Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna

vorkoma-2015

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2016 til 31. maí 2017. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun.

Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.

Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála, hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is

Samþykkt um starfslaun listamanna.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016.


Klængur Gunnarsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12646759_937788919631047_1131389679035575798_o

Laugardaginn 6. feb. kl. 14.00 – 17.00 opnar Klængur Gunnarsson sýninguna Dæld í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Klængur Gunnarsson (f. 1985)

Í list sinni vinnur Klængur með blæbrigði hversdagsleikans á tragikómískan hátt. Augnablik sem verða á vegi hans í daglegu lífi safnast upp í hugmyndabanka sem notaður er sem efniviður fyrir stuttar skáldsögur í formi innsetninga þar sem helstu miðlar eru ljósmyndir, myndbönd og skúlptúrar.

Klængur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða frá útskrift, hérlendis og erlendis. Meðal sýningastaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Nýlistasafnið, Galleri PFOAC í Montreal, Kanada, og þátttaka í tvíæringnum Mediterranea 16 í Ancona á Ítalíu.

Undanfarna viku hefur listamaðurinn dvalið í Alþýðuhúsinu við uppsetningu og gerð sýningarinnar, og dældar þannig sýningarrýmið með hugsunum og nærveru.



Sýningin stendur til 28. feb. og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.  Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.

https://www.facebook.com/events/205624346455897


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband