Færsluflokkur: Dægurmál

JÓL - Norðlensk Hönnun í galleríBOXi

JÓL
Norðlensk Hönnun

galleríBOX
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri.

Laugardaginn 8. desember klukkan 12:00 opnar markaður með norðlenska Hönnun í BOXinu.
Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara, þarna verður það heitasta sem er að gerast hjá ungum og reyndum hönnuðum.
Meðal þeirra sem sýna eru Brynhildur Þórðardóttir, Guðjón Sigurður Tryggvason, Aðalheiður S. Eystinesdóttir, Jón Laxdal, Frúin í Ham, Gitte Nielsen, Helgi þórsson.......

Einnig stendur yfir sýningin Songs With Dirty Words eftir Niall og Ruth en þau koma frá Glasgow.

Markaðurinn stendur yfir alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Opið frá 12:00-18:00

NOKKUR SÉRvalin KRISTNESK JÓLATRÉ OG GREINAR VERÐA TIL SÖLU 15.-16. desember & 22.-23. desember. Meðan birgðir endast (skógur endist)

Heitt jólaglögg og piparkökur
Fjölbreyttar vörur í jólapakka

Allir Velkomnir

Jóna Hlíf Halldórsdóttir
6630545


Unnið að stofnun myndlistarfélags á Akureyri og nágrenni

Deiglan

Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember 2007. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur að stofnun félagsins. Rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Undirbúningshópur var valinn og í honum eru:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnar Kr. Jónasson
Þórarinn Blöndal
Hlynur Hallsson

Og varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Arna Valsdóttir
Jónas Viðar

Þessi síða á að vera vettvangur félagsins og hægt er að koma ábendingum á framfæri til Hlyns Hallssonar í hlynur(hjá)gmx(punktur)net


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband