Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Í grænni lautu, einkasýning Anítu Lindar í Deiglunni

33715999_824963084353748_8889244171299192832_o

Verið velkomin á opnun  Í grænni lautu, myndlistarsýningu Anítu Lindar, laugardaginn 2. júní í Deiglunni, Listagili kl. 13.

Til sýnis verða teikningar af íslenskum fuglum og farfuglum sem eiga leið hjá, mest unnar með vaxpastel á pappír en einnig málverk.

Aníta Lind hefur haft dálæti af sköpun frá ungum aldri og sótt fjölmörg myndlistanámskeið í gegnum tíðina, þar á meðal við Myndlistaskólann á Akureyri. Hún hefur stundað nám við myndlistabraut í Verkmenntaskóla Akureyrar og lokið Grunnámi í kennslufræðum við Háskóla Akureyrar, en sérhæfði sig í myndlistarkennslu í Háskóla Íslands. Anita hefur áður tekið þátt í samsýningu og sýningu skóla í námi sínu. Þetta er því fyrsta sýning hennar á eigin vegum.

Opnunartímar:

Lau 2. Júní, 13:00-21:00
Sun. 3. Júní, 13:00-18:00
Lau. 9. Júní, 13:00-21:00
Sun. 10. Júní, 13:00-18:00

Nánari upplýsingar veita
Aníta Lind Björnsdóttir S: 861-4096
Torfi Franklín S: 857-7770

https://www.facebook.com/events/196056504370231


Leiðsagnir á vegum Listasafnsins á Akureyri í sumar

31961351_1836720403016460_8517901797103239168_o

Leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15.30 og á ensku kl. 15.30-16. Innifalið í miðaverði.

Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardagana 26. maí23. júní og 11. ágúst kl. 11-12. Aðgangur ókeypis.

Hönnuðarspjall með Anítu Hirlekar verður laugardaginn 30. júní kl. 15. Aðgangur ókeypis.

Í sumar verður einnig boðið upp á leiðsögn um útisýninguna Fullveldið endurskoðað annan hvern laugardag í allt sumar kl. 15-15.45. Þar ganga lista- og fræðimenn með gestum um sýninguna og segja frá verkunum, sem staðsett eru á völdum stöðum í miðbænum. Göngutúrinn hefst við Ketilhúsið hverju sinni.
Aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

  • 12. maí kl. 15-15.45: Jónína Björg Helgadóttir, myndlistarmaður
  • 26. maí kl. 15-15.45: Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur
  • 9. júní kl. 15-15.45: Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður
  • 23. júní kl. 15-15.45: Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur
  • 7. júlí kl. 15-15.45: Þorlákur Axel Jónsson, sagnfræðingur
  • 21. júlí kl. 15-15.45: Rebekka Kühnis, myndlistarmaður
  • 4. ágúst kl. 15-15.45: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
  • 18. ágúst kl. 15-15.45: Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður

 

listak.is


Opnunarhátíð Listar án Landamæra á Akureyri í Deiglunni

32548609_606445009708107_4938226033980604416_o

Laugardaginn 26.maí kl.14 verður opnunarhátíð haldin í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.
Fjölmargir aðilar munu koma að þessari hátíð.
Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarmaður frumflytur tónverk/sögu ásamt Karli Guðmundssyni myndlistarmanni og Kristínu Smith í samstarfi við börn úr Brekkuskóla í leiklist og tónlist, með fulltingi þeirra Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennara ásamt Sigríði Huldu Arnardóttur tónlistarkennara úr Brekkuskóla. Elma Berglind Stefánsdóttir er sögumaður. Einnig verða á sýningunni myndverk eftir börn úr Brekkuskóla.
Atli Viðar Engilbertsson fjöllistamaður mun einnig flytja frumsamið lag og texta sem hann tileinkar sérstaklega List án landamæra.
Karl Guðmundsson myndlistarmaður mun sýna verk sem hann hefur unnið í samstarfi við Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarkennara.
Flutt verður videóverk sem unnið hefur verið í Skógarlundi og veggverk unnin af notendum Skógarlundar. Skúlptúrar og myndverk eftir Jón Kristin Sigurbjörnsson, Sævar Bergsson, Símon Reynisson Heiðar Hjalta Bergsson og Elmu Berglindi Stefánsdóttur unnin undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttir myndlistarkennara.
Jónborg Sigurðardóttir myndlistarkona sýnir portrett myndir.
Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2018 opnar sýninguna.
Sýningin er opin frá 14-17 bæði laugardag og sunnudag.
Allir hjartanlega velkomnir á þessa skemmtilegu hátíð fjölbreytileikans.
Veitingar í boði Þroskahjálpar á Norðurlandi.

https://www.facebook.com/events/2116672325283252


ÁLFkonur sýna ljósmyndir i sjöunda sinn í Lystigarðinum á Akureyri sumarið 2018

32202989_1790305041026871_2672042353346215936_n
 
ÁLFkonur er félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010. Þetta er 24. samsýning hópsins og 7. ýningin í Lystigarðinum. 
 
Sýningin opnar laugardaginn 26. maí og stendur fram yfir Akureyrarvöku. 
Sýningin er útisýning og er opin milli kl. 8.00 og 22.00 alla daga. 

Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Díana Dreki, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Gunnlaug E. Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir. 
ÁLFkonur eru á facebook: www.facebook.com/alfkonur

sbr. viðburð á Facebook:
 
Þakkir fá : Menningarsjóður Akureyrar, Akureyrarstofa, Geimstofan, Café Laut og starfsfólk Lystigarðs Akureyrar. 
 
#visitakureyri #akureyrarstofa #akureyri #northiceland #iceland #menningarsjóður

Nánari upplýsingar veita : 
Linda Ólafsdóttir fotolind@gmail.com  
Agnes Heiða Skúladóttir agnesskuladottir@gmail.com


English: 
„Life”., a Photo Exhibition in the Botanical Garden of Akureyri. ÁLFkonur is a women´s photography club. The club has been active since 2010, and this is it´s 24th exhibition and the 7th time in the Botanical Garden in Akureyri N-Iceland.
ÁLFkonur on facebook: www.facebook.com/alfkonur

Aníta Hirlekar sýnir í Listasafninu á Akureyri

32235654_1840730512615449_664722828452429824_o

Aníta Hirlekar
Bleikur og grænn / Pink & Green
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús / Akureyri Art Museum, Ketilhús
19. maí - 16. september 2018 / May 19th - September 16th 2018

Þér og þínum er boðið á opnun sýningar Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardaginn 19. maá kl. 15 og þiggja léttar veitingar.
You are kindly invited to attend the opening of Aníta Hirlekar´s exhibition, Pink & Green, Saturday May 19th at 3 pm.

Ávarp flytur / Adress from:
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri / Museum director.

Fjölskylduleiðsagnir um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 26. maí, 23. júní á Jónsmessu og 11. ágúst kl. 11-12.

Leiðsagnir á íslensku um sýninguna alla fimmtudaga kl. 15-15:30.
Guided tour in English every Thursday at 3.30 - 4pm.

Opið alla daga kl. 10-17.
Open every day 10 am - 5 pm.

Í hugmyndafræði Anítu Hirlekar (f. 1986) sameinast handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Listrænar litasamsetningar og handbróderaður stíll eru áberandi þættir í hönnun hennar.
Aníta lauk BA námi í fatahönnun með áherslu á textílprent 2012 og MA gráðu í textílhönnun fyrir tískufatnað frá Central Saint Martins í London 2014. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis, m.a. á tískuvikunni í London og París, Espoo Museum of Modern Art í Finnlandi og í Hönnunarsafni Íslands. Aníta var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2015 og hönnun hennar var í forvali fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2015. Hún hlaut Fashion Special Prize í International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu 2014.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.
///
The ideology behind Aníta Hirlekar’s (born 1986) design evolves around the merging of craft and fashion sensibility in a characteristic way. Her designs consist of artistic color combinations and hand embroidered textile with strong focus on rich textures.
Aníta graduated with a BA degree in fashion design with a special focus on print in 2012 and with an MA degree in textile design for fashion in 2014, both from Central Saint Martins in London. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad such as London and Paris Fashion Week, Espoo Museum of Modern Art in Finland and Iceland’s Museum of Design and Applied Art. Aníta was nominated for the DV Cultural Prize in 2015 and the Icelandic Design Awards 2015. Aníta received a Fashion Special Prize in the design-competition International Talent Support in Italy 2014.
Curator: Hlynur Hallsson.

https://www.facebook.com/events/245884626155035/

listak.is


Sjúkdómar, heklaðir skúlptúrar Jonnu í Kartöflugeymslunni

32430370_10216994798009110_1332351846525698048_n

Á sýningunni SJÚKDÓMAR sýnir Jonna heklaða skúlptúra þar sem hún túlkar sýn sína á sjúkdóma, raskanir og heilkenni þetta er bara byrjunin á þessu verkefni en frá því í janúar hefur hún heklað yfir 60 sjúkdóma og á eftir að halda áfram með þessa sjúklegu sjúkdóma þar til að þeir verða langt yfir 100. Í Janúar 2018 greindist Jonna með sortuæxli í auga og byrjaði þá að hekla sína sjúkdóma en þetta hefur verið einskonar hugleiðsla að geta handfjatlað sortuæxlið sitt og í kjölfarið komu sjúkdóma annarra jafnvel útdauðir sjúkdómar, þarna eru Kvíði, Kæfisvefn, Alsheimer, Streptakokkasýking, Berklar, Svartidauði, Klamidia, Lungnaþemba og allir mögulegir sjúkdómar. Ef þinn sjúkdómur er ekki á sýningunni geturðu skrifað nafnið á honum og hann verður heklaður síðar. Á staðnum verður söfnunarbaukur fyrir Hollvinasamtök SAK. Allir velkomnir. Opnunartími er 14-17 um helgar en 10-16 virka daga. Sýningin stendur til 31. maí

https://www.facebook.com/events/203512003773136/


Leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað

32222348_1840687772619723_6609545173477097472_o

Laugardaginn 12. maí kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Jónína Björg Helgadóttir, einn listamannanna sem tekur þátt í sýningunni mun ganga með gestum og segja frá sínu verki og verkum annarra listamanna. Þetta er fyrsta leiðsögnin af mörgum með listamönnum og fræðifólki í sumar. Meðal annarra sem munu vera með stuttar leiðsagnir nokkra laugardaga í sumar eru Þorlákur Axel Jónsson, félagsfræðingur, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur, Rebekka Kühnis myndlistamaður og Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður.

Sýningin Fullveldið endurskoðað er úttisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.

Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið á Akureyri, Ketilhús og svo er gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.

Sýningin Fullveldið endurskoðað hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.

Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

Sýningin stendur til 19. ágúst 2018.

https://www.facebook.com/events/207636466691825


Opinn fundur um menningu og listir

rot2015-1-1024x680

Gilfélagið og Myndlistarfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, efna til opins fundar um stefnu og markmið framboða til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í málaflokknum um menningu og listir.
Öllum framboðum vegna sveitarstjórnakosninga á Akureyri 2018 hefur verið boðið að taka þátt í fundinum.

Dagskrá fundarins er fyrirhuguð þannig að hvert framboð fær 3 til 4 mínútur til að kynna stefnu sína í málefnum menningar og lista. Að því loknu verða almennar umræður og spurningar úr sal og fulltrúar framboðanna mynda pallborð.
Fundurinn verður í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, miðvikudaginn 9. maí 2018, kl. 20 og áætluð fundarlok eru kl. 22.

Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Gilfélagið, Myndlistarfélagið og Listasafnið á Akureyri

https://www.facebook.com/events/2046551712249054


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri

31531499_1798922176796272_766104825444212946_n

Vorsýning nemenda listhönnunar– og fagurlistadeildar, opnun 5. maí 2018, kl. 13-17.

Opið alla daga til 15. maí, kl. 13-17.

myndak.is

facebook.com/myndak


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband