Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Rolf Hannén sýnir ljósmyndir í Populus tremula

10670058_10152762996668081_553808871154746686_n

Laugardaginn 20. september kl. 14.00 opnar Rolf Hannén ljósmyndasýninguna Listaverk náttúrunnar í Populus tremula.

Þar sýnir Rolf náttúruljósmyndir teknar á Íslandi þar sem hann dregur fram hið listræna í náttúrunni. Flestar mynda hans eru lítið breyttar í myndvinnsluforriti. Rolf hefur stundað ljósmyndun frá því að hann var 14 ára og tekið þátt í nokkrum ljósmyndasýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hans.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/367422913412008


Anna Barlik sýnir í Hvítspóa

10636710_297584097110738_1890373693438786667_o

Velkomin á opnun sýningarinnar  landscape geometry  |  rúmfræði landslag  í Hvítspóa art gallery,  fimmtudaginn 18 september kl 17.00

Anna Barlik – artist form Warsaw, Poland. Currently spending time in Old School Art House in Hrisey in artist residency. Works mostly in field of installation and drawing. Her works usually are based on local contexts.

The exhibition shows geometrical view of surrounding space. Works presented are drawings and photo collages and a small paper installation showing my definition of the raw landscape and architecture in Iceland. The topography of empty spaces is an inspiration to some of the presented works.


Karin Leening opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

10701988_10152294930707231_1487866214481558711_n

Bjarnarkonan - Karin Leening opnar myndlistasýninguna "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri á laugardaginn 13.september kl. 14:00.

Um myndlistasýninguna:

Hefur þú kynnst ljóskindinni, orkubirninum eða ljóni gróandans?
Þau lifa í list Karinar Leening, sem kallar sjálfa sig gjarnan Bjarnarkonu.
Birnir heilla Karin “Birnir eru fullir orku og eru öryggið uppmálað”.
Í list Bjarnarkonunnar skjóta oft upp kollinum undraverðustu verur og dýrkonur sem byggja okkur óþekkta heima.
“Fegurð sakleysisins og hins barnslega heillar mig algjörlega”.

Sýning Bjarnarkonunnar "Undraverðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur" stendur til 28. september
Opnunartími: Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl 14.00 – 17.00.
Allir velkomnir

Mjólkurbúðin er á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


September Artists in Listhús, Ólafsfjörður

9519654_orig

Listhús invites you to meet our September artists at 15:00 to 17:30 on 5th September, 2014 in Listhús Gallery in Ólafsfjörður.

Artists of the month:

Cilla Berg (Sweden) | performance/ installation /mixed media artist: http://www.cillaberg.com/

David Lin Yen Fu (Canada/Taiwan) | mixed media visual artist: http://artlin.net/

Laia Gutiérrez (Spain) | photographer: http://www.laiagutierrez.com/

Leila Morrissey (Australia) | photographer: http://www.leilamorrissey.com/

Meghan Krauss (Australia) | photographer: http://www.meghankrauss.com/

Nina Röder (German) | photographer: http://ninaroeder.de/wp/

Pablo Lerma (Spain) | photographer/painter: http://pablolerma.com/

They will introduce themselves, talk about their previous projects and what they are going to do in Olafsfjordur.

Hope you can drop by, have a coffee and chart.

http://listhus.com


Victor Ocares opnar sýningu í Deiglunni á Akureyri

teminus-1024x567

Laugardaginn 6. september kl. 15 verður opnuð í Deiglunni á Akureyri sýning Victors Ocares, Hotel Terminus. Á sýningunni leikur hann sér að hugtökum á borð við óvissa og þekking og veltir fyrir sér hvort mörkin þar á milli séu í rauninni jafn skýr og af er látið.

Victor Ocares útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð dulhyggju sem leitar meðal annars fanga í heimspeki og vísindum. Á sýningunni notar Victor margvíslega miðla, eins og tónverk, skúlptúra og myndverk.

Sýningin stendur til 5. október og er opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/730177353703137

http://listasafn.akureyri.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband