Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sýningu Hrefnu Harðardóttur á Café Karólínu að ljúka

tengja_1014878.jpg

HREFNA HARÐARDÓTTIR


TENGJA  Lokadagur sýningarinnar er föstudagur 6. ágúst n.k.

Myndverkið TENGJA samanstendur af tólf ljósmyndum af konum búsettum við Eyjafjörð og sem eru allar virkar í menningarlífi Akureyrar. 
Með konunum á myndunum eru hlutir sem tengjast þeim á einn eða annan hátt.  Ljósmyndabók af sýningunni getur fólk pantað beint frá Hrefnu.

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Opnunartími er eftir kl. 17.00
Fréttatilkynninguna er einnig hægt að sjá á: http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1072190

Konurnar eru :
Arna Guðný Valsdóttir
Guðrún Hallfríður (Hadda) Bjarnadóttir
Hjördís Frímann
Hildur María Hansdóttir
Hrafnhildur Vigfúsdóttir
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Kristín Þóra Kjartansdóttir
Linda Ólafsdóttir
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Valdís Viðarsdóttir
María Jóna Jónsdóttir
Sigrún Höskuldsdóttir

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA (stúdent 1989) og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-95 og lauk B.Ed. kennaranámi frá Listaháskóla Íslands 2007. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjalandi, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands. Hrefna starfar á eigin verkstæði í Listagilinu Akureyri. 
Nánari upplýsingar veitir Hrefna í síma 862 5640 eða tölvupósti: hrefnah@simnet.is

Kappar og ofurhetjur opna í GalleríBOXi laugardaginn 7. febrúar 2009 klukkan 15


Myndlistarfélagið opnar sína fyrstu samsýningu “Kappar og ofurhetjur” laugardaginn 7. febrúar kl. 15:00 í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er sú fyrsta sem félagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin stendur til 6. mars og er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 13:00 og 15:00


Kappar og ofurhetjur

07.02.09 - 06.03.09

GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com 

 

Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðila á Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Við þetta tækifæri verður sýningardagskráin fyrir GalleríBOX 2009 kynnt.

Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins.

Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.


Styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri

myndlistaskolinn.jpg

Styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri vegna brunans þann 27. júní síðastliðinn.
 

Dagskráin:

8.júlí kl: 16:00-18:00  Þögult uppboð á myndlistaverkum hefst.

9.júlí kl. 9-18:00 þögult uppboð opið

10.júlí  kl. 9-20Þögult uppboð opið          

 

10.júlí                        Styrktarsónleikar

                        Húsið opnar kl. 20:00

                        Dagskrá hefst kl. 20:30

                        Framhalds uppboð á verkum til að ná hæsta verðinu…

                        Nýir eigendur verkanna geta nálgast verkin.

                        Aðgangseyrir: 2000,-                      

                        Kynnir kvöldsins : Júlli Júll…

 

Uppboð á verkum eftir eftirtalda:

Jónas Viðar

Hlynur Hallsson

Rannveig Helgadóttir

Stefán Boulder

Lína

Dagrún

Inga Björk

Sveinka

Bogga

Áströlsku konuna

Ása Óla

Linda Björk

Kaffimálari

Margeir

 
Tónlist:

Hvanndalsbræður

Hundur í óskilum

Pálmi Gunnars (og co.)

(pönk)listamaðurinn Blái Hnefinn/Gwendr-

Silja, Rósa og Axel

Krumma

Og jafnvel fleiri…

 
Styrktaraðilar:

Marína, Hljóðkerfa og ljósaleiga Akureyrar, Vífilfell, Voice, Stíll, N4, tónlista.- og listamenn, fyrrum og núverandi nemendur Myndlistaskólans á Akureyri og velunnarar.

 
Þögult uppboð fer þannig fram að myndlistaverkin eru til sýnis á Marína á uppgefnum tímum. Fólk getur skoðað og fræðst um listamanninn og verkin.

Ef fólk vill bjóða í verkið skráir það sig á sérstakt blað og fær númer, síðan skrifar það númer og upphæð á annað blað og setur í bauk sem er við verkið.

Á styrktartónleikunum á að reyna að ná upp hærra verði fyrir verkin með venjulegu uppboði og ef það næst fær sjá aðili verkið annars er hæsta boði í þögla uppboðinu tekið.  Myndlistarverkin eru merkt með lámarksboðsverði.

 
Opnaður hafur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn

frjáls framlög til söfnunarinnar.

 

Kt. 550978-0409 

0565-14-400044



Kær kveðja fyrir hönd fyrrum og núverandi nemenda Myndlistarskólans á Akureyri og velunnurum...
__________________________________
Margrét Ingibjörg Lindquist


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband