Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Listvísindamiðja barna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

kedjuverkun.jpg

Keðjuverkun  - Verksmiðjunni á Hjalteyri

Helgina 9. og 10. júlí stendur Verksmiðjan á Hjalteyri fyrir vísinda/listasmiðju fyrir börn á öllum aldri frá kl. 13 - 17, báða dagana.  Boðið verður upp á verkefni sem byggjast á keðjuverkun. Úr tilfallandi efnivið á staðnum og öðru verða byggðar risastórar brautir fyrir kúlur og bolta sem koma af stað keðjuverkun annarra hluta.  
Markmiðið er að börn og foreldrar læri saman á skemmtilegan hátt um orsök og afleiðingu,  tengsl hraða, halla og stærðar á skemmtilegan og skapandi hátt.  Um hönnun, jafnvægi, fagurfræði og fleira.  Keðjuverkun er viðfangsefni fjölda listamanna. Hjá sumum rekast orð á orð, örðum hlutur á hlut.  Meðal merkra listamanna sem skoðað hafa keðjuverkun í verkum sínum eru þeir Peter Fischli og David Weiss.  Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni,  en börn yngri en átta ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Smiðjustjóri er Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akureyri og leikskólakennari. Hún hefur unnið með börnum og fullorðnum í vísindasmiðjum í mörg ár og þróað þá hugmyndafræði. Síðasta verkefni hennar snýr að því að vinna með kúlurennibrautir í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Tengill námskeiðsins og starfsmaður Verksmiðjunnar á Hjalteyri, er Arna Valsdóttir, myndlistarkona, þær Arna og Kristín hafa unnið lengi saman að vísindasmiðjuverkefnum. Með þeim verður Sandra  Lilja Parvainen sem er í myndlistarnámi í Finnlandi.

Nánari upplýsingar eru hægt að fá hjá Örnu Valsdóttur, í síma 8659755 og hjá Kristínu Dýrfjörð í síma 8974246 og á feisbókarsíðu viðburðarins http://www.facebook.com/event.php?eid=159930537413278

Nánari upplýsingar
Hér má sjá  börn í Aðalþingi gera fyrstu tilraun með útikúlurennibauti   http://www.youtube.com/user/adalthing1
Og hér má sjá fyrstu tilraunir með innibrautir. http://www.youtube.com/user/adalthing1#p/u/7/ohPtt8YLWCs
Á síðu Aðalþings má finna umfjöllun um tengsl lista og leikskólastarfs. http://www.adalthing.is/index.php/stefna/tengsl-lista-og-leiksk-lastarfs/

verksmi_jan.jpg


Haustþing AkureyrarAkademíunnar: Menningin og monníngurinn

4510_akakademian.jpg

Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið að þessu sinni laugardaginn 27. nóvember 2010, kl. 14:00 til 17:00. Yfirskrift þess er MENNINGIN OG MONNÍNGURINN og verður rætt um hagrænt og samfélagslegt gildi menningarstarfs.

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna flytur framsögu og auk hennar eru Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona og Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pallborðsumræðum með þátttöku gesta. Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar stýrir málþinginu. Nemendur af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri hafa sett upp sýningu á fjölbreyttum verkum í AkureyrarAkademíunni og munu vera með nokkra gjörninga í hléi á málþinginu og einnig verður boðið uppá sushi frá RUB23 og Kalda frá Bruggsmiðjunni.

Þetta er í fjórða árið sem AkureyrarAkademían sem er til húsa í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri stendur fyrir haustþingi en einnig eru reglulega fyrirlestar á vegum Akademíunnar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Nánar á www.akureyrarakademian.is

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hallsson umsjónarmaður haustþingsins í síma 6594744 og Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar í síma 6980902.


Dagskrá haustþingsins er hér:



Haustþing AkureyrarAkademíunnar   
 
mmm... Akureyri - menning, matur og myndlist

MENNINGIN OG MONNÍNGURINN


Haldið í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99
laugardaginn 27. nóvember 2010 kl.14:00 – 17:00

14:00     Opnun sýningar myndlistarnema og örstutt ávarp
    - Hlynur Hallsson, myndlistarmaður

14:10    Setning fundarstjóra   
    - Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar

14:20    Hagrænt gildi menningar
    - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna

14:50    Hlé - Gjörningar - Veitingar
    - Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri 
 
15:15      Menningararfur og erfingjar hans
    - Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur

15:30    Til hvers? - hugleiðing um lífið og listina
    - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
 
15:45    Mál & menning – hvernig er hægt að mæla hagræn og samfélagsleg áhrif menningarstarfs?
    - Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun

16:00    Pallborð með þátttöku fyrirlesara og fyrirspurnir úr sal

16:50    Lokaorð

Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar, fyrirlestur í Ketilhúsinu


Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar

Þriðjudaginn 26. janúar klukkan 17:15 stendur Listasafnið á Akureyri fyrir fyrirlestri bandaríska fræðimannsins dr. Steven C. Dubin í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestrarins er Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskoðunar ( e. “Arresting Images: Controversial Art and Attempts to Censor It”) og fer hann fram á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Dr. Dubin er mannfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á sviði menningar, lista og safnafræða. Hann hefur beint sjónum sínum að ritskoðun og tjáningarfrelsi og bók hans um pólitíska list, Arresting Images: Impolitic Art and Uncivil Actions, vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 1992. Dubin hefur haldið fjölda fyrirlestra og ritað um umdeilda list, átök innan listheimsins og stuðning hins opinbera við listir. Dubin skrifar reglulega greinar fyrir Art in America auk þess að hafa rannsakað og fjallað sérstaklega um áhrif lýðræðisumbóta á menningarlíf í Suður-Afríku við fráhvarf aðskilnaðarstefnunnar.

Steven C. Dubin var prófessor í mannfræði við Fylkisháskólann í New York í 19 ár en hefur starfað sem prófessor í menningarstjórnun við Columbia Háskóla í New York frá 2005, auk þess að gegna rannsóknarstöðu við skólann á sviði afrískrar menningar. Hann er staddur hér á landi á vegum Fulbright stofnunar og námsbrautar í safnafræðum við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Nánar á: http://www.listasafn.akureyri.is/uppakomur


Staður: Ketilhúsið, Listagilinu á Akureyri
Stund: Þriðjudaginn 26. janúar klukkan 17:15


Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus

untitled4_218_114

Myndlistarmenn!!
Þurfið þið næði og innblástur fjarri heimsins glaumi?  Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus. Á Náttúrusetrinu á Húsabakka er einnig kjörin aðstaða fyrir námskeið, ráðstefnur og vinnubúðir fyrir stærri og smærri hópa í æpandi fegurð íslenskrar náttúru.  

"... og fegurri dal getur naumast á þessu landi. Ber það einkum til að fjöllunum er þar skipað niður af fágætri list, eða því líkt sem snillingar hafi verið þar að verki, og á rennur eftir dalnum, sem fellur með sama listrænum hætti inn í landslagið. En auk þess er þarna  að finna hina dásamlegustu liti, rauða bláa og græna, sem skipta landslaginu mjög skemmtilega á milli sín (…) Það er eins og allt í þessum einkennilega dal hafi verið sett á svið fyrir listmálara og var ég mjög heillaður af öllu sem fyrir öllu, sem fyrir augu bar.”
Þannig fórust meistara Ásgrími Jónssyni orð um Skíðadal í æviminningum sínum.

Nánari upplýsingar á http://www.dalvik.is/natturusetrid
eða í síma 8618884.
Hjörleifur Hjartarson


Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi í Fjarðarbyggð


5370_135085819551_574174551_3273857_4438323_n.jpgJensenshús sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt  árið 1837 af Jens Peder Jensen.  Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta uppistandandi íbúðarhús landsins.  Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það nýtt sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.   

Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi annarri en afnot af síma.  Hins vegar er ætlast til að þeir sem þar dvelja komi á einhvern hátt á framfæri því sem þeir eru að vinna að í sinni list og/eða fræðigrein eða öðrum verkum sínum meðan á dvalartíma stendur.  Gesturinn getur því verið beðinn um að halda sýningu, tónleika, fyrirlestur eða taka þátt í samkomu, skilja eftir listaverk eða eitthvað annað sem um semst milli hans og ferða- og menningarfulltrúa fyrir hönd menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar Fjarðabyggðar.    Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta. 

Menningar- íþrótta- og ferðamálanefnd ásamt menningar- og ferðamálafulltrúa og forstöðumanni Safnastofnunar velur úr innsendum umsóknum í samvinnu við forstöðumann Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar.  

Fyrsti gestur hússins var rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson betur þekktur sem Sjón.  Hann dvaldi nú nýlega í húsinu ásamt syni sínum Flóka.   Sjón á sterkar rætur til Eskifjarðar en hann dvaldi þar oft á sumrin sem krakki og spilaði fótbolta á lóðinni við hliðina á Jensenshúsi.  Feðgarnir létu vel af dvölinni og sögðu gott að dvelja í húsinu og að þar væri mjög góður andi.  Sjón var með kvöldvöku í Randulfssjóhúsi á Eskifirði í Gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð, þar  spjallaði hann við gesti og las upp úr bók sinni.  Þeir feðgar eyddu annars miklum tíma í að skoða bæinn, fiska á bryggjunum og láta líða úr sér í sundlauginni.    

Þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsinu er bent á að hafa samband við ferða- og menningarfulltrúa Hildigunni Jörundsdóttur, netfang: hildigunnur.jorundsdottir@fjardabyggd.is , sími: 860-4726.  

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíður Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is undir menning- og tómstundir.


Fersk Finnsk Höggmyndalist í GalleríBOXi

houseplantdouble

Container ­ Fersk Finnsk Höggmyndalist
29.8.-20.9.2009
Kalle Mustonen, Atte Uotila, Antti-Ville Reinikainen og Petri Eskelinen
GalleriBox, Akureyri

Laugardaginn 29. Ágúst kl. 15:00 opnar samsýningin CONTAINER í GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Hópurinn var mótaður fyrir heppilega tilviljun og er ætlun hans að færa ferskan blæ af finnskri nútímahöggmyndalist til Akureyrar. Það sem sameinar þessa fjóra einstaklinga er forvitnilegt og rannsakandi viðhorf gagnvart efnisviðnum. Höggmyndalist er mjög breitt hugtak er nota má yfir mismunandi tilraunir. Antti-Ville Reinikainen og Atte Uotila nota félagsfræðilega nálgun, á meðan Kalle Mustonen og Petri Eskelinen rannsaka tæknilegan og eðlisfræðilegan efnisvið.
Vísindaleg nálgum við myndlistina þurrkar í burt gagnslausar reglur sem eru einum of algengar í heimi fagurlistar. Niðurstöðurnar af þessum annað hvort tæknilegu eða félagsfræðilegu leikjum er mannleg yfirlýsing um frjálsan einstakling. Skilaboðin eru ekki prentuð á tilbúin verk, heldur byggjast þau upp í samhengi við lífstíl myndhöggvarans.

Þrír af Container hópnum byggja sýninguna á föstudegi og laugardegi.  Áhorfendum er frjálst að skoða verkin frá viðarkössum til rýmisins í galleriBOX.

Myndlistarmenn eru
Petri Eskelinen www.petrieskelinen.com
Kalle Mustonen mustone.blogspot.com
Antti-Ville Reinikainen www.avreinikainen.net
Atte Uotila www.atteuotila.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri

Kórsöngur vélanna / húsameistari – könguló
Pétur Örn Friðriksson
Ilmur María Stefánsdóttir
27. júní - 19. júlí 2009
Opnun laugardaginn 27. júní kl. 15 - 17
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
verksmidjan.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló

Á næstunni, munu árvökulir vegfarendur á Hjalteyri geta að nýju heyrt glaðlegan vélargný úr Verksmiðjunni. Hann stafar frá heimilistækjum, steypuhrærivél og óvenjulegum rennibekk. Þau hafa þar afsannað einhliða notagildi sitt og í fagurfræðilegum tilgangi, raskað og sett sig úr samhengi hlutanna með nýjum og óvæntum verkefnum.
   
Hljóðlátari er köngulóin sem að með aðstoð trésmiðs hefur spunnið sér íverustaði út um allt og inn í skúmaskotin.

Listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Ilmur María Stefánsdóttir eiga það helst sammerkt að fást við gagnslausar tilraunir á mörkum þess nytsamlega og tæknilega. Niðurstaðan  birtist oftar en ekki í mjög fullkomnum hlutum.

Við fyrstu sín mætti ætla að sum verka Péturs Arnar gætu átt uppruna sinn að rekja til einhverrar rannsóknarstofu eða séu, stundum, jafnvel nokkurs konar „alþýðleg vísindi“, þegar hann í raun og veru er að skapa líkön sem birta öðru fremur hugmyndir um eðli og eiginleika listaverka
Ilmur María beinir athugunum sínum að gagnverkandi tengslum fólksins og hlutanna. Hún þróar tilbúin, hversdagsleg tæki í eitthvað óvenjulegt, breytir hlutverki þeirra og bætir gagnsemd.
Sýningin opnar laugardaginn 27. júní kl. 15:00 og lýkur 19. júlí. Hún er opin um helgar frá kl.14:00 til 17:00.

Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 27 júní.


Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýnir PORTRETT í Populus Tremula

GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
Portrett
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 20. júní kl. 14:00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna PORTRETT í Populus Tremula.

Verkin á sýningunni vinnur Guðrún Pálína út frá fjórum einstaklingum sem allir eiga sama afmælisdag og rýnir m.a. í stjörnukort þeirra.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. júní kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

PORTRETT GUÐRÚNAR PÁLÍNU ER SÍÐASTA MYNDLISTARSÝNING STARFSÁRSINS.


Kristin Demchuk, gestalistamaður Gilfélagsins í mars

glow_still.jpg

Kristin Demchuk er gestalistamaður Gilfélagsins í mars. Kristin býr og starfar í Kanada og hefur lært bæði við háskólan í Calgary (BFA), Kanada, og háskólan í Guelph (MFA), Kanada.

Í verkum mínum leita ég eftir því að íhuga hringrásina á milli líkamans og vélar, á milli áþreifanlegra og eiginlegra sjónarmiða efnisins.
í gegnum aðferðafræðilegan feril, kanna rannsóknir mínar hvernig aðferðir og tækni upplýsa hvort annað, í gegnum bæði vana líkamans og vitrænt atferli. Með því að samtvinna tækni og aðferðir hef ég áhuga á að skapa afsprengi af stafrænu handverki sem innilmar hringrás af flutningi frá flaumrænni yfir í stafræna tækni sem skilur eftir ummerki eftir einstaklingin. Nýlegar rannsóknir mínar hafa leitt af sér verk sem kanna sögu textíls og sambands þeirra við stafræna miðla. Með því að rannsaka aðferðir þessara tveggja tækna, sambands endurtekinna athafna kóðunnar og tvíundar náttúru vefnaðar og prjóns hefur fætt af sér nýtt mynstur innan listsköpunar minnar.
- Kristin Demchuk


Kristin Demchuk is the guestartist of the Gil Society in March. Kristin lives and works in Kanada and has studed in the University of Guelph (MFA) and the University of Calgary (BFA).

My practice seeks a contemplation of the circuitry between the body and the machine, between the physical and virtual aspects of materials. Through a process-based practice, my research investigates how techniques and technologies inform one another, through both the habits of the body and through cognitive processing. By combining technologies and processes, I am interested in producing a form of digital craft-making that incorporates the circuitry of the transfer from analogue to digital technology while leaving the mark of the individual. My more recent research has lead to a body of work investigating the history of textiles and their relationship to digital media. Through investigating the techniques of these two technologies, the relationship between repetitive acts of coding and the binary nature of weaving and knitting has led to new patterns of emergence within my art practice.
- Kristin Demchuk


Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka

“Sé þig” á  Mokka á Skólavörðustígnum

Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
 : - 17 þrennur og einni betur.  Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)

Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar  og  spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle   University á Bretlandi í september síðastliðnum.

Nánari upplýsingar á:  yst.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband