Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
24.4.2017 | 21:39
«Hola/Hole» Í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 1. maí 2017.
«Hola/Hole»
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Árni Páll Jóhannsson, Klængur Gunnarsson, Mina Tomic, Ólöf Helga Helgadóttir og Sindri Leifsson.
Verksmiðjan á Hjalteyri, 01/05 11.06 2017 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
verksmidjanhjalteyri.com
einnig: www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri
Opnun laugardaginn 1. maí kl. 14:00 18:00. Opið um helgar kl. 14:00 17:00, annars eftir samkomulagi.
1. maí - 11. júní 2017
Mánudaginn 1. maí kl. 14-18 opnar sýningin «Hola/Hole», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á sýningunni koma saman listamenn af ólíkum meiði sem vinna í hina ýmsu miðla. Sýningin snertir á mörgum flötum en er kannski skúlptúrísk í eðli sínu með hreyfanlegum eiginleikum sem brjóta upp hinar beinu línur. Þeir listamenn sem taka þátt eru Árni Páll Jóhannsson, Klængur Gunnarsson, Mina Tomic, Ólöf Helga Helgadóttir og Sindri Leifsson. Sýningin opnar þann 1.maí kl 14:00. Opið er í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgar frá 14 - 17.
Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Klængur Gunnarsson klaengur@gmail.com og í síma: 6919709
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði , Hörgá og Ásprenti.
http://verksmidjanhjalteyri.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2017 | 21:35
Hildur María Hansdóttir opnar sýninguna "Bjarmalönd" í ART AK
Hildur María Hansdóttir, opnar sýninguna "Bjarmalönd" í ART AK um næstu helgi.
Hildur hefur undanfarin ár unnið stór hekluð textíl/myndverk, innblástur og þema sækir hún í náttúruna og eru öll verkin unnin úr endurunnum textíl.
Hún hefur sýnt einu sinni áður, það var í Deiglunni 2012.
Opnun sýningarinnar verður:
Laugardag 29.apríl kl. 14-17
Einnig verður opið sunnudag 30.apríl. Kl. 14-17
ART AK, Strandgötu 53 (við Laufásgötu)
ath: Aðeins þessi eina sýningarhelgi.
Allir velkomnir!
Léttar veitingar við opnun.
https://www.facebook.com/events/1195501830575797
20.4.2017 | 18:26
Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni
Hjördís Frímann opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 22. apríl 2017 klukkan 14 til 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er einnig opin frá 14 til 17 sunnudaginn 23. apríl og helgina 29. og 30. apríl.
Á sýningunni er Hjördís með innsetningu með rúmlega þrjátíu teikningum sem allar eru unnar út frá einni og sömu teikningunni, andlitsmynd af stúlku eftir hana sjálfa.
Hjördís er myndlistarmaður og leikskólakennari, fædd á Akureyri 1954 og flutti á heimaslóðir árið 2008. Hún lauk myndlistarnámi frá Museum of Fine Arts í Boston árið 1986 og hefur málað síðan, mest með akrýl, en einnig í olíu. Hjördís er spunamálari og yfir verkum hennar er einhver ævintýrakenndur blær. Litagleðin er alltaf til staðar og leikur með form og liti, en teikningin er jafnan sterkur þáttur í málverkum hennar. Þetta er hins vegar fyrsta sýning hennar sem er alfarið helguð teikningum. Teikningarnar á þessari sýningu eru allar unnar út frá einni einfaldri andlits teikningu, sem hún færir í mismunandi búning og nýtir meðal annars tölvu- og prenttækni í leik með útfærslur.
https://www.facebook.com/events/835914809899614
20.4.2017 | 18:05
Sköpun bernskunnar 2017 og UPP opna í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 22. apríl kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2017, samsýning listamanna, skólabarna og leikfangasýningarinnar í Friðbjarnarhúsi, og Upp, útskriftarsýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Síðarnefnda sýningin er einnig sett upp í Deiglunni.
Þetta er fjórða sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Sköpun bernskunnar er því samvinnuverkefni í stöðugri þróun og er hver sýning sjálfstæð og sérstök.
Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli og er einstök hvað varðar listrænt samtal myndlistarmanna og barna. Þemað að þessu sinni er fjaran í víðum skilningi.
Þátttakendur í ár eru leikskólarnir Tröllaborgir og Lundarsel, grunnskólarnir Brekkuskóli og Giljaskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Hekla Björt Helgadóttir, Magnús Helgason, Marina Rees og Samuel Rees. Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
Þriggja ára samstarf
Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið og annars vegar settar upp í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er þriðja árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst.
Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.
Nemendur hönnunar- og textílkjörsviðs:
Anton Örn Rúnarsson
Birna Eyvör Jónsdóttir
Elva Rún Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir
Kamilla Sigríður Jónsdóttir
Karitas Fríða W. Bárðardóttir
Nemendur myndlistarkjörsviðs:
Andri Leó Teitsson
Ármann Ingi Þórisson
Eva Mist Guðmundsdóttir
Fanný María Brynjarsdóttir
Sandra Wanda Walankiewicz
Sindri Páll Stefánsson
Valgerður Þorsteinsdóttir
Upp stendur til 30. apríl en Sköpun bernskunnar 2017 til 28. maí. Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17.
Aðgangur er ókeypis.
14.4.2017 | 19:34
Leiðsögn og sýningalok í Listasafninu
Laugardaginn 15. apríl kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu, Ketilhúsi um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Aðgangur er ókeypis.
Sýningin Griðastaðir er úrval ljósmyndaverka úr fjórum tengdum seríum sem Einar Falur hefur unnið að á undanförnum áratug. Svissneski sýningarstjórinn Christoph Kern valdi verkin á sýninguna úr myndröðunum Griðastaðir, Skjól, Reykjanesbrautin og Sögustaðir. Í verkunum tekst Einar Falur á við manninn og íslenska náttúru; við náttúruöflin, hvernig mennirnir reyna að lifa í og með náttúrunni, laga hana að þörfum sínum, verjast henni á stundum en jafnframt leita í henni skjóls. Verkin eru öll tekin á 4 x 5 tommu blaðfilmu.
Ljósmyndaverk Einars Fals hafa á undanförnum árum verið sýnd á einka- og samsýningum í söfnum og sýningarsölum á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Einar Falur starfar sem myndlistarmaður, rithöfundur og blaðamaður.
Málverkin á sýningu Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk, eru annars vegar randamyndir unnar með endurunnum gvasslitum Karls Kvaran og hins vegar olíulitaverk þar sem myndefnið er sindrandi eða merlandi vatnsfletir.
Ljósmyndaverkið 360 dagar í Grasagarðinum var upphaflega unnið fyrir Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kveikjan að verkinu er ævi og örlög Hallgríms Péturssonar, en það hefur þó mun víðtækari skírskotanir. Verkið samanstendur af um 80 ljósmyndum teknum á 360 daga tímabili í litlum skrúðgarði í Brighton á Englandi og fjallar um hringrás efnis í lífríkinu og þá eilífð og endurnýjun sem skynja má í henni.
Sigtryggur Bjarni stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Frakklandi. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og finna má verk hans í öllum helstu listasöfnum landsins.
Sýningunum lýkur sunnudaginn 16. apríl, páskadag.
Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
http://www.listak.is/
10.4.2017 | 17:56
Aðalfundur Myndlistarfélagsins
Aðalfundur.
Sunnudaginn 30. apríl kl 17:00 verður aðalfundur Myndlistarfélagsins haldinn í Ketilhúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Félagar hvattir til að mæta.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Stjórnarkosning.
4. Kosning félagslegs skoðunarmanns.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.
Allir samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða. Einungis félagar sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.
Stjórnin.
10.4.2017 | 17:51
Málverkasýning Lindu Óla um páskana í Mjólkurbúðinni
Verið velkomin á málverkasýninguna mína í Mjólkurbúðinni gallerí á Akureyri um páskana.
Sýningin stendur 13.-17. Apríl. ATH! Aðeins ein helgi. Opið alla dagana kl. 14-17.
Opnun kl. 14.00 á Skírdag. Allir velkomnir!
https://www.facebook.com/events/1658777284418091