Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
24.9.2015 | 19:41
Réttir - Roundup í Listhúsinu Ólafsfirði
The exhibition in September
participant artists:
Anna Wagner (Arizona, USA) | visual artist
Abigail Blueher (Chicago, USA) | multi-media artist
Jenny McCarthy (Ohio, USA) | painter
Sara Matthews (Toronto, Canada) | scholar in research-creation
Zoe Polach (Maryland, USA) | poet
In this show, the artists will show you their painting, drawings, collage artworks and photographers. And Zoe will read her poems.
Come to have coffee and chat. All Welcome.
https://www.facebook.com/events/495094997331772
24.9.2015 | 09:53
Oaxaca í Mjólkurbúðinni á Akureyri
Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari opnar sýninguna Oaxaca í Mjólkurbúðinni á Akureyri, laugardaginn 26. september kl. 14.
Sýning Ásdísar ber yfirskriftina Oaxaca /wa'ha'ka/ eftir borg í Mexíkó þar sem Ásdís tók myndirnar á sýningunni en hún sótti þar tíu daga námskeið í febrúar á þessu ári hjá hinum heimskunna ljósmyndara Mary Ellen Mark.
Ásdís er blaðaljósmyndari að mennt og starfaði sem slíkur á Morgunblaðinu frá 1995 til 2007. Þá settist hún aftur á skólabekk og lauk BA-námi í listfræði. Þaðan lá leiðin í meistaranám í blaða- og fréttamennsku og lauk Ásdís því í vor.
Ljósmyndasýningin Oaxaca stendur til 4. október og eru allir velkomnir
23.9.2015 | 21:31
Sara Björg Bjarnadóttir sýnir í Kaktus
GEGN SÆR
það er tært
það er skært
en sjáðu í gegn
Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistardeild frá Listaháskóla Íslands vorið 2015.
GEGN SÆR er hennar þriðja einkasýning en áður hefur hún tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum og samstarfsverkefnum. Sara Björg á rætur að rekja til Akureyrar og hefur eytt mörgum stundum í rými Kaktus og því spennt að sýna nýja nálgun sína á rýminu.
Allir eru hjartanleg velkomnir
Opnun laugardaginn 26. september 2015 kl. 15
https://www.facebook.com/events/760916007352521
17.9.2015 | 13:31
"Art Fair" í Deiglunni á laugardag
Gilfélagið stendur fyrir "Art Fair" í Deiglunni laugardaginn 19. september milli 14-17. Þetta er sölusýning listamanna á Akureyrarsvæðinu.
Allir velkomnir!
https://www.facebook.com/events/635904286552827
16.9.2015 | 15:22
Opnun MYNDASÖGUBÓKASAFNS í Kaktus
Næstkomandi laugardag verður opnað MYNDASÖGUBÓKASAFN í Kaktus.
Safnið er eins og stendur hluti af myndasögusafni Anne Balanant og verður að opnun lokinni öllum opið. Þá munu nýjar bækur bætast í safnið mánaðarlega.
Bækurnar eiga það sameiginlegt að vera óhefðbundnar myndasögur sem koma flestar frá sjálfstæðum smáútgáfum.
Kaffi og kakó í boði !
Tónlist á kassettum !!
Og JÁ, það er alvöru þrívíddarbók á staðnum !!!
Húsið opnar kl. 15:00.
https://www.facebook.com/events/1492346847752135
...........................................................................
Next saturday, Kaktus will open its COMIC BOOK LIBRARY.
For now the library consists of Anne Balanant's private collection and will be available for everybody after the opening. Every month there will be a new addition to the library.
The biggest part of the collection is made up of non-traditional comics released by small independent publishing houses.
Coffee and hot chocolate offered !
Audio tapes playing !!
And YES, the library has a real 3D book !!!
Opening at 15:00.
Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu og Menningarráði Eyþings
10.9.2015 | 09:18
Haraldur Ingi Haraldsson með vinnustofusýningu í Sal Myndlistarfélagsins
Laugardaginn 19. september kl.14 opnar Haraldur Ingi Haraldsson vinnustofusýningu í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri undir nafninu Codhead Xl. Sýningin stendur til 27. september.
"Ég hef verið að vinna að Codhead hugmyndinni síðan um 2000 og mest í skúlptúr og innsetningum. Á síðunni codhead.net má sjá dæmi um þá vinnu. Þessi sýning er hinsvegar málverkasýning þar sem ég sýni fjölda stór og smá málverka sem eru unnin á árunum 2014 og 15.
Ég kalla sýninguna vinnustofusýningu vegna þess að ég mun vera að vinna að ýmsum verkefnum sem eru í farvatninu í sýningarrýminu á sýningartímanum. Opnunartíminn miðast við það. Þegar skiltið er úti og ljós í gluggunum þá er opið. Frá því snemma á morgnanna og fram á kvöld."
Um sýninguna.
Codhed er heimur þar sem jakkafataklætt fólk með bindi og þorskhaus sinnir margvíslegum viðfangsefnum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. Codhead er samstofna orðinu Godhead og á einhvern hátt nánast sama orðið. Þorskdómur og guðdómur.
Þetta er pólitísk list, og fjallar að hluta til um heimspeki rándýrsins, græðgi, eigingirni og miskunnarleysi sem er kjarni nýfrjálshyggjustjórnhátta vesturlanda. Hrunið afhjúpaði inngróna spillingu íslensks samfélags og meðvirkni á ævintýralega háu stigi. Allt þetta dregur kraft úr samfélögum og ógnar framtíð almennings. Þetta er mér ofarlega í huga.
En svo er ég einnig mjög upptekinn af hefðbundnum úrlausnum myndlistar á sviði framsetningar, litameðferðar, myndbyggingar og annarrar tækni. Ég er mjög meðvitaður um að myndlist er að miklum hluta til sjónræn og tilfinningaleg upplifun sem gefur ekki rými til predikunar eða framsetningu algildra sanninda.
Engin borðskort eru send út en allir hjartanlega velkomnir.
https://www.facebook.com/events/1654633784781547
9.9.2015 | 08:58
Bergþór Morthens sýnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Föstudaginn 11. September kl. 17.00 opnar listamaðurinn Bergþór Morthens sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Kompan 11.09. 4.10.
Bergþór Morthens - Við aftökustaðinn
Bergþór Morthens er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 2001-2004 og mastersnám við Valand listaakademíuna í Gautaborg 2013-2015. Bergþór hefur unnið ötullega að list sinni og haldið bæði einka- og samsýningar, jafnt hér á landi sem erlendis. Verk Bergþórs ögra viðmiðum portrett-hefðarinnar og daðra við hið gróteska. Viðfangsefnin eru í mörgum tilfellum, stjórnmálamenn og fólk í valdastöðum, máluð á hefðbundinn máta en í stað þess að upphefja viðfangsefnið er samhenginu breytt með miðlun listamannsins. Sýningin Við aftökustaðinn vísar til verks eftir Kjarval af einum alræmdasta aftökustað landsins, Drekkingarhyl í Öxará. Verkin eru fullunnin í ákveðnum stíl en svo kemur til sögunnar annar stíll, meira abstrakt og expressjónískur. Hann hylur eða eyðileggur upphaflega verkið og skírskotar til Chromophobiu (ótti við liti), þess að grýta tertu í andlit einhvers í pólitískum mótmælum en vísar einnig til athafnamálverksins (e. action painting).
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarfið í Alþýðuhúsinu.
https://www.facebook.com/events/438923872959415
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 12. september kl. 15 verður opnuð sýning textíl listakonunnar Ragnheiðar Bjarkar Þórsdóttur, Rýmisþræðir, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Þræðir tengja Ragnheiði Björk Þórsdóttur við lífið, upprunann og uppsprettuna. Þeir eru í senn efniviðurinn og viðfangsefnið í listsköpun hennar og mynda uppistöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráðum. Það er einhver galdur í vefnaðinum, hann er svo óendanlega tengdur lífinu, örlögum og sögu mannsins á jörðinni. Vefnaður er í senn erfiður andstæðingur og góður vinur sem felur bæði í sér einfaldleika og fjölbreytileika og reynir þannig bæði á líkama og sál.
Eftir brautskráningu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984 stundaði Ragnheiður meistaranám í textíl við John F. Kennedy University frá 1984-1985. Hún lauk uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1990 og lauk M.ed. námi frá Háskólanum á Akureyri 2009. Samhliða því að starfa sem textíllistamaður hefur Ragnheiður verið kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri í 27 ár og kennt vefnað, listasögu og hönnunar- og textílsögu. Hún er formaður Félags íslenskra vefnaðarkennara og félagi í Textílfélagi Íslands og SÍM. Ragnheiður var bæjarlistamaður á Akureyri 2014 - 2015.
Sýningin Rýmisþræðir stendur til sunnudagsins 25. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.
http://www.listak.is
https://www.facebook.com/events/461753620698589
4.9.2015 | 12:51
Beint streymi frá félagsfundi SÍM
Við viljum benda á að hægt verður að fygjast beint með félagsfundi SÍM, sem haldinn verður í SÍM salnum núna á laugardaginn 5. sept. 2015. Tengill á beint streymi er hér.
Dagskrá fundar:
13:00
/// Kynning á nýrri heimsíðu SÍM
Elisabet Brynhildardóttir, hönnuður síðunnar kynnir.
13:03
/// Kynning á BHM - Bandalagi Háskólamanna
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvædastjóri SÍM fer yfir það helsta sem felst í því að vera innan vébanda BHM.
14:00
/// STARA
4. tölublað STARA kemur út og er þema blaðsins Feneyjatvíæringurinn.
Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri KÍM fjallar um ferlið við val á framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins.
Hlynur Helgasson skrifar áhugaverða og ýtarlega grein um Listina, samfélagið og tjáningarfrelsið.
Jón Proppé fjallar um samsýninguna Listería sem var sett upp í ókláruðu safnhúsi á Nesi.
Vinnustofuviðtal við Eygló Harðardóttur, en hún er í vinnustofu SÍM í Súðarvogi.
14:20
/// MANELE DAM sýningarstjóri verður með kynningu.
SÍM fékk styrk frá KKNORD 2015 til þess að bjóða myndlistarmönnum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum til dvalar í Gestavinnustofum SÍM.
Árið 2015 hefur SÍM ákveðið að vinna með Nýlistasafninu og Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra við val á listamönnum og sýningarstjórum.
Malene Dam, sýningarstjóri frá Danmörku sem dvelur hjá okkur í september, ætlar að halda stutta kynningu um sín störf.
Félagsmönnum gefst tækifæri að heilsa upp á Malene og skrá sig á vinnustofuheimsóknar lista.
14:45
/// VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM segir frá herferðinni Við borgum myndlistarmönnum sem er í undirbúningi hjá SÍM
/// Önnur mál
Félagsmönnum gefst tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri til stjórnar SÍM, ræða hagsmunamál sín og spyrja spurninga.
3.9.2015 | 15:42
loop á videolistahátíðinni heim
Menning og listir | Breytt 4.9.2015 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)