Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýnir í Mjólkurbúðinni

11134019_10152796407337231_6807909968192902254_n

Guðmundur Ármann Sigurjónsson opnar myndlistarsýninguna NÁTTÚRUSÝN í Mjólkurbúðinni á Akureyri,16. maí kl 15.00

Náttúrusýn - Þar sem fjallið teigir kollinn mót himni

Myndefnið á sýningunni er sótt í umhverfið við Eyjafjörð.
Vatnslitamyndirnar eru málaðar úti undir berum himni, oftast á góðviðrisdögum en stundum á mörkum þess mögulega fyrir vatnsliti. Viðvangsefnið er náttúran eins og hún birtist í mismunandi ljósi dagsins. Leitast er við að færa á vatnslitaörkina myndefnið eins og það birtist sjónum horfandans. Þannig verða myndirnar jafn náttúrutrúverðugar og efniviðurinn, og hið eina sem setur þeim hugsanlegar skorður er færni þess sem heldur á penslinum. Að sitja úti undir berum himni og skoða umhverfið með öllum skilningarvitunum er áskorun sem ekki verður notið með öðrum hætti. Meðvitundin um verkefnið að mála mynd skerpir athyglina og skynjunina til fullnustu og svo að töfrum er líkast. Að sjá myndina framkallast skref fyrir skref á pappírsörkina er augnarbliks fögnuður, sérstaklega þegar vel tekst til.

Olíumálverkin eru unnin á vinnustofunni með vatnslitamyndirnar í bakgrunni. Litasamsetning og formspil náttúrunnar er fært í nokkuð strangari myndbyggingu og brugðið er á leik. „Myndlistin býr yfir samræmi sem er hliðstætt náttúrunni,“ á Cézanne að hafa sagt við kollega sinn þegar hann var að útskýra hvað hann væri að fást við þegar hann leyfði sér að hnika réttri fjarvídd og myndefnið var einfaldað og fært undir grunnformin. Í þeim anda eru málverkin unnin og jafnvel gengið enn lengra í að brjóta upp form náttúrunnar.

Töfrar náttúrusýnar felast ekki síður í að mála á vinnustofunni og finnast mynd sem glímt er við lokið þegar hún ber í sér minni sumarsins.
Ríkjandi litaskali er bláir tónar í bland við dempaða jarðliti.

Sýningin opnar laugardaginn 16. maí kl 16.00, henni lýkur 25. maí kl 18.


Útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri opnar í Listasafninu á Akureyri

large_elisabet-asgrimsdottir_eg_er_elisabet

Laugardaginn 16. maí kl. 15 verður opnuð útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri undir yfirskriftinni Sjónmennt 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin fer fram í Listasafninu á Akureyri. Nemendurnir hafa lokið þriggja ára námi við sérnámsdeildir skólans og að þessu sinni útskrifast fimm nemendur af fagurlistadeild og átta nemendur sem grafískir hönnuðir. Opnunarhelgina 16.-17. maí verða nemendurnir á svæðinu og er mögulegt að eiga við þá samtal um verkin.

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk; leturhönnun, málverk, skúlptúra, innsetningar, ímyndasköpun, hljóðverk, vídeóverk og vöruhönnun. Verkin eru mörg persónuleg og innblástur þeirra er m.a. dreginn frá æskuslóðum við Jökulsá á Dal, gömlu handritunum, áhrifum tónlistar á sköpunarferlið, vangaveltum um erfðir og listrænum möguleika á nýtingu grjóts úr Holuhrauni og Vaðlaheiðargöngunum svo fátt eitt sé nefnt.

Fagurlistadeild - frjáls myndlist: Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir.

Listhönnunardeild - grafísk hönnun: Eidís Anna Björnsdóttir, Eva Björg Óskarsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Linda Þuríður Helgadóttir, Perla Sigurðardóttir, Svala Hrönn Sveinsdóttir, Svanhildur Edda Kristjánsdóttir.

Sýningin stendur til 7. júní og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17, en frá 2. júní kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1418631355123922


Úlfur Logason sýnir í Kaktus

11165255_690047101118216_8359370668217833173_n



Að moldu er málverkasýning Úlfs Logasonar nemanda á listnámsbraut VMA. Þar veltir hann fyrir sér andartökunum fyrir dauðann bæði hjá þeim sem standa frammi fyrir honum og eftirlifendum.

Opnun laugardaginn 16. maí 2015, kl. 14.

Sýningin stendur yfir frá kl. 14:00 - 19:00 bæði laugardag og sunnudag.


Karl Guðmundson sýnir í Deiglunni

10985882_10153339741718417_56397823755996583_n

Laugardaginn 9. maí klukkan 16.00 opnar sýningin Málað á hjólum þar sem Karl Guðmundsson listamaður hátíðarinnar í ár sýnir verk sín. Sýningin stendur til 16. maí.

Karl Guðmundsson, Kalli, fékk hugmyndina um að mála með hjólastólnum sínum fyrir nokkrum árum. Borinn er litur á hjólin og síðan hjólað yfir strigann á gólfinu. Málverkin á þessari sýningu eru unnin á þennan hátt

Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 15-18 (3-6). Helgar kl. 14-18 (2-6)

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/881876205193448


Mary Zompetti opnar sýninguna "Negative/Positive" í Mjólkurbúðinni

11150364_10152788568992231_5616056626618331498_n

Mary Zompetti opnar sýninguna "Negative/Positive" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 9.maí kl. 14.

Listaverkin á sýningunni eru unnin með sérsmíðaðri skanna-myndavél sem nemur ljós, rými, hreyfingu og tíma. Mary vinnur með kvikmyndafilmur, strendinga, spegla og linsur við gerð myndanna og hún notar einnig hluti úr náttúrunni eins og plöntur, steina og vatn. Hver ein mynd er einstök og eru verkin retrospective og túlka bæði minningar og reynslu listakonunnar, sem verður síbreytilegt viðfangsefni í myndsköpun hennar.

Mary Zompetti kemur frá Grand Isle í Vermont í Bandaríkjunum og dvelur nú í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri. Hún lærði í Art Intitute of Boston í Lesley Univercity og er útskrifuð þaðan með MFA gráðu. Mary Zompetti starfar sem framkvæmdarstjóri ljósmyndadeildar hjá Burlington City Arts og kennir við Champlain College í Vermont.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17.
Allir velkomnir

http://www.maryzompetti.com/



Mjólkurbúðin s.8957173
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/

Mary Zompetti s.+18023556279


DELTA TOTAL Á HJALTEYRI, Í HRÍSEY OG Á SIGLUFIRÐI

HHS-21

DELTA TOTAL Á HJALTEYRI, Í HRÍSEY OG Á SIGLUFIRÐI

Verksmiðjan á Hjalteyri / Sæborg í Hrísey/ Gamla SR á Siglufirði/ Neðst á eyrinni við SR vélaverkstæði/ 08.05. – 07.06. 2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/

Opnanir föstudaginn 8 maí kl. 12:00 á Hjalteyri, kl. 16:00 í Hrísey og kl. 20:00 á Siglufirði/ Sýningin stendur til og með 07:06 í Verksmiðjunni (opið um helgar kl. 14:00 – 17:00) Hún stendur yfir dagana 8 – 10 maí á Siglufirði opið kl. 14.00 – 17.00 og í Hrísey,

Umsjón: Gústav Geir Bollason, Sébastien Montéro, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Édith Commissaire.

Föstudaginn 8 maí kl. 12:00/16:00/20:00 opna sýningar undir yfirskriftinni « Hjalteyri  chose toujours », « Minimal Bancal à Hrísey » og « Mingle « Sigló » Mingle »í Verksmiðjunni á Hjalteyri/Sæborg í Hrísey/Gömlu SR á Siglufirði

Delta Total er prógramm sem felur í sér 4 verkefni á ári sem byggja á listrænni reynslu, markmiðið er leitin að formum/leiðum sem fer í gang út frá reynslunni af breidd eða fjarlægðum(jörð, þrep, styrkleiki) og samræmi þessa.

Delta Total er   viðbótar listaskóli sem kemur sér fyrir hér og þar sem að aðstæður leyfa og á mótum þeirra áforma sem hún hefur.

 

Delta Total verkefnið sem nú fer fram í annað sinn á Íslandi og tengir saman myndlistarakademíur, ætlar þáttakendum að þessu sinni að búa til 3 sýningar á 3. mismunandi stöðum norður í landi. Á : Hjalteyri, Siglufirði og í Hrísey – Samstarfsverkefnið varir í 10 daga. Það snýst um að takast á við kraftmikið form listrænnar skuldbindingar : hugsa fyrir eigin stefnu og leiðum.

Opnanir: Föstudaginn, 8 maí, kl. 12:00/16:00/20:00

Verkefnið er samstarfsverkefni : L’École Supérieure d’Art et Design Le Havre – Rouen, L’École supérieure d’art de l’agglomération d’Annecy, Listaháskóla Íslands, L’École Supérieure des beaux-arts de Nantes, Myndlistarskólans á Akureyri, Alþýðuhússins á Siglufirði og Verksmiðjunnar á Hjalteyri

« Hjalteyri  chose toujours », « Minimal Bancal à Hrísey » og « Mingle « Sigló » Mingle »

Opnanir föstudaginn 8. maí 2015, kl. 12:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 16 :00 í Sæborg í Hrísey og kl. 20.00 í Gömlu SR á Siglufirði

Koma skólanna er styrkt af , Menningarráði Eyþings, Slippfélaginu, Húsasmiðjunni, Ásprent,CCPgames, Bústólpi, Hörgársveit, Fjallabyggð, Rauðka ehf, Síldarminjasafn Íslands, Svarta Krían og Fiskbúð Siglufjarðar. Einnig tekur Herhúsið á Siglufirði á móti þátttakendum.

 

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Verksmiðjan á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð

http://www.verksmidjan.blogspot.com/

https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828


Sköpun bernskunnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_skopun-bernskunnar_front

Laugardaginn 9. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar. Þátttakendur eru nemendur leik- og grunnskóla Akureyrar, tíu starfandi myndlistarmenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.

Þemað er börn og sköpun þeirra. Hugmyndin er að blanda saman list starfandi myndlistarmanna, sem fást við bernskuna í víðum skilningi, og verkum eftir börn og leikföngum þeirra. Stefnt er að því að sýningin verði árviss viðburður með nýjum þátttakendum ár hvert.

Þátttakendur sýningarinnar: Bergþór Morthens og börn hans Vilmundur Ernir og Indíana, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hjördís Frímann, Hrönn Einarsdóttir, Ólafur Sveinsson, Rósa Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson, Samúel Jóhannsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve og börn þeirra Logi og Ylva, Glerárskóli, Oddeyrarskóli, Brekkuskóli, Hlíðarskóli, Naustaskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Síðuskóli, Tröllaborgir, Iðavöllur, Naustatjörn, Kiðagil, Hlíðaból, Hulduheimar, Lundarsel og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.

Sýningarstjóri er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

https://www.facebook.com/events/1628330777381376

http://www.listak.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband