Færsluflokkur: Menning og listir

Hrefna Harðardóttir sýnir myndverkið TENGJA á Café Karólínu

tengja.jpg

 

Myndverkið TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum við Eyjafjörð og eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 

Myndirnar eru svart/hvítar með einum lit, þar sem við á og eru þær rammaðar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna. Myndirnar voru sérstaklega gerðar fyrir sýningu á Café Karólínu en Karólína þessi var nefnd eftir gisti- og veitingahúsinu Caroline Rest, sem þýskfæddur Ameríkani að nafni George Schrader rak á þessum slóðum skömmu eftir fyrri aldamót og kenndi í höfuð móður sinnar. 


Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist þeim á einn eða annan hátt, eitthvað sem þeim þykir vænt um eða hafa fundið, verið gefið eða haft áhrif á þær. Konurnar tengjast einnig bæði innávið og útávið sem vinkonur, frænkur, mæðgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu umhverfi. Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantað hana hjá Hrefnu.

 

Konurnar eru : 

Arna Guðný Valsdóttir

Guðrún Hallfríður (Hadda) Bjarnadóttir

Hjördís Frímann

Hildur María Hansdóttir

Hrafnhildur Vigfúsdóttir

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir

Kristín Þóra Kjartansdóttir

Linda Ólafsdóttir

Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Valdís Viðarsdóttir

María Jóna Jónsdóttir

Sigrún Höskuldsdóttir

 

 

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95  og lauk B.Ed kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007.

Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri. 

 

Hrefna Harðardóttir

 

TENGJA

 

03.07.10 - 06.08.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

 

Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eða tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Einnig á heimasíðu Hrefnu: http://www.simnet.is/hrefnah

 

 

Sýningin stendur til föstudagsins 6. ágúst og allir eru velkomnir.

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

07.08.10 - 03.09.10                  Arnþrúður Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir


Óskað eftir þátttakendum í Gjörningahátíð á Hjalteyri

perform_007.jpg

Laugardaginn 10. júlí næstkomandi ætlar Verksmiðjan á Hjalteyri að efna til Gjörningahátíðar.

Þetta er í annað sinn sem það er gert og tókst fyrsta skiptið með ágætum.


 Verksmiðjan er listamannarekið rými í gömlu Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri www.verksmidjan.blogspot.com



Ekki eru peningar í spilinu, en Verksmiðjan auglýsir viðburðinn og aðstoðar þátttakendur með gistingu.





Auglýst er hér með eftir þátttakendum í Gjörningahátíðinni.



Upplýsingar og skráning hjá  Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865-5091 eða adalheidur@freyjulundur.is



Art Hostel Ytra Lón - fyrsta List-farfuglaheimilið opnað á Íslandi

026026_pic_detail1_l.jpg

Nk. mánudag 21. júní kl. 21 verður fyrsta List-farfuglaheimilið opnað á Íslandi -  Art Hostel Ytra Lón á Langanesi.

Á Ytra Lóni er rekið farfuglaheimili þar sem unnið er að öflugu þróunarstarfi  í tengingu ferðaþjónustu og lista.  Farfuglaheimilið hefur yfir að ráða 52  gistiplássum í litlum íbúðum og herbergjum. Góð aðstaða er til fundahalda,  matsala er á staðnum.  Listafólki gefst kostur á vinnuaðstöðu.

Í vetur hefur Art Hostel Ytra Lón  verið í samstarfi við Myndlistaskólann á Akureyri.   15 nemendur í Fagurlistadeild hafa unnið að verkefninu „Outer Space Art Place“ undir leiðsögn  Árna Árnasonar, hönnuðar.   Verkefnið felst annars vegar í rýmishönnun, atriða eins og lita- og efnismeðferðar, formfræði, hlutahönnun, hlutateikningu og samræmingu ýmissa verkþátta og hins vegar umhverfishönnun (landart) þar sem áhersla er lögð á tengingu umhverfisins við byggingarnar ásamt því að aðlaga umhverfisverkin að fyrirfram gefnum forsendum varðandi notkunargildi.  Afrakstur þessarar vinnu verður sýndur á opnunni.

Auk þessa þá verða eftirfarandi sýningar opnaðar: Aðalheiður Eysteinsdóttir opnar sýninguna  „Síðbúinn sauðburður“  í sýningarröðinni „Réttardagur 50 sýninga röð“ Henk Blekkenhorst sýnir vatnslitamyndir af Langanesi og Clara Hermans frá Belgíu sýnir ljósmyndir af svæðinu. Á opnuninni mun Rod Summers hljóðlistamaður  frá VEC studio (Visual, Experimental, Concrete) í Hollandi verða með hljóðlistaatriðið „Sheep“  í samvinnu við Helga Friðjónsson og Sævar Magnússon. Rod Summers bloggar um dvöl sína hér á landi næstu vikuna: http://iuoma-network.ning.com/group/rodsummersiniceland2010.

 

Sýningarnar eru opnar frá 10 – 22 alla daga til 31. ágúst.

 

Nánari upplýsingar gefur  um Art Hostel Ytra Lón gefur:  Mirjam Blekkenhorst  í síma 846 6448

 

Nánari upplýsingar um Aðalheiði Eysteinsdóttur má finna á www.freyjulundur.is

Nánari upplýsingar um Rod Sommers má finna http://en.wikipedia.org/wiki/Rod_Summers

Myndlistaskólinn á Akureyri www.myndak.is


Yst sýnir í Bragganum í Öxarfirði

 

minni_slands_1000081.jpg

“Minni Íslands”

 

Braggasýning Ystar

18. júní til 4. júlí

Opin kl 11-18 alla dagana

20 mín akstur frá Ásbyrgi

Frítt inn

www.yst.is

 


Dieter Roth Akademían í Verksmiðjunni á Hjalteyri 5. og 6. júní 2010

expo_dadi.jpg

 

Dieter Roth Akademían (DRA), var stofnuð í minningu Svissnesk/þýska listamannsins Dieter Roth í maí árið 2000, tveimur árum eftir að hann lést.

Upphaflega voru það vinir, samstarfsmenn og fjölskylda Dieter Roth sem komu saman og ákváðu að láta hugmyndir hans um akademíu verða að veruleika. Samtök eða félagsskap þar sem listamenn og annað gott fólk kæmi saman, sýndu verkin sín, hjálpuðust að, miðluðu þekkingu og létu almennt gott af sér leiða.

Stofnendurnir/prófessorarnir bjóða öðrum listamönnum þátttöku ýmist sem nemendum eða prófessorum, allt eftir reynslu þeirra og þekkingu.

Akademían er ekki stofnun og hefur engan rekstur og enga skriffinnsku. Það má kalla það fyrstu lexíuna í akademíunni að alla skipulagningu og pappírsvinnu sem fylgir því að komast í samband við prófessorana víða um heim verða nemendur að sjá um sjálfir.

Í dag eru nokkrir tugir meðlima í DRA. víða um Evrópu, í Kína, Ungverjalandi, Íslandi og Nýju Mexíkó, sem hittast árlega og halda ráðstefnu um listir.

Samfara ráðstefnunum eru myndlistasýningar, fyrirlestrar, gjörningar og listasmiðjur. Þungamiðjan í öllu saman eru verk Dieter Roth, heimspeki hans og lífskraftur.

 

Dieter Roth kom eins og stormsveipur inn í heim íslenskrar menningar í lok 6. áratugarins þegar hann settist að í Reykjavík ásamt barnsmóður sinni Sigríði Björnsdóttur.
 Dieter tók að sér  að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík fyrir tilstilli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara sem þá var skólastjóri. Starf Dieters við skólann hafði mikil áhrif á þá listamenn og kennara við skólann sem kynntust honum og hugmyndum hans.

 

Áhrifa verka og hugmynda Dieters Roth á Íslandi urðu margvísleg og afgerandi, ekki síst ásviði myndlistar og hönnunar. Sér raunar ekki fyrir endann á þeim áhrifum, eins og kom fram í því að á Listahátíð í Reykjavík 2005 var sérstök áhersla á samtímamyndlist. Ber þar helst að nefna viðamikla sýningu á verkum Dieter Roth í þremur listasöfnum; Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° en sýningin þar var í samvinnu við Nýlistasafnið.

 

Svissnesk/þýski listamaðurinn Dieter Roth átti heimili sitt á Íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Svo vill til að hann starfaði um tíma hjá prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri, en Oddur var ættingi Sigríðar eiginkonu Dieters og barnsmóður.

 

Dieter Roth akademían á sér sterkar rætur á Íslandi og hefur fjölmörgum nemendum verið boðin þátttaka. Árlega fer Listaháskóli Íslands með nemendur í vinnubúðir á Seyðisfjörð undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Öllu því fólki býðst þátttaka.

 

Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA. að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní – 18. júlí 2010.

Verksmiðjan er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 - 17.00

www.verksmidjan.blogspot.com

www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts

 

 

Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband við

 

Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma 865 5091, fyrir norðan adalheidur(hjá)freyjulundur.is

 

Björn Roth í síma 894 0007, er í Reykjavík þriðjudag og fyrripart miðvikudags.

 

Jan Voss, í Amsterdam, sími 003120-6390507, boewoe(hjá)xs4all.nl

 

Laugardagur 5. júní

kl.14.00-17.00  opnun sýningar Dieter Roth akademíunnar.

kl. 14.30 Uppákoma - Halldór Ásgeirsson - Hraunbræðsla.


kl. 15.30 Uppákoma – Martin Engles - Leiklestur.

 

 

Sunnudagur 6. júní

kl. 14.00 Erindi - Vilborg Dagbjartsdóttir- Kynni af Roth fjölskyldunni.

kl. 15.00 Gunnhildur Hauksdóttir – uppákoma.

kl. 16.00 Ráðstefna DRA.

 

 

Þátttökulisti DRA

 

Elín Anna Þórisdóttir

Ann Noël

Malcom Green

Birta Jóhannesdóttir

Karl Roth

Solveig Thoroddsen

Þórarinn Ingi Jónsson

Jeannette Castioni

Harpa Björnsdóttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Magnús Árnason

Finnur Arnar

Gunnhildur Hauksdóttir

Arnar Ómarsson 

Andrea Tippel 

Erika Streit

Rut Himmelsbach

Rúna Þorkelsdóttir

Henriëtte Van Egten

Jan Voss

Sigríður Björnsdóttir

Dadi Wirz

Kristján Guðmundsson

Björn Roth

Oddur Roth

Þórarinn Blöndal

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

Sigríður Torfadóttir Tulinius

Martin Engler

Vilborg Dagbjartsdóttir

Gunnar Már Pétursson

Martijn Last 

Gunnar Helgason

Avanti Ósk Pétursdóttir

Pétur Kristjánsson

Eggert Einarsson

Beat Keusch

Gertrud Otterbeck

Reiner Pretzell

Einar Roth

Steinunn Svavarsdóttir

Þórunn Svavarsdóttir

Halldór Ásgeirsson

Aðalheiður Borgþórsdóttir

Ásgeir Skúlason


Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna “Stúlka / tussa“ á Café Karólínu laugardaginn 5. júní klukkan 15:00

berlin7_155.jpg

 

Hanna Hlíf Bjarnadóttir                 

 

Stúlka / tussa

 

05.06.10 - 02.07.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýninguna “Stúlka / tussaá Café Karólínu laugardaginn 5. júní klukkan 15.

 

Á sýningunni hefur listakonan saumað út orð sem eru kennd við líffæri kvenna og eru einnig notuð á neikvæðan hátt um konur.  Þetta eru hversdagsleg orð eins og píka, tussa, kunta…

Eru fjögur verk á sýningunni sem öll vinna með þetta viðfangsefni með einum eða öðrum hætti.

 

Hanna Hlíf útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 en hefur auk auk þess stundað nám í Iðnskólanum í Reykjavík og Ray Cochrane Training Centre í London.

Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í síma 864 0046 eða tölvupósti: hannahlif(hjá)simnet.is

Sýningin stendur til föstudagsins 2. júlí og allir eru velkomnir.

Meðfylgjandi mynd er af einu verka Hönnu Hlífar.

 

maria.jpg

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

03.07.10 - 06.08.10                  Hrefna Harðardóttir

07.08.10 - 03.09.10                  Arnþrúður Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10                  Margrét Buhl                  

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir

 


Samúel Jóhannsson sýnir í Populus tremula

samuel-22_5_10-web.jpg

Laugardaginn 22. maí kl. 14:00 opnar Samúel Jóhannsson sýningu á akríl- og vatns­lita­verkum í Populus tremula.

Þetta er 26. einkasýning Samúels sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis á þeim þremur áratugum sem hann hefur unnið stöð­ugt að myndlist. Samúel vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.

Sýningin verður opin alla hvítasunnuhelgina kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Populus tremula er menningarsmiðja sem starfrækt er í Listagilinu á Akureyri miðju. Félagið var stofnað haustið 2004 og stendur fyrir fjölda listviðburða frá ágústlokum til maíloka ár hvert.


Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri laus til umsóknar fyrir 2011

gilid

Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri, umsóknarfrestur til 1. júní fyrir árið 2011.
Gestavinnustofan  er staðsett í Listagilinu á Akureyri og samanstendur af vinnuplássi og íverustað og er úthlutað til listamanna í einn til þrjá mánuði í senn.
Skoðið vefsíðuna til að fá nánari upplýsingar www.artistsstudio.blogspot.com og sækja umsóknareyðublað.

Guest-studio in Akureyri, Iceland.

Applications for 2011, deadline the 1st of June.
The AIR is located in the centre of Akureyri and you can apply for one –three months.
For further information please visit our web site www.artistsstudio.blogspot.com an there you will find application forms.
e-mail; studio.akureyri@gmail.com

Kveðjur/Regards,
Sigríður Ágústsdóttir


Gullkistan flytur

eyvindartunga-farm

 

Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk, er nú á öðru starfsári sínu.

1. júní n.k. flytur miðstöð Gullkistunnar í Eyvindartungu, sveitabýli rétt vestan við Laugarvatn.
Gestum býðst að dvelja í eins- eða tveggja manna herbergjum þar. Áfram verður boðið uppá gistingu í nýjum íbúðum á Laugarvatni.

Á sama tíma flytur vinnustofa Gullkistunnar í uppgert fjós í Eyvindartungu. Vinnustofan er þrískipt, samtals 110 f.m.


Nánari upplýsingar og myndir aðgengilegar á vefsíðu okkar og einnig er velkomið að hringja og fá nánari upplýsingar.

Hópar geta fengið húsið á leigu í heilu lagi ef það er laust.

Alda og Kristveig
892-4410 og 699-0700

GULLKISTAN, dvalarstaður fyrir skapandi fólk
GULLKISTAN, residency for creative people
Bjarkarbraut 6
860 Laugarvatn, Iceland
www.gullkistan.is
gullkistan@gullkistan.is


Maja Siska sýnir í Populus tremula

image_990211.jpg

RT10

Laugardaginn 15. maí kl. 14.00 opnar Maja Siska myndlistarsýningu í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi.

don´t disturb the order of my chaos said her father við vorum bara að stoppa við áður en ferðin byrjaði fyrir alvöru “two chicks and a truck” und los geht´s h. hatte angst vor bären, die zahnpasta musste im baum aufgehängt werden bears like toothpaste! in the stargazer tent horfir maður beint upp í himininn í gegnum flugnanet en á íslenskum fjöllum horfir maður kannski í snjókomu... stikurnar fylgja manni um landið stundum eru líka vörður in a straight line nearby where trains of horses used to travel long ago wenn sich ein pferd den oberschenkel ausrenkt langt frá byggð muss es erschossen werden hinir halda áfram á meðan j. bíður then he takes out his gun and shoots the horse hræið liggur ekki lengi það eru hrafnar og kannski tófan sem koma og hreinsa til eftir slysið... man fährt die ringstraße und hält an den tankstellen how about a touring guide of service stations of iceland? not michelin-stars en stikur fyrir gæði á frönskum kartöflum blönduós 3 stikur das ist die unterbrechung im rhythmus des autos auf der straße und manchmal kommt ein gitter brrrrmmm then you wake up again and he complains that you have missed the beauty of mývatn again ætlar þú ekki að sýna mér það nei þú sefur alltaf þegar við keyrum þar í gegn mývatn 0 stikur aber es muss ganz schön sein da

RT10 populus tremula akureyri 15.&16. maí kl. 14-17
maja siska www.skinnhufa.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband