Færsluflokkur: Menning og listir
30.4.2018 | 21:33
Tomas Colbengtson sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun Evtede/Reki, myndlistarsýningu Tomas Colbengtson í Deiglunni, Akureyri, kl. 15 laugardaginn 5 maí. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum. Sýningin verður opin 5. 13. maí 2018 kl. 14 17.
Serigrafík í tré járn og gler.
Sýningin mun að stærstum hluta verða gerð á Akureyri.
Tomas Colbengtsson er Sami frá Björkvattenet, Tärnaby í Norður-Svíþjóð, en það er á sömu breiddargráðu og Akureyri. Árin 1998 og 2010 var hann gestalistamaður við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi og nú um stundir kennir hann við Konstfack, listaháskólann í frjálsum listum, handverki og hönnun, einnig í Stokkhólmi, en þaðan lauk hann námi sínu 1991.
List sína byggir Tomas Colbengtson á minni um samiskan uppruna sinn, upplifun frá náttúru hinna norður-sænsku fjallaheima. Það hefur sett svip sinn á list- og feril hans sem listamanns. Hann vinnur myndverk sín í Grafík, málverk og skúlptúr í járn og gler, sem hann mótar og gerir á sinni listræna hátt sem speglar bæði nútímann og sögulegan- félagslegan veruleika. Listin endurspeglar reynslu af tungumála- og trúbragðaafneitun, sem og rannsóknum sem bera með sér kynþáttafordóma og lítisvirðingu fyrir samiskum söng, Joiki. Þau atriði, ásamt öðrum aðferðum sem ríkisvald beitir til að hafa vald yfir fólki og landi frumbyggja.
Colbengtson hefur langa reynslu af listrænni starfsemi, hann hefur auk sýninga í Noregi og Svíþjóð, þessu ári einnig sýnt á Grænlandi og Færeyjum. Áður hefur hann sýnt bæði í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Brasilíu, Frakklandi, Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Colbengtson sýnir á Íslandi
Tomas Colbengtson mun dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins í maí mánuði, en hann hlaut verðlaun, dvöl í gestavinnustofu Gilfélagsins og sýningu í Deiglunnu á GraN, grafíksýningu í Listasafninu á Akureyri 2015. Þetta var framlag Gilfélagsins til GraN, Grafík Nordica verkefnisins.
Sýningin er styrkt af Akureyri Backpackers
https://www.facebook.com/events/201814910419072
//
Evtede/Reki
Välkomna till vernissagen av Tomas Colbengtson konstutställning, Evte/Reki i Deiglan, Akureyri kl 15.00 lördagen den 5. mai. Vi bjuder på lite förfriskningar och konstnären är närvarande.
Screentryck på trä, metall og glass
Utstillingen kommer till största delen att skapas på plats i Akureyri
Tomas Colbengtson är same og kommer fra Björkvattennet, Tärnaby i Nord-Sverige i samme højde som Akureyri. Millen1998- 2010 var han Artist Residency ved Kungliga Tekniska Högskolan i Stockholm og for tiden underviser han også ved University College of Arts, Crafts and Design i Stockholm, der han selv fullførte utdannelsen sin i 1991.
Tomas Colbengtsons kunstverk bygger på minner fra hans egen oppvekst og han bruker sin samiske bakgrunn og naturopplevelser fra de nord-svenske fjellene som utgangspunkt for sitt kunstneriske virke. Han arbeider med grafikk, maleri, skulpturer av metall og glass som han former til sitt eget uttrykk som ofte reflekterer historiske og moderne sosiale fenomener. Kunsten gjenspeiler erfaringer som språk og religionsforbud, rasbiologisk forskning, skambelegning av joik, og andre metoder som ofte er brukt av statsmakter att skaffe kontroll over urfolk og tilhørende landområder.
Colbengtson har lang erfaring som kunstutøver og har i tillegg til visninger i Norge og Sverige har i år haft utstillinger på Grønland, Færøyene, Sverige han har tidigare haft utstillingar i USA, Japan, Tyskland, Grekland, Brasilien, Frankrike, Ryssland och i Skandinavien.
Dette er første gang Colbengtson har utstilling på Island
Tomas Colbengtson kommer att bo i Gilföreningens gäststudio i mai månad, detta som ett pris på GraN-utställningen, en Nordisk grafikutställning i Konstmuseet i Akureyri 2015. Detta var Gilföreningens bidrag till projegtet GraN, Grafik Nordica 2015.
Udställningen har fått ett stöd ifrån Akureyri Backpackers
www.colbengtson.com
//
You are invited to the opening artist Tomas Colbengtson solo exhibition Evtede/Reki in Deiglan on Saturday, May 5th at 15 - 17. Please join us for light refreshments and the artist will be present. The exhibition is open until May 13th, 14 - 17.
Serigraphs in tree, iron and glass.
The works for the exhibition are mostly done here in Akureyri.
Tomas Colbengtsson is a Sami from Björkvattenet, Tärnaby in North-Sweden, the same latitude as Akureyri. In 1998 and 2012 he was a artist in residence at KTH Royal Institute of Technology in Stockholm and he is a lecturer at Konstfack, University of Arts, Craft and Design, also in Stockholm but that is where he studied and graduated from in 1991.
In Colbengtsons works he often refers to his upbringing, sami culture and the nordic Scandinavian landscape.
He works in a combination of media, graphic prints, paintings and sculptures in iron and glass, that mirror both modern times and a historical - social events. His art reflects his experience of language and religious denial, as well as trials involving racial prejudice and contempt for the traditional song jojk. These examples, along with other methods that the government employs to have authority over people and land of the Sami folk.
Colbengtson is a seasoned artist, and this year he has exhibitions in Norway, Sweden, Greenland and the Faroese Islands. Previously, he has held exhibitions in the USA, Japan, Germany, Brazil, France, Russia and Scandinavia. This is his first exhibition in Iceland.
Tomas Colbengstson will stay in Gil Artist Residency during the month of May, but the stay and exhibition is a prize for GraN in Akureyri Art Museum in 2015. This was the Gil Society contribution to GraN, Grafik Nordica.
The exhibition is partly sponsored by Akureyri Backpackers.
www.colbengtson.com
27.4.2018 | 09:29
"Biophilia in us, let's keep in touch with nature" í Deiglunni
Verið velkomin á opnun Biophilia in us, lets keep in touch with nature hjá gestalistamanni Gilfélagsins, Marika Tomu Kaipainen í Deiglunni á laugardaginn, 28. Apríl kl. 14 17. Einnig opið á sunnudag kl. 14 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.
Marika segir þetta um viðburðinn:
Biophilia in us, lets keep in touch with nature er listasmiðja og listviðburður sem fer fram í gegnum internetið og samfélagsmiðja með áhrifum frá nátturu og listamannsins. Tilgangur bæði listasmiðjunar og viðburðarins er að bjóða upp á gagnvirkni og samskipti við náttúruna. Ég mun sýna þátttökuperformans, innsetningu, beina útsendingu og skrásetningu.
Listasmiðjan mín og viðburðurinn er stutt rannsókn um hvernig listamaðurinn getur átt samskipti við áhorfandann í gegnum listaverk og hvernig verkið umbreytist og verður raunverulegt í gegnum þátttöku og sameiginlega upplifun. Ég er að vinna að samvinnulistaverkum þar sem áhorfandinn verður partur af listaverkinu í gegnum fjarlæg en bein samskipti við mig. Samskipti og fagurfræðilegar upplifanir eru, að mínu mati, hluti af grunnþörfum mannsins. Við lifnum við í gegnum reynsluna. Líkaminn og heilinn fá meðferð og læknun frá jákvæðum upplifunum og þessum upplifunum er aldrei ofaukið. Minnistæðar, listmiðaðar fjölskynjunarsamskipti bjóða einmitt upp á þetta.
Kjarni myndlistarinnar minnar felst í samskiptum, mismunandi ástandi sköpunar, jákvæðri upplifun á lífinu og með þessu öllu reyni ég að gera nærliggjandi umhverfi að betri stað. Verkin mín myndast með fjölskynjunarreynslu, samvinnu og ferlisdrifinni sköpun og samskiptum. Ætlun mín er að gefa áhrifin af biophiliu reynslu. Upplifunin um hvernig er hægt að sjá og vera partur af því hvað er í rauninni að gerast í kringum þig og hvernig er hægt að upplifa náttúruna með fjölskynjun ásamt því að eiga gott samband við náttúruna og hamingjuna.
Ég vil auka þessa nútímatengingu okkar við náttúruna og koma henni aftur nær biophiliu. Biophilia þýðir ást til lífs eða lífskerfa. Hugtakið Philia eða vinátta vekur hugmyndina um gagnkvæmi og hvernig vinátta er gagnleg fyrir báða aðila á meira en einn hátt, en sérstaklega þegar kemur að hamingju. Okkar tími á Jörðinni þarfnast slíkrar vináttu gagnvart náttúrunni
Markmiðið er að byggja upp samskipti og samverkan í gegnum list og náttúru með því að reika um landið og kvik- og ljósmynda hugmyndirnar mínar og umhverfi sem ég deili svo á netinu og samskiptamiðlum. Á sýningunni er samansafn af þessari myndrænu skrásetningu og samskiptum í gegnum samskiptamiðla. Ég hef áhuga á að tengjast nærsamfélaginu hér, þannig virkar listin mín.
Um listamanninn:
Marika Tomu Kaipainen (f.1972) er hugmynda-, félags-, og samfélagslistamaður, myndlistakennari og listþerapisti frá Helsinki í Finnlandi. Hún hlaut Master í Fagurlistum frá Art Institute Satakunta University of Applied Sciences í Finnlandi árið 2017. Meistararitgerðin hennar hét Mynda- og litabók lífs míns með öllum innihaldsefnum. Hún er líka með mastersgráðu í mannfræðum við Humak University of Applied Sciences í Helsinki frá 2012. Meistararannsóknin hennar þaðan fjallaði um matarlist við skynjunarlistasmiðju.
///
You are invited to the opening of Biophilia in us, lets keep in touch with nature, an art event by Gil Artist in Residence Marika Tomu Kaipainen in Deiglan on Saturday, March 28th at 2 5 pm. Also open on Sunday at 2 5 pm. Please join us for light refreshments and the artist will be present.
Biophilia in us, lets keep in touch with nature is an art workshop and an art event through the internet and social media with impact of nature and artist. The purpose of the art workshop and event is to invite interactivity and interaction with nature. I will use immersive and participatory performance, installation, livestream and documentation.
My art workshop and art event is short of research how the artist can through his / her art works and art interact with the audience and how the work of art transforms and becomes actual through the interaction and through the shared experience. I am working on participative artworks where the experiencer becomes a part of the artwork itself through remote but direct interaction with the artist. Interaction and the need for aesthetic experiences are the basic needs of a human being. We become alive through our experiences. Our body and brains receive treatment and cure from positive experiences and these experiences are never in excess. Memorable, multi- sensory, art-focused interaction is offering exactly this.
The core of my art includes interaction, different states of creating art, experiencing life in a positive light. My work is portrayed by multi-sensory experience, communal and process-oriented production and interaction, and by all this, making the surrounding world a better place. My plan is to give an impact of biophilia experience. Experience how to look and be a part of whats really happening around you and how to get a multi-sensory experience of nature and have a tight relationship through nature, joy and happiness.
My plan is to expand our modern nature connection and bring it back close to biophilia. The term biophilia means love of life or living systems. Diving in the term Philia, or friendship it evokes the idea of reciprocity and how friendships are beneficial to both parties in more than just one way, but especially in the way of happiness. Our time needs that kind of friendship towards the nature.
The aim is to create communication and interaction through art and nature of wandering around and filming and photographing my remarks and my phenomenological posts of my surroundings and sharing it through the internet and social media. I will gather the exhibition from my documentation (photos and videos) and conversations through social media. My interest is to connect with the local community. My art works that way.
Biography:
Marika Tomu Kaipainen (b.1972) is a social/community/conceptual artist, art pedagog and art therapist from Helsinki, Finland. She completed her Master of Fine Arts at the Art institute Satakunta University of Applied Sciences, Finland 2017. Her student thesis titled was The Picture and Coloring book of my life with all ingredients. She is also has a Master of Humanities at the Humak University of Applied Sciences, Helsinki Finland 2012 . Her student thesis title is Foodstuffs art in a sensory art workshop experience as the channel to well-being. Artistic Interventions in Organizations.
I am the instrument the means, the means of my art. Me and my artwork radiate good atmosphere
Being playful is the creation of the atmosphere, feeling of hope
https://www.facebook.com/events/225260494723406/
27.4.2018 | 09:26
Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýnir í Menningarhúsinu Hofi
Guðmundur Ármann Sigurjónsson opnar myndlistarsýninguna Hugmyndir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14.
Hugmyndirnar eru sóttar í umhverfið við Eyjafjörð og eru verkin öll máluð á þessu ári og því síðasta. Olíumálverkin á sýningunni eru unnin á vinnustofunni og þá eru minni vatnslitamyndir gjarnan uppspretta litavals, forms og hugmynda. Listmálarinn leikur sér að fljótandi eigileikum olíulitanna og bregður á leik með formspil náttúrunnar.
Vatnslitamyndirnar eru málaðar úti undir berum himni, oftast á góðviðrisdögum en stundum á mörkum þess mögulega fyrir vatnsliti. Viðvangsefnið er náttúran eins og hún birtist í mismunandi ljósi dagsins. Leitast er við að færa á vatnslitaörkina myndefnið eins og það birtist sjónum áhorfandans. Þannig verða myndirnar jafn náttúrutrúverðugar og efniviðurinn, og hið eina sem setur þeim hugsanlegar skorður er færni þess sem heldur á penslinum.
Að sitja úti undir berum himni og skoða umhverfið með öllum skilningarvitunum er áskorun sem ekki verður notið með öðrum hætti. Meðvitundin um verkefnið að mála mynd skerpir athyglina og skynjunina til fullnustu og svo að töfrum er líkast. Að sjá myndina framkallast skref fyrir skref á pappírsörkina er augnarbliks fögnuður, sérstaklega þegar vel tekst til.
Myndlistin býr yfir samræmi sem er hliðstætt náttúrunni, á Cézanne að hafa sagt við kollega sinn þegar hann var að útskýra hvað hann hafði verið að fást við þegar hann leyfði sér að hnika réttri fjarvídd og myndefnið var einfaldað. Í þeim anda eru málverkin unnin og jafnvel gengið enn lengra í að brjóta upp form náttúrunnar, þar til myndin verður aðeins hugmynd af því sem var málað. Töfrar náttúrusýnar felast ekki síður í að mála á vinnustofunni og finnast mynd sem glímt er við lokið þegar hún ber í sér minni sumarsins.
Guðlaugur Viktorsson mun flytja tónlist við opnun sýningarinnar.
Sýningin verður opin í Hofi frá 28. apríl til 17. júní.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson góðfúslega í síma 864 0086
24.4.2018 | 10:55
Fullveldið endurskoðað / Sovereignty Revisited: Opnun á laugardaginn 28.04.2018 kl. 15
Fullveldið endurskoðað
Útisýning
28. apríl - 19. ágúst 2018
Laugardaginn 28. apríl 2108 kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Fullveldið endurskoðað . Um er að ræða útisýningu sem sett er upp á völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Markmiðið er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.
Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson.
Á sýningartímanum verður boðið upp á leiðsögn með listamönnunum þar sem gengið verður á milli verkanna og þau rædd. Sýningin hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.
Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.
///
Sovereignty Revisited
Outdoors in Akureyri
April 28th - August 19th 2018
The exhibition consists of works by 10 different artists, especially created on the occation of the 100 year anniversary of Icelands sovereignty. All the works will be exhibited at selected outdoor locations in the center of Akureyri. The aim is to shed a new light on the status of Icelands sovereignty in our times, and offer the viewers an opportunity to ponder on ideas, implementation and different perspectives regarding Icelands sovereignty.
Participating artists: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson and Snorri Ásmundsson.
Guided tours with the artists will be offered during the exhibition period. The exhibition is partly funded with a grant from the 100 Years of Sovereignty Fund.
Curators: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir and Hlynur Hallsson.
https://www.facebook.com/events/222025228545168
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2018 | 13:29
Sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu
Laugardaginn 21. apríl kl. 15 verður opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er fjórða árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst.
Á sýningunni má sjá afrakstur lokaverkefnisáfanga nemenda á textíl- og myndlistarlínu listnámsbrautarinnar. Við undirbúning sýningarinnar velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning og þekkingu sína á þeim sem þau hafa áður kynnst.
Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.
Síðasti séns er heiti sýningarinnar sem opnar í Listasafninu laugardaginn 21. apríl klukkan 15:00 og stendur hún til 29. apríl og er opin alla daga nema mánudag kl. 12-17.
Nemendur hönnunar og textíllínu:
Diljá Tara Pálsdóttir
Fönn Hallsdóttir
Guðrún Borghildur Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Salka Heimisdóttir
Sara Katrín DMello
Nemendur myndlistarlínu:
Alexandra Guðný Berglind Haraldsdóttir
Ása María Skúladóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir
Heimir Sindri Þorláksson
Kristján Breki Björnsson
Kristján Loftur Jónsson
Magnea Rut G.
Maj-Britt Anna Bjarkardóttir
Máni Bansong Kristinsson
Maríanna Ósk Mikaelsdóttir
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir
Patrekur Örn Kristinsson
Patryk Kotowski
Piotr Maciej Kotowski
Þorbergur Erlendsson
https://www.facebook.com/events/213805492726221
17.4.2018 | 11:59
Ætlist - Listasmiðja fyrir smábörn
Sunnudaginn 22. apríl kl. 12 13 í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Listasmiðja fyrir smábörn á aldrinum 5 11 mánaða með finnsku listakonunni Marika Tomu Kaipainen. Í þessari listasmiðju eru börnunum gefin málning sem er búin til úr grænmeti og ávöxtum og með hjálp forsjáraðila búa börnin til listaverk. Börnin nota öll skilningarvitin sín, snertingu, heyrn, lykt, sjón og bragð. Skráning er ekki nauðsynleg en nánari upplýsingar veitir Marika hjá kaipainenmarikatomu@gmail.com
Gestavinnustofa Gilfélagsins er staðsett í Kaupvangsstræti 23 gengið inn að vestan við bílastæðin.
EATABLE ART BABIES COLOR WORKSHOP
Color workshop for babies 5 12 months with the Finnish artist Marika Tomu Kaipainen. In this workshop children are given vegetable-, fruit- and food-based colors and with the help of custodian they will make art. The children explore by touching, feeling, looking, smelling and hearing and they use their five Senses simultaneously. 22.4. at 12 -13 in Gil Artist Residency (registration not required).
Gil Artist Residency is at Kaupvangsstræti 23 west entrance by the parking lot.
Fylgdu okkur:
Facebook Barnamenningarhátíð á Akureyri
Instagram barnamenningak
#barnamenningak #akureyri
https://www.facebook.com/events/1635938196513598
17.4.2018 | 11:56
Gjörningur í Deiglunni: The Last Piece of Arctic - Hinsta brot Norðurslóða - Performance
Hinsta brot Norðurslóða
Gjörningur í Deiglunni á Degi Jarðar
Nemendur í Heimskautarétt við Háskólann á Akureyri munu túlka sinn skilning á ástandinu á Norðurslóðum og sýna gjörning í Deiglunni kl. 16, sunnudaginn 22. apríl, Degi Jarðar.
⹂Við erum Norðurslóðir. Við erum öll íbúar Norðurslóða: Norðurslóðir eru nauðsynlegar fyrir afkomu mannkyns. Norðurslóðir hafa mikilvæg skilaboð til okkar og listin er besti miðillinn til að koma skilaboðunum áfram. Við viljum hafa áhrif með listinni og við bjóðum þér að fylgjast með og vera með segir hópurinn í tilkynningu sinni.
Gjörningurinn sem er kallaður Hinsta brot Norðurslóða leggur áherslu á vandamálin sem hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingar eru og valda skaða á þessu viðkvæma svæði mun hraðar en annarsstaðar í heiminum. Það sem gerist á Norðurslóðum mun ekki haldast á Norðurslóðum því við öll, hvar sem við búum, erum undir því komin. Við tengjumst öll því sem eftir er af Norðurslóðum, allt til hins hinsta brots Norðurslóða.
Nemendurnir eru: Valeriya Posmitnaya, Daniela Toma, Danforth Oghigian, Apostolos Tsiouvalas, Carla Albrecht
Myndbandsefni eftir Evangelos Anagnostou.
Nánari upplýsingar veitir Valeriya, leraposmitnaya @ gmail. com eða í síma 760-6062
//
The Last Piece of Arctic
Polar Law Students from the University of Akureyri have come up with the idea to express their understanding of the current situation in the Arctic and to present their performance at Deiglan gallery at 16.00, 22nd of April, on Earth Day.
We are the Arctic. We are all Arctic people: Arctic is essential for our survival as humankind. The Arctic holds an important message for all of us. Art is the best channel to deliver the message of the Arctic. We want to make a difference, using art, and we invite you to join us in it, the Polar Law students say.
The performance called the Last Piece of Arctic emphasises the problems arising from global warming and climate change, inflicting damage on this fragile region faster than in the rest of the world. What happens in the Arctic doesnt stay in the Arctic; All of us, no matter if we live in the Arctic region or not, depend on it. We are all connected to what is left of the Arctic, down to the last piece of Arctic.
The students: Valeriya Posmitnaya, Daniela Toma, Danforth Oghigian, Apostolos Tsiouvalas, Carla Albrecht
The video materials are made by Evangelos Anagnostou.
For the further information please contact: leraposmitnaya @ gmail .com, phone 760-6062
https://www.facebook.com/events/972424882922975
16.4.2018 | 09:35
Aðalfundur Myndlistafélagsins
Kæru félagsmenn,
Aðalfundur Myndlistafélagsins verður haldinn í Norðurslóðasetrinu fimmtudaginn 26. apríl kl. 18.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
5. Lagabreytingar
6. Ákvörðun félagsgjalda
7. Önnur mál
Veitingar verða í boði félagsins.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og hlökkum til að sjá ykkur.
Með kveðju,
Stjórnin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2018 | 09:35
Fjölskylduleiðsögn og listasmiðja í Listasafninu
Laugardaginn 14. apríl kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá samsýningunni Sköpun bernskunnar 2018 og sýningu Bergþórs Morthens, Rof.
Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Menning og listir | Breytt 16.4.2018 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2018 | 09:32
Ljóðaboð Sóknarskálda í Deiglunni
Ljóðaboð
Fyrsta ljóðaboð Sóknarskálda
Sóknarskáld í samstarfi við Gilfélagið bjóða í LJÓÐABOÐ í Deiglunni á Akureyri, sunnudagskvöldið 15. apríl klukkan 20:00. Opið ljóðakvöld þar sem allir eru velkomnir að flytja og lesa ljóðin sín. Skúffuskáld, stórskáld, níðvísur og ástarljóð öll velkomin.
Sóknarskáld er félagsskapur tveggja ungra skálda í Eyjafjarðarsókn sem vilja blása lífi í ljóðið og bjóða lýðnum birginn. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir fólk til að flytja og bera út eigin skáldskap. Það er mikilvægt að plægja akurinn fyrir fleiri og meiri ljóð í þessum bæ Davíðs Stefánssonar. Hafið augun opin fyrir fleiri viðburðum með hækkandi sól því þetta eru bara fyrstu fersku vindarnir norðan heiða.
Sóknarskáld eru þau Karólína Rós og Sölvi Halldórsson, fædd og uppalin á Akureyri, 20 og 19 ára. Menntaskólagengin og ferðavön. Nánari upplýsingar veitir Karólína í síma 862 9962.
Á döfinni í Deiglunni
Ljóðaboð
22. apríl kl 12 - 13
Ætlist - Listasmiðja fyrir smábörn með Marika Tomu Kaipanen á gestavinnustofu Gilfélagsins.
22. apríl kl. 16
Arctic Act - Gjörningur í Deiglunni
28. - 29. apríl
Marika Tomu Kaipanen sýnir afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins
5. - 13. maí
Thomas Colbengtson - Myndlistasýning
19. maí
Aðalfundur Gilfélagsins
Hefur þú áhuga á að halda viðburð í Deiglunni? Endilega hafðu samband.