Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
31.12.2014 | 12:00
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
FJÖGUR MÁLVERK
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, nýjársdag. Sýningin stendur til 5. febrúar. Til sýnis verða fjögur málverk sem Freyja vann á staðnum og mynda þau eitt verk.
Hér er ég að búa eitthvað til fyrir áhorfandann, hvað svo og hvernig sem hann síðan ákveður að þetta sé. Þetta er kannski eitthvað sem á upphaf eða enda, eins og setning, taktur, hljóðtíðni eða hreyfing. Kannski er þetta hluti af stærri heild. Stöðug þróun frá einu að örðu eða tvístraðar útgáfur af sömu rót. Fjögur málverk.
Freyja Reynisdóttir, fædd 1989 býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist vorið 2014 frá Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur síðan þá starfað sem listamaður hér á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum.
www.freyjareynisdottir.com
Verið hjartanlega velkomin í Alþýðuhúsið á Siglufirði. Það verður hátíðleg smá-opnun á gamlárskvöld en sýningin verður opin öllum frá 18:00, fimmtudaginn 1. janúar 2015!
Koman er opin daglega kl: 14:00-17:00, eða þegar skiltið er úti. Einnig er hægt að hafa samband við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í síma: 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fiskbúð Siglufjarðar og Fjallabyggð eru bakhjarlar Alþýðuhússins.
23.12.2014 | 00:10
Ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna í Populus tremula
Laugardaginn 27. desember kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna í Populus tremula. Þar verður stiklað á stóru í tíu ára sögu Populus og myndir þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar og Daníels Starrasonar verða í aðalhlutverki þótt fleiri muni koma við sögu.
Sýningin verður einnig opin 28. desember kl. 14.00-17.00 og að kvöldi 30. desember.
Þetta er síðasta sýningin í nafni menningarsmiðjunnar Populus tremula, sem rekin hefur verið í Listagilinu á Akureyri í tíu ár af hópi áhugafólks en hættir starfsemi um komandi áramót. Að baki eru 300 list- og menningarviðburðir af fjölbreyttum toga og útgáfa meira en 20 bókatitla og einnar hljómplötu.
Takk fyrir komuna í tíu ár!
https://www.facebook.com/events/1585518265013972/
22.12.2014 | 14:39
Pinhole Sólargraf í Fjallabyggð
Pinhole Sólargraf í Fjallabyggð (sýning í Listhús Gallery)
Opnunartími:
26. 12. 2014 | kl.16-18
27. & 28. 12. 2014 | kl.14-17
2. 01. 2015 | kl.16-18
3. & 4. 01. 2015 | kl.14-17
Höfundar verka:
Ásdís Pálmadóttir | Eyrún Brynja Valdimarsdóttir | Gísli Kristinsson
Guðný Ágústsdóttir | Hólmfríður Arngrímsdóttir | Kristín Sigurjónsdóttir
María Bjarney Leifsdóttir | Matthías Gunnarsson |Sigmundur Agnarsson
Sigurður Svavarsson | Shok Han Liu
Kennsla i gerð pinhole myndavéla verður lokadag sýningarinnar á opnunartíma.
Komið með eigin dósir 500 ml áldósir. Annað efni útvegað, gjald 500-kr pr. dós.
meire: http://listhus.com/7/post/2014/12/pinhole-solargraphy-of-fjallabyggd.html
* This exhibition is also our annual fund raising event. The person who donate 5000-kr or more to Listhus for supporting the art activities, they can select one of the prints attached.
11.12.2014 | 10:03
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Los Angeles
PLEASED 2 MEAT
Acryl, paper, canvas, wood. Freyja Reynisdóttir 2014.
At Reykjavik Outpost. 4680 Eagle Rock Blvd. Los Angeles, CA 90041.
Freyja Reynisdóttir b.1989, is an Icelandic artist living and working in Akureyri, Iceland. She graduated 2014 with first class honours from Akureyri School of Visual Arts and has since been working in Iceland, Europe and LA. Her most recent exhibition in Denmark covered the subject of Nothing through the nature of things, language and experience. Her work often depicts an unusual fantasy that addresses the emotional reality of being amongst others, our experiences, memory and communication. Crossing between drawing, painting, performance, text, video work and installations.
www.freyjareynisdottir.com
Gymnophobia
Love Water
is the title of a short story written by Icelandic writer and artist Hekla Björt Helgadóttir and is part of a book being published in late 2015 by Hekla and Freyja. In coming months Freyja will go through Heklas chapters and poems, using them as inspiration and material. The two will live together in an exhibition space at Akureyris central art street, creating and living through the book with performances, happenings, sound & video, installations, sculptures and paintings. (Gymnophobia is a fear (phobia) of nudity). This short story is the second text Freyja works with in their collaboration, the first one was a poem named Kattastófískt Kynlíf, e. Catastrophic Sex and ended up as a painting, installation and a performance by the two.
9.12.2014 | 15:38
STYRKTARSJÓÐUR GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM
STYRKTARSJÓÐUR GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM Á ÁRINU 2014
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 1.8 milljónum króna. Veittir verða þrír styrkir að upphæð 600.000 krónur hver.
Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014.
Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafns Íslands 515 9600. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 18. desember næstkomandi.
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur
9.12.2014 | 14:52
Kazuko Kizawa með fyrirlestur í Ketilhúsinu
Í dag, þriðjudaginn 9. desember, kl. 17 heldur japanska listakonan Kazuko Kizawa fyrirlestur í Ketilhúsinu þar sem hún mun fjalla um sýningu sína Spectrum Polarljós sem opnar í Deiglunni næstkomandi laugardag, en þar sýnir hún verk sem unnin eru útfrá norðurljósunum. Á fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun Kazuko einnig fjalla um eldri verk og myndlistarferil sinn.
Kazuko Kizawa vinnur í margskonar miðla s.s. innsetningar, video, ljósmyndir, málverk og þrívídd. Hennar meginþema er ljós og litir. Hún hefur sýnt verk sín víða í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum.
Fyrirlesturinn er á vegum Gilfélagsins og aðgangur er ókeypis.
9.12.2014 | 12:22
Arna Vals - samtal - Hekla Björt: Geimdósin
Geimdósin kynnir síðustu opnun sína, laugardaginn 13. des. kl. 20:
Agnes - samtal- Kæra Ljóðsdóttir
Arna Vals - samtal - Hekla Björt
Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir sýna í Geimdósinni í Kaupvangsstræti á Akureyri verk þar sem þær stefna videoverki Örnu Agnes saman við ljóð Heklu Bjartar Kæra Ljóðsdóttir.
Verkið Agnes er stutt myndskeið tekið í Vatnsdalnum á hráslagalegum degi vorið 2014 við aftökustað Agnesar
Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar.
Arna Valsdóttir nam myndlist við MHÍ og lauk framhaldsnámi frá Jan van Eyck Academie í Hollandi árið
1989. Hún hefur sýnt víða bæði samsýningar og einkasýningar en í ágúst 2014 opnaði einkasýning hennar
Staðreynd-Local fact í Listasafninu á Akureyri. Þar sýndi hún 6 video/söng -innsetningar sem hún hefur unnið frá 2008 og 1 videoverk frá 1988. Arna er búsett á Akureyri og kennir við listnámsbraut VMA.
Hekla Björt hefur starfrækt gallerí Geimdós á vinnustofu sinni í Kaupvangsstræti, síðan í desember 2013.
Þar hefur hún unnið myndlist og ljóð, auk þess að bjóða listafólki að sýna þar verk sín við ljóð eftir hana.
Þó Geimdósin teljist ekki stór í fermetrum, er hún takmarkalaus. Hún hefur fyllst af sandi, vatni, rusli, myndlist, ljóðum og alls konar fólki. Fyrsta opnun Geimdósarinnar var 17. desember 2013 og verður opnunin á laugardaginn sú síðasta og sautjánda í röðinni. Að því tilefni, eru allir hjartanlega velkomnir í Dósina í síðasta sinn. Arna og Hekla munu meðal annars bjóða upp á ljóðasúpu og brauð og einhvern ljúfan vökva í glasi.
Gleðin hefst klukkan átta og lifir þar til glóðin lognast út.
Hér að neðan má lesa ljóðið:
Kæra Ljóðsdóttir
Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar
Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu
spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki
og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu
Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku
og þú vilt eyða þeim í rúminu,
með einhverjum að yrkja um
og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu,
heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu
hitar súpuna og situr með þér.
Ég man daginn sem ég uppgötvaði kveðskap og kvenhatur Charles
Bukowskis. Ég las ekkert annað, hálfheilluð, hálfhelluð
og frekar hneyksluð.
Og ég undraði mig á afköstum mannsins,
Hann teygaði minnst sex lítra af bjór á dag!
og ég spurði mig hvort ég kæmist upp með slíkt hið sama
að drekka og skrifa og skrifa um að drekka í bræði
svo komu dagarnir sem ég lét á það reyna
en ræðum þá sem minnst
þeir enduðu í kulnuðu flóði
við Ginnungagapið sjálft.
En svo komu líka dagar
og ég lofa þér
þeir koma
þegar allt hið ofangreinda
fellur í skugga hins fullkomna orðasambands
og þér finnst þú hafa sigrað bikið og heiminn og allan stokkinn
og gefur skuggum meistaranna langt nef
- Hekla Björt
GEIMDÓSIN, Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.
https://www.facebook.com/events/610482915720098
3.12.2014 | 22:06
Ingibjörg Berglind sýnir í Mjólkurbúðinni
Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir opnar sýninguna HUG-SJÓN í Mjólkurbúðinni í listagili, laugardaginn 6. desember kl. 14.
Ingibjörg er grafískur hönnuður og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2014.
Sýningin HUG-SJÓN er fyrsta einkasýning Ingibjargar og hefur að geyma blek og pennateikningar af manneskjum. Þessar manneskjur verða að persónum mjög fljótt í ferlinu, þar sem tilfinningar fá að flæða undan áhrifum hugsana og umhverfis.
Sýningin stendur yfir helgina 6.-7. desember og er opið kl. 12- 17.
Allir velkomnir.
Mjólkurbúðin Listagili s. 8957173
Menning og listir | Breytt 4.12.2014 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2014 | 12:11
Aflsgjörningur og sýning á Akureyri Backpackers
Ungmennahúsið í samstarfi við Þuríði Önnu Sigurðardóttur efnir til listasýningar á Akureyri Backpackers þann 6. desember frá kl. 13-18.
Sýningin er okkar liður í þátttöku 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember, er alþjóðlegt og skipulagt af Miðstöð fyrir alþjóðlega forystu kvenna/ Center for Womens Global Leadership. Síðustu 23 ár hefur alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi verið tileinkað baráttu og skipulagningu á aðgerðum til þess að binda endi á ofbeldi gegn konum bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Markmið okkar með sýningunni er að varpa ljósi á bága fjárhagsstöðu Aflsins, sem er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hér á Akureyri.
Á sýningunni verða videoverk og ljóð til sýnis, listaverk og fatnaður til sölu og vel verður tekið á móti frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskertur til Aflsins.
Hlökkum til að sjá ykkur kæru vinir.
Fyrir ykkur sem sjáið ykkur ekki fært að mæta en viljið leggja ykkar af mörkum þá tekur Aflið á móti frjálsum framlögum ♥
Bankareikningur: 566 -26-2150
Kennitala: 690702-2150
https://www.facebook.com/events/753632301379073
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2014 | 13:37
Súpufundur í Listagilinu
Það styttist í hinn mánaðarlega súpufundi í Gilinu. Við hittumst fyrsta þriðjudag í mánuði og nú er komið að þriðjudeginum 2. desember 2014 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem vinna í Gilinu, tengjast starfseminni þar eða hafa bara áhuga á Gilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan. Til dæmis umferðina í Gilinu, aðventudagskrána eða næsta Gildag sem er fyrirhugaður 10. jan. og fleira og fleira.
Sjáumst!
https://www.facebook.com/events/1511757572420262