Færsluflokkur: Menning og listir

Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, með Þriðjudagsfyrirlestur

16665792_1378340175521154_3871984728542227101_o

Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviðslistir. Fyrirlesturinn er í tilefni 100 ára afmælis Leikfélags Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Ingi kynna starf ljósa- og myndbandshönnuða, fara yfir ferilinn og fjalla um þau verkefni sem hann hefur unnið við í gegnum tíðina.

Ingi Bekk útskrifaðist með BA próf í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2013. Hann hefur unnið um allan heim sem sjálfstætt starfandi ljósa- og myndbandshönnuður fyrir sviðslistir. Meðal verka sem hann hefur unnið við eru The Tempest fyrir Royal Shakespeare Company, The Empire of Lights fyrir Þjóðleikhús Kóreu, Schatten fyrir Schaubühne í Berlín, Reisende auf eineim Bein fyrir Deutches Schauspielhaus í Hamborg og Píla Pína fyrir MAK. Ingi hefur einnig unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Blur, Backstreet Boys, Two Door Cinema Club, Bombay Bicycle Club, Sheila E og Maceo Parker. Hann vinnur nú að uppsetningu Núnó og Júnía fyrir MAK.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

listak.is


Alana LaPoint sýnir Töfruð djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri

16602079_1375614795793692_4534379537205419962_o

Laugardaginn 11. febrúar kl. 15 opnar Alana LaPoint sýninguna Töfruð djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. LaPoint er að mestu leyti sjálfmenntaður listamaður sem hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á heimaslóðum sínum í Vermont í Bandaríkjunum á síðustu tíu árum. Alana vann undir leiðsögn abstraktmálarans Galen Cheney 2007-2009.

„Þetta landslag sem má sjá á sýningunni varð til vegna löngunar til að tjá þá hrifningu sem ég upplifi þegar ég stend í fjöruborðinu,“ segir LaPoint. „Frá því sjónarhorni er ég ákaflega meðvituð um samtengingu alheimsins. Um ímyndunarafl mitt leika lausum hala sögur af fólki og lífverum sem lifa og deyja í þessu vatni og fylla mig bæði af tilfinningu fyrir smæð minni, og óviðjafnanlegri friðsæld. Ég reyni að miðla skynhrifunum gegnum þessi málverk og gera þau aðgengileg áhorfendum. Efni til listsköpunar, ein og sér, veita mér mikinn innblástur því möguleikarnir eru svo margir. Linnulaust kanna ég eiginleika litarefna og málningar og elti uppi nýjar aðferðir og tækni. Þessi óseðjandi forvitni og fróðleiksfýsn veitir mér innblástur, jafn takmarkalausan og hafið.“

Sýningin stendur til 26. febrúar og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis. 

listak.is


Stofnfundur Vina Listasafnsins á Akureyri

16463421_1369573573064481_5076779037185342155_o

Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 17-18 verður stofnfundur Vina Listasafnsins á Akureyri haldinn í Listasafninu, Ketilhúsi. Á fundinum geta áhugasamir velt fyrir sér hlutverki og tilgangi slíkra samtaka og rætt hugmyndir sín á milli. Stefnt er á að meðlimir geti komið með hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum og annarri dagskrá auk þess að geta aðstoðað við sérstaka viðburði á vegum safnsins.

Dagskrá fundarins:


Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, verður með stutta leiðsögn um sýningar á verkum Nínu Tryggvadóttur og Georgs Óskars og segir jafnframt frá fræðslustarfinu.

Rósa Kristín Júlíusdóttir segir frá sambærilegri starfsemi Listasafna á Norðurlöndunum, Ítalíu og í Bandaríkjunum.


Hlynur Hallsson, safnstjóri, segir frá starfsemi Listasafnsins, fyrirhuguðum framkvæmdum og framtíðarmöguleikum.

Umræður og hugmyndavinna.

Aðild að Vinum Listasafnsins mun kosta 2.500 kr. árlega en 2.000 kr. fyrir 18 ára og yngri, 67 ára og eldri og námsmenn. Aðild felur jafnframt í sér:

- Árskort í Listasafnið á Akureyri
- Gjöf frá Listasafninu
- Frían aðgang að Hönnunarsafni Íslands og Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness
- Afslátt af sýningarskrám og af vörum í fyrirhugaðri safnbúð
- Sérstakar leiðsagnir um sýningar og kynning á dagskrá og viðburðum á vegum safnsins.

Þau sem vilja gerast stofnfélagar í Vinum Listasafnsins en komast ekki á fundinn geta haft samband við Þorbjörgu Ásgeirsdóttur, safnfulltrúa í bobba@listak.is og skráð sig í hópinn.

listak.is


Stefán Boulter sýnir í Gallerí Gróttu

16426107_582040621993259_5152467945880988461_n

Sýningaropnun Stefáns Boulter í Gallerí Gróttu - Fimmtudag 9. febrúar kl. 17:00
Stefán Jóhann Boulter var um nokkurra ára skeið lærlingur og aðstoðarmaður hins virta og umdeilda norska listamanns Odds Nerdrum og bera verk hans þess glöggt vitni. Stefán opnar sýninguna Stjörnuglópar í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17.

Megin uppistaða sýningarinnar er myndröð eða fjölskylda af verkum, sem hafa verið unnin á síðustu tveimur árum. Grunnstef þeirra eru rauðmáluð andlit kvenna sem virðast vera á hreyfingu og beina sjónum sínum í átt að himinhvolfinu. Rauði liturinn hefur margvíslega táknræna skírskotun, en er einnig þekktur sem litur lífsins, hugrekkis og viljastyrks. Þannig búa verk Stefáns yfir táknmyndum, sem eru frásagnarlegs eðlis og byggja á persónulegri reynslu og þekktum, fornum minnum.

Hugleiðingar um náttúruna eru Stefáni ofarlega í huga og endurspeglast í dýrum, viðveru hluta og áru þeirra. Stefán hefur víða leitað fanga við gerð verkanna en þau eru meðal annars innblásin af verkum listmálarans George Catlin ( 1796-1872 ) sem ferðaðist meðal innfæddra í Norður Ameríku snemma á 19. öld og málaði fólkið sem byggðu álfuna áður en heimsálfan var öll numin Evrópubúum. Þessi horfni heimur hefur löngum vakið forvitni listamannsins allt frá barnæsku, er hann ungur gruflaði í bókum föður síns.

Stefán Jóhann Boulter er fæddur í Reykjavík árið 1970. Hann lærði grafíska hönnun í Tempe, Arizona í Bandaríkjunum, var við listnám í Flórens á Ítalíu og varð síðar aðstoðarmaður Odds Nerdrum í Noregi og á Íslandi. Stefán hefur sýnt í listasöfnum og galleríum bæði hér heima og erlendis, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Stefán er búsettur á Akureyri og kennir með reglulegu millibili við Myndlistarskólann á Akureyri.


Súpu- eða sushifundur febrúarmánaðar í Listagilinu

16473145_1369762283045610_5066241042717793473_n

Það er komið að súpu- eða sushifundi febrúarmánaðar í Listagilinu. Við hittumst þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan á nýju ári eða það sem er afstaðið. Kristinn J. Reimarsson nýr sviðsstjóri Samfélagssviðs sem meðal annars er með menningarmál á sinni könnu hjá Akureyrarbæ lítur við á fundinum.
Gott er að skrá sig á fundinn hér: 
https://www.facebook.com/events/1254788931281607

þá veit starfsfólk RUB 23 hvað það er um það bil von á mörgum.
Verið velkomin.


Tilraunastofa Dunnu í Mjólkurbúðinni

16422733_10154202109657231_103400575783087260_o

Tilraunastofa Dunnu er sýning Unnar Óttarsdóttur og Dagrúnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 11.febrúar kl. 17.30.

Er þetta rétt?
Er þetta vísindalega sannað?

Verkið Tilraunastofa Dunnu fjallar um ryþma og samspil Dagrúnar og Unnar í sameiginlegu rýmisverki þar sem þær vinna með litasamspil og form í endurvarpi. Verkið byggir á og er framhald fyrri verka Unnar sem nefnast Endurvarp og fjalla um myndun sjálfsmyndar með speglun í tengslum. Saman tjá listakonurnar tilraunakennda sköpun sem þær endurspegla hvor frá annarri.

Myndlistakonurnar Dagrún Matthíasdóttir og Unnur Óttarsdóttir hafa unnið og sýnt saman áður í gjörningaþáttökuverki og málverkasýningum. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, og einnig haldið þó nokkrar einkasýningar.

Unnur Óttarsdóttir er myndlistarkona og listmeðferðarfræðingur búsett í Reykjavík. Ásamt því að stunda myndlist vinnur Unnur að rannsóknum og skrifum  um listmeðferð í ReykjavíkurAkademíunni og hafa greinar eftir hana birst í ýmsum ritum á alþjóðlegum grundvelli.

Dagrún Matthíasdóttir er myndlistakona og kennari búsett á Akureyri. Hún hefur verið mjög virk í starfi í listum í tengslum við sýningar og viðburði í listagilinu. Hún er einnig sýningastjóri í Mjólkurbúðinni sem er sýningarými staðsett í sama húsi og Listasafnið á Akureyri.

Tilraunastofa Dunnu er aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni.
Opið laugardag kl. 17:30 - 20:00
og sunnudag kl. 14-17.

https://www.facebook.com/events/1304660052953567


Fjölskylduleiðsögn um sýningu Nínu Tryggvadóttur í Listasafninu

16463054_1366459516709220_5738678480104075331_o

Laugardaginn 4. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Nínu.

Skráning á heida@listak.is.

Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1226719584042661


Kristján Breki Björnsson sýnir í Listasalnum Braga

16299390_718726354958354_2520618276775347389_n

Kristján Breki Björnsson sýnir ný málverk og teikningar sem að hann hefur verið að vinna að i Listasalnum Braga samhliða námi við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Viðfangsefni Kristjáns i málverkinu hefur verið að skoða hin ýmsu minni bæði í íslenskri og erlendri listasögu og nota þau í bland við sitt eigið listræna tungumál til þess að koma boðskap sínum til skila.

Sýningin byrjar kl 16:00 til 18:00 og er i húsnæði Ungmennahússins í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) á fjórðu hæð. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

https://www.facebook.com/events/760625960755878


Ólöglegi innflytjandinn – var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum?

large_nina-tryggvadottir-vefur

Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 verður sýnd í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi upptaka frá Listasafni Íslands af fyrirlestri Hallgríms Oddssonar, blaðamanns og hagfræðings, Ólöglegi innflytjandinn – var Nína Tryggvadóttir kommúnisti og hættuleg Bandaríkjunum? Í fyrirlestrinum rekur hann baráttu Nínu fyrir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Listasafnsins, Þriðjudagsfyrirlestrar. Aðgangur er ókeypis. 

Á 5. áratug síðustu aldar flutti Nína Tryggvadóttir til New York í Bandaríkjunum og skapaði sér nafn sem myndlistarkona. Þar kynntist hún þýsk-ættaða vísinda- og listamanninum Al Copley. Þau giftu sig árið 1949 og allt leit út fyrir að ungu hjónin kæmu sér fyrir á Manhattan, umkringd skapandi vinum í hringiðu listasenunnar. En það sem þau héldu að yrði praktísk afgreiðsla á formsatriðum, þegar Nína ætlaði að snúa til baka til New York eftir dvöl á Íslandi, varð fljótt að eldvegg sem aðskildi þau um árabil. Á Íslandi töldu ákveðnir aðilar að Nína væri kommúnisti og áður en yfir lauk teygði málið anga sína djúpt inn í bæði íslenskt og bandarískt stjórnmálakerfi.

Hverjir voru þessir óvildarmenn Nínu? Er barnabókin Fljúgandi fiskisaga kommúnískur áróður sem beint er gegn bandarískum stjórnvöldum? Var Nína kommúnisti? Hvernig áhrif hafði álagið vegna aðskilnaðarins og langvarandi baráttu á líf og listamannsferil Nínu? Hallgrímur reifar þessar og fleiri spurningar og rekur einstaka baráttu Nínu og Al fyrir sameiningu fjölskyldunnar í Bandaríkjunum.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Páll Björnsson, Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Aðalsteinn Þórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurðardóttir.

www.listak.is


Opinn fundur um viðburði og hátíðir sumarsins

large_listasumar2

Opinn fundur þar sem farið verður yfir breytingar á viðburðum sumarsins á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu verður haldinn í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16.30-17.30 í Listasafninu, Ketilhúsi. Allir velkomnir.

Síðustu vikur hefur ráðgjafahópur komið saman til að ræða um breytingar á viðburðum sumarsins sem eru á vegum Listasafnsins og Akureyrarstofu. Þetta var gert að beiðni stjórnar Akureyrarstofu eftir umræðu og mat á hátíðahöldum síðasta sumars.

Búið er að leggja nýjar skýrar línur sem byggja að sumu leyti á gömlum grunni. Lagt er upp með eftirfarandi breytingar:

  • Áhersla er lögð á þrjár afmarkaðar hátíðir auk námskeiða. Listasumar hættir í núverandi mynd en þess í stað lögð áhersla á Jónsmessuhátíð sem sólarhringslangan en stóran viðburð og eflingu A! Gjörningahátíðar.
  • Hægt verður að sækja um verkefnastyrki vegna þátttöku á Jónsmessuhátíðinni líkt og var á Listasumri.
  • Sumarnámskeið og listasmiðjur sem áður voru á Listasumri verða nú í ágúst og afraksturinn sýndur á Akureyrarvöku. Hægt verður að sækja um styrki fyrir námskeiðunum. 
  • Gjörningalistahátíðin A! fær aukið fjármagn til dagskrárgerðar og verður færð á næsta ári yfir í októbermánuði þannig að „lofti betur“ um bæði hana og Akureyrarvöku.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband