Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.2.2008 | 09:24
Lára Stefánsdóttir með ljósmyndasýningu á Staðnum
Lára Stefánsdóttir fjarnemandi í meistaranámi í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Fransisco opnaði ljósmyndasýningu á veitingastaðnum Staðurinn, Skipagötu 2, á Akureyri, laugardaginn 16. janúar kl. 16:00. Yfirskrift sýningarinnar eru "Mannsins merki við Glerá" og fjallar um samspil Glerár við umhverfi sitt.
Exhibition: European Attitude
Presented by: Shanghai Zendai Museum of Modern Art
Dates: 23 February 16 March 2008
Venue: Shanghai Zendai Museum of Modern Art (No.28, Lane 199 Fangdian Road, 200135 Shanghai, China)
http://www.zendaiart.com
Opening Reception: 23 February, 2008 (Saturday), 4pm
Artistic Director: Shen Qibin
Academic Director: Binghui Huangfu
Curators: Harro Schmidt & Tomek Wendland
Project Manager: Chen Shuxia
Special thanks to the co-curators Richard Birkett, Janos Stursz and Georg Elben
Artists:
Roger Bourke (GB)
Elodie Boutry (F)
Noam Braslawsky (IL/D)
Katja Davar (GB/D)
Clemens Fuertler (A)
Masha Godovannaya (RUS)
Hlynur Hallsson (IS)
Anna Klimczak (PL)
Nina Kovacheva & Valentin Stefanoff (F/BG)
Ingo Lie (D)
Nadia Verena Marcin (D)
Agata Michowska (PL)
Ursula Neugebauer (D)
Mateusz Pek (PL)
Andrzej Peplonski (PL)
Volker Schreiner (D)
Alexander Steig (D)
Eva Stenram (S/GB)
Jaan Toomik (EST)
Iskender Yediler (TR)
Martin Zet (CZ)
Europe is an expanding entity both constitutionally and attitudinally. The common public perception is that the European "project", should, both economically and socially, be based along lines of commonality and is therefore a means to overcome difference. Europe is unified by common capitalistic desires and market forces, and yet divided by blindness to the complexities of regional history and resulting financial and social poverty.
Within this hugely prejudicial framework that sets conforming criteria for countries wishing to enter the European Union, cultural production plays an important role in its exploration of heterogeneity and through a localised response to differing experiences of modernism. The forms and processes of 20th Century avant-gardism still play an important role in anactive desire to understand the utopian or totalitarian forces that have shaped both the physical and mental fabrics of our societies. Abstraction and simple geometries are loaded with a historical idealism now warped by political appropriation, commercial design and pseudo-spirituality.
The artist increasingly plays the role of the instigator and narrator of social relationships and encounters, assessing the ways in which we live and work, and the circumstances around us that impact on this. It is a paradox that the often provincial nature of such interaction provides telling insight into the wider human condition. Therefore we present the artistic practice of 21 artists from 12 different European countries to initiate the discussion on identity of artists within the global political circumstances.
12.2.2008 | 21:41
Peter Alexander opnar sýninguna "Putins Playground" í Deiglunni
Allir VELKOMNIR
Putins Playground (The second cold war) P.R ALEXANDER
25 photographic constructions from a Siberian wasteland
Alexander's principle interests primarily concern architectural and therefore social isolation.
Buildings are seen as lonely giants, as lost children perhaps, unable to communicate with each other let alone a foreign visitor.
Their purpose as functioning pieces of social and political design become increasingly questionable, both with the passage of time and rapid industrialization of the economies which first created them.
Alexander's photographic techniques have been developed over the last 9 years, from mainly shooting documentary and reportage based works, in Venice, Budapest, Istanbul and Copenhagen to a tighter more critical control over far fewer subjects.
The framing of the building is crucial, demonstrating the relationship with its political context. no man is an island, a man once said, however Alexander draws strong parallels between his personal existence and the buildings he chooses to photograph.
Everyday life for him is extremely complicated, aware of the intellectual process involved in the conception and design of his subjects, he is uniquely positioned to extract the precise information from them with explicit clarity, removing what he sees as unnecessary or ugly, such as trees, people cars soft edges and background noise, making sense of madness.
The display and layout of the images, is as important as the mode of capture. His use of negative space, of anti spaces and anti shapes to underline important aspects of the building or space to allow the viewer to consider the importance of the architecture as he sees it.
A fiercely political interest in Russia and its modern history formed the basis for a 6 week photographic exploration from the Ukraine to Hong Kong, entirely alone with only 2 bags and tweed jacket. during these travels, Alexander was arrested twice, chased in a train station, barked at by teenagers, ejected from 7 hotels, over charged for a shoeshine and lost 1.5 stones.
The 25 works demonstrate not only the range of varied and interesting buildings erected during the post Stalin era, but look to the future, to prophesise a dystopian inevitability, that awaits the west.
Use of Scale is extremely important in Alexander's work, this becomes critical in a country such as Russia or China, where the rules do not apply,he readily exploits this becoming playful and witty with the buildings form, narrative and purpose. Where architectural technologies and fashions are largely unaffected by western influence and labour is cheap, materials are readily available buildings in Russia assume an almost neolithic status.
In what, still is, a giant sandpit for the impotent businessman, Alexander's portrayal of a modern Russia in decline is utterly compelling.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu
Verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins
Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil
Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Úthlutun fer fram í apríl.
Verkefnum sem hljóta styrk árið 2008 þarf að vera lokið í janúar 2009. Úthlutun Menningarráðs vegna ársins 2009 mun fara fram í janúar það ár.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2008. Viðtalstímar menningarfulltrúa, Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, verða sem hér segir:
Dalvík 7. febrúar kl. 13-14 Ráðhúsinu Dalvík
Akureyri 8. febrúar kl. 9-12 og 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Laugum 12. febrúar kl. 9-10 á skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 12. febrúar kl. 13-14 á Hótel Reynihlíð
Ólafsfjörður 14. febrúar kl. 9.30-.10.30 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 14. febrúar kl. 13.30-14.30 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Húsavík 20. febrúar kl. 9-11 á skrifstofu Norðurþings
Kópaskeri 20. febrúar kl. 15.30-16.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn 21. febrúar kl. 14.30-15.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Langanesbyggð 22. febrúar kl. 10-12 á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn
Grímsey auglýst síðar
Akureyri 27.-29. febrúar kl. 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3 hæð
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.
22.1.2008 | 11:24
Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn
Laugardaginn 26. janúar 2008, klukkan 17 verður haldinn stofnfundur Myndlistarfélagsins, í Deiglunni á Akureyri.
Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síðastliðinn í Deiglunni. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur að stofnun félagsins og rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Undirbúningshópur var valinn og í honum eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar.
Undirbúningshópurinn ákvað að halda úti þessari vefsíðu með upplýsingum um myndlistarviðburði á Norðurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn.
Á stofnfundinum verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks.
- Hvernig eflum við myndlist og menningu á Norðurlandi?
- Hvað á myndlistarfólk á Norðurlandi sameiginlegt?
- Hver eru hagsmunamál myndlistarmanna?
- Getum við haft meiri áhrif saman en í sitt hverju lagi?
- Hvað viljum við og hvað getum við gert?
Allt myndlistarfólk er velkomið á stofnfundinn.
17.1.2008 | 13:42
Búdda er á Akureyri: Opnun í Listasafninu á Akureyri
Búdda er á Akureyri:
Oft var zen en nú er nauðzen
Laugardaginn 19. janúar kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning sem hefur lífsspeki búddismans að leiðarljósi, en listamennirnir á henni eru Halldór Ásgeirsson, Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamaður Bill Viola, sem hér sýnir í fyrsta sinn á Íslandi.
Listasafnið á Akureyri hefur oft farið ótroðnar slóðir í sýningarhaldi og er þessi sýning engin undantekning frá þeirri reglu. Henni er ætlað að vera fræðandi og til þess fallin að skapa áhugaverða umræðu og jafnvel deildar meiningar. Af þeim sökum fylgir veglegt blað með henni sem hefur að geyma talsverðar upplýsingar um búddisma og þróun hans (rúmlega 26.000 orð). Til er gríðarlegt magn af efni um búddisma á öðrum tungumálum, en því miður mjög lítið á íslensku og ætti því að vera nokkur fengur að blaðinu.
Til að gera sýninguna nærtækari íslenskum áhorfendum var leitað á náðir kunnra íslenskra myndlistarmanna sem hafa tileinkað sér búddisma (Halldór Ásgeirsson), þekkja vel til hans og nota það innsæi í list sinni (Erla Þórarinsdóttir), eða virðast smellpassa í þetta tiltekna samhengi (Finnbogi Pétursson). Á henni er einnig að finna nokkra hefðbundna búddíska hluti. Sérstakur gestur sýningarinnar er Bill Viola, einn virtasti myndlistarmaður heims. Viola hefur lengi verið kenndur við búddisma og setur verk hans á sýningunni, Lostalotning (Observance, 2002), hana í alþjóðlegt samhengi.
Sigurður Skúlason leikari, sem er búddisti, skrifaði fróðlegan pistil um sögu búddismans af þessu tilefni og gerði skrá yfir ýmis hugtök sem þar bregður oft fyrir. Hannes Sigurðsson, sýningarstjóri og höfundur verkefnisins, skrifar einnig ítarlega grein um búddisma og hugmyndafræði hans, einkum og sér í lagi tantrískan búddisma, og kemur víða annars staðar við á yfirreið sinni, auk þess að fjalla um listamennina og setja þá í samhengi við búddisma. Þá er í blaðinu að finna samandregna endursögn hans á tveimur af mörgum bókum indverska ólíkindatólsins Oshos (1931-1990), en þessi andlegi meistari var þyrnir í augum bandarísku alríkislögreglunnar sem vísaði honum úr landi og var honum í framhaldi meinað að stinga niður fæti í tuttugu öðrum þjóðríkjum.
Blaðið setur sýninguna í víðtækt samhengi og opnar fyrir fjölbreytilega túlkun á listaverkunum sem á henni eru. Á sýningunni geta áhorfendum einnig upplifað búddisma á eigin skinni, ef svo má segja. Boðið verður upp á ókeypis Body-Balance æfingar í safninu í samvinnu við heilsuræktina Átak, sem í þessu samhengi alveg eins mætti nefna Art Movements þar sem fólk getur teygt sig og notið listarinnar á sama tíma og ætti það að vera kjörið tækifæri til að koma stirðum skammdegiskroppum aftur á hreyfingu eftir allar jólakrásirnar. Þeir sem vilja frekar melta inntak sýningarinnar að zenbúddískum sið geta tyllt sér í hugleiðsluhorn sem útbúið hefur verið í miðsal safnsins.
Sýningin stendur frá 19. janúar til 9. mars. Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 400. Ókeypis á fimmtudögum. Máttarstólpi sýningarinnar er Eymundsson. Aðrir styrktaraðilar eru: Átak, Flugfélag Ísland, Ásprent, KPMG, Securitas, Eimskip, ISS, Sparisjóður Norðlendinga, Flügger litir og Hótel Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, í síma 899-3386. Netfang: hannes(hjá)art.is
13.1.2008 | 22:21
Kristín G. Gunnlaugsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness
Við óskum Kristínu G. Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til hamingju með að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.
Kristín er fædd á Akureyri þann 15. apríl 1963. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslufulltrúi Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og Gunborg Kristinsson bókavörður, fædd í Svíþjóð. Kristín hefur verið starfandi myndlistarmaður í 20 ár. Hún hefur búið og unnið að list sinni á Seltjarnarnesi frá vori 2004.
Kristín var útnefnd bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997 og hlaut þá eins árs starfslaun Akureyrarbæjar. Kristín hefur verið einn fremsti myndlistarmaður landsins í mörg ár og ein af mörgum sem koma frá Akureyri.
![]() |
Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 15:01
Joris Rademaker sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
JORIS RADEMAKER
MANNLEG TILVIST
06.01. - 02.03.2008
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 6. janúar 2008 opnaði Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Þetta er einhverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimynd og sem objekt eða hlutir.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Jorisar Rademakers stendur til 2. mars 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744. Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
Joris Rademaker
1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar
Sýningar
1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant
3.12.2007 | 23:11
Til hamingju Mark Wallinger
Mark Wallinger er vel að Turnerverðlaununum kominn og verkið hans "State Britain" er afar pólitískt og krassandi. Það er einnig til fyrirmyndar að þessi stærstu myndlistarverðlaun sem veitt eru á Bretlandi (og þó víðar væri leitað) skuli vera afhent að þessu sinni utan höfuðborgarinnar London. Sýningin og verlaunaafhendingin fór fram í Liverpool. Hér á Íslandi eru Sjónlistaverðlaunin að einhverju leyti sambærileg Turner verðlaununum, nokkrir listamenn tilnefndir og þau setja upp sýningu og svo er einn valinn. Íslendingar eru aðeins framsæknari því Sjónlistaverðlaunin hafa frá upphafi verið staðsett utan höfuðborgarinnar, nefnilega hér á Akureyri en ef til vill verða þau einhvertíma afhent á Seyðisfirði, í Hafnarfirði eða jafnvel í Reykjavík.
Hér eru nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja kynna sér Turner verðlaunin, Mark Wallinger og verkin hans betur.
![]() |
Mark Wallinger hlaut Turnerverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 11:38
Unnið að stofnun myndlistarfélags á Akureyri og nágrenni
Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember 2007. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur að stofnun félagsins. Rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Undirbúningshópur var valinn og í honum eru:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Brynhildur Kristinsdóttir
Gunnar Kr. Jónasson
Þórarinn Blöndal
Hlynur Hallsson
Og varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Arna Valsdóttir
Jónas Viðar
Þessi síða á að vera vettvangur félagsins og hægt er að koma ábendingum á framfæri til Hlyns Hallssonar í hlynur(hjá)gmx(punktur)net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)