Færsluflokkur: Ljóð

Hallmundur Kristinsson sýnir í Populus tremula

hallmundurkristinsson.jpg

Laugardaginn 28. mars kl. 14:00 mun Hallmundur Kristinsson opna myndlistarsýninguna GAMALT & NÝTT Í Populus Tremula.

Þar sýnir Hallmundur myndverk af ýmsum toga, unnin með mismunandi aðferðum á löngu tímabili, eða allt frá 1973 og fram á þennan dag.

Einnig kynnir Hallmundur nýtt kver með 60 kreppuvísum.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. mars kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Bókatitlar úr útgáfu Populus Tremula verða til sölu á meðan opnun sýningarinnar stendur.


"Lífs míns pólitík"

Næstkomandi sunnudag á baráttudegi kvenna, þann 8. mars kl. 15:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Þórarinn Hjartarson syngur eigin texta, pólitíska söngva frá fjórum áratugum.

Kaffi og meðlæti í boði.

Húsið opnar 14:00.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS OG MYNDIR & KVÆÐI Í POPULUS TREMULA

nyhil-24_10-web.jpg
FYRSTA ÞJÓÐLEGA LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS  |  24. okt.

Föstudaginn 24. októberklukkan 21:00 fer fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils fram í Populus tremula. Fram koma skáldin: Arngrímur Vídalín, Gunnar Már Gunnarsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Haukur Már Helgason, Jón Örn Loðmjörð, Kristín Svava Tómasdóttir og Richard Vaughn.

Flest skáldanna komu fram á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem haldin var 22.-24. ágúst í Norræna húsinu. Mörg þeirra hafa nú þegar gefið út verk sín hjá Nýhil eða Populus tremula en útgáfa á verkum annarra er í burðarliðnum. Menningarráð Eyþings gerði aðstandendum kleift að halda hátíðina.

Húsið verður opnað kl. 20:00 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir – Bækur til sölu

******************************

asvs-ljosmyndir-web.jpg
MYNDIR & KVÆÐI

ljósmyndasýning og ljóðabók

AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Laugardaginn 25. október kl. 14:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Populus tremula. Þar sýnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon stórar bleksprautuprentaðar ljósmyndir frá Aðalvík á Hornströndum þar sem náttúran ríkir ein.

Jafnframt kemur út hjá Populus tremula bókin KVÆÐI með ljóðum Aðalsteins þar sem hann sækir yrkisefni til Aðalvíkur og nágrennis.

Aðalsteinn Svanur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga síðasta aldarfjórðunginn og gefið út tvær ljóðabækur.

Einnig opið sunnudaginn 26. október kl. 14:00-17:00.

http://poptrem.blogspot.com


Dúett Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sigurðar Ingólfssonar í Deiglunni

droppedImage Verið velkomin á sýninguna Dúett sem opnar í Deiglunni á listasumri á Akureyri laugardaginn 2. ágúst
klukkan 15:00.
 
Að því tilefni kemur út bókin Dúett sem er samstarfsverkefni Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sigurðar Ingólfssonar. Ólöf Björk Bragadóttir sýnir  myndirnar sem eru í bókinni og Sigurður les upp ljóðin. Þetta er sonnettusveigur, sem samanstendur af fimmtán sonnettum, þar sem hver lokalína er upphafslína næstu sonnettu og síðan síðasta sonnettan búin til úr upphafs/lokalínum allra sonnettanna.
 
Sjá nánar í auglýsingin frá Listasumri:

http://www.listasumar.akureyri.is/Blogg/8486761B-F6E9-4366-8E2C-C72552CC19A4.html


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu í Bragganum

 braggi_forsida

Fagurt og frítt
Á laugardaginn 28. júní verður fimmta Braggasýningin opnuð í Öxarfirði.
Umfjöllunarefnið er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir.
Yst sýnir 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eftir Yst .
Aðgangseyrir er enginn og verkin ekki verðlögð.
Sýningin stendur til 13. Júlí og er opin alla daga frá kl 11 til kl 18.


Aðalsteinn Svanur Sigfússon: Söngvar og bækur í Populus tremula

songvar-asvs-web.jpg

S Ö N G V A R

AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

O P I Ð H Ú S

Laugardaginn 17. maí kl. 14:00-17:00 verður opið hús í Populus tremula. Þar kynna félagsmenn starfsemina, m.a. bókaútgáfu félagsins sem stendur með miklum blóma.

Sama kvöld kl. 21:00 mun söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon standa fyrir trúbadúrkvöldi í Populus tremula. Þar flytur Aðalsteinn Svanur eigin lög við kvæði sín og föður síns, Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðavík. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina SÖNGVAR með kvæðum þeirra feðga.

Húsið verður opnað kl. 20:30.

Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

http://poptrem.blogspot.com


Jón Laxdal sýnir í Jónas Viðar Gallery

DSCN1782_001

Laugardaginn 19da apríl kl.14.00 verður opnuð sýning á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar í Jónas Viðar Gallery Listagilinu á Akureyri.

Sýndir verða hlutir (objektar) gerðir úr bókum, pappa, gleri og þaksaumi, allir nýir af nálinni undir heitinu fáeinir fortitlar og bók eftir Mann.

Jónas Viðar Gallery er opið nú um helgina 14.00-18.00 laugardag og 13.00-18.00 sunnudag.

Annars  föstudaga og laugardaga 13.00 til 18.00.

Sýningin stendur til 11. maí.

Allir velkomnir

Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
sími: 8665021


Söngvísur og baráttuljóð í Deiglunni

songbok_kapar Söngvísur og baráttuljóð
í Deiglunni á Akureyri
laugardaginn 19. apríl kl. 15:00
Í tilefni af útkomu norrænu söngbókarinnar ’Ska nya röster sjunga’


Fram koma Bengt Hall frá Svíþjóð ritstjóri söngbókarinnar og harmonikkuleikari og Per Warming frá Danmörku, rithöfundur, söngvaskáld og söngvari. Þeir félagar munu taka lagið og spjalla stuttlega um tilgang og tilurð söngbókarinnar.

Aðrir flytjendur eru Gunnar Guttormsson, Þórarinn Hjartarson og Solveig Hrafnsdóttir, Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir

Kynnir: Pétur Pétursson læknir.

Dagskráin mun taka um tvo tíma með kaffihléi.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
(1.000 krónur fyrir félagsmenn Gilfélagsins og Norræna félagsins)

Allir fá söngbókina í hendur við innganginn og geta keypt hana þar með afslætti eða skilað henni í lok dagskrár.

Að dagskránni stendur áhugahópur í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna, NF á Akureyri, Gilfélagið og syngjandi norræna gesti og heimamenn.

Útgefandi söngbókarinnar er Nordisk socialistisk folkeoplysningsforbund (NSFOF)


Nánari upplýsingar hjá:
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband