Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.7.2009 | 01:30
Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Þórgunnur Oddsdóttir
Íslensk landafræði
01.08.09 - 04.09.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Þórgunnur Oddsdóttir opnar sýninguna íslensk landafræði á Café Karólínu laugardaginn 1. ágúst klukkan 15.
Þórgunnur er Eyfirðingur, fædd árið 1981. Hún stundar nám við Listaháskóla Íslands og hefur meðfram námi starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur á Fréttablaðinu og nú síðast sem fréttamaður á RÚV.
Sýningin Íslensk landafræði er óður til gömlu landslagsmálaranna sem lögðu grunn að íslenskri myndlistarsögu og áttu með verkum sínum þátt í að vekja þjóðerniskennd í brjóstum landsmanna. Fjallið upphafna er á sínum stað, líkt og í verkum meistaranna, en þetta eru hvorki Hekla né Herðubreið heldur óárennilegir fjallgarðar sniðnir eftir línuritum yfir gengisþróun, úrvalsvísitölu, verðbólgu og tap. Landslagið sem tekið hefur við.
Nám
2007 - Listaháskóli Íslands, myndlistardeild
2006 Kunstskolen Spektrum, Kaupmannahöfn
2003 2006 Háskóli Íslands, BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði
2002 2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1997 2001 Menntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Þórgunnar.
Nánari upplýsingar veitir Þórgunnur í síma 820 8188 eða tölvupósti: thorgunnur.odds@gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergþór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
23.7.2009 | 13:04
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
* myndlistarsýningar
* vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
* annars myndlistarverkefnis
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg, auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
___________________
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. október til 2009 til 31. mars 2010. Úthlutun verður lokið 15. september 2009.
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel. Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is
undir Hagnýtt. Frekari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 25. ágúst 2009, póststimpill gildir. Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.
20.7.2009 | 17:33
Gestavinnustofa í Finnlandi laus til umsóknar
ARTISTS' RESIDENCY SUMU
Arte Association's Artists' Residency SUMU offers one- to three-month
residencies in 2010 to new media artists, working in the intersection of new
technologies and contemporary art.
The residence is located in Turku, in the Southwestern coast of Finland. Artists
are provided with free accommodation and studio, and a possibility of exhibiting
their work either in Sumu?s studio which is adjoined to Arte?s gallery
Titanik, or on Sumu?s website. The artists must fund all their living
expenses including food and transportation. Arte can help the artists with
material costs up to 200 euros depending on the application.
More information: http://www.arte.fi/sumu/sumu_main.html
APPLICATION REQUIREMENTS
Please prepare an individual submission, including:
-project plan (short, clear & realistic, max one page)
-short artists? statement (max one page)
-CV (max one page)
-DVD / CD including a maximum of 10 minutes worth of samples in PC
format
-samples of recent work as print-outs (3 - 5 pieces)
The submissions will not be returned. E-mail or internet applications are not
accepted, only submissions sent by mail are processed. Deadline 30th of
September is a postmark date.
The proposal can also include an exhibition either in the studio space or on our
website at the end of the residency.
Deadline September 30th, 2009 (postmark).
Session dates: From July 11th to December 31st, 2010.
********************************************************************************
NOTE! OBS!
We will invite 2-4 artists for 1 or 2 months residency periods from the Nordic
countries in addition to our normal residencies during 2010. This Nordic
program is sponsored by KulturKontakt Nord. Artists, who were born or live in
the Nordic countries, can send us their applications and project plans for
whole year of 2010 by 30th September 2009. The stipend includes accommodation,
work space, daily allowance, material money and travelling costs within
reasonable limits. See the application requirements above.
********************************************************************************
For further information please visit our website, www.arte.fi or Res Artis
website, www.resartis.org, or contact:
Please send your completed submission by mail to:
Gallery Titanik / Sumu
Itäinen Rantakatu 8
20700 Turku
Finland
Paula Väinämö
Residencies Coordinator, Arte
tel. +358 2 2338 372
sumu@arte.fi
16.7.2009 | 23:18
Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2009
Rétt til þess að sækja um verkefnastyrki hafa allir myndhöfundar.
Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa allir félagsmenn Myndstefs.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 21. ágúst 2009. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefa Þórhildur Laufey Sigurðardóttir og Kristín Magnúsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar: kl: 10:00 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Stjórn Myndstefs.
9.7.2009 | 11:22
Dagrún Matthíasdóttir sýnir í DaLí Gallery
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com/
opið lau-sun kl.14-17 í sumar
8.7.2009 | 23:43
Sýningin „Kreppumálararnir” opnuð í Listasafninu á Akureyri
KREPPUMÁLARARNIR
Manneskjan í forgrunni
Laugardaginn 11. júlí kl. 15 verður sýningin Kreppumálararnir opnuð í Listasafninu á Akureyri, en þar verður dregin upp mynd af lífi og listum þjóðarinnar á fjórða áratug síðustu aldar. Ísland hóf göngu sína sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu með nýju sniði í upphafi 20. aldar með heimastjórn 1904 og síðan fullveldi 1918. Umráð yfir atvinnu- og efnahagsmálum færðu mönnum aukna möguleika til viðskipta við önnur lönd, eflingu útflutnings og uppbyggingu innanlands. Allan þriðja áratug 20. aldarinnar ríkti mikil bjartsýni í atvinnulífi, sveitir tóku stakkaskiptum og íbúum kaupstaða fjölgaði. Þessi þróun stöðvaðist skyndilega með hruni verðbréfamarkaðarins í New York í árslok 1929. Íslandsbanki, sem stofnaður var í upphafi aldarinnar og hafði lánað ótæpilega fé til atvinnustarfsemi og uppbyggingar, varð gjaldþrota í febrúar 1930. Ríkið yfirtók bankann og breytti honum sama ár í tvo banka, Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Við tóku erfiðir tímar sem ekki lauk fyrr en með hernámi Íslands árið 1940. En þrátt fyrir bágan efnahag áttu sér samt stað ýmsar merkar framfarir í atvinnulífi landsmanna og á menningarsviðinu komu fram listamenn sem síðar áttu eftir að láta meira að sér kveða.
Frá aldamótunum 1900 hafði landslagið verið ráðandi viðfangsefni myndlistarmanna og varð svo áfram en upp úr 1930 kom fram ný kynslóð ungra listamanna sem leit svo á að með efnahagskreppunni og þeim þjóðfélagsátökum sem henni fylgdu hefði hugmyndagrundvelli landslagsmálverksins verið svipt burt. Þegar svo mikið hafði breyst var ekki hægt að halda áfram sem fyrr. Þeir fundu knýjandi þörf fyrir túlkun nýrra tíma í breyttu þjóðfélagi og litu til manneskjunnar í umhverfi sínu sem fram að þeim tíma hafði verið svo til fjarverandi í íslenskri myndlist. Með vaxandi þéttbýlismyndun fluttu listamennirnir á mölina, eins og svo margir og fóru að yrkja um sinn nýja veruleika. Málararnir munduðu pensla sína við myndríkan heim Reykjavíkurhafnar, hugtökin kreppumálari og kreppuskáld urðu til og vísir að borgarvitund tók að myndast.
Kreppumálararnir sem hér eru kynntir, þeir Snorri Arinbjarnar (1901-1958), Gunnlaugur Scheving (1904-1972), Þorvaldur Skúlason (1906-1984) og Jón Engilberts ( 1908-1972), beindu sjónum sínum að hinum vinnandi manni og sögusviðið er oft þorpið eða bærinn sem einnig verða rithöfundum og skáldum að yrkisefni á þessum áratug.
Minjasafnið á Akureyri hefur lagt til menningarsögulega muni ásamt ljósmyndum sem ætlað er að ríma við myndlistarverkin og beina sjónum sýningargesta að umhverfi og kjörum norðlenskrar alþýðu á þessum tíma. Auk einstaklinga lánuðu einnig Listasafn Íslands, Listasafn ASÍ, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Menntaskólinn á Akureyri, NBI h.f., Efling stéttarfélag, Stúdíó Stafn ehf, Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Síldarminjasafnið á Siglufirði, verk og muni til sýningarinnar.
Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram listfræðingur, en nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson forstöðumaður í síma: 462-2610 / 899-3386 Netfang: hannes@art.is.
Sýningin stendur til sunnudagsins 23. ágúst. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir eftir umsóknum um verkefna-, ferða- og útgáfustyrki vegna verkefna myndlistarmanna erlendis.
Hver styrkur er 400 þúsund krónur og verða sex styrkir veittir að þessu sinni.
Opið er fyrir umsóknir um styrki vegna verkefna með skemmri fyrirvara allan ársins hring.
Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvarinnar fást á heimasíðu miðstöðvarinnar http://www.cia.is/styrkir/index.htm
Umsókn þarf að berast a.m.k. 40 dögum áður en verkefni hefst.
Umsóknarfrestur er til 17.apríl 2009 og er póststimpill tekinn gildur.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstræti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
info@cia.is
www.cia.is
www.artnews.is
8.4.2009 | 15:47
Jónas Viðar opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery
Málverkasýning
fimmtudaginn 9. apríl kl 15.00 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í
Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri.....
Þér og þínum er boðið
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
17.3.2009 | 23:45
Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna á Akureyri er til 20. mars
Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010.
Starfs launum verður úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun.
Ætlast er til að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.
21.1.2009 | 21:49
Nes listamiðstöð - Laust í febrúar og mars 2009 með styrk
Vegna forfalla eru nú laus pláss í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í
febrúar og mars 2009.Með húsnæðinu fylgir einnig vinnustofupláss í
vinnustofum Ness. Að öllu jöfnu þarf að greiða fyrir dvöl í
listamiðstöðinni en vegna styrks frá Menningarráði Norðurlands-vestra
gefst íslenskum listamönnum nú kostur á að dvelja endurgjaldslaust í Nesi.
Í staðinn skilji umsækjendur eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu sem gæti
talist samsvara styrknum. Það má vera upplestur, listsýning
myndlistarsýning, leiklestur, vinna með íbúum bæjarins eða hvað það sem
listamaðurinn kærir sig um.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.neslist.is
og skulu þær sendast á umsokn@neslist.is. Fyrirspurnum er svarað á
nes@neslist.is eða í síma 864 0053.
Kveðja
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Verkefnisstjóri
Nes Listamiðstöð
545 Skagaströnd