Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland

4242493_orig

Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland

Laugardag 22. febrúar 2014

Program 3* | kl. 16:00 | Listhús Gallery

Program 2* | kl. 20:00 | Listhús Gallery

 

Laugardag 23. febrúar 2014

Program 5* | kl. 14:00 | Tjarnarborg


Program 2* | kl. 16:00 | Listhús Gallery


Program 1 | kl. 20:00 | Listhús Gallery


* leikstjórar verða viðstaddir

enskur texti • Allir velkomnir

Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com

www.listhus.com


Kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri

AFFICHE 

 

KIOSK

http://www.kiosk.clementineroy.com/

http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html

Verksmiðjan á Hjalteyri / 8.06. - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Kynning á Kiosk laugardaginn 8. júní kl. 17:00 / Frá 8 . júní opið  alla daga í Verksmiðjunni kl: 14:00 -17:00. 

Laugardaginn 8. júní kl. 17 :00 fer fram kynning á myndlistartímaritinu Kiosk í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Kiosk er útgáfuverkefni listafólks sem listakonan Clémentine Roy fór af stað með árið 2009.

« KIOSK er samstarfsverkefni tveggja. Samtal, Ping – pong tölvupóstar. Skipti á upplýsingum, myndum, teikningum, textum í heilann mánuð. 

Útgáfan DEL’ART  tekur þátt í verkefninu og sér um þann hluta þess sem kemur út á prenti. 

50 tölublöð hafa komið út á netinu og af þeim hafa 14 komið út í prentaðri útgáfu.


Yfirstandandi í Verksmiðjunni er sýningin RE – MEMBER  - ICELAND/SOUVENUS – DE – SI – LOIN og lýkur henni 23. júní.


Koma listamanna og sýningar eru styrktar af, Menningarráði Eyþings og Ásprenti en bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP games, Bústólpi og Hörgársveit.


Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com   verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og  í síma: 4611450  og 6927450.  


 
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828

 



Sýningin "Re - member - Iceland" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

souvenus_plakat 

 

LAETITI GENDRE / ALBANE DUPLESSIX / VINCENTCHHIM / ISABELLE PAGA


Verksmiðjan á Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 / Opið til 10. júní um helgar eingöngu kl. 14 :00-17 :00 og eftir það alla daga kl : 14 :00-17 :00. 

Teleportation / Long Distance Vision / gjörningur frá París til Hjalteyrar / frumfluttur kl. 15:00 / Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.

L'usine de Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Tout en bas de Hjalteyri / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Vernissage Samedi 11 mai à 14 h 00 Ouvert jusqu´au 10 Juin, uniquement le week-end entre 14h00 et 17h00, et par la suite tous les jours de 14 h 00-17h00

Téléportation / Long Distance Vision / Video Mental Performance / 15h00 /

Sýningarstjóri/ commissaire d'exposition: Veronique Legros

Laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 opnar sýningin Re – member – Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í „RE – MEMBER – ICELAND. 
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn. 
Á opnun kl. 15 :00 verður einnig frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique international. Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.


R E - M E M B E R - I C E L A N D
Kynningartexti sýningar
Listamennirnir á bak við samsýninguna hafa allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í gömlu álfuna, geyma þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hefur verið á minnið lýsir skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.
Svona sýning er tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsaka þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta


Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. maí 2013, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450 



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


Umsóknarfrestur fyrir Mugg styrki rennur út 1. febrúar

sim-logo

MUGGUR

TENGSLASJÓÐUR FYRIR MYNDLISTARMENN

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM og Myndstef stofnuðu árið 2004 og er SÍM umsjónaraðili sjóðsins.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.

Umsóknarfrestir fyrir Mugg 2013 eru eftirfarandi:

1. febrúar 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. mars – 31. águst 2013

1. júlí 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. september – 28. febrúar 2014

Nánari upplýsingar hér


Umsóknarfrestur fyrir KÍM styrki er 01.02

iac_logo_invblue_rgb-300x162

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir myndlistarmenn til starfa, ferða og sýningahalds erlendis. Sú breyting verður á 2013 að styrkir verða veittir fjórum sinnum í stað sex. Verkefnastyrkir verða veittir tvisvar á ári og ferðastyrkir tvisvar. Verkefnastyrkir eru veittir til framleiðslu verka og sýninga og útgáfu en ferðastyrkir fyrir ferðum, gistingu og/eða uppihaldi á ferðalögum.

 

Tekið verður við umsóknum frá 2. janúar en umsóknarfrestir á árinu 2013 eru eftirfarandi:

 

01.02.2013 – Verkefnastyrkir

01.05.2013 -  Ferðastyrkir

01.07.2013 -  Verkefnastyrkir

01.11.2013 -  Ferðastyrkir

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna hér.


Síðustu forvöð að sjá sýningu Unnars Arnar í Flóru

unnar_sm_brotabrot.jpg

Unnar Örn
Brotabrot úr afrekssögu óeirðar á Íslandi: Fyrsti hluti
Fragments From the Deeds of Unrest in Iceland: Part One
15. september - 20. október 2012
Sýningarlok laugardaginn 20. október
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Unnars Arnar J. Auðarsonar sem nefnist „Brotabrot úr afrekssögu óeirðar á Íslandi: Fyrsti hluti” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri. Sýning er opin alla virka daga kl. 12-18 og lýkur laugardaginn 20. október og þá er opið kl. 12-16.

Á sýningunni í Flóru beinir Unnar Örn sjónum sínum að geymd upplýsinga tengdum viðspyrnu almennings og hvernig átök í sögu þjóðar er eytt úr sameiginlegu minni af ríkjandi valdhöfum.

Unnar Örn J. Auðarson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám við Listaakademíuna í Malmö. Unnar Örn vinnur í ólíka miðla en verk hans eru yfirleitt hlutar úr stærri innsetningum þar sem hann vinnur á gagnrýninn hátt með umhverfi sitt, samfélagið og hlutverk listamannsins innan þess. Unnar hélt sýna fyrstu einkasýningu í verslunarmiðstöðinni Kringlunni sem hluti af Gallerí Gúlp árið 1996 og síðan þá hefur hann tekið þátt í yfir 50 einka- og samsýningum hérlendis og erlendis.

Heimasíða Unnars Arnar: http://unnarorn.net


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


COLLABORATION_5 í GalleríBOXi og Verksmiðjunni á Hjalteyri

poster_collab_1.gif

COLLABORATION_5
SAMSTARF_5

ANTON BOSNJAK / BEATE ENGL / LEONIE FELLE / SANDRA FILIC /
MAXIMILIAN GEUTER / ELIAS HASSOS / ALEXANDER STEIG / THOMAS THIEDE

GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins / 04.08. - 19.08.2012 / Kaupvangsstræti 10 /
600 Akureyri  http://www.galleribox.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 14 / Opið lau. - sun. 14-17

Verksmiðjan á Hjalteyri / 04.08. - 26.08.2012
/ Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 17 / Opið til 12.08. alla daga 14-17 og eftir það lau. - sun. 14-17

Thomas Thiede vinnur verk í samstarfi við Húðflúrstofu Norðurlands: http://hudflur.net sem einnig sjá má hér http://www.skin-drawings.blogspot.com

Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, Beate Engl, Thomas Thiede og Alexander Steig

Verkefnið COLLABORATION_ (SAMSTARF_) www.collaboration-project.de var sett saman árið 2008 af listamönnum frá München í Þýskalandi undir stjórn Thomasar Thiede. Það byggir á því að kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi og koma á samstarfi við aðra listamenn víðsvegar um heim. Sýningarnar COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 verða settar upp í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á þessum sýningum gefur að líta verk sem eru sérstaklega eru gerð fyrir þessa ólíku sýningarstaði með aðstoð íslenskra listamanna. Samstarf og samvinna eru mikilvægir þættir í vinnu listamannanna.

Sýningarnar verða báðar opnaðar laugardaginn 4. ágúst 2012, kl. 14 í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og kl. 17 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningarnar eru styrktar af Sendiráði Þýskalands í Reykjavík, Menningarráði Eyþings, Stiftung Federkiel, Landeshauptstadt München Kulturreferat, Hörgárbyggð, Ásprent og Procar.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson í hlynur(hjá)gmx.net og síma 659 4744.



GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
http://mynd.blog.is
http://www.galleribox.blogspot.com
https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828


Alþjóðleg ráðstefna um tungumál og listir í Norræna húsinu

artintranslation.jpg

Háskóli Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Norræna húsið
Reykjavík 24.–26. maí 2012 (frestur hefur verið framlengdur til 31. janúar 2012)

Art in Translation er þriggja daga ráðstefna sem stefnt er að því að halda annað hvert ár. Hún var fyrst haldin í maí 2010 og verður haldin aftur í maí 2012. Á ráðstefnunni verða hátíðarfyrirlestrar, tónleikar, myndlistarsýning og fleiri viðburðir meðfram fræðilegum fyrirlestrum og listrænum gjörningum. Markmiðið er að búa til þverfaglegan vettvang handa fræðimönnum, listamönnum og almenningi til að skoða tengingar milli tungumáls og ýmissa listforma.

Með ráðstefnunni 2012 er ætlunin að leita nýrra strauma í ritlist, einkum þegar hún tengist öðrum listformum eða sameinar þau. Leitað er eftir framlagi frá fræðimönnum, sérfræðingum, listamönnum og stúdentum í fjölmörgum greinum (ritlist, myndlist, tónlist, leiklist, kvikmyndum, listfræði, málvísindum, þýðingum, mannfræði, menningarfræði, kennslufræði og öðrum skyldum greinum). Á milli 40 og 50 umsækjendur verða valdir til þátttöku á grundvelli innsendra tillagna.

Sjá nánar um áherslur ráðstefnunnar að þessu sinni hér fyrir neðan, í viðhengi (ef það skilar sér) eða á vefsíðunni https://artintranslation.hi.is/. Tillögur sendist á netfangið artintranslation@hi.is fyrir 31. janúar 2012.


Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki

dbf12eb1bd4a4d

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki til myndlistarmanna, sýningarstjóra og annars fagfólks á sviði myndlistar vegna myndlistaverkefna erlendis.

Verkefnin verða að eiga sér stað á tímabilinu 1. mars 2012 til 1.mars 2013. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012.

Athugið að umsóknarfrestur vegna stærri styrkja er 1. febrúar næstkomandi.

Umsóknarfrestur vegna smærri styrkja er á tveggja mánaða fresti:

01.02.2012

01.04.2012

01.06.2012

01.08.2012

01.10.2012

01.12.2012

 

Frekari upplýsingar er hægt að finna hér á vefsíðu Kynningarmiðstöðvarinnar.


Muggur auglýsir eftir umsóknum

sim-logo

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu.

Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.Við bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um Muggs styrk fyrir gestavinnustofur SÍM í Berlín.

Umsókarfrestur er til 1. febrúar 2011, póststimpill gildir.

 

Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
myndlistarsýningar
vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
annars myndlistarverkefnis

Skilyrði er um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.

 

Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. apríl – 31. júlí 2012. Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 2012.

 

Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur skuldlaus félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.

Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.

Umsóknareyðublað, stofnskrá og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM http://sim.is/sim/muggur/

Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@sim.is , s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. febrúar 2012, póststimpill gildir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband