Færsluflokkur: Menning og listir
7.7.2015 | 13:28
"Samsýning með sjálfri mér" í Sal Myndlistarfélagsins
Í ár eru 20 ár liðin frá því að Jonna útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri, vorið 1995. Hún hefur unnið að myndlist frá þeim tíma ásamt því að sinna öðrum störfum og uppeldi 5 barna. Undanfarin tvö ár hefur Jonna verið mjög virk í myndlistarsenunni á Akureyri, tekið þátt í fjölda samsýninga ásamt því að halda nokkrar einkasýningar. Verkin á sýningunni eru öll frá síðustu 20 árum og úr öllum áttum en hafa tengingar engu að síður.
Sýningin opnar með gjörningi 11. júlí kl. 14:00 í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu og stendur til 26. júlí. Sýningin er opin um helgar.
https://www.facebook.com/events/435556166617542
Menning og listir | Breytt 8.7.2015 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2015 | 11:44
Plága opnar í Útibúinu laugardag kl. 15
Plága - plague er þrívíð textainnsetning sem fæst við algenga meinsemd. Opnun kl. 15:00 í Útibúinu laugardaginn 4. júní í Listagilinu, Akureyri - leitið og þér munuð finna! Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015.
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir útskrifaðist af Fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri í maí síðastliðum. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún tók þátt í samsýningunni "Að bjarga heiminum" sem sett var upp í Verksmiðjunni á Hjalteyri 13-21. júní síðastliðinn.
Sýningin verður staðsett í Listagilinu
http://menningarvitinn.is/grein/heiminum-bjargad-i-verksmidjunni-a-hjalteyri/
http://www.adbjargaheiminum.blogspot.com/
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, heiddis.holm (hjá) gmail . com eða í síma 8482770.
https://www.facebook.com/events/633311826805645
<<>>
Plague is text-installation about a common affliction. Opening in the Art Street at 15:00 on Saturday 4. june.
Sigrún Birna graduated from Akureyri School of Visual Arts Fine Art department this spring. This is her first solo-exhibition but she recently took part in a group exhibition "Að bjarga heiminum / To save the world" in The Factory in Hjalteyri, 13th - 21st june.
2.7.2015 | 10:40
Seinni opnun RÓTar á laugardaginn
Laugardaginn 4. júlí kl. 15-17 lýkur listaverkefninu RÓT 2015 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi eftir tveggja vikna ferli, sjö vinnudaga og þátttöku 31 skapandi einstaklinga. Þar með er sýningin fullunnin og opnar því formlega. Á þessari seinni opnun verður síðasti hópur þátttakenda önnur kafinn við að fullklára síðasta verkið á sýninguna. Léttar veitingar verða á boðstólum.
RÓT sameinar listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Hver dagur hófst á hugflæði þar sem allar hugmyndir voru viðraðar þangað til rótin fannst. Hugmyndin að verkefninu kviknaði einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar. Nánari upplýsingar má sjá á www.rot-project.com.
Sýningin stendur til 19. júlí og er opin þriðjudaga sunnudaga kl. 10-17.
29.6.2015 | 13:31
Nowhere else/Hvergi annarsstaðar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Nowhere else/Hvergi annarsstaðar
Hannes Lárusson, Guido van der Werve, Hekla Dögg Jónsdóttir, Mathias Kessler, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnar Már Nikulásarson, Sigurður Guðjónsson, Árni Einarsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir,
Verksmiðjan á Hjalteyri, / 03.07 26.07.2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun föstudaginn 3. júlí kl. 17:00 / Opið alla daga nema mánudaga til og með 26 júlí, kl. 14:00 17:00. Sýningarstjóri : Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Nowhere else/Hvergi annarsstaðar
Er sýning og útgáfa í umsjá Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, en í sýningunni taka þátt 8 alþjóðlegir listamenn og 1 líffræðingur. Titill sýningarinnar er vísan til einnar áhrifamestu myndar mannkynssögunnar The Pale blue dot, Fölblár punktur sem var tekin fyrir 25 árum (1990) af geimkönnunarfarinu Voyager 1. Þegar könnunarfarið var um það bil að yfirgefa sólkerfi okkar var myndavélum Voyager snúið aftur í átt til jarðar og myndin tekin úr 6 billjón kílómetra fjarlægð. Jörðin birtist aðeins sem örsmátt rykkorn svífandi í sólargeisla umkringt myrkri útgeimsins. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði stjarnfræðingurinn Carl Sagan einn áhrifamesta texta síðustu aldar, þar sem hann nær á kristaltæran hátt að draga fram hrollkaldan sannleikann sem myndin birtir okkur. Það er enginn annar staður, hvergi annarsstaðar en á þessum litla punkti sem við getum lifað - þarna er öll tilvera mannkyns frá upphafi til enda.
Listafólkið ávarpar með verkum sínum hugmyndina um okkur og mennskuna í óravíddum alheimsins jafnt í tíma og rúmi. Hér þjónar Pale blue dot - ljósmyndin hlutverki einhverskonar upphafspunkts. Hún er kjarninn sem sendir frá sér geisla sem breytir hugmyndunum um okkur sjálf. Geisla sem varpa ljósi á ólíka en samtvinnaða fleti mannlegrar tilveru í samtímanum; umhverfis- og efnahagsmál, pólitík og samfélagsmál. Frá því persónulega til hins altæka. Eiginlegar og ímyndaðar langferðir sem oftar en ekki enda þó oft í garðinum heima.
Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. júní 2015, kl. 17:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Opnunin stendur til kl. 21:00 um kvöldið
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veita: Sirra Sigrún Sigurðardóttir sirra @this.is og í síma 6973373 5528055, Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 6927450
https://www.facebook.com/events/760583694054591
23.6.2015 | 11:05
Sólarhringur með allskonar viðburðum á Jónsmessuhátíð Listasumars
Jónsmessuhátíð Listasumars 23.-24. júní 2015
Sólarhringur með allskonar viðburðum
Listasumar á Akureyri
12 - 12. Deiglan / Gilfélagið. GleðjAndi. Jonna, Brynhildur, Dagrún og Thora sýna og verða á staðnum 24 tíma.
12 - 02. Sundlaug Akureyrar með opið til kl 2 um nóttina, tónlist og boðið verður upp á ís og drykki.
12 - 02. Salur Myndlistafélagsins í Listagilinu. Sýning Maríu Óskar Jónsdóttir og opið til miðnættis.
12 - 00. Listasafnið á Akureyri. Sýning Mireyu Samper, Endurvarp. Opið til miðnættis á safninu.
12 - 00. Listasafnið á Akureyri, Ketilhús. Sýningin RÓT. Opið til miðnættis og listamenn að störfum.
13 - 17. Friðbjarnarhús, Leikfangasafnið. Leikfangasýning.
14 - 15. Lifandi Vinnustofa, Kaupvangsstræti 23. Listamannaspjall og kynning á kjólagjörningi Thoru Karlsdóttur.
15 - 16. Listagilið. Helga Sigríður málar með börnunum í Listagilinu.
14 - 19. Flóra, Hafnarstræti 90. Hreinsun, markaður og uppákomur.
15 Flóra, Hafnarstræti 90. Ólafur Sveinsson glímir við Haförn og lax.
16 Flóra, Anna Richardsdóttir með gjörning.
15 - 17. Útibúið, Elvar Örn Egilsson opnar í Listagilinu.
20.30 Friðbjarnarhús, Leikfangasafnið. Bangsi bestaskinn les sögur á leikfangasafninu.
21.30 Sundlaug Akureyrar. Skapandi sumarstörf verða með uppákomu á laugarbökkunum.
22 Deiglan / Gilfélagið. Sesselja Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason ljóðalestur.
22 Minjasafnið. Djassað á safninu Magnús Magnússon leikur á gítar.
23 Minjasafnið. Vandræðaskáld flytja lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í Minjasafnsgarðinum ef viðrar annars inni á safni.
00 Gongslökun fyrir ofan Myndlistarskólann í Listagilinu. Komið með teppi.
02. Sundlaug Akureyrar lokar.
05 Tónlistar gjörningur í Listagilinu. Tomoo Nagai og Kana Nagamura.
10 - 17. Listasafnið á Akureyri, Ketilhús. Rót2015, eftirvinnsla af degi 2 og 7.
https://www.facebook.com/events/386923228173536
Á kvennafrídaginn 19.júní opnar ljósmyndarinn Annie Ling sýninguna "Einstæðar mæður" í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri kl. 15-17 og eru allir velkomnir.
Annie Ling dvaldist sem gestalistamaður í Listhúsi á Ólafsfirði á skammdegishátíð 2015. Þá vann hún hin ýmsu verkefni og þar á meðal heimildaverkefnið "Einstæðar mæður" sem hún sýnir nú í Mjólkurbúðinni í tilefni 100 ára kosningarafmæli kvenna á Íslandi.
Annie Ling er frá Kanada, búsett í Brooklyn New York og starfar sem heimildaljósmyndari og hafa verk hennar verið valin til birtingar í The New York Times og New Yorkers Magazine. Annie hefur hún sýnt verk sín víða um heim s.s. í suður Kóreu, Þýskalandi, Kanada, Finnlandi, Ungverjalandi, Brasilíu og víða um Bandaríkin, og nú á Íslandi.
Sýningin er aðeins 19.-20.júní og eru allir velkomnir.
Annie Ling: www.annielingphoto.com
s.6669169
Mjólkurbúðin s. 8957173
18.6.2015 | 13:18
Listamannsspjall með Margréti Jónsdóttur í Flóru
Fimmtudaginn 18. júní kl. 20 verður listamannsspjall með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kjörklefinn í Flóru. Hér gefst tækifæri til að ræða verkið og feril Margrétar sem spannar 30 ár. Listamannsspjallið er hluti af Listasumri á Akureyri. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kjörklefinn er innsetning sem gerð er til að heiðra minningu Vilhelminu Lever sem kaus fyrst kvenna hér á landi árið 1863 sem var 52 árum áður en kosningaréttur kvenna var lögleiddur á Íslandi. Með áræðni sinni og kjarki ruddi hún braut kvenna og ennþá 152 árum síðar getur hún verið konum sú fyrirmynd um að láta ekki kúga sig eða dæma sem annars flokks borgara vegna kynferðis.
Margrét Jónsdóttir fæddist á Akureyri árið 1961. Hún dvaldi í Danmörku frá 1979 - 1985, þar sem hún nam leirlist við Listiðnaðarskólann í Kolding. Margrét hefur starfað á Akureyri að sinni list allt frá útskrift fyrir 30 árum.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri árið 2009.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
Margrét Jónsdóttir
Kjörklefinn
16. júní - 16. ágúst 2015
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is/
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/888890104482666
https://www.facebook.com/events/897517513624345
18.6.2015 | 09:37
"Svuntandi" í Hofi föstudaginn 19. júní klukkan 16
Listakonurnar Jonna, Brynhildur, Dagrún og Thora Opna sýninguna "Svuntandi" í Hofi föstudaginn 19.júní klukkan 16:00. Sýningin samanstendur af þríviðum verkum sem áhorfendur geta mátað sig við. Þemað sem þær stöllur vinna með að þessu sinni er sótt í kosningarétt kvenna á 100 ára afmæli þennan dag.
https://www.facebook.com/events/911068632287559
17.6.2015 | 10:06
"Að bjarga heiminum" dagskrá sólstöðuhelgina á Hjalteyri
Sólstöðuhelgina 20. og 21. júní. Verður dagskrá í og við Verksmiðjuna á
Hjalteyri í tengslum við Sýninguna Að bjarga heiminum.
Dagskráin samanstendur af gjörningum, fyrirlestrum, tónlist, ljóðlist, umræðum dansi og söng.
Fram koma meðal annarra: Anna Richardsdóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Arna Valsdóttir, Helgi og ljóðfæraleikararnir og Sigríður Ásný Ketilsdóttir hljómsveitin Tonnatak
auk fjölda annarra.
Hátíðahöldin hefjast laugardaginn 20. klukkan tvö með setningu Snorra Finnssonar sveitarstjóra Hörgársveitar og heldur áfram til 22.30. Á sunnudaginn byrjar dagurinn klukkan 10.30 með vakningu Sigríar Sólarljóss, klukkan tvö hefjast pallborðsumræðurnar Að bjarga heiminum undir leiðsögn félaga úr Félagi áhugamanna um heimspeki á Akureyri með gestunum Emblu Eir Oddsdóttur, Gísla Kort Kristóferssonar og Sigrúnu Birnu
Sigtryggsdóttur. Lýkur dagskránni um fimmleytið.
Fyrir alla dagskrána og hugsanlegar beitingar fylgist með vefsíðunni
www.adbjargaheiminum.blogspot.com
https://www.facebook.com/events/593869254087705
16.6.2015 | 22:30
RÓT opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
Laugardaginn 20. júní kl. 15 verður opnuð sýningin RÓT í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Hvað gerist þegar hópur skapandi einstaklinga kemur saman til að vinna að sameiginlegri hugmynd? Ómögulegt er að sjá það fyrir, en niðurstaðan verður áhugaverð. RÓT varð til einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar.
Á sýningunni sameinast listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Verkin eru unnin samdægurs og sýnd. Hver dagur hefst á hugflæði þar sem allar hugmyndir eru viðraðar þangað til rótin, sem allir geta unnið út frá, er fundin. Þannig þróast sýningin og breytist fyrstu tvær vikur verkefnisins og í aðrar tvær vikur verða þau til sýnis. Allt ferlið er opið gestum og gangandi.
Vinnudagar sýningarinnar eru þriðjudagarnir 23. júní og 30. júní, fimmtudagarnir 25. júní og 2. júlí og laugardagarnir 20. júní, 27. júní og 4. júlí. Að þeim dögum loknum verður sýningin opin þriðjudaga sunnudaga kl. 10-17. RÓT stendur til 19. júlí.
https://www.facebook.com/events/1609331642649124
http://www.listak.is
https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri
https://twitter.com/AkureyriArt
http://instagram.com/listak.is