Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2011

logo

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Lilja Jónsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

Stjórn Myndstefs


Stjórn Myndlistarfélagsins mótmælir 50% niðurskurði Akureyrarbæjar á starfslaunum listamanna

box_983369.jpg


Á erfiðum tímum sem þessum er menningin mikilvægur þáttur í uppbyggingu þess samfélags sem við viljum skapa. Hún er tæki sem við getum notað til breytinga og vaxtar. Fyrir 20 árum síðan fór hópur áhugafólks um menningu af stað með framsæknar hugmyndir og nýja sókn. Listagilið varð til. Þar var áður mikill iðnrekstur á vegum Kaupfélags Eyfirðinga sem hafði flutt starfsemi sína. Sennilega er þetta eitt mesta framfaraskref í menningarmálum Akureyrarbæjar. Hugmyndir spruttu úr grasrótinni og urðu að veruleika með dyggri aðstoð bæjaryfirvalda. Allir vildu verkefninu vel og lögðu fjölmargir fram krafta sína og byggðu upp Gilið. Síðan hefur margt runnið til sjávar og er nú öflug listastarfsemi í Listagilinu.

En til þess að listin geti þjónað hlutverki sínu í okkar samfélagi sem uppspretta nýrra og frumlegra hugmynda, þarf hún frelsi til að þróast. List á ekki bara að veita ánægju, og vekja aðdáun, það er einnig hlutverk hennar að vera ögrandi, spyrja spurninga, koma á óvart og benda á það sem við hefðum annars ekki komið auga á, eða viljum jafnvel ekki koma auga á. Grundvöllur nýsköpunar og öflugs listalífs er að sem flestir taki þátt í menningarlífinu. Listin á stóran þátt í því að gera bæjarlífið spennandi, áhugavert og skemmtilegt.

Mikilvægt er að styrkveitingar bæjarins til listalífsins taki mið af því að mörkin milli listforma og ólíkra menningarheima eru í sífelldri endurskoðun. Við teljum það lykilatriði og hlutverk bæjaryfirvalda í menningarlífi að vera í góðum tengslum við grasrótina og þá sem stunda hefðbundnari listsköpun. Auk þess að styðja verkefni sem hafa sannað gildi sitt og fundið sinn farveg, þarf bærinn að hlúa að grasrótar- og tilraunastarfsemi, sem oft er vísirinn að því sem koma skal. Til þess að listalíf bæjarins geti blómstrað þarf einnig að vera fyrir hendi hentug vinnu- og sýningaraðstaða á viðráðanlegum kjörum fyrir yngri sem eldri listamenn. Þar þjónar Gilið mikilsverðu hlutverki sem staður viðburða og sköpunar.

Stjórn Myndlistarfélagsins lýsir yfir áhyggjum sínum vegna skerðingar Akureyrarbæjar á starfslaunum listamanna og öðrum styrkjum til menningarmála og listaverkakaupa. Við teljum brýnt á tímum sem þessum að efla frumkvæði og sköpunarkraft með öllum tiltækum ráðum.  Þá er mjög athyglisvert  að skoða sáttmála meirihlutaflokkana í ljósi niðurskurðarins.

Leiðarljós meirihlutaflokkanna í menningarmálum er menningarstefna sem gildir til ársins 2008. Markmiðið er að Akureyri verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga í menningarmálum með stuðningi ríkisvaldsins, atvinnumennska listamanna verði efld og fjölbreytni í menningar- og listastarfsemi aukin. Vilji er til að tryggja jafnan aðgang íbúa að menningarstarfsemi og sérstök áhersla lögð á þátttöku barna. Sérstök verkefni á kjörtímabilinu eru:

  • Við endurnýjun samnings við ríkið um menningarmál frá áramótum 2006 – 2007  verður lögð áhersla á aukin framlög ríkisins m.a. vegna reksturs menningarhúss og Gásaverkefnisins auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Leikfélags Akureyrar, Amtsbókasafnsins og Listasafnsins.
  • Safnastarfsemi í bænum verður efld og söfnin gerð  aðgengilegri, bæði með nútímatækni, margmiðlun og opnunartíma. Jafnframt verður hugað að uppbyggingu safna í Hrísey.
  • Framlög í Menningarsjóð verða aukin sem og vægi fastra rekstrarsamninga við einstaklinga og félagasamtök.. Samvinna við frjáls félagasamtök verður aukin, t.d. með umsjón og rekstri skýrt afmarkaðra verkefna, s.s. Listasumars, Akureyrarvöku og annarra viðburða. Framlag bæjarins í Húsverndarsjóð verður aukið til að hvetja til uppbyggingar og endurgerðar gamalla húsa
  • Lögð verður aukin áhersla á kynningarmál Akureyrarbæjar og tækifæri nýtt sem gefast þegar stórir viðburðir eru á lista- eða íþróttasviðinu eða í öðrum greinum afþreyingar. Stofnanir sveitarfélagsins og félög, sem eru samningsbundin því á einn eða annan hátt, eiga að nýta sér sameiginlegar kynningarleiðir og fá þannig aukinn slagkraft.
  • Vinabæjarsamstarf Akureyrar verður nýtt betur til að auka viðskiptatengsl, koma á fyrirtækjastefnumótum og gera samanburðarrannsóknir á búsetuskilyrðum og lífsgæðum íbúa.
  • Árlega verða sett upp  umhverfislistaverk í sveitarfélaginu í samvinnu við skapandi einstaklinga og samtök.
  • Samstarf menningarstofnana, listamanna og grunnskóla verður eflt og fé veitt í þróunarstarf á sviði sköpunar í grunnskólum. Kannaðir verða möguleikar á að halda Alþjóðlega barnamenningarviku að vori til, fyrst árið 2008.


Samt og þrátt fyrir þetta hefur komið til skerðingar á starfslaunum listamanna og öðrum styrkjum til myndlistar og listaverkakaupa. Starfslaun listamanna Akureyrarbæjar eru 190.000 þús á mánuði í formi verkatakagreiðslna og hafa verið hingað til greiddir 12 mánuðir til tveggja listamanna. Til samanburðar eru listamannalaun sem eru greidd af ríkinu 266.737 kr.  Nú á að skera þetta niður í 6 mánuði og aðeins einn listamaður hlýtur launin. Við erum öll meðvituð um stöðu mála í dag og skiljum vel að einhversstaðar þurfa að bregða hnífnum á. En við verðum að passa okkur á því að drepa ekki niður frumkvæði og viljan til framkvæmda. Akureyrarbær hefur unnið sér nafnið menningarbær og við viljum öll tryggja að svo verði áfram. En þetta eru því miður skýr skilaboð til þeirra listamanna sem búa á Akureyri. Stjórn Myndlistarfélagsins mótmælir 50% niðurskurði Akureyrarbæjar á starfslaunum listamanna.


Virðingarfyllst

Stjórn Myndlistarfélagsins


Umsóknarfrestur um Starfslaun listamanna á Akureyri rennur út 19. mars

sitelogo


Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2010 til 31. maí 2011. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi sex mánaða laun. Ætlast er til að að listamaðurinn helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Fyrir tímabilið 2009-2010 hlutu Guðný Kristmannsdóttir myndlistarkona og Björn Þórarinsson tónlistarmaður starfslaun til að sinna list sinni í sex mánuði hvort.
Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.


Byggðastofnun styrkir atvinnurekstur kvenna

kvenna.jpg

Byggðastofnun í samstarfi við Handverk og hönnun, Hönnunarmiðstöð, Listaháskóla Íslands,  Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ímark og Útflutningsráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um stuðning við markaðssetningu erlendis á íslensku handverki og hönnunarvörum.   Heildarráðstöfunarfé er tíu milljónir króna, hámarksstyrkur er tvær milljónir króna, en þó aldrei hærri en 50% af heildarkostnaði.

Markmið:

Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum er ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna. 

Þátttökurétt:

Hafa konur og fyrirtæki í eigu kvenna (a.m.k. 50%) með lögheimili á starfssvæði* Byggðastofnunar.

Skilyrði:

Verk/vara verður að vera tilbúin til markaðssetningar erlendis og að framleiðsla verksins/vörunnar fari að hluta eða öllu leyti fram á Íslandi.

Við mat á umsóknum verður horft til eftirfarandi þátta: 

Að verk/vara sé vönduð og samkeppnishæf.  

Markaðsáætlun sé hnitmiðuð, raunhæf og vel skilgreind.          

Kostnaðar- og verkáætlun sé trúverðug og vel skilgreind.             

Möguleg framþróun.

Framkvæmd:           

Rýnihópur metur umsóknir og velur verk/vörur tíu umsækjenda.                

Vörurnar/verkin sem rýnihópurinn velur verða til sýnis dagana 18.-21. mars 2010.     

Dómnefnd velur a.m.k. fimm verk og fá eigendur þeirra fjárhagslegan og faglegan stuðning við að koma verkinu/vörunni  á markað erlendis.                       

Val dómnefndar verður tilkynnt 21. mars á lokadegi Hönnunarmars 2010.    


Umsóknum skal skilað rafrænt fyrir kl. 17:00 mánudaginn 1. febrúar 2010, umsóknareyðublað og leiðbeiningar eru á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Þórðardóttir í síma 4555400 eða  sigridur@byggdastofnun.is.   

Mikilvægt er að senda vandaða umsókn og er umsækjendum bent á að hægt er að fá ráðgjöf hjá Byggðastofnun, atvinnuþróunar-félögunum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Guðmundur Ármann sýnir í Populus tremula

g_rmann-12_12_web.jpg

Á VEIÐISLÓÐ
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 12. desember kl. 14:00 opnar Guðmundur Ármann mynd­listarsýning­una Á VEIÐISLÓÐ í Populus tremula. Þar sýnir Guðmundur vatnslitamynd­ir málaðar á veiðislóð, fígúratífar myndir af vötnum, ám og fjalla­sýn. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. des. kl. 14:00-17:00.

JÓLABASAR BEATE OG HELGA er opinn um helgina kl. 13:00-18:00. Jólatrjáasala þeirra hefst 12. desember – enginn posi, bara peningar.


Jólabasar Beate og Helga

helgiogbeategamald.jpg
 
Jólabasar Beate og Helga í Populus tremula á Akureyri verður opinn allar helgar til jóla og auk þess síðustu virku dagana fyrir jól. Til sölu verður margskonar heimgerður varningur, kjólar og járnvara, sokkar og ljóð, sápa og geisladiskur, svo fátt eitt sé talið. Opið kl. 13:00 – 18:00 alla dagana. Jólatrjáasala hefst svo 12. desember – enginn posi, bara peningar. Þau hjónin munu deila Populus með öðrum listamönnum þegar svo stendur á.

Aðventa í Freyjulundi

adalheidur_half_sida.jpg


Listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson opna vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi 601 Akureyri

Tökum á móti hópum
tímapantanir og nánari upplýsingar í síma 865-5091 eða adalheidur@freyjulundur.is

Opið
kl. 14.00 – 18.00 aðventuhelgarnar
kl. 16.00 – 22.00 á Þorláksmessu.
Heitt á könnunni og notaleg stemning í sveitinni.

Jólakötturinn er til sölu í Freyjulundi og Frúnni í Hamborg á Akureyri. Verð 5000 kr.
Ath. ekki tekið við greiðslukortum, allar upplýsingar á freyjulundur.is eða í síma 865-5091.


Sparwasser HQ vinnustofudvöl í Berlín

image_936794.png

___public sphere and rhetoric / RESIDENCY_PROGRAMME
Sparwasser HQ & netres.org
RESIDENCY_PROGRAMME netres.org


C/O Sparwasser HQ


Offensive for Contemporary Art and Communication


Schwedterstrasse 36 A


Contact: Katja Meyer (NETRES.org // office)


mail@netres.org



www.sparwasserhq.de


netres.org



DEADLINE: 15/12/2009

 

//// OPEN CALL__ Sparwasser HQ & netres.org


___public sphere and rhetoric



Our aim is to research internationally and to invite two Nordic/Baltic artists to Berlin.



We are looking for artworks which deal with strategies for the public realm/'offentligheden', and artworks, which create a public attention/'en offentlighed'. Or, how the process of campaigning is directed into something else?


We are not expecting descriptions of sculptures for an open square but rather works reflecting situations, performance of life itself. The works do not necessarily grow out of a local context but rather a set context.

Visual artists and other arts related producers who use the public sphere, better described with Scandinavian 'offentligheden' or german die 'Öffentlichkeit' can apply. We are also interested to know how you would consider the use of rhetoric practically and critically.



Questions among many could be: What is the constellation of the public sphere/ 'offentligheden' and time? Interconnected pasts and presents, of people, places, and events comprise histories. The public sphere/ 'offentligheden' is there to navigate and possibly reclaim. Is the public sphere/ 'offentligheden' singular? What public rights, what common spaces do we have?



We need to launch two calls in one: One for text production only, which might suggest future collaboration, and one for traveling. Only Nordic/Baltic applicants can be invited to Berlin within the residency programme.



You are invited to send in applications. For further information please check our homepage.



The residency_programme netres is supported by nordic culture point.
 


LISTASJÓÐUR DUNGAL auglýsir eftir umsóknum um styrki

sitelogo
 
Listasjóður Dungal var stofnaður árið 1992 í minningu Margrétar og Baldvins P. Dungal kaupmanns í Pennanum. Markmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega myndlistarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni.
 
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast á vef listasjóðsins www.listasjodur.is.
 
Umsóknum skulu fylgja ljósmyndir af verkum umsækjenda ásamt ferilsskrá og skal skila gögnum í pósthólf 148, 121 Reykjavík.
 
(Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við gögnum í tölvupósti)
 
Umsóknarfrestur er til 7. desember 2009

UMSÓKN UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 2010

Mynd%20%C3%AD%20gilinu%20fr%C3%A1%20Akureyrarv%C3%B6ku

Menningarmiðstöðin í Listagili á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um
þátttöku í Listasumri á Akureyri 2010.

Listasumar stendur yfir frá Jónsmessu í júní til Akureyrarvöku í lok ágúst.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmála fyrir þátttakendur á
vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2009.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar í
Listagili www.listagil.akureyri.is

Nánari upplýsingar á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili í síma
466-2609 eða í netpósti listagil@listagil.is og/eða ketilhusid@listagil.is

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir
15. desember 2009:



Menningarmiðstöðin í Listagili

Ketilhúsið

Pósthólf 115

602 Akureyri

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband