innan myndlistarinnar, en hann innlimar ávallt texta í myndverk sín með ákveðnum hætti, þannig að textinn verður að órjúfanlegum hluta hvers verks um sig."


Úr viðtali Kristínar Þóru Kjartansdóttur

"Smáir hlutir, minningabrot og jafnvel eitthvað jafn ómerkilegt og rykhringur í grasi felast í myndefni þínu. Mér finnst margt af þessu virka brothætt, viðkvæmt og forgengilegt.

Já, þannig er lífið og við og úr því þú segir það þá er náttúran einnig brothætt, viðkvæm og forgengileg. Og smáu hlutirnir í lífinu eru einmitt það sem gerir það þess virði. Það sem er sem gefið og svo sjálfsagt, það er einmitt svo mikilvægt. Maður áttar sig bara oft ekki á því fyrr en svo löngu seinna eða þegar einhver annar bendir manni á það. Og stundum er það þá of seint en sem betur fer ekki alltaf. Þetta er kryddið sem er svo mikilvlægt og nauðsynlegt. Þannig er einhver stund sem maður upplifir ef til vill daglega samt einstök en einnig hlutir sem manni finnst ekkert merkilegir þegar þeir eiga sér stað en eru ómetanlegir í minningunni og það er galdurinn að geta bent á þessa hluti og þessar upplifanir sem allir upplifa einhvertímann og miklu oftar en við áttum okkur á. Og þetta hefur eitthvað með okkur sjálf að gera og þjóðfélagið og hraðann og það að gefa sér tíma til að uppgötva svona hluti. Ef það tekst þá er mikið áunnið."

Allir textar í bókinni eru á íslensku, þýsku og ensku.

Forlag höfundanna gefur bókina út og Uppheimar sjá um dreifingu á Íslandi og fæst bókin í öllum helstu bókaverslunum og einnig á Kjarvalsstöðum, í Hafnarhúsinu, hjá Útúrdúr og hjá Flóru á Akureyri.


HLYNUR HALLSSON
MYNDIR - BILDER - PICTURES

68 bls.
162 x 246 mm
Bókarhönnun: Ólafur Númason og Hlynur Hallsson
Þýðingar á íslensku, þýsku og ensku: Lois Feurle, Kristín Kjartansdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Wolfgang Sahr og Ómar Kristinsson
Prófarkarlestur: Pétur Halldórsson, Inga Lín Hallsson og James Carl
Styrktaraðilar: Myndstef og Akureyrarstofa
Útgefandi: forlag höfundanna
Dreifing: Uppheimar
Prentað hjá Odda
ISBN 978-9979-9672-1-7

Einnig á https://www.facebook.com/pages/Myndir-Bilder-Pictures/201008189949681

cover_myndir.jpg


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýningu á Café Karólínu

2qawfq.jpg

Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

It's like living in your own world

04.12.10 - 07.01.11


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna sýninguna “It's like living in your own world” á Café Karólínu laugardaginn 4. desember kl. 15:00. Sýningin stendur til 8. janúar 2011 og eru allir velkomnir. Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.
Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar við að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Hitinn við vatnið er rétt yfir frostmarki, það er algjör kyrrð og þoka, einstaka vatnsdropar falla á vatnið. Vatnið er spegilslétt og þögnin er nánast yfirþyrmandi, náttúran hefur öll völd.

Myndirnar voru fyrst sýndar við opnun listahátíðarinnar Jónsvöku sumarið 2010 og er þetta annað skiptið sem þær eru á sýningu.

Júlía Runólfsdóttir er 17 ára gamall nemi frá Reykjavík með ást á þríhyrningum, flæðandi formum og skuggum. Hún stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig við Myndlistaskólann í Reykjavík. Júlía hefur haft áhuga á ljósmyndun síðan hún var bara barn og myndað af nokkurri alvöru síðastliðin ár. Hún tók þátt í alþjóðlegri ljósmyndabók fyrir ungmenni árið 2008 og myndir eftir hana hafa birst í ótalmörgum tímaritum og blöðum auk þess sem hún hélt sína fyrstu sýningu, með Huga Hlynssyni, í sumar.

Hugi er fæddur á Akureyri árið 1991 en fluttist tveggja ára til Þýskalands og bjó þar til átta ára aldurs þegar hann fluttist aftur til Akureyrar. Hugi hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur á undanförnum árum reynt að marka sér beinni stefnu á áhugasviði sínu innan ljósmyndunar. Hugi er nemandi á náttúrufræðibraut VMA og stundar dulin ljóðaskrif ásamt áhuga-verkfræðimennsku til hliðar við ljósmyndunina.

Sjá einnig heimasíður Huga og Júlíu: hugihlynsson.com og juliarunolfs.com

Nánari upplýsingar veitir Hugi í síma 6633026 og í tölvupósti: hugihlynsson@gmail.com og Júlía í síma 8694456.

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

1pxkrt.jpg


Sýningin "Húsmæður og heimasætur" á Skeiði í Svarfaðardal

amma_s_photos_westfjorde_08_ii_002.jpg

Laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00-17.00 opna Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona og Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur sýninguna Húsmæður og heimasætur að gistiheimilinu á Skeiði í Svarfaðardal. Kveikjan að sýningunni var sú að ömmur þeirra beggja bjuggu samtíða að Skeiði fyrir um hundrað árum. Í sýningunni er þessum formæðrum gerð skil, en núverandi húsmóðir og heimasæta koma líka fyrir. Kaffi og kökur verða til sölu á opnuninni. Allir eru velkomnir.

Sýningin mun standa fram á haust og er þá opið samkvæmt samkomulagi við Myriam Dalstein á Skeiði.


Gistihúsið Skeið
Svarfaðardal
621 Dalvík
++354 - 466 1636
++354 - 866 7036
www.thule-tours.com
www.travel2dalvik.com
www.dalvik.is


Ana Fradique með umræður á sýningu sinni

ana.jpg

Nú stendur yfir í Boxinu og Sal Myndlistarfélagsins sýning listakonunnar Ana Fradique, sem dvelur í
gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir. Sýningin byggir m.a. á
spurningum á blöðum sem sýningargestir eru beðnir um að svara og samræðum
sín á milli og við listamanninn.

Opinber umræða verður á sunnudaginn 1. ágúst kl. 15 þegar sýningu lýkur.


Finnur, Keli og Kristján í Verksmiðjunni á Hjalteyri

finnur_keli_kristjan.jpg

 

Verksmiðjan á Hjalteyri

 

Finnur Keli Kristján ?

31. júlí – 5. september 2010

Opnun laugardaginn 31. júlí kl. 16

Opið um helgar frá kl. 14 - 17

verksmidjan.blogspot.com

facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts

 

 

Finnur Arnar, Kristján Steingrímur og Þorkell Atlason

 

Laugardaginn 31. júlí verður opnuð sýningin "Finnur Keli Kristján ?" í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Sýningin er samvinnuverkefni myndlistarmannanna Finns Arnar, Kristjáns Steingríms og tónskáldsins Þorkels Atlasonar.

Listamennirnir, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, lögðu land undir fót á húsbíl norður á Hjalteyri viku fyrir opnunina og settu upp sýninguna úr efnis- og hljóðheimi staðarins.

Á opnun verður fluttur gjörningur.

Sýningin stendur frá 31. júlí til 5. september og verður opin um helgar frá 14 - 17. Á virkum dögum er hægt að hafa samband í síma 692 7450  til að skoða sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Arnar í síma 899 5590 og Kristján Steingrímur í kristjan@lhi.is

Menningarráð Eyþings styrkir Verksmiðjuna á Hjalteyri.


Frauke Hänke og Claus Kienle sýna í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

laugardagur_s_degi.jpg

 

FRAUKE HÄNKE + CLAUS KIENLE

WO AUCH IMMER - HVAR SEM ER

11.07. - 29.08.2010

 

Opnun sunnudaginn 11. júlí 2010, klukkan 11-13

Eröffnung am Sonntag 11. Juli 2010, 11-13 Uhr           

Preview on Sunday July 11th.  2010, at 11-13

 

Opið samkvæmt samkomulagi • Geöffnet nach Vereinbarung Open on appointment       

    

KUNSTRAUM WOHNRAUM                          

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir           

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 11. júlí 2010 klukkan 11-13 opna þau Frauke Hänke og Claus Kienle sýninguna “Wo auch immer – Hvar sem er” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

 

Sýningin er byggð á ljósmyndum sem eru unnar með með mismunandi aðferðum. Frauke Hänke og Claus Kienle eru búsett í Hamborg í Þýskalandi en verða viðstödd opnunina í Kunstraum Wohnraum.

Fyrir sýninguna kemur út 32 blaðsíðna sýningarskrá með myndum og textum.

 

Úr texta í sýningarskrá: “Verk Frauke Hänke og Claus Kienle eru önnur sýn á veruleikann sem oft virkar hversdagslegur. Ljósmyndir af gönguhópi, vinnuvélum, ferðamönnum, fótboltavelli eða hjólhýsum. En það er liturinn, textinn, skurður myndanna og samhengið sem gera þær allt annað en hversdagslegar.”

 

Myndir af verkum þeirra og nánari upplýsingar eru á síðunni www.haenke-kienle.de og einnig á www.heim-herd.de

 

Nánari upplýsingar veita Frauke og Claus í info@haenke-kienle.de

 

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Frauke Hänke og Claus Kienle stendur til 29. ágúst 2010 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

 

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html

 

alpenkreuzer_1006881.jpg


Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri laus til umsóknar fyrir 2011

gilid

Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri, umsóknarfrestur til 1. júní fyrir árið 2011.
Gestavinnustofan  er staðsett í Listagilinu á Akureyri og samanstendur af vinnuplássi og íverustað og er úthlutað til listamanna í einn til þrjá mánuði í senn.
Skoðið vefsíðuna til að fá nánari upplýsingar www.artistsstudio.blogspot.com og sækja umsóknareyðublað.

Guest-studio in Akureyri, Iceland.

Applications for 2011, deadline the 1st of June.
The AIR is located in the centre of Akureyri and you can apply for one –three months.
For further information please visit our web site www.artistsstudio.blogspot.com an there you will find application forms.
e-mail; studio.akureyri@gmail.com

Kveðjur/Regards,
Sigríður Ágústsdóttir


Helene Renard opnar sýninguna ENVELOPE í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins

box1_04

 

UMSLAG, sýning Helene Renard verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins.

Sýningin opnar  15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00.  Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.


UMSLAG - ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

Ferðin er hafin! Fyrsta boxið er komið til Jamaíka, New York. Box tvö lagði af stað í dag. Öðru efni sýningarinnar verður snotursamlega pakkað og ferðast með listamanninum, Helene Renard, með Icelandair, þriðjudaginn 11. maí.

Verkið snýst um hugtökin að brjóta saman/taka sundur og pakka niður/taka upp úr. Innstillingunni sem var sérstaklega gerð fyrir þetta rými, er ætlað að ýta undir þátttöku áhorfenda..

Einstakir hlutir í sýningunni sem eru gerðir úr felt og pappír, rannsaka það að brjóta saman og hlutverk þess í munstur- og kortagerð. Listamaðurinn kannar umbreytinguna úr tveimur víddum í þrjár og notar tækni úr ólíkum áttum, allt frá smíði til kortagerðar.

Eins og í fyrri verkum sínum, er innstillingu Helene ætlað að deila á  hugmyndina um list sem eitthvað til að horfa á en ekki snerta.  Áhorfandinn verður þáttakandi og notandi.  UMSLAG er hugleiðing um samband líkama og rýmis og  könnun á stærðum. Listaverk sem er ætlað að ferðast.

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

Gallerí Box, BOXið

Kaupvangstræti 

600 Akureyri

Opnun laugardaginn 15. maí kl 14.

15. maí - 6. júní 2010

 

ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

The journey has begun! Box 1 has reached Jamaica, New York. Box 2 has departed today, and the rest of the assembly will be packed flat and travel with the artist, Helene Renard, via Icelandair on Tuesday, May 11th.

The conceptual focus of the work is Folding/Unfolding and Packing/Unpacking. The site-specific installation is meant to encourage engagement by the gallery visitor and participant.

Individual pieces, constructed of felt and paper, investigate the idea of the FOLD and its role in patternmaking and mapping. The artist explores transformations from 2 dimensions to 3 dimensional space, employing techniques used in different fields, from carpentry to cartography.

Printed images created using a monotype process introduce narrative and one type of scale to the work. Some of the pieces have been custom-made to fit into US Postal Service boxes. These containers, along with the pieces ferried by suitcase, carry with them the narrative of transport, of process, and of dialogue. This dynamic will change to display mode as pieces are placed in Gallery Box, a container of another scale.

As with her previous works, this installation is intended to challenge the art viewer’s notion of art as something to be looked at, but not touched. Here, the viewer becomes occupant, participant, and user. ENVELOPE provides invitations, directions, and other cues to encourage interaction with individual pieces. The work is a meditation on the relationship of the body to space, an exploration of scale, and of work that is tailored for travel.

For up-to-date images of work in progress, see:

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband