Arna Vals með blindflug í Eyjafjarðarsveit

stadfugl-farfugl_020708.jpg

Arna Vals - Blindflug í Eyjafjarðarsveit
Söngspuni við undirleik eyfirskrar náttúru
Flugtak: Gömlu brýrnar yfir Eyjafjörð - brú nr. 3
Brottfarartími: 03.07.08 kl. 23.25
Áætlaður lendingartími: 04.07.08 kl. 00.01. Verið velkomin.
Hljóðverkið Fuglatal / Birdtalk verður formlega opnuð þann 06.07.08 kl. 21.00 við Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit.
Þátttakendur: Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir og Tonny Hollanders.
Sérstakkir þakkir: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.

http://fugl.blog.is

 

This week is dedicated to sound...
 

Arna Vals will do an improvised voice perfomance accompanied by the nature in Eyjafjordur.

Place: at the old bridges over Eyjafjarðará on the south side of Akureyri airport - 3rd bridge.

Title: "Blindflug" which translates somewhat like "blind flight" or "night flight".

Take-off: 03.07.08 kl. 23.25

Estimated arrivel: 04.07.08 kl. 00.01. Everyone is welcome.


Soundinstallation Fuglatal / Birdtalk

will be officialy opened  06.07.08 at 21.00 hrs. at Guðrúnarstaði í Eyjafjarðarsveit. Just north from Kálfagerði wich is about 25km into the fjord from Akureyri on the east side of the river (got it!?).

Participants: Borge Bakken, Buzby Birchall, Claudia Losi, Daniele Signaroldi, Frans P.V. Knudsen, George Hollanders, Hilma E. Bakken, Jacqueline Fitz Gibbon, Ragnheiður Ólafsdóttir and Tonny Hollanders.

Special thanks to: Ólafur Kjartansson, ábúendur í Kálfagerði og Bílapartasalan Austurhlið.


Bridget Kennedy opnar á VeggVerki



VeggVerk

Strandgötu 17

600 Akureyri

Laugardaginn 5. júlí 2008 opnar Bridget Kennedy sýninguna L A N D L I N E (pantone coated) á VeggVerki. Sýninginn stendur til 24. ágúst 2008.

"I am going to make line of pantone codes. This line represents where the water meets the land of Akureyri."

Bridget Kennedy (b. 1970 Voorburg, Netherlands) is a compulsive organiser. She uses systemisation as a survival tactic, as a means of creating a little quietness amidst the clamour of modern life. For the majority of the past decade she has lived and worked on the outskirts of a small village in the North of England. Whilst seeking out wildness and wilderness through interaction with nature she succumbs to the ever present desire to tame and control. She sees herself as a librarian of the landscape, constantly cataloguing.

A fascination with maps brings together her two main interests: landscape and the translation of information. Looking is an activity that is under constant scrutiny in Kennedy's practice, with regard to cartography she is intrigued by the leap of imagination that a map-reader undergoes in order to understand a three dimensional environment when looking at a set of symbols on a piece of paper. She expects her viewers to work together with her on their relationship with her pieces, giving clues in titles such as "Trying to understand the creation of the universe with beads and wire" and "Every letter  is a number, every number is a colour (creation myths one and two)".

The grid is a re occurring feature in her work; it is an obvious yet effective tool for organisation but also a framework through which much of the imagery we are exposed is projected. In a time when so much of our experience is built upon or sustained by images from television, magazines and family albums Kennedy explores the territory between the emotional and the technological by considering the process of translation that information (especially that of digital imagery) undergoes.

In recent studio based work she has been re-coding texts and images that relate to landscape then meticulously hand replicating this information to create complex drawings and sculptures. Cool and impersonal at first glance these works expose a very human fragility on closer inspection. Imperfections resulting from the hand-made, home-spun and irrational character of the romantic subtly compete with the rigid framework.


Sýningarstjóri / Jóna Hlíf Halldórsdótir

Facing China lýkur í Listasafninu á Akureyri

china

Föstudaginn 27. júní lýkur sýningunni  Facing China ( Augliti til
auglitis við Kína ) í Listasafninu á Akureyri. Heiti
sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið,
sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska
samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert
sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins.
Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang
Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun,
Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi.

Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska
listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á
Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning
sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til
að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið
gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og
kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda
verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn
þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti
gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er
kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur
Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á
íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að
miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast
sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp í
söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og
Svíþjóð. „Skandinavíuför“ hennar lýkur árið 2010, en
þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að
skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari
stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson
forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.

Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna
verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við
stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af
sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna
harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með
ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að
standa „augliti til auglitis við eitthvað“ þýðir að takast
á við veruleikann.

Nánari upplýsingar sýninguna er að finna á vefsíðu
Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Einnig er hægt að hafa
samband við Hannes Sigurðsson í síma 899-3386 (netfang:
hannes@art.is). Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Samskip sem
veitti aðstoð við flutning á verkunum til landsins.


Listasmiðja á Öldu í Eyjafjarðarsveit

Brettafuglar og Ruslaskarfar
Fer ruslið okkar beint á haugana eða er hægt að gefa því nýtt hlutverk?
Þann 28. júní n.k. verður haldin listasmiðja á Öldu í Eyjafjarðarsveit frá klukkan 10 til 14.
Þátttaka er öllum frjáls en börn á aldrinum 5-15 ára eiga að vera í fylgd foreldra.
Unnir verða “fuglaskúlptúrar” úr vörubrettum og fundnum hlutum  (oft álitið rusl). Fuglarnir verða
skreyttir eftir höfði hvers og eins með fundnum hlutum sem þátttakendur koma sjálfir með.
Afraksturinn gæti verið garðskraut með persónulegu ívafi eða verið til sýnis á svæði fyrir alþýðulist
sem búið er að opna á Hrafnagili.
Smiðjustjóri er George Hollanders. Verð er kr. 4.500,- og innifalið í því eru verkfæri, bretti, málning
og annað sem þarf til að koma verkunum saman. Skráning fyrir 27 júní í síma 892 6804.
Fundnir hlutir geta t.d. verið umbúða- eða gjafapappír, korkur, tappar, járnrusl, dósir, smádót og
annað sem fólk langar til að nota sem skraut.
Athygli er vakin á því að það er búið að opna svæði fyrir “Alþýðulist” rétt hjá Leikskólanum
Krummakoti en þar gefst almenningi kostur á að koma fyrir “fuglaverkum” í tengslum við sýninguna.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband í síma 892 6804.


Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu í Bragganum

 braggi_forsida

Fagurt og frítt
Á laugardaginn 28. júní verður fimmta Braggasýningin opnuð í Öxarfirði.
Umfjöllunarefnið er tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir.
Yst sýnir 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóðinu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eftir Yst .
Aðgangseyrir er enginn og verkin ekki verðlögð.
Sýningin stendur til 13. Júlí og er opin alla daga frá kl 11 til kl 18.


Ása Óla sýnir í Listasal Saltfisksetursins

thumb.php?file=%C1sa_%D3la_litil_2 Geisha ofl.


Ása Óla opnar málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. júní kl. 14:00 sýninguna kallar hún Geisha ofl.
Ása Óla er fædd á Húsavík 1983 og er uppalin á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007 af fagurlistabraut. Einnig hefur hún farið á ýmis námskeið s.s í keramiki, módelteiknun og ljósmyndun.
Hún er virkur meðlimur í samsýningahópnum Grálist.
Geisha ofl. er önnur einkasýning Ásu eftir nám.

Sýningin stendur til 7. júlí.
Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11-18.

Bráðnun - Smeltevand í Ketilhúsinu

smeltevand.jpg

Bráðnun - Smeltevand
Sýningin Bráðnun (smeltevand) er samsýning 10 norrænna listakvenna opnaði í Ketilhúsinu Menningarmiðstöðinni í Listagili, Akureyri þ. 19. júní kl. 17.00. og stendur til 6. júlí. Opið 13-17 alla daga nema mánudaga.

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa að listsköpun á Akureyri eru þátttakendur: Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefari, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strøm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sørensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku.
Listsýning þessi er haldin í tengslum við "Alþjóðlegt heimskautaár"  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar að túlka þeirra sýn á hlýnun jarðar, bráðnun jökla, hækkandi sjávarstöðu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember 2007 og í Menningarmiðstöðinni í Greve í Danmörku í janúar- febrúar sl. og fékk bæði mjög góða blaðadóma og mikla aðsókn.

smeltevand1.jpg


Leiðsögn um sýninguna GREINASAFN og lautarferð

02F7543EF32842238E628EECE4504CCA5420ED

GREINASAFN : Sunndag 22.06.08 kl.15.00
Leiðsögn um sýninguna og lautarferð
Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listahátíð í Reykjavík
Anna Líndal   /   Bjarki Bragason   /   Hildigunnur Birgisdóttir

// // // Sunnudaginn 22. júní klukkan 15.00 verður leiðsögn um sýninguna Greinasafn, á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008, og er samstarf Önnu Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunnar Birgisdóttur, sem munu sjá um leiðsögnina. Greinasafn vinnur með umhverfi Safnasafnsins og rannsakar m.a. söfnun og ferlið sem á sér stað innan hennar. Greinasafn byggir á rannsóknum á bæjarlæknum Valsá, sem streymir framhjá safninu, óveðri sem sleit upp gamalt tré í skógræktarreit, og því sem á sér stað þegar óreiðu er staflað upp í djúpum miðlunarlónum með stíflurof í huga.

// // Eftir leiðsögnina verður farið í lautarferð í mögnuðu þúfubarði sem stendur við hlið safnsins, drukkið prímuskaffi og snæddir ástarpungar úr Húnaflóa.

Allir velkomnir.


// http://listahatid.is/default.asp?page_id=7679&event_id=5420
// www.safnasafnid.is


Huginn Arason og Jóna Hlíf Halldórsdóttir opna sýninguna G L O R Í A í DaLí gallerý

 huginn.jpg

DaLí gallerý
Brekkugötu 9
600 Akureyri

Laugardaginn 21. júní klukkan 17:00 opna Huginn Arason og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýninguna G L O R Í A.
SÝNINGIN SAMANSTENDUR AF textaverkUM sem hafa birst í SMÁAUGLÝSINGUM FRÉTTABLAÐSINS síðan 11. júní OG HEFUR Dominos Á AKUREYRI AÐSTOÐAÐ listamennina VIÐ AÐ baka HUGSANLEGA stærsta baquette á Íslandi og kannski víðar. BRAUÐIÐ SKÍRSKOTAR TIL BAGUETTE BRAUÐS SEM SALVADOR DALÍ BAKAÐI VIÐ KOMU SÍNA TIL NEW YORK BORGAR. SAGAN SEGIR AÐ DALÍ HAFI BAKAÐ RISAVAXIÐ BAGUETTE Í TILEFNI SÝNINGAR Á VERKUM SÍNUM Í BORGINNI ÁRIÐ 1936.
SÝNINGARGESTUM Á AKUREYRI VERÐUR BOÐIÐ upp á ÝMSAR GERÐIR AF YFIRVARASKEGGJUM og heitt SÝSLUMANNSkakó.
GLORÍA VERÐUR SANNKÖLLUÐ ANDANS ORGÍA OG ERU allir HJARTANLEGA velkomnir

lengi lifi Dalí, Dalí lifir


Huginn Þór Arason (1976) býr og starfar í Reykjavík.

Í myndlist sinni fæst hann við afar fjölbreytta efnisnotkun og ýmsa miðla. Sem dæmi hefur hann gert gjörninga, málverk, teikningar og skúlptúra t.d. úr pizzum, barnaleir og bómull. Í verkum sínum hefur Huginn skapað eigin heim, þar sem fléttast saman barnsleg form, sem líkjast hlutum úr daglega lífinu, skærir litir og gjörningar, sem varpa ljósi á atferli fólks, persónulegan smekk og -ákvarðanir. 

Verk Hugins Þórs eru einföld í framsetningu en dansa sífellt á mörkum þess að vera gjörningar, skúlptúr og málverk. Verkin má einnig lesa sem sjálfsmyndir en í þeim er nærvera listamannsins sterk í sumum verkum en fjarvera hans tilfinnanleg í öðrum en vísa í öllum tilfellum til persónu listamannsins. Nærvera/fjarvera listamannsins í sumum verka hans fær áhorfandann til umhugsunar um mörkin milli þess sem tilheyrir hinu persónulega(private) og hins, sem er opið almenningi(public). Í verkum Hugins Þórs koma þessir tveir þættir saman á sjónrænu yfirborði hlutanna; þess sem áhorfandinn mætir og les sig í gegnum þegar hann nálgast verkin. 

Huginn Þór Arason útskrifaðist með BA-gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og með MA-gráðu á árinu 2007 frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg, hjá austurríska listamanninum Franz Graf. Verk Hugins Þórs hafa ma. verið sýnd í Nýlistasafninu og Safni í Reykjavík, Listasafni Akureyrar, sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ, Listasafni Alþýðu-ASÍ í Reykjavík, sýningarýminu Transporter í Vínarborg, Austurríki, Kling & Bang Gallerí í Reykjavík og Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Huginn Þór situr í stjórn Nýlistasafnsins og hefur verið sýningarstjóri ásamt öðrum; s.s. að sýningunni Pakkhúsi postulanna í Listasafni Reykjavíkur –Hafnarhúsi og sýningaröðinni Signals in the Heavens í Berlín og New York.

 

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (1978) býr og starfar á Akureyri..

Jóna Hlíf rásar um fortíð, nútíð og framtíð. Mótífin sem endurtaka sig í innsetningunum hennar, skúlptúrum, ljósmyndum og málverkum koma úr djúpum sálarinnar. Galopnir kjaftir og glenntir reðir, keilulaga nef eða gogglaga munnar, lóðréttir plastrimlar úr verksmiðjum eða vöruhúsum, blómstrandi málningarslettur eða sprey, hvíta og hið sínálæga myrkur. Verk Jónu draga mann með spörkum og látum að þessum erfiðu tilfinningum sem sameina okkur. Því þau síast gegnum baðm þess sem við óttumst og þráum meðvitað eða ómeðvitað og minna okkur á að við erum mannleg eða réttara sagt „líkamleg". Orð og setningar í verkum hennar líkjast trúarlegum möntrum, eins og „Guð, æla, eldur", „Hafðu það stórt eða haltu því einföldu", „Ekkert er allsstaðar og ég er ekkert", sem stjórna því sjáanlega (líkt og um hugarstjórnun sé að ræða), og verða að endingu það sem maður sér. Setningarnar eru leikandi léttar en jafnframt íhugular, einlægar en fyndnar, og búa yfir ruglandi mætti þar sem þær svífa fram og til baka í hausnum á manni. Verkin fást við hinar sígildu sögur sem búa yfir táknum, frásögn og einfaldleika, sjónrænt séð og bókstaflega. Maður er aldrei alveg viss hvaða tímabili þessi verk tilheyra. Þau virka frumstæð og tilheyra þjóðsagnahefð, líkt og mótuð úr jörðinni, en á sama tíma eru þau glansandi og hjúpuð eins og fjöldaframleiddir hlutir úr iðnaðarsamfélagi nútímans. Myndin sem þau greipa í huga manns og skilaboðin sem þau færa, skýra frá því sem við gætum orðið síðarmeir. Líkt og með spádóm sem inniheldur óljósar meiningar um framtíðina, látum við sannfærast vegna þess að við hrífumst af ljósinu, litunum og sjónarspilinu.

Jóna Hlíf útskrifaðist með Diploma frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2005 og Mastersgráðu úr Glasgow School of Art vorið 2007.  Hún hefur rekið galleriBOX ásamt fleirum, og er sýningarstjóri fyrir VeggVerk og Ráðhús gallerí á Akureyri. Hún er umsjónarmaður Gestavinnustofu Gilfélagsins, einn aðstandenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri og varamaður í stjórn Myndlistarfélagsins á Akureyri. Jóna hefur sýnt í Listasafni Akureyrar, Nýlistasafninu og í Tramway í Glasgow. Komandi sýningar eru í 101 Gallerý, í D-sal Listasafns Reykjavíkur og Listasafni Mosfellsbæjar.


Serbneskur listamaður með íkonasýningu í þremur kirkjum

Faðir Jovica er serbneskur listamaður sem einnig er prestur í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hann er með íkonasýningu í þremur kirkjum nú í júnímánuði. Í Safnaðarheimili Háteigskirkju, í Glerárkirkju á Akureyri og í Skálholtskirkju.

Listamaðurinn, Jovica Jovanovic nam við guðfræðistofnanir í Belgrad og íkonafræði af hinum virta gríska íkonamálara Adonis Stergijua. Faðir Jovica hefur haldið íkonasýningar á listasöfnum og er að vinna að íkonastasíum í kirkjum í Serbíu. Þá hefur honum verið boðið að gera íkonamyndir fyrir rétttrúnaðarkirkjuna fyrir utan Parísarborg. Hann er mikill unnandi lista, einkum málaralistar. Lesið hugleiðingu hans: Hvað er íkon? www.equilibriumars.com

Sýningin verður í Glerárkirkju frá sunnudeginum 15. júní til þriðjudagsins 17. júní, opið sunnudag frá 12 - 16 og frá 19 – 22, mánudag 12 -22 og á þriðjudag 12 – 18. Framlengd miðvikudag 18. til kl. 18:00

Þá verður við lok sýningarinnar á Akureyri eins og við opnun sýningarinnar í Háteigskirkju flutt stutt lofgjörð á kirkjuslafnesku, ensku og íslensku. Lofgjörðin nefnist akaþist, en það orð er ættað úr grísku og merkir lof- og þakkargjörð.

www.equilibriumars.com

 


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir skúlptúra og lágmyndir í réttinni við Freyjulund

Helgina 21.- 22. Júní 2008 verður “Réttardagur “ í Reistarárrétt við Freyjulund, Arnarneshreppi.
 
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir skúlptúra og lágmyndir í réttinni við Freyjulund undir yfirskriftinni “Réttardagur” 50 sýninga röð.

Sýningin er sú fyrsta í röð 50 sýninga sem settar verða upp víða um heim á næstu fimm árum og fjalla um íslenska menningu.

Laugardaginn 21 júní kl 14.00 er opnum með léttum veitingum, kl.15.00 munu gestalistamennirnir  á “Réttardeginum” Anna Gunnarsdóttir, Jónína Sverrisdóttir, Jan Voss og Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýna túlkun sína á sauðkindinni. Einnig verður myndbandsverk DRA. sýnt, og hljóðupptaka Mirjam Blekkenhorst.

Sunnudaginn 22. Júní er opið frá kl 14.00 – 18.00. Sýningin mun standa fram yfir Jónsmessu eða næstu tvo daga ef veður leifir.


Undanfarin ár hef ég verið að undirbúa sýningu eða uppákomu sem ber yfirskriftina Réttardagur. Þessi töfrum líki dagur þegar fé er safnað af fjalli og rekið í réttir. Upphaf nýs tímabils, menning og allsnægtir.
Verkefnið á uppruna í mínu nánasta umhverfi þar sem ég bý 20 metra frá Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyjafirði. Ég er alin upp á Siglufirði þar sem afasystir mín og maðurinn hennar stunduðu fjárbúskap á túninu heima. Við áttum heima ofarlega í bænum, fyrir ofan kirkjuna alveg við fjallsrætur. Sem barn fékk ég að hjálpa til við þau störf sem fylgja búskapnum ýmist úti eða inni.
Síðan þá hafði ég hvorki hugsað sérstaklega um kindur né búskap fyrr en ég flutti nánast í réttina. Þá fann ég hvað æskuminningarnar sóttu á mig og ég upplifði réttirnar og sveitalífið á alveg nýjan máta. Merkilegt hvað fjárbúskapurinn á sér sterkar rætur í þjóðarsál Íslendinga. Innan um alla nýsköpun heldur sauðkindin velli.
Í dag er ég áhugamanneskja um náttúruvæna og þjóðlega atvinnuvegi eins og búskap. Sjálf hef ég hagað lífi mínu þannig að ég lifi í sátt við náttúruverndarsamvisku mína. Ég flokka sorpið mitt og nýti til listsköpunar margt af því sem fellur til á heimilinu. Ég nota hvorki eiturefni í listsköpun né þrifum. Þegar ég hóf að vinna þrívíð verk lagði ég leið mína á gámasvæðið á Akureyri til að leita að hráefni. Það kom til af peningaleysi en ekki síður endurvinnsluhugmyndum. (Það er umhugsunarefni að í fimmtánþúsund manna samfélagi fyllast margir gámar af húsgögnum, heimilistækjum og timbri á hverjum degi. )
Mér líkar tilhugsunin um að vera hluti af heild. Að setja saman skúlptúra úr timbri sem  smiðir hafa sagað niður og jafnvel málað er skemmtilegur leikur, og gefur verkunum að mínu mati aukna vídd.
Ýmsar myndir mannlífs hafa verið viðfangsefni mitt alla tíð. Fyrst á tvívíðan flöt, en nú í seinni tíð þrívíðan. Þegar ég hef sett upp sýningar, hef ég gjarnan fengið allskyns fólk til liðs við mig. Fyrirlesara, tónlistarfólk, börn og unglinga, leikara, ljóðskáld og aðra myndlistamenn. Þannig fæ ég breiðara sjónarhorn á það sem ég er að gera og óvæntir hlutir gerast, eins og fyrir töfra.
Á réttardaginn stefni ég einmitt saman skapandi fólki úr ýmsum greinum sem sameinast undir þessu þjóðlega merki.

Á “Réttardeginum” verða til sýnis yfir 100 skúlptúrar og lágmyndir unnar á undanförnum árum.

Næstu sýningar eru í Safnasafninu á Svalbarðsströnd,
12. Júlí kl: 14.00.
Boekie Woekie, Amsterdam, Holland, í September.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Sími: 865-5091 / 462-4981
adalheidur@freyjulundur.is
freyjulundur.is

Menningarráð Eyþings styrkir sýningarnar, Menntamálaráðuneytið, Húsasmiðjan og Ásprent/Stíll.


Hlynur Hallsson opnar sýningu í bæjarstjórnarsal ráðhúss Akureyrar

Hádegisopnun
Gallerý Ráðhús
Geislagötu 9
600 Akureyri


Hlynur Hallsson
Allskonar kræsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey


Hlynur Hallsson opnar sýninguna "Allskonar kræsingar, fjall án kinda, fleiri myndir og sprey" í bæjarstjórnarsal ráðhúss Akureyrar fimmtudaginn 19. júní klukkan 12:15

Þar gefur að líta sex ljósmynda/textaverk úr myndröðinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" ásamt nýju spreyverki sem Hlynur hefur gert sérstaklega fyrir bæjarstjórnarsalinn.
Hlynur vann myndirnar á árunum 2002-2007 og í sumar kemur einmitt út bók með allri myndröðinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES" hjá forlagi höfundanna. Hlynur hefur gert spreyverk síðustu ár, það fyrsta í Texas 2002 og nú síðast á sýningunni "Bæ, bæ Ísland" í Listasafninu á Akureyri. Þann 16. ágúst verður opnuð yfirlitssýning á verkum Hlyns í Nýlistasafninu.

Brot úr texta eftir Claudiu Rahn úr bókinni "MYNDIR - BILDER - PICTURES":
"Frásagnir Hlyns, sem eru samsettar úr einföldum aðal- og aukasetningum, ná í einfaldleika sínum samstundis til áhorfandans. Áhrifamáttur frásagnarinnar byggist fyrst og fremst á þeirri miðlunarleið sem listamaðurinn velur. Til dæmis segir Hlynur frá loftbelgsferð sem Hugi sonur hans fékk í tíu ára afmælisgjöf. Sagan byrjar sem saklaus frásögn en breytist fljótt í harmsögu og tapar þar með léttleika sínum þegar listamaðurinn minnist bókarinnar "Eilíf ást" eftir Ian McEwan. En í þeirri bók endar loftbelgsferðin jú ekki vel."

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur á síðustu 10 árum sett upp um 60 einkasýningar og tekið þátt í um 80 samsýningum. Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur fengið 6 mánaða listamannalaun 1997, 2002 og 2003 og tveggja ára starfslaun 2006. Hlynur var útnefndur bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Verk Hlyns eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands, Nýlistasafnsins, Listasafnsins á Akureyri, Listasjóðs Dungals, Listasafns Flugleiða, Samlung Howig í Zürich auk nokkurra einkasafna í Evrópu. Hlynur vinnur með ljósmyndir, texta, innsetningar, sprey, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de.

Allir velkomnir
Léttar veitingar

Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545


Hannah Kasper opnar í galleríBOXi

the_search_continues


galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri

Laugardaginn 21. júní klukkan 16:00 opnar Hannah Kasper í BOXinu. Hannah er gestalistamaður í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Sýningin stendur til 29. júní. Opið er alla laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00.


"Innblásin af draumum, bíómyndum, gömlum byggingum, bernskuminningum og ímyndunum eru málverk Hönnuh Kasper af yfirgefnu innanhúsrými laustengd atburðarrás í ímynduðu ævintýri. Samhengi ævintýrisins ræðst af nærveru óséðrar söguhetjunnar sem er í stöðugri leit að einhverju eða einhverjum. Viðfangsefni málverkanna eru leikmunir sem tengjast atburðarrás sögunnar og gjarnan minningum, draumum eða ótta listamannsins. Rýmið er notað til að búa til leiksvið þar sem áhorfendur geta nýtt sér sjónrænar vísbendingar sem gefnar eru og skapað þær frásagnir sem þeir vilja.
Hér er á ferðinni hugleiðing um hið yfirgefna og jafnframt afneitun vitræns raunsæis en einnig samspils ljóss og sjónarhorns. Málningin er lagskipt og stundum skafin upp til að afhjúpa teikninguna eða yfirborð viðarins sem er undirliggjandi eins og beinagrind yfirgefinnar byggingar eða þokukenndrar minningar.
Ákvörðunin um að myndgera umhverfi sem byggist á ímyndunarafli umbreytir rýminu af meðvitaðu óraunsæi.
Hannah Kasper er fædd í New York 1981. Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi og er með BFA gráðu í málaralist úr Tyler School of Art í Philadelphia og Róm"

www.artistsstudio.blogspot.com
Jóna Hlíf
6630545
--
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com


Hörður Geirsson sýnir ljósmyndir í Jónas Viðar Gallery

syning_hordurgeirsson_1_08



Láð og lögur

Ljósmyndir

Ljósmyndasýningin Láð og lögur verður opnuð laugardaginn 14. Júní kl 14 í Jónas Viðar Gallery í Grófargilinu á Akureyri.

Hörður Geirsson sýnir þar loftljósmyndir sem teknar voru á síðasta ári. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum allt frá árinu 1983. Hörður hefur ekki áður sýnt slíkar ljósmyndir á sýningu.


Hörður Geirsson hefur starfað sem safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1987. Hann kom að stofnun og uppsetningu sýninga á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.


Sýningin er opin virka daga frá 16-18 og um helgar frá 13-17 frá 14. - 29. Júní 2008.

_____________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is

Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu

 

Arnar Ómarsson

Með eigin augum 

14.06.08 - 04.07.08

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Með eigin augum" á Café Karólínu laugardaginn 14. júní 2008.

Arnar er búsettur í Freyjulundi í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá MA 2007 og starfaði sem umbrotsmaður og ljósmyndari hjá DV 2007-2008. Arnar er nemandi í Dieter Roth Akademíunni og er á leið í ljósmyndanám til London í haust. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu: "Þessi sýning er tilraun til að sýna daglegt líf í Íran með mannlífsmyndum. Allar myndirnar eru frá ferð um Íran á síðasta ári."

Nánari upplýsingar um Arnar Ómarsson er að finna á http://freyjulundur.is og netfangið er arnar@freyjulundur.is og í síma 8238247

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. júlí, 2008.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason


Sara Riel setur upp VeggVerk


VeggVerk kynnir:

Laugardaginn 14. júní 2008 opnar Sara Riel sýninguna

"ALL HAIL THE BRAIN",

Sara Riel (fædd 1980)  býr og starfar í Reykjavík.  Að loknu stúdentsprófi frá Listnámsbraut FB vorið 2000,  hóf hún nám við myndlistadeild Listaháskóla Íslands, undir leiðsögn Ingólfs Arnarssonar. Árið seinna eða 2001 flutti hún sig um set og hélt myndlistanámi áfram við Kunsthochschule Berlin-Weissensee undir leiðsögn Karin Sander, Inge Mahn og Bernt Wilde.  Þaðan útskrifaðist hún árið 2005 með MA gráðu, ennfremur hlaut hún verðlaun sem framúrskarandi erlendur nemandi af DAAD. Á árunum 2005-06 var hún Meisterschüler (heiðursnemandi) KHB.

Strax á námsárunum varð Sara Riel virk í sýningarhaldi, bæði í söfnum og galleríum en einnig á götum ýmissa borga, þar sem hún varð áberandi þátttakandi í Urban art senu Evrópu. Sara sýndi meðal annars í Hamburger Bahnhof (Í samvinnu við Egil Sæbjörnsson, Elínu Hansdóttur, Sigurð Guðjónsson og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur), gallery 2YK og Kunstraum Bethanien á fyrstu tveimur Backjumps sýningunum, í Tokio í samvinnu við Tokio Wondersite og Göthe Institute. Auk þess sem hún stóð fyrir alþjóðlegum Urban Art hátiðum- Gata: the Gathering bæði á Íslandi og í Berlin. 
Eftir útskrift 2006, hefur Sara tekið þátt í nokkrum samsýningum, meðal annars einni í Teheran, Iran auk þess að hafa haldið þrjár einkasýningar, tvær á Íslandi og eina í Kína, þar sem hún tók þátt í vinnustofudvöl í janúar til mai 2008 í Xiamen (CEAC).

Sara Riel er hefur einnig skapað sér orðstýr sem grafískur hönnuður.  Hún hannaði plötuumslög fyrir Steintrygg (Sigtrygg Baldursson), Ólöfu Arnalds og Skakkamanage.  Einnig hefur hún myndskreytt fyrir tímaritið Grapevine, hannað vefsíður og komið að útlisthönnunar opinberra staða.

"Í listsköpun minni er það hugmyndin sem ræður miðlinum.  Ég reyni að spyrja spurninga sem vakna við athugun á raunveruleikanum án þess að reyna að svara þeim á beinskeyttan hátt.  Með myndverkunum leitast ég eftir að vekja tilfinningu fyrir augnablikinu sem geta örvað hugmyndaflug áhorfandans.  Tilgangurinn er að gefa til kynna sögu eða skoðun sem endurspegla samtíman og eigin upplifanir, án þess að vilja segja eða sýna hið augljósa.  Áhorfandinn veðrur að hafa rými til þess að túlka á sinn sérstæða máta. 

www.veggverk.org

Sýningin HLASS opnar á Halstjörnunni í Öxnadal

H L A S S

Opnun 20.06.2008
18:00-20:00
21.06 - 21.07 2008

Hlynur Hallsson // Huginn Arason // Jóna Hlíf Halldórsdóttir // Karlotta Blöndal // Karen Dúa Kristjánsdóttir // Níels Hafstein // Unnar Örn Jónsson Auðarson

Gjörningur // Habbý Ósk

21:00 Uppákoma // Gunnhildur Hauksdóttir

Halastjarna veitingahús kynnir:

22:00 SÚKKAT + Fiskisúpa = 1.500 krónur

Súpan er framreidd á milli 18:00-22:00
borðapantanir í síma 461 2200

Hugmyndin á bak við sýninguna er að setja óvenjulegan bæjarviðburð í hversdagslegt sveitaumhverfi. Hvetja fólk til þess að koma að Hálsi, njóta náttúrudýrðarinnar, ganga upp að Hraunsvatni, minnast ljóða Jónasar Hallgrímssonar og fá sér góðan mat á Halastjörnunni. Hlaðan stendur í dag að miklu leyti ónýtt en með því að halda þar sýningu er hægt að sýna möguleikana sem felast í þessum ónýttu rýmum til sýningarhalds eða annarra viðburða, en þannig er farið með fleiri hlöður á landinu en að Hálsi. Þannig er hægt að glæða þær lífi og skapa úr þeim nýtt umhverfi, og koma þannig lífi í þessar undirstöður sveita landsins. Það er þekkt fyrirbæri að menningarviðburðir á fáförnum slóðum dregur fólk að, og sáir skapandi frjókornum í huga þeirra sem þangað koma. Þannig ganga gömul rými oft í endurnýjun lífdaga og fá á endanum nýtt hlutverk eftir að listamenn hafa bent á möguleikana sem í því felast.

www.hlass.blogspot.com

Verkefnastjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími 6630545

Sonja Lind Eyglóardóttir (Húsfreyja á Halastjörnu Veitingahúsi)
sími 4612200


Hannah Kasper í gestavinnustofu Gilfélagsins í júní

the_search_continues.jpg Listamaður Gestavinnustofu Gilfélagsins í júní er Hannah Kasper. Hún heldur sýningu í gallerí BOXi 21. – 29. júní.

Innblásin af draumum, bíómyndum, gömlum byggingum, bernskuminningum og ímyndunum eru málverk Hönnuh Kasper af yfirgefnu innanhúsrými laustengd atburðarrás í ímynduðu ævintýri. Samhengi ævintýrisins ræðst af nærveru óséðrar söguhetjunnar sem er í stöðugri leit að einhverju eða einhverjum. Viðfangsefni málverkanna eru leikmunir sem tengjast atburðarrás sögunnar og gjarnan minningum, draumum eða ótta listamannsins. Rýmið er notað til að búa til leiksvið þar sem áhorfendur geta nýtt sér sjónrænar vísbendingar sem gefnar eru og skapað þær frásagnir sem þeir vilja.
Hér er á ferðinni hugleiðing um hið yfirgefna og jafnframt afneitun vitræns raunsæis en einnig samspils ljóss og sjónarhorns. Málningin er lagskipt og stundum skafin upp til að afhjúpa teikninguna eða yfirborð viðarins sem er undirliggjandi eins og beinagrind yfirgefinnar byggingar eða þokukenndrar minningar.
Ákvörðunin um að myndgera umhverfi sem byggist á ímyndunarafli umbreytir rýminu af meðvitaðu óraunsæi.
Hannah Kasper er fædd í New York 1981. Hún útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi og er með BFA gráðu í málaralist úr Tyler School of Art íPhiladelphia og Róm.

Hannah Kasper is a guest in our studio in june. She is having an exhibit in Gallery BOX in june 21 – 29.

Inspired by dreams, movies, old buildings, childhood memory and fiction, Hannah Kasper's paintings of vacant interiors are loosely episodic scenes of an imagined adventure. The constant in this adventure is an unseen protagonist who is searching for something or someone. Objects in the paintings are props that allude to the actions of the story, and often to the artist's own memories, dreams and fears. The interior is used to create a stage upon which viewers can take the visual clues provided and project the narratives they wish -- to look for what is missing.
There is consideration toward the concept of ruin and abandon, as well as a denial of logical realism such as light sources or perspective. Paint is layered and sometimes peeled off to reveal drawing or wood underneath, like the skeleton of an abandoned building or a blurred memory. The decision to depict an environment that is based in fantasy renders the space decidedly unreal.
Hannah Kasper was born in New York in 1981. She received her MFA from Glasgow School of Art in Scotland and her BFA in Painting from Tyler School of Art in Philadelphia andRome.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.artistsstudio.blogspot.com


Verksmiðjan - Menningarmiðstöð á Hjalteyri opnar í ágúst 2008

verksmidjan_uti_2.jpg

Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // 4611450  //  www.verksmidjan.blogspot.com


Hópur listamanna, þar af 9 búsettir í Arnarneshreppi, hafa gert með sér samkomulag um rekstur menningarviðburða og vinnuaðstöðu í gömlu Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Undirbúningur hófst í október 2007 með hugmyndavinnu og nú hefur verið gert samkomulag við Arnarneshrepp um afnot af gömlu Verksmiðjunni.

Markmiðið er að efla menningarviðburði og ferðaþjónustu á svæðinu, samstarf við sveitarfélagið og skóla, og skapa vettvang fyrir listamenn á staðnum og vinna að nýsköpun í atvinnumálum á svæðinu.  Stuðla þannig að jákvæðum búsetuskilyrðum á svæðinu.

Hafinn er undirbúningur fyrir fyrstu viðburðina í Verksmiðjunni og styrkir hafa fengist frá einkaaðilum, Menningarráði Eyþings og Impru, Nýsköpunarmiðstöð.

Aðstandendur hafa fjölbreytta þekkingu og reynslu við skipulagningu menningarviðburða, uppsetningu sýninga, námskeiða, bókaútgáfu og heimildamyndagerð.



Menningarhátíð á Hjalteyri í ágústmánuði

Sérstaða menningarhátíðarinnar á Hjalteyri í ágústmánuði verður að teljast umtalsverð einkum með tilliti til staðsetningar, aðstæðna og dagsskrár - óskildar því sem er almennt í boði úti um land á þessum tíma. Lögð er sérstök áhersla á að velja einstaka listamenn sem geta tekið mið af aðstæðum og nýtt þær sem möguleika. Staðarval og tímasetning ásamt vali á kunnum listamönnum ólíkra kynslóða og mismunandi listhreyfinga, munu hjálpast að og draga að hina áhugasömu og hugsanlega kaupendur  slíkrar þjónustu í framtíðinni. Hátíðin - sem jafnframt er tilraun og undirbúningur til frekara framhalds - hæfist á mestu ferðamannahelgi þjóðarinnar og umhverfið og óvanalegar ytri aðstæður myndu spila inn í, hafa mótandi áhrif á skipulag og uppsetningu viðburða og vekja um leið forvitni.  Ytri skilyrði og ástand húsakynna eru frumstæð en spilað verður inn á það og fegurð þeirra undirstrikuð. Aukreitis en öllu þessu samofið verður boðið upp á listasmiðju fyrir börn og unglinga sem einnig telst afar mikilvægur forsmekkur að því sem koma skal.

Ef svo fer að uppákoma þessi leiði til þess að Hjalteyrarverksmiðjan og umhverfi hennar verði framtíðarstaður listamanna þá væri sérstaða hennar í listheiminum veruleg. Hún yrði nokkurs konar frumbýli - listin nemur land - og brúaði með því bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einnig lands-byggðar og umheims. Hún yrði hvortveggja í senn ; svæðisbundin  og næði jafnframt til stærri heildar, þar sem hún myndi bæði taka mið af þörfum og áhuga íbúa næsta nágrennis en um leið opna gáttir til umheimsins fyrir tengsl sín og samstarf við erlenda aðila. Sjálft mun umhverfið og húsakynni Hjalteyrar-verksmiðjunnar vekja athygli, hafa áhrif á sköpun og móta starfsemina og framleiðsluþætti (atriði sem kann, skiljanlega, að vekja undrun þeirra sem hafa haft hana of lengi fyrir augunum). Strax frá og með menningarhátíð yrði unnið að endurbótum með tilliti til þess hvernig húsakynni eru í raun, samspil náttúruafla og mannvirkja höfð í huga og að leiðarljósi. Verksmiðjan yrði eitt listaverk út af fyrir sig.



Framleiðslan og þekkingin

Væntingar fólks til þessarar hátíðar og starfsemi á upphafsreit, mun fyrst og fremst verða mæld með tilliti til aðsóknar og viðbragða, ekki síst í formi umfjallana og fjölmiðlaathygli. Aðstandendur munu einnig standa fyrir öflugri kynningu.
Menningarleg þjónusta sem hér verður til og hátíðinni er ætlað að marka upphafið að mótast fyrir þörf ákveðins hóps listamanna til þess að skapa sér sameiginlegan vettvang og sjá sér hag í því. Slíkt fyrirkomulag á sér fjölmargar hliðstæður þar sem listamennirnir hafa vinnustofur sínar í einni þyrping og jafnframt aðstöðu til sýningahalds. Þar geta þeir komið eigin framleiðslu og annarra á framfæri. Í framtíðinni mun þjónustan meðal annars felast í því að listamennirnir geta opnað vinnustofur sínar og sýnt og haft á boðstólum verk sín, þeir munu bæði í sameiningu  og einstaklingsbundið vinna að metnaðarfullri menningardagskrá og fjölbreyttri þar sem að samankomnir mynda þeir nokkurs konar banka tenginga og hugmynda sem allar fá að njóta sín. Þeir munu bjóða fram þjónustu sína til skóla, til barna og unglingastarfs og standa fyrir öflugu upplýsingastreymi og kynningarstarfi.

Allir þeir listamenn sem kallaðir eru til þátttöku á menningarhátíð að þessu sinni hafa vakið verðskuldaða athygli á sínu sviði, skipuleggjendur hafa allir hlotið framhaldsmenntun í listum og teljast hafa sérþekkingu á sviði lista og menningar. Þeir hafa reynslu af skipulagningu menningarviðburða, uppsetningu sýninga og störfum við kennslu og námskeiðahald.



2.-23 ágúst 2008 START

2. ágúst 2008 kl. 14:00
Opnun á myndlistarsýningunni START í Verksmiðjunni


Þátttakendur:
Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/ Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi



LISTASMIÐJUR

Listasmiðja barna og foreldra 3.ágúst 2008


Í þessari listasmiðju er lögð áhersla á að kenna þátttakendum að lesa umhverfi sitt og nýta til listsköpunar. Hjalteyrin er kjörlendi uppgötvana og ævintýra, sem þegar grannt er skoðað getur verið frábær útgangspunktur sköpunarferlis. Öll þekkjum við fjársjóðsleitina í fjörum landsins og í yfirgefnum verksmiðjum en í þessari smiðju fá börn og foreldrar innsýn í heim listarinnar með eigin uppgötvanir að leiðarljósi.

Listasmiðja barna 9-10. ágúst 2008


Hér er um að ræða þrjár smiðjur með leiðsögn þriggja ólíkra listamanna.
Áhersla er lögð á að vinna með fjölbreytt efni og með ólíkum aðferðum. Þannig geta þátttakendur valið sér miðil eftir áhugasviði og getu í samráði við leiðbeinendur.
Þema smiðjunnar er framtíð, fegurð, samvinna. Hóparnir vinna með þessi þrjú hugtök í sitt hvoru lagi og koma svo saman í lok listasmiðjunnar sem eitt verk.



GRASRÓT 2008

20. september - 12. október 2008


ferskustu ræturnar í íslenskri myndlist, í samvinnu við Nýlistasafnið

Stefnt er að því að sýningin opni sömu helgi og Sjónlistahátíðin stendur yfir. Grasrót hefur áunnið sér sess sem árleg sýning framsæknustu myndlistarmanna yngstu kynslóðarinnar. Nýlistasafnið hefur haft veg og vanda af þessum sýningum og í fyrsta skipti er stefnt að því að sýningin fari fram utan höfuðborgarsvæðisins, í Verksmiðjunni á Hjalteyri.




Stofnendur:

Gústav Geir Bollason

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Arna Valsdóttir

Gústav Geir Bollason

Hlynur Hallsson

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Þórarinn Blöndal

Nicolas Moulin

Clémentine Roy

Véronique Legros

Jan Voss

Rúna Þorkelsdóttir

Henriette van Egten

Kristján Guðmundsson

Jón Laxdal Halldórsson

Arnar Ómarsson

Lene Zachariassen


Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // 4611450  //  http://www.verksmidjan.blogspot.com


LANDSLAGSLISTAVERK OG LISTASMIÐJA FYRIR BÖRN

attachment_562073.jpgTveir Norrænir Flækingar – listakonurnar Gunn Morstoel og Helen Molin hafa lent í Eyjafirði. Þær eru að setja upp landslagslistaverk við Kaupang í Eyjafjarðarsveit.

Fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00 verður opnun og kynning á verkum þeirra og vinnu í Deiglunni á Akureyri.  Allir velkomnir.

Föstudaginn 13. júní  ætla Gunn & Helen að halda listasmiðju fyrir börn á aldrinum 7-16 ára á Öldu í Eyjafjarðarsveit (24 km frá Akureyri). Smiðjan heitir „Svart/hvítar öskjur“ og er hluti af Staðfugl – Farfugl verkefninu. Námskeiðið kostar kr. 2000,- á mann. Norræni menningarsjóðurinn kostar rútuferð frá og til Akureyrar og efniskostnað vegna námskeiðsins. Listasmiðjurnar verða kl. 10.00 og kl. 14.00. Bókanir í síma 892 6804 hjá George Hollanders.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri!

fugl.blog.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband