Færsluflokkur: Menning og listir

Margeir Dire opnar sýninguna "Flæði" í Kaktus

11828645_10152929649946394_8904361351272738504_n

Margeir Dire opnar sýninguna "Flæði" í Kaktus, Kaupvangstræti 10-12 Á Akureyri.

Sýningin opnar Laugardaginn 15. Ágúst kl. 16
Opnunartímar:
Laugardagur 15. ágúst kl. 16-21
Sunnudagur 16. ágúst kl. 12-16

https://www.facebook.com/events/862052593891709


Lefteris Yakoumakis opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

home-2014

Gríski listamaðurinn Lefteris Yakoumakis opnar sýninguna "Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 15. ágúst.

Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið

Sýning gríska listamannsins Lefteris Yakoumakis „Íbúðarmálverk og hugsanir um ferðina í kjölfarið ” skiptist í tvo hluta. Fyrsti hlutinn „Íbúðarmálverk“ samanstendur af kyrralífsmálverkum sem voru máluð árin 2012 og 2013 í kjölfar yfirtöku Syntagma torgsins í Aþenu sumarið 2011 og fjölda mótmæla sem fylgdu um veturinn. Útgangspunkturinn er að hreyfingarnar í þessum mótmælum töpuðu baráttunni vegna þess að hugmyndafræðin hefur verið yfirtekin af hugsunarhætti miðstéttarinnar og gildum hennar. Listamaðurinn upphefur hluti sem eru táknrænir fyrir þennan miðstéttarhugsunarhátt og fagurfræði miðstéttarinnar yfir í viðfangsefni málverksins. Annar hluti sýningarinnar „ Hugsanir um ferðina í kjölfarið“, lýsir á myndrænan hátt upplifuninni af því að flytja til norðurhluta Íslands og hvernig það var að vinna í fiskvinnslu í smábæ árin eftir að „íbúðarmálverkin“ voru gerð. „Hugsanirnar“ eru teikningar í smáu sniði unnar með túss og kína bleki. Með annað augað á samfélags ástandinu heima fyrir er listamaðurinn samstundis heillaður af fegurð Íslands en hefur engu að síður uppi efasemdir og áhyggjur af birtingarmynd kapítalismans í íslensku samfélagi.

Lefteris Yakoumakis er fæddur í Aþenu, Grikklandi árið 1984. Hann nam myndlist við Aristotle Háskólann í Thessaloniki þar sem hann sérhæfði sig í málverki. Hann hefur sýnt verk sín í Grikklandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Árið 2010 var gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði og síðan þá hefur hann dvalist þar reglulega og unnið við fiskvinnslu.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og verður Lefteris í Mjólkurbúðinni frá kl. 12 á laugardeginum og frá kl. 10 á sunnudeginum.
Allir velkomnir

Mjólkurbúðin Listagili s. 8957173



Apartment painting and notes on journey after.

“Apartment painting and notes on journey after” is an exhibition, by Greek artist Lefteris Yakoumakis, that consists if two parts. The first part, “Apartment painting”, is a group of still life paintings that were created between 2012 and 2013 on the aftermath of the occupation of Syntagma square in Athens in the summer of 2011 and the large protests of the following winter. Starting from the assumption that those movements lost the battle because ideologies have died to be replaced by middle class mentality the artist seeks to elevate objects symbolic of middle class mentality and aesthetics to the level of painting subjects. The second part of the exhibtion, “Notes on the journey after”, is an illustration of the experience of moving to northern Iceland and working in the fishing industry in the years that followed “apartment painting”. The “notes” are small format drawings drawn with markers and chinese ink. With one eye turned to the ongoing social struggle back home the artist is mesmerised by Iceland's beauty and at the same time skeptical for the manifestations of the capitalist machine in the country.

Lefteris Yakoumakis was born in Athens, Greece in 1984. He studied Art at the the School of Fine Arts of the Aristotle University of Thessaloniki where he specialized in painting.He has exhibited his work in Greece, U.S.A and Iceland. He arrived in Siglufjörður in December 2010 as the guest artist of the Herhúsið artist-in-residence program, and since 2013 regularly revisits the town to live and work in its fishing industry.


Brák Jónsdóttir sýnir í Útibúinu

11822626_10206032135141057_7921634353813825847_n

Hin unga Brák Jónsdóttir býður óhreinum gestum upp á allsherjar þvott.

Opnun: Útibúið, föstudaginn 14. ágúst kl. 13:00. Í eða við Kaktus, Listagilinu á Akureyri. Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015.

Hagnýt list á 1000 kr.

https://www.facebook.com/events/959471167428651


Sverrir Karlsson opnar ljósmyndasýninguna Landshorn í Deiglunni

11855652_10153148954758613_3456747683071133974_n

Sverrir Karlsson opnar ljósmyndasýninguna Landshorn í Deiglunni, Laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00

Sverrir fæddist á Akureyri 1948 en hefur verið búsettur á Grundarfirði undanfarin ár. Sverrir er áhugaljósmyndari af lífi og sál og er ávalt með myndavélina í farteskinu. Hann hefur áður sýnt nokkrum sinnum á Snæfellsnesi. Að þessu sinni sýnir Sverrir landslagsmyndir héðan og þaðan af landinu. Einnig sýnir hann myndavélar sem hann hefur notað í gegnum árin ásamt því að setja upp "kvikmyndasýningu" gamlar spólur frá lífinu og tilverunni á Akureyri á árum áður.
Sýningin verður opin frá 14-17 Laugardag og sunnudag.
Aðeins þessa einu helgi.
Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/1477479532565168


Elísabet Ásgríms sýnir í Útibúinu

11817050_643747862426326_6659673208082521676_n

Verið velkomin á sýningu Elísabetar Ásgríms, Kílómeter í Útibúinu laugardaginn 8. ágúst kl. 14:00 - 17:00. Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna! Sýningin er hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Á um það bil eins kílómeters kafla meðfram þjóðvegi eitt – já vel á minnst – bara hægra megin, í suðurátt á Svalbarðsstrandarvegi, fann ég þessi kynstrin af rusli í vegkantinum eða rétt við veginn.

Ég þoli ekki rusl og drasl á röngum stöðum, sem fólk hendir út um gluggann á bílnum sínum á fleygiferðinni sem það fer á í gegnum – ekki bara Svalbarðsströnd – heldur lífið sjálft og hugsar ekkert um nema augnablikið...

Augnablikið sem flaskan, dósin, ísdollan, sígarettustubburinn fá flugið, flugið eftir að hafa fullnægt sæluþránni – augnabliksfullnægjunni sem eftir allt er auðvitað löngu liðin, það er bara minning - minningin um fyrsta smókinn, ilmurinn og minningin hversu magnaðari þú varðst af bjórnum, fyrsti sleikurinn af ísnum. Hversu margir bjórar, hversu margir sígarettustubbar, hversu margir ísar... Kannski er þetta ennþá allt saman sæla hjá þér en afhverju þurfa náttúran, heimurinn og ég að líða fyrir sæluaugnablikið þitt – af hverju að káfa því upp á okkur... 

Ekki kasta sælurestinni þinni upp á okkur hin, hafðu þetta heim, heim til minninga um þína skammvinnu sælu ef þú vilt - ekki taka þátt í búa til minningu fyrir okkur um heiminn sem einu sinni var, heiminn sem var áður en hann varð ruslinu að bráð – ruslinu sem þú kastaðir út um bílgluggann á fleygiferð á unggæðislegri hugmynd þinni að heimurinn snérist um þig og aðeins þig.

Hey – ég er hérna líka – allt telur – ekki síst það sem þú hefur með þér heim eða kemur á réttan stað.  

Ef allir spila með þá verður minningasæla og útkoma í +

Elísabet Ásgríms

Þjóðvegur 1 – ljósmyndir og innsetning sem fjalla um rusl á röngum stað.  

Hugmyndin er sprottin af umhyggju á náttúrunni, nýtingu hlutanna og minni umbúðum = minna rusli, 

flokkun og nýtingu!

Elísabet Ásgríms útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri í maí s.l. Þetta er hennar þriðja einkasýning, auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum og var m.a. einn af aðstandendum sýningarinnar og viðburðinum Að bjarga heiminum á Hjalteyri í júní s.l.  

Í sumar hefur Elísabet verið með námskeið fyrir börn undir yfirskriftinni Skapandi samvera, þar sem hún m.a. nýtur og notar náttúruna sem efnivið og uppsprettu hugmynda í skapandi starfi með börnum.

Nánar:
Elísabet Ásgríms - artist
Skapandi samvera

https://www.facebook.com/events/1618397718413847


Samsýningin "Ég sé allt í kringum þig" í Mjólkurbúðinni

11183442_10153556344708707_5041071419825138541_n

Laugardaginn 1.ágúst opnar samsýningin Ég sé allt í kringum þig, í Mjólkurbúðinni klukkan 15:00.

Á sýningunni gefur að líta valdar myndir af manneskjum og dýrum með sérstaka áherslu á bakgrunn verkanna.
Málverk af andlitum og svipbrigðum eru oft heiðarleg leið til að gefa upp ákveðinn sannleika, á meðan bakgrunnurinn fær að leika lausum hala. Þegar horft er framhjá raunverulegu viðfangsefni portrettsins og athyglinni beint að því sem umvefur, koma því aðrar og jafnvel stærri sögur í ljós. Litir, áferð og tákn geta víkkað út tilfinningar og upplifun verksins og dýpkað skynjun okkar á því sem ekki sést í persónum myndanna.

Um sýningarstjórn sér Hekla Björt Helgadóttir og á sýningunni má finna verk eftir:

Anne Balant
Arna Guðný Valsdóttir
Egill Logi Jónasson
Elín Anna Þórisdóttir
Georg Óskar Giannakoudakis
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Gunnhildur Helgadóttir
Hekla Björt Helgadóttir
Karólína Baldvinsdóttir
Úlfur Logason
Þóra Karlsdóttir


Sýningin stendur til 9. ágúst og eru allir hjartanlega velkomnir... ennfremur, hikið ekki við að mæta með bakgrunn ykkar meðferðis...

Sjáumst!

https://www.facebook.com/events/657399404395356


Opnun ljósmyndasýningarinnar "Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna"

11825745_951966458194549_3507328030809812593_n

Ljósmyndasýningin „Lífríki Norðurslóða í gegnum linsuna“ verður opnuð næstkomandi föstudag 31. júlí fyrir utan Menningarhúsið Hof kl 14:00. Ljósmyndasýningin samanstendur af myndum víðsvegar frá norðurslóðum og sýnir vinningsmyndir úr ljósmyndakeppni sem CAFF skrifstofan á Íslandi, vinnuhópur Norðurskautsráðsins, hefur staðið fyrir síðastliðið ár.

Á sýningunni má einnig sjá megin niðurstöður úr skýrslu er nefnist Lífríki Norðurslóða (Arctic Biodviersity Assessment) sem er fyrsta heildstæða mat á lífríki norðurslóða. Að skýrslunni koma yfir 250 vísindamenn víðsvegar að en starfinu var stýrt frá Akureyri. Opnun sýningarinnar er í samstarfi við öflugan kjarna stofnana og fyrirtækja sem koma að norðurslóðamálum á Akureyri auk þess sem ljósmyndakeppnin sjálf naut stuðnings fjölda aðila sem láta sig málið varða.

Til máls taka:

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mun opna sýninguna

Embla Eir Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurslóðanets Íslands mun segja gestum frá því öfluga norðurslóðastarfi sem á sér stað á Akureyri

Kári Fannar Lárusson, verkefnastjóri hjá CAFF, mun segja nokkur orð um starfsemi CAFF, hversvegna ráðist var í að halda ljósmyndakeppni um norðurslóðir og fjalla um söguna á bakvið valdar myndir.
______________________________

“Arctic Biodiversity Through the Lens”, a photography exhibit displaying the beauty of the Arctic, will open in Akureyri, Iceland, Friday July 31 at the Hof Cultural building at 14:00.

The exhibition consists of photographs from across the Arctic and displays the winning images from a photography competition held by the Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) working group of the Arctic Council.

The exhibit also displays key findings from the Arctic Biodiversity Assessment, the first overall assessment of Arctic biodiversity. Over 250 scientists across the world participated in the generation of the assessment. The exhibit is held in cooperation with a strong network of institutions and companies located in Akureyri, which focus on Arctic issues.

Eiríkur Björn Björgvinsson, Mayor of Akureyri, will open the exhibit
Embla Eir Oddsdóttir, Director of the Icelandic Arctic Cooperation Network, will say a few words about the active Arctic network operating in Akureyri
Kári Fannar Lárusson, Program Officer at CAFF, will say a few words CAFF, the photography comptition and the story behind selected images.

https://www.facebook.com/events/1471767859806436


"Loðið að" í Útibúinu

11800409_641293546005091_1659129303966638574_n
 
Sýningarserían 'Loðið að' opnar kl. kl. 14:00 í Útibúinu laugardaginn 1. ágúst, sunnudaginn 2. ágúst og mánudaginn 3. ágúst í Listagilinu á Akureyri og nærumhverfi þess - leitið og þér munuð finna! Hver sýning mun standa frá 14:00 - 18:00. Sýningarnar eru hluti af Listasumar á Akureyri 2015

Loðið að ég er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og loðinn í kvöld í að senda inn í forstofu eru í gangi hjá ykkur á þetta í fyrsta lagi þá var að fá sér að gera í dag en það eru til staðar fyrir það er ekkert að fara með hana til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það það var ekkert smá til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það er ekkert að fara með hana til þess eins gott fyrir þá að tala saman við erum ekki búin með þetta á við það er ekkert að fara með hana til loðnari í kvöld í að senda inn í forstofu eru flísar á gólfi í forstofu eru flísar eru á að gera í kvöld eða á morgun er svo mikið að segja að það sé í lagi með því að það sé hægt loðna að ég er búinn að fá þetta á morgun er ég ekki bara í bandi á að vera að gera þetta að sér að vera í sambandi ef þú ert loðinn að vera í bandi við mig í síma í dag og kl hvað er að fara í það er ekki að vera í sambandi við þig í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að að koma í veg fyrir að vera í sambandi við þig í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og kl hvað er að fara að sofa í dag og!!!!!!!!!

Sýningarnar þrjár eru unnar Ívari Frey Kárasyni og Heiðdísi Hólm.

Ívar Freyr útskrifaðist úr listhönnunardeild Myndlistaskólans á Akureyri nú í vor en Heiðdís Hólm er nemi á 3. ári fagurlistardeildar í sama skóla. Þau hafa deilt vinnustofum síðastliðna mánuði og unnið mikið saman, þvert á miðla.
www.ivarfreyr.com
www.heiddisholm.com

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, heiddis.holm (hjá) gmail . com eða í síma 8482770.
 

Sigga Ella - Fyrst og fremst er ég // Stefán Bessason - Náttúrupælingar 1

11709662_897260347013636_3076645287488778453_n

Næstkomandi laugardag opna tvær sýningar í Sal Myndlistarfélagsins. Verið velkomin á opnun laugardaginn 1. ágúst frá klukkan 14:00 - 17:00

Sýningarnar standa frá 1.ágúst til 16.ágúst - opið um helgar 13:00 - 17:00

Ljósmyndaverkefni Siggu Ellu „Fyrst og fremst er ég“ samanstendur af portrettmyndum af tuttugu og einum einstaklingi með Downs heilkennið á aldrinum 9 mánaða til 60 ára.

Um tilurð verkefnisins segir ljósmyndarinn:

„Ég heyrði viðtal í útvarpinu um siðferðisleg álitamál þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Mér finnst þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs heilkenni? Ég átti yndislega föðursystur með Downs heilkenni, Bergfríði Jóhannsdóttur, eða Beggu frænku. Það er erfitt að hugsa um útrýmingu Downs og hana í sömu mund.“

wwww.siggaella.com

------------------------------------------------------------------------------

Náttúrupælingar 1

Stefán Bessason er 23 ára og útskrifaðist af Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í vor og stefnir á frekara listnám. Stefán hefur tvisvar áður sýnt verk sín, en þetta er hans fyrsta einkasýning.

Olíumálverkin eru landslög, lögð undir grunnformum, með vissa áherslu á láréttu línuna. Myndirnar eru skissaðar upp úti í náttúrunni með vatnslitum og
síðar unnar á vinnustofu þar sem leikið er með liti og form. Litirnir eru í flestum tilfellum lagðir í þunnum lögum af olíulit svo að hvert lag af lit hefur áhrif á það næsta og formin eru brotin upp á nánast kúbískan hátt. Gerð er tilraun til þess að gera einhverja grein fyrir upplifuninni sem náttúran er.

https://www.facebook.com/events/137612676574585

11698666_897260463680291_4499267549918279508_n


Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur í Deiglunni

11220940_948780851831636_5099591873498033717_n

Heimspekilegur garður
Innsetning, hljómmynd og dansgjörningur

Deiglan, Akureyri
1.– 9. ágúst 2015
Opið 14:00 – 17:00
Dansgjörningar um opnunarhelgina, og á föstudaginn 31. júlí í Lystigarðinum kl: 15:00


Þátttakendur: Laura Miettinen sjónlistakona, Karl Guðmundsson myndlistamaður, Rósa Júlíusdóttir myndlistakona, Kaaos Company blandaður danshópur; Jonna Lehto, Mirva Keski-Vähälä, Lau Lukkarila, Silke Schönfleisch and Gunilla Sjövall. Kóreógraf Sally Davison. Búningar Jonna Jónborg Sigurðardóttir og Brynhildur Kristinsdóttir.
Sýningarstjóri Mari Krappala.

Heimspekilegur garður er safn ólíkra pólitískra, sjónrænna og heimspekilegra fyrirbæra sem fólk flytur með sér yfir höfin. Garðurinn blómstrar á eylandi í miðju hafi. Náttúran minnir okkur á hugleiðslu garða verufræðinnar. Sjórinn flytur með sér og/eða fjarlægir persónur, hugmyndir og hugmyndafræði... Heimspekigarðurinn á rætur í og sprettur upp úr melankólískum tónum hafsins.

Innsetningin er unnin af Laura Miettinen, Karli Guðmundssyni, Rósu Júlíusdóttir og Mari Krappala. Dansgjörningur er fluttur af Kaaos Company sem er blandaður danshópur (atvinnudansara með og án fötlunar).
Þátttakendurnir í þessu samvinnuverkefni settu upp innsetninguna og dansgjörninginn; Skapandi samtal við blaktandi tjöld Völundarhúss – hljómmynd við kvikan dans, í Norræna húsinu í fyrra vor og var sú sýning hluti af listahátíðinni List án landamæra. Hugmyndafræðin sem unnið var eftir er samþætt listsköpun þar sem sjónarhorn hvers listamanns þróast í gegnum sjónræna og orðaða samræðu, sem sameinast síðan í listrænu samspili okkar sköpuninni! Heimspekilegur garður byggir á sömu vinnuaðferð, listsköpunin til heyrir okkur til jafns, byggir á ákveðnu samspili sem leiðir að sameiginlegu markmiði.

https://www.facebook.com/events/511217882369767


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband