Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Joris Rademaker opnar sýninguna Verk að vinna í Sal Myndlistarfélagsins

13320339_10153559190106767_113092067138048037_o

Laugardaginn 4.júní kl. 14 opnar Joris Rademaker myndlistasýninguna "Verk að vinna" í Sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10, Listagilinu, Akureyri.

Verkin sem hann sýnir eru bæði tví- og þrívíð og þau vann hann í Bárðardal 2015. Verkin fjalla um tengsl mannsins við náttúruna, jafnt innri sem ytri.

Sýningin stendur til og með 12. júní og er opin alla daga frá kl. 14.00-17.00. (Nema mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7. júní þá er lokað).

https://www.facebook.com/events/857937447644457


Jonna sýnir Völundarhús plastsins í Nes listamiðstöð

jonna_final

Völundarhús plastsins á ferð – Nes listamiðstöð á Skagaströnd
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
 
Völundarhús plastsins á ferð nefnist sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, og er þetta þriðja sýning Völundarhúss plastsins. Sýningin er haldin í tilefni sjómannadagsins og er innsetning sem á að gera þátttakendur  meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar og að þessu sinni verður umfjöllunarefnið plast í hafinu. Sýningaröðin hefur fræðslugildi og fær Jonna heimafólk á Skagaströnd með sér í lið til að vinna að listsköpun með endurvinnslu plasts. Undanfarin ár hefur Jonna (f. 1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka.

Sýningin er opin á laugardag og sunnudag  4.-5.júní kl. 14-17 í Nesi listamiðstöð og eru allir velkomnir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband