Færsluflokkur: Menning og listir
4.12.2018 | 14:59
Jólasölusýning Myndlistarfélagsins
Hvernig væri að gefa eitthvað alveg einstakt í jólagjöf þetta árið? Ekki Arnald með skiptimiða eða finnska nammiskál, heldur brakandi ferska list og það norðlenska í þokkabót!
Myndlistarfélagið ætlar að slá upp sýningu í markaðsformi núna í desember. Þar munu félagar bjóða fala einhverja gimsteina úr eigin ranni, ný verk og hugsanlega reynslumeiri í bland.
Sýningin opnar þann 8. desember og verður opin flesta daga til jóla. Verkin verða seld beint af veggnum og hægt verður að pakka þeim inn á staðnum, með listrænan innblástur beint í æð.
Góðar líkur á mandarínum, glöggi, konfekti og öðrum freistingum að falla fyrir.
Við verðum með opið allar helgar fram að jólum. Hlökkum til að sjá ykkur!
https://www.facebook.com/events/1959931887432182
4.12.2018 | 14:55
Tereza Kociánová sýnir í Kaktus
Föstudaginn 7. des opnar Tereza Kocianova einkasýningu í Kaktus undir heitinu: 529 m a.s.l.
Opið verður:
Föstudag: 20-23
Laugardag: 14-17
Sunnudag: 14-17
The small collection of portraits of Vindbelgjarfjall, I started making during my living next to lake Mývatn, last year.
View from the window of this hill, made me happy every morning and that starred my everyday routine. I tried to catch the feelings of those moments, so I started painting and drawn down some small pictures.
It happened be my obsession, but in a very positive way. I was painting that, even if I was in another place and I couldn't see it. The picture of it I burned into my mind. The top of the
hill is my genius loci, a place which I have in my memory probably forever.
~I never went to the top of the mountain.
https://www.facebook.com/events/733587807008301
4.12.2018 | 10:38
Lista- og handverksmessa Gilfélagsins
Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni föstudaginn 7. desember kl. 20 - 22 og laugardaginn 8. desember kl. 13 - 17.
Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, tónlist , ljóð, bækur og ljósmyndir.
Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.
Þátttakendur eru:
Karl Guðmundsson
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir
Fjóla Björk / Lukonge
Oktavía H. Ólafsdóttir
Guðrún Hadda
Jóna Bergdal
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Ragnar Hólm
Jónasína Arnbjörnsdóttir
Hrönn Einarsdóttir
Hildur Marinósdóttir / HM Handverk
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hilma Eiðsdóttir Bakken
Birna Friðriksdóttir / Gjóska
Trönurnar
Triin Kukk
Sigurður Mar Halldórsson
Jóhann Thorarensen
Karl Jónas Thorarensen
Anita Karin Guttesen
Heitt kakó og piparkökur.
https://www.facebook.com/events/2051888368385926
3.12.2018 | 15:18
Ange Leccia í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 8. desember kl. 15 verður opnuð sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia, La Mer / The Sea / Hafið, í Listasafninu á Akureyri.
Ange Leccia fæddist 1952 á Korsíku í Miðjarðarhafi og er náttúra þessarar sérstæðu eyju honum sífelld uppspretta sköpunar. Hafið er hans þekktasta verk, en hann umbreytir því sífellt og aðlagar sýningaraðstæðum hverju sinni. Verkið vísar í austræna heimspeki þar sem tilvist mannsins er líkt við logandi bál sem fuðrar upp á örskotsstundu.
Leccia hóf snemma að vinna með kvikmyndatæknina sem listform og tileinka sér aðferðir sem fela í sér endurtekningu, þvert á mæri listgreina. Eins og margir samtímalistamenn notar hann myndir og tónlist sem hráefni og moðar úr þekktum augnablikum vestrænnar dægurmenningar og kvikmyndasögu.
Ange Leccia er stofnandi og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa verið sýnd í helstu listastofnunum heims og má þar nefna Dokumenta í Kassel, Guggenheim í New York, Skulptur Projekte í Münster, Feneyjatvíæringinn og George Pompidou menningarmiðstöðina í París.
Sýningarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir.
22.11.2018 | 16:24
Gjörningur í Listasafninu: Bæjarhátíðir - Hólmavík og Örn Ingi
Laugardaginn 24. nóvember kl. 16 verður gjörningur í Listasafninu á Akureyri, sal 04. Björk Jóhannsdóttir (fyrrum formaður afmælisnefndar Hólmavíkur) og Stefán Gíslason (fyrrum sveitastjóri Hólmavíkur) endurvekja 100 ára afmæli Hólmavíkur árið 1990. Þau eru samferðarmenn Arnar Inga og fulltrúar bæjarhátíðanna sem hann skipulagði. Í stað þess að afhenda grein í bókina um Örn Inga koma þau með sitthvað í farteskinu og úr verður gjörningur.
Minningin um 450 manna leikhús á Hólmavík með tilheyrandi afmælistertu býður ekki upp á minna.
https://www.facebook.com/events/544544972636967
22.11.2018 | 16:19
Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja í Listasafninu
Sunnudaginn 25. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Arnar Inga Gíslasonar "Lífið er Leik-fimi" í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Aðgangur er ókeypis og í boði Norðurorku.
https://www.facebook.com/events/332899954211157
21.11.2018 | 17:36
Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 24. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Taugar, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er fjórða árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Nemendur:
Berglind Björk Gísladóttir
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir
María Lind Oddsdóttir
Sara Líf Huldudóttir
Sesselía Agnes Ingvarsdóttir
Sigþór Veigar Magnússon
Tinna Rut Andrésdóttir
Útskriftarsýningin stendur til 2. desember og er opin alla daga kl. 12-17.
Mynd: Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.
https://www.facebook.com/events/801508150241465
19.11.2018 | 13:39
Nathali Lavoie ásamt Steve Nicoll sýna í Deiglunni
SKJÓL!
Leitið í skjól í Deiglunni á föstudaginn 23. nóv. kl. 20, sem og laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.
Neyðarskýli eiga sér langa sögu á Íslandi og hafa mikilvægt hlutverk enn þann dag í dag. Í Deiglunni verður hægt að skoða neyðaskýlin í gegnum þrívíddarmódel af sögufrægum íslenskum skýlum, í gegnum innsetningu, video og fleiri miðla. Byggðu þitt eigið módel af skýli og taktu með heim.
Nathali Lavoie, gestalistamaður Gilfélagsins, og samstarfsmaður hennar Steve Nicoll rannsaka heimspekileg þemu í nöturlegu landslagi.
"Við höfum ferðast yfir Ísland fimm sinnum síðan 2012 og neyðarskýlin hafa komið við sögu í mörgum gönguferðum. Þessi íslenska hefð að koma upp varanlegum skýlum er mjög ólík þeirri í norður Kanada þar sem eru aðeins sett upp tímabundin skýli. Þessi skýli, bæði forn og ný, vöktu forvitni okkar, okkur fór að þykja vænt um þau og síðar urðu þau að þráhyggju. Það að byggja varanlegt skýli segir margt um hvernig þjóð hugsar um stað sinn innan náttúrunnar og skyldu sína gagnvart seinni kynslóðum sem munu byggja þar."
Natalie Lavoie er myndlistakona sem búsett er í Fort Simpson, litlu afskekktu samfélagi í nyrsta fylki Kanada. Hún hefur með búsetu sinni á norðurslóðum þróað afar sérstakan stíl, þar sem hún nýtir sér hinn langa vetur. Listræn vinna hennar er byggð á tilraunakenndum samskiptum við staði. Leifar af innsetningum og gjörningum eru skrásettar með ljósmyndum, myndböndum og skrifum. Í fyrri verkum hefur hún notað vatn sem efnivið fyrir tímabundnar innsetningar í frosti.
/
SHELTER!
Take shelter in Deiglan Gallery starting Friday 23 November at 20, as well as Saturday and Sunday from 14 to 17.
Shelters have a long history in Iceland, and continue to have a vital role today. Explore wilderness shelters through many 3d models of historical Icelandic shelters, an installation, video, and more. Build your own model shelter and take it home.
Nathalie Lavoie, visual artist in residence, and her collaborator, Steve Nicoll, explore philosophical themes in austere outdoor settings.
"Over our five journeys across Iceland since 2012, wilderness shelters featured on many of our hikes. The Icelandic tradition of establishing permanent shelters contrasts sharply with our own tradition of temporary shelters where we live in northern Canada. For us, the historic and contemporary Icelandic shelters we encountered were curiosities, then objects of affection, and, eventually, an obsession. To build a permanent shelter says a great deal about how a culture views its place in the landscape and its obligation to the future generations who inhabit it."
Nathalie Lavoie is a visual artist based in Fort Simpson, Northwest Territories, a remote community in Canadas subarctic. In the North, she developed a distinctive artistic style taking advantage of the long, spectacular winters. Her artistic practice stems from experiential engagement with places. The installations and performances persist as traces by means of photographs, videos, and writing. Much of her past work involved the use of water as a material in ephemeral installations in sub-zero environments.
Deiglan, Kaupvangsstræti 23 Akureyri.
Gilfélagið eru félagasamtök rekin af sjálfboðaliðum og er styrkt af Akureyrarstofu
https://www.facebook.com/events/333172210571646
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2018 | 10:30
Joris Rademaker sýnir ný verk í Mjólkurbúðinni
Laugardaginn 17. nóvember opnar Joris Rademaker myndlistarsýningu á nýjum verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvær helgar (til 25. nóvember) og er opin frá kl. 14-17 laugar-og sunnudaga. Allir velkomnir.
Hreyfing er aðal drifkrafturinn í mannkyninu og náttúrunni til að aðlagast nýjum aðstæðum. Joris Rademaker rannsakar og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar í listsköpun sinni. Að skapa list og að hlusta á innsæi sitt er hans aðferð til að lifa af, ásamt því að fá meiri skilning á umhverfinu og lífinu sjálfi. Hann vonar að mannkynið læri að lifa í sátt við náttúruna en ekki á henni. Joris hefur unnið lengi með fundna hluti, bæði manngerða og beint úr náttúrunni. Verkin eru oftast táknræn og túlka og tjá tilfinningar, samband og tengsl manns og náttúru á persónulegan hátt. Óspillt náttúra Íslands gefur honum sífellt innblástur. Joris vill breyta fundnu hlutunum sem minnst en setja þá í nýtt samhengi.
https://www.facebook.com/events/454574798401026
5.11.2018 | 15:32
A! Gjörningahátíð 8.11.-11.11.2018
A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst fimmtudaginn 8. nóvember og lýkur sunnudaginn 11. nóvember. Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalsteinn Þórsson (IS), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (IS) og Birgit Asshoff (D), Birgitta Karen Sveinsdóttir (IS), Hekla Björt Helgadóttir (IS), Kristján Guðmundsson (IS), Kviss búmm bang (IS), Paola Daniele (F), Raisa Foster (SF), Yuliana Palacios (MEX/IS), Örn Ingi tileinkun: Kolbeinn Bjarnasson (IS) og Þórarinn Stefánsson (IS).
Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt Arna Valsdóttir (IS) og Raisa Foster (SF)
Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
Staðirnir þar sem Gjörningarnir á A! 2018 munu fara fram að þessu sinni eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Gil kaffihús, Kristnesskógur og Vanabyggð 3 auk fleiri staða á Akureyri
A! Gjörningahátíð er nú haldin í fjörða sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."
Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar og hún veitir nánar upplýsingar í síma 6632848 og gudrunthorsd@gmail.com. Ásamt henni eru listrænir stjórnendur: Bjarni Jónsson, Hlynur Hallsson og Ragnheiður Skúladóttir.
https://www.facebook.com/A.performance.festival