Færsluflokkur: Menning og listir

Margrét H. Blöndal opnar sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði

UTIMG_3410-1024x768

Margrét H. Blöndal opnar sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 10. júní 2014, kl. 17.00.
Boðið er uppá léttar veitingar og allir velkomnir.
Sýningin stendur til 2. júlí.


ÚT er innsetning unnin beint í Kompu Alþýðuhússins á Siglufirði en þar hefur
Margrét dvalið undanfarna viku.  

Setur á varir stút
kytra verður hvelfing
eitt eilífðarinnar æðablik
ÚT

Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að auki í Mason Gross School of Arts í Rutgers háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum þaðan sem hún útskrifaðist árið 1997. Hún hefur undanfarin ár haldið einkasýningar í Galerie Thomas Fischer, Berlín, Listasafni Reykjavíkur, Fort Worth Contemporary Arts í Texas í Bandaríkjunum,  Mother´s Tankstation í Dublin á Írlandi og í galleríi Nicolas Krupp í Basel í Sviss. Margrét átti verk á hinni alþjóðlegu stórsýningu Manifesta 7 á Ítalíu árið 2008 og tók þátt í Momentum tvíæringnum í Moss, Noregi árið 2011. Hún var tilnefnd til Sjónlistaverðlaunanna tvisvar sinnum og hefur hlotið viðurkenningar úr sjóði Richards Serra, Guðmundu S. Kristinsdóttur og Laurenz Haus Stiftung í Sviss

Kompan er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 eða þegar skiltið er úti.  Einnig eftir samkomulagi við Aðalheiði í  síma 865-5091.


Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni

10437449_470255649744423_6198217781043678775_n

HLYNUR HALLSSON
SALT

6. - 7. júní 2014
Opnun föstudaginn 6. júní kl. 21

Geimdósin
Kaupvangsstræti 12 (gengið inn að aftan)
600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna SALT í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, föstudagskvöldið 6. júní kl. 21. Hlynur setur upp verk út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Geimósinni af nokkrum myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Hlynur gaf á síðasta ári út bókverkið STAFRÓFIÐ og verkið sem hann gerir nú er unnið út frá þessu stafrófi.

Hlynur hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í mars á þessu ári.  

Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimasíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. júní kl. 15-17.

Nánari upplýsingar um Geimdósina er að finna á https://www.facebook.com/geimdosin

https://www.facebook.com/events/644651982291782

S a l t


Allt er hafið:
sær
andi
saltið
Þúsundir rauðra landakorta
djöfulriðinna heimsríkja
með sundurskornar slagæðar. 
Í milljónum blóðhúsa
aftökur ferfætlinga
sakleysingja
endanna á milli daglegs brauðs.
Afbökun náttúruvalsins
landseyðingar
barnsserðingar
linnulausrar klámvæðingar.
Allt salt yfir vinstri öxl!
Allt er þetta hafið
hafið fyrir löngu.
Upp úr sænum reis andi
með dýrmætt salt.
Salt sem gat nært
salt sem gat sært 
salt sem fór í sárin
í staðinn fyrir grautinn
Allt salt yfir vinstri öxl!
Því slagur blóðsins
býr í æðunum
en ekki á spjótunum.
 
Allt hef ég hafið
hafið upp á nýtt. 
Eftir höggþungar óöldur
við hjarðlendi heiðingjanna
strandaði hugsjón mín. 
Allt salt yfir vinstri öxl! 
Og megi kveðja mín berast
með brimsleggju, salti
til þeirra sem leita mín
 

Hekla Björt Helgadóttir

 


Guðrún Pálína sýnir í Sal Myndlistarfélagsins

10013807_10152071785086767_4709659366410340750_n

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Ferðalag í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10, Listagilinu á Akureyri.

Opnun 7. júní kl. 14. Opnunartímar föstu-, laugar- og sunnudaga milli kl. 14-17 og aðra daga eftir samkomulagi við Pálínu í síma 894 5818.

https://www.facebook.com/events/1434820856777864


Íslensk samtíðarportrett í Listasafninu á Akureyri

Portrett_vefur1

ÍSLENSK SAMTÍÐARPORTRETT – mannlýsingar á 21. öld
 
Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugardaginn 7. júní kl. 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld. Á sýningunni gefur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag.
 
Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslenskir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili  ólíkra birtingarmynda fást svör.
 
Verkin eru á þriðja hundrað talsins og á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helgason, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal.
 
Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

Meðfylgjandi mynd heitir Svín Gogh og er eftir Karl Jóhann Jónsson.

http://listasafn.akureyri.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri

https://www.facebook.com/events/632875460132381


Ragnar Hólm sýnir í Populus tremula

10380887_10152507676383081_5409785993263700899_n

Ragnar Hólm sýnir í Populus um hvítasunnuhelgina

Laugardaginn 7. júní kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm myndlistarsýningu í Populus tremula. Ragnar hefur á undanförnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk.

Sýningin er einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi


Georg Óskar sýnir í Mjólkurbúðinni

1511229_10203736608923376_8094993394429967701_n

Þér er boðið á sýninguna "Plenty Of Nothing" í Mjólkurbúðinni, laugardaginn 7 júní kl 14:00.

Georg Óskar er 28 ára myndlistamaður, hefur hann tekið þátt í 6 samsýningum og hefur haldið 8 einkasýningar, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hafa verk eftir hann birst í erlendum nettímaritum og nýlega fékk The Rochester Museum of Fine Arts, USA 2 verk í safn sitt.

"Plenty Of Nothing" mun vera ein af síðustu sýningum hér á landi í bili þar sem myndlistamaðurinn mun dvelja næstu 2 ár í Bergen í Noregi. Hefur hann þar meistaranám við Bergen Academy of Art and Design næstkomandi haust.

Hægt er að kynna sér verk Georgs á heimasíðunni www.georgoskar.com

Allir hjartanlega velkomnir.

Ath. Helgarsýning.

https://www.facebook.com/events/1428458117422688


Anna Elionora Olsen Rosing sýnir í Hvítspóa

Anna-E-Augl%C3%BDsing-N4-1024x757

Hjartanlega velkomin á opnun í  Hvítspóa, miðvikudaginn 28. maí kl. 17.00.
Grænlenska listakonan Anna Elionora Olsen Rosing opnar sýningu sína  INUIT & MASKS.
Á opnuninni verður hún með grænlenskan gjörning.


Hvítspói, Art Studio & Gallerý
Anna Gunnarsdóttir
Brekkugata 3a
600 Akureyri
Sími 4662064 / 8976064


Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Geimdósinni

10373987_10203659084379704_3546312589107642505_n

Salt Vatn Skömm

Laugardaginn 24. maí heldur Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Salt Vatn Skömm í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12. Sýninguna vinnur hún út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er ein í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Dósinni af mismunandi myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Að þessu sinni eru það formin og jafnframt formleysið sem spila aðalhlutverkið í myndverki Jónínu Bjargar.

Sýningin stendur frá kl. 14-17 laugardaginn 24. maí
Kaupvangsstræti 12, gengið inn að aftan.


Frekari upplýsingar gefur Jónína Björg á netfanginu joninabh@gmail.com
www.joninabjorg.com


salt vatn skömm

Þær drukku te í rauðu eldhúsi, Hind og Babúska.
Sandalviður, plastrósir, og þær játuðu margrar syndir.
Hindin sagði Babúskunni: „ég er aldrei nógu falleg… ekkert sem ég geri“
Babúskan leiddi Hindina að speglinum. Kvöldsólin vægðarlaust kastsljós, á meðan hún dróg af henni klæðin við spegilinn.
Hún sagði henni að horfa. Lengi. Stara. Lengur. Á meðan hún renndi niður kjólnum, lét hann falla á gólfið, ýtti hlýrunum niður handleggina og snerti nektina. Hægt en örugglega, krosslagði hún fingur yfir naflann.
„Fegurðin eins og öræfin. Erfið að komast yfir, þó unaðsleg að sjá. En aldrei jafn stórbrotin, eins og eftir að þú klífur þau“
Og Hindin horfði lengi, starði lengur, og hún sá að líkaminn varð formlaus, án lína, óviðráðanlegur eins og flóðbylgja
og hann rann undan höndum Babúskunnar og á brakandi gólffjalirnar, seytlaði í rifurnar og dropaði í smáum skömmtun, undir húsið.
Hún var salt, hún var vatn, hún var skömm
undir fingrum, undir hælum, undir rós
og þegar Babúskan hnýtti á hana fjallaskó og rétti henni skæri
reisti hún síðustu vörðuna á öræfahörundið lausa:
„þú ert salt þú ert vatn…vertu sönn“

Hekla Björt Helgadóttir

https://www.facebook.com/events/663259453721943

https://www.facebook.com/geimdosin


"Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun" opnar í Ketilhúsinu

GB_ljosmynd_62

Laugardaginn 24. maí kl. 15 opnar sumarsýning Ketilhússins, Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þar er á ferð yfirlitssýning Gísla B. Björnssonar sem er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu. Hann setti á fót auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands. Gísli hefur kennt óslitið í fimm áratugi og verið óþreytandi í því að efla fagmennsku og brýna fyrir nemendum að sýna ábyrgð í verki. Hann hefur komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar. Gísli er undir sterkum áhrifum módernisma 20. aldar með áherslu á einfaldleika, notagildi og hagkvæmni.

Á sýningunni er horft yfir feril Gísla og gefur að líta verk frá námsárum hans, tímarit, bókakápur og umbrot og hönnun bóka. Sýnd eru gömul myndbrot af auglýsingastofu Gísla þar sem tækni þess tíma gefur innsýn í vinnu teiknarans og hugmyndasmiðsins.

Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17 og eftir 1. júní kl. 10-17. Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson.

Sunnudaginn 25. maí kl. 14 flytur Gísli sjálfur fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki. Þar leitast hann við að svara spurningum um hvað einkennir góð merki og hvað þarf að hafa í huga við hönnun þeirra. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til. 

Aðgangur á sýninguna og fyrirlesturinn er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/687606844634766/

http://listasafn.akureyri.is


Markmið XIV - síðustu sýningardagar í Listasafninu á Akureyri

Markmid_vefur

Framundan eru síðustu dagar sýningar Helga Hjaltalín og Péturs Arnar, Markmið XIV, í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni halda þeir áfram að gera tilraunir, sem skila engri afgerandi niðurstöðu, á ferðalagi sem hefur engan sérstakan áfangastað. Tilgangur félaganna er að setja saman mynd þar sem framkvæmd og framsetning sýningarinnar verður að sjónrænni upplifun. Þeir ýta myndmálinu að rökrænum þolmörkum sínum, en bjóða um leið áhorfandanum upp á dúnmjúkan þægindaramma fyrir skilningarvitin.

Hugmyndaferðalög þessara tveggja myndlistamanna hafa leitt til samvinnuverkefna sem skrásett eru í formi afritaðra athafna, meðal annars með ljósmyndum, myndböndum, skúlptúrum og öðrum tjáningarmiðlum myndlistarinnar. Sýningin byggir á samvinnuverkefninu Markmið, sem varð til um síðustu aldamót, og samanstendur af tveimur einkasýningum.

Sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag og er opin alla daga fram að lokun kl. 12-17.

Aðgangur er ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband