Færsluflokkur: Menning og listir

Tvær ljósmyndasýningar opna í Listasafninu á Akureyri

laa_1020815.jpg

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00, verða tvær ljósmyndasýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar hin árlega sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands og hins vegar sýning á myndröðinni Trú eftir norska ljósmyndarann Ken Opprann. Sýningarnar standa til 17. október. 


Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur óskar eftir umsóknum

safnadeild_myndir_4


Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2010

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 8.0 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir.

Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.

Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 22. október næstkomandi.
Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2010.
Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600.

Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur


Opnunarhátíð Menningarhússins Hofs á Akureyri

image-1_1020553.jpg

 

Velkomin á kynningu Myndlistarfélagsins í Hofi föstudaginn 27. ágúst kl. 17:00.

Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginu sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér.
Einnig sýnir Guðný Kristmannsdóttir málverk en hún er einnig félagi í Myndlistarfélaginu og fyrrverandi bæjarlistamaður.

Allir velkomnir!

Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011

Skaftfell_holl_copy-500x246

 

Opið fyrir umsóknir til 1. september 2010

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011.

Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Að búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Að búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi þar sem allt er hægt.

Þó svo að gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn þá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í aðra miðla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar.

Breyting hefur orðið á fyrirkomulaginu frá fyrri árum. Nú eru 3 hús á Seyðisfirði í boði fyrir gestalistamenn; Gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll við Vesturveg og Járnhúsið við Fossgötu. Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuði.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareiðublað má finna á http://skaftfell.is

 

FINAL CALL FOR APPLICATIONS - Skaftfell residency program in 2011

Call for applications
Deadline 1st. September 2010

Skaftfell Center for Visual Art has opened a call for applications for the residency program in 2011.

The Skaftfell residency program’s objective is to create a community made up of artists and the general public in the rural setting of East-Iceland. Creating a platform to stimulate innovative dialogue between art and life. Allowing a space for artists to experience and explore a new angle to their artistic work in context with living and working in a unique, micro community were creativity is applied to every day life.

Although Skaftfell’s residency program is aimed at artists working with in the field of visual art, experimental artists working in intermediate methods are eligible to apply regardless of the nature of their primary profession/education within the arts. Group and family applications are welcome.

The residencies are located in three different houses in the town of Seyðisfjörður; at Skaftfell, at Hóll on Vesturvegur road and at the Iron House on Fossgata road. The houses all have two bedrooms, bathroom with shower, kitchen, a small living room aria and studio/working facilities. The houses are all equipped with beds, dining sets, duvets, linen and towels for 5 people. Each residency period is from 1 - 6 months.

All further information can be found on the website http://skaftfell.is



Þórunn Eymundardóttir
forstöðumaður

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
Austurvegi 42, 710 Seyðisfirði
4721632 / 8695107
skaftfell@skaftfell.is


Starfslaun listamanna fyrir árið 2011

Starfslaun listamanna

Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn  1. október 2010, kl. 17. 00.

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2011, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:

1.   launasjóður hönnuða
2.   launasjóður myndlistarmanna
3.   launasjóður rithöfunda
4.   launasjóður sviðslistafólks
5.   launasjóður tónlistarflytjenda
6.   launasjóður tónskálda

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Sækja skal um listamannalaun á vef Stjórnarráðsins, vefslóðin er:) http://umsokn.stjr.is  umsóknarfrestur er til kl. 17.00, föstudaginn 1. október 2010.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir listamannalaun verður aðgengilegt innan tveggja vikna.

Fylgigögn með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, fyrir  kl. 17.00, föstudaginn 1. október 2010, sé um póstsendingu að ræða gildir dagsetning póststimpils.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Einungis er unnt að sækja um starfslaun fyrir sama verkefni í einn sjóð.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsóknir á milli sjóða. Slíkt verður gert í samráði við umsækjanda.

Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu stjórnar listamannalauna: www.listamannalaun.is

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 562 6388.

Stjórn listamannalauna 12. ágúst 2010


Lára Stefánsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_lara_agust_2010_600.jpg


Jónas Viðar Gallery

Akureyrarvaka - Úr holunni heim

Laugardaginn 28 ágúst kl 15.00 opnar Lára Stefánsdóttir ljósmyndasýningu

þér og þínum er boðið


Úr holunni heim

Myndirnar fjalla um öflun, flutning og geymslu á jarðvarmaorku á
Norðausturlandi. Jarðvarminn er endurnýjanlegur orkugjafi en undir manninum
komið hvernig og hvort hann nýtir hann. Með því að vinna með náttúrunni og
...umhverfinu getur orkuöflunin verið fögur og gert okkur kleift að lifa við
nútíma þægindi án þess að skaða náttúruna.


______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm

Kristján Pétur sýnir tréskúlptúrinn ÞAGNARNÁL í BOXinu

_agnarfreyja.jpg

Frá laugardeginum 28. ágúst mun Kristján Pétur Sigurðsson sýna tréskúlptúrinn ÞAGNARNÁL í BOXKompunni í Listagilinu. Þagnarnálin er eiginlega langa systir ÞAGNAR-FREYJU, sem sem sést á myndinni standa keik fyrir utan Populus Tremula og BOXið. Sýningin verður opin til 19. september, kl. 14-17 á föstu-, laugar- og sunnudögum.
Sýningin opnar laugardaginn 28. september kl. 14 og allir eru velkomnir.


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins

img_7214.jpg

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir sýninguna Taktur í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Guðrún Pálína sýnir teikningar og málverk  þar sem hún vinnur út frá hugmyndinni um lífstaktinn skoðaðan í ljósi ættfræði þar sem teflt er saman staðreyndum og tilbúnum persónum.
Sýningin mun standa til og með 19. september og er opin föstu-, laugar- og sunnudaga frá kl. 14.00-17.00 eða eftir samkomulagi við sýnanda.

Velkomin á kynningu Myndlistarfélagsins í Hofi 27. ágúst kl. 17:00

untitled.jpg

 

Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn sem sannarlega endurspegla þann margbreytileika sem myndlistin felur í sér.

Myndlistarfélagið var stofnað í janúar árið 2008 og er eitt aðildarfélaga Sambands íslenskra myndlistarmanna. Í því eru nú rúmlega 80 myndlistarmenn, flestir búsettir á Akureyri eða á Norðurlandi en félagið er opið öllum myndlistarmönnum.

Megin tilgangur félagsins er að vera málsvari myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og bæta kjör og starfsgrundvöll þeirra. Einnig að efla umræðu um myndlist,  auka þekkingu og fræðslu um myndlist og stuðla að  samvinnu myndlistarmanna.

Í Myndlistarfélaginu er fjölbreyttur hópur ólíkra myndlistarmanna sem endurspeglar gróskuna í myndlist á landinu.

Myndlistarfélagið rekur Gallerí BOX og Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og kappkostar að bjóða uppá framsæknar og fjölbreyttar sýningar erlendra og íslenskra listamanna ásamt því að sýna verk félagsmanna.

 


Batik og pappírsverk á Amtsbókasafninu á Akureyri

Amtsbokasafn_mars2004

Sýning á batik og pappírsverkum, unnum af pólsku myndlistarmönnunum Zofia Bisiak og Alexandra Herisz verður opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri mánudaginn 23. ágúst kl. 17. Sýningin er liður í íslensk-pólsku listverkefni, „Art-platform“.

Sýningin mun standa til föstudagsins 27. ágúst og verður opin á opnunartíma safnsins kl. 10-19 alla dagana.

Allir hjartanlega velkomnir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband