Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Dagur myndlistar í Listasafninu á Akureyri

1902900_833458623342648_1649387740114261878_n
 
Í tilefni af degi myndlistar næstkomandi laugardag, 1. nóvember, verður boðið upp á listamannaspjall í Ketilhúsinu á Akureyri kl. 15. Þar ræðir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins við Véronique Legros um sýningu hennar Landiða – Fata morgana sem staðið hefur yfir í Ketilhúsinu síðan í lok september en henni lýkur á sunnudaginn. Einnig mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins halda teiknismiðjur fyrir börn og fullorðna kl. 14-15 í tilefni dagsins.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

Þorgils Gíslason sýnir í Populus tremula

10444663_10152870905633081_1206214977251408339_n

Stratospehere – Þorgils Gíslason

Laugardaginn 1. nóvember kl 14.00 opnar Þorgils Gíslason tónlistarmaður sýninguna Stratosphere í Populus tremula.

Á sýningunni verða video og grafíkverk unnin út frá The Berlin School tónlistarstefnunni sem varð til fyrri hluta 8. áratugarins.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 2. nóvember kl 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/654477297984448/


Ryo Yamauchi með fyrirlestur í Populus Tremula

10270560_10152115651363595_1306862545591606619_n2 

Þriðjudaginn 28. október, kl. 18.00 heldur Gestalistamaður mánaðarins Ryo Yamauchi frá Japan fyrirlestur í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri. Hún mun þar kynna sig og það sem hún hefur verið að gera undanfarið. Ryo er Ljósmyndari og Myndlistamaður.
Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/731953570208396 


Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

JonGunnar 

Þriðjudaginn 28. október, kl. 17 heldur leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Rannsóknarvinna leikstjórans. Þar fjallar hann um rannsóknarvinnuna er liggur að baki þremur sýningum sem hann hefur sett upp; LiljuDjáknanumog Makbeð. Vinnan fólst m.a. í rannsókn á óhugnanlegum heimi mansals, leitinni að djáknanum og þeirri spurningu hvort hægt sé að rekja ættir Akureyringa til skoska konungsins Makbeð.

Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Center í London árið 2006. Hann hefur unnið sem atvinnuleikstjóri á Íslandi, í Englandi og Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið fjölda námskeiða, leikstýrt áhugaleikfélögum og stjórnað Götuleikhúsinu í Reykjavík.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá fimmti í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Aðalsteinn Þórsson, Stefán Boulter, Rósa Júlíusdóttir, Giorgio Baruchello og Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

http://listasafn.akureyri.is 


Bryndís Arnardóttir opnar einkasýningu í Mjólkurbúðinni

10689960_10152384701682231_1298035673610311556_n 

 

Bryndís Arnardóttir opnar einkasýninguna STEFNIS SVANNI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 25.október kl. 15.


Stefnis svanni er titill 20. Einkasýningar  Bryndísar Arnardóttur eða Billu eins og flestir þekkja hana.  

Billa hóf listnám í Belgíu árið 1978 og hélt áfram í Myndlistaskólanum á Akureyri í fagurlistadeild og útskrifaðist þaðan árið 1986.


Auk myndlistarstarfa hefur Billa fengist við kennslu og rannsóknarstörf, en hún lauk M.ed. gráðu 2009, með áherslu á kennslufræði listgreina við Háskólann á Akureyri. Nær samfellt frá árinu 1998 til 2013 starfaði hún sem myndlista og listasögukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri , en er nú komin inná nýjan vettvang þar sem ný stofnað fyrirtæki hennar   Listfræðslan, fræðslusetur listgreina þjónustar fullorðna námsmenn á vegum Símenntunarmiðstöð Eyjagjarðar, SIMEY. Einnig starfa hún sem aðjúnkt prófessor við University of Central Florida í Bandaríkjunum þar sem kennir verðandi myndlistarkennurum  að kenna myndlist. Næsta verkefni hennar á sviði myndlistarinnar er að undirbúa sýningu í Gimli á slóðum Vestur- Íslendinga  á næsta ári.


Í málverkum hafa konur og tilvist þeirra löngum verið viðfangsefni Billu.

Í þessari sýningu veltir hún fyrir sér hlutverki kvenlíkamans  á stefni skipa fyrr á öldum.


Birgir Sigurðsson sýnir í Populus tremula

1959264_10152837733833081_3123904958489582108_n 

Laugardaginn 25. október 2014 kl. 14.00 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarmaður sýninguna Í túninu heima – seinni hluti í Populus tremula

Á sýningunni verða video, ljós og teikningar. Birgir, sem margoft hefur sýnt í Populus tremula áður, er ekki einungis kunnur fyrir einkar áhugaverð ljósverk og ýmsa listviðburði, heldur hefur hann undanfarin ár rekið hið merkilega listhús Gallerý 002 í íbúð sinni í Hafnarfirði.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 26. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/1492333827683013 


Ragnar Hólm sýnir á bókasafni Háskólans á Akureyri

10432933_10205385557862687_6483942498770535617_n

Ragnar Hólm sýnir ný olíumálverk og vatnslitamyndir í bókasafni Háskólans á Akureyri. Formleg opnun fimmtudaginn 6. nóvember frá kl. 16.30-18.00. Verið velkomin.

https://www.facebook.com/events/549175798561734 


Stjórn Myndlistarfélagsins

P1010163 

Formaður:
Lárus H. List, til 2018

Meðstjórnendur:
Sandra Rebekka varaformaður, til 2018, Helgi Vilberg Hermannsson gjaldkeri, til 2017, Borghildur Guðmundsdóttir ritari, til 2017 og Guðrún Harpa Örvarsdóttir til 2018

Varamaður:
Jóhanna Friðfinnsdóttir, til 2018

Félagslegur skoðunarmaður og endurskoðandi:
Arna Valsdóttir, til 2017


Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

10659151_827596567262187_34524680341918714_n 

Þriðjudaginn 21. október kl. 17 heldur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar "Myndlist minjar / Minjar Myndlist" fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri undir heitinu "Hugmynd verður sýning".

Síðastliðin tólf ár hefur Íris Ólöf Sigurjónsdóttir verið forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík. Áður starfaði hún á Árbæjarsafni í Reykjavík.
Fyrir utan almenn safnastörf fæst Íris Ólöf við hönnun á eigin textílum. Hún hefur séð um að hanna allar sýningar byggðasafnsins Hvols , auk þess hefur hún tekið að sér að setja upp sýningar í öðrum rýmum en safnsins. Íris Ólöf er textílmenntuð í Osló og menntuð í textílforvörslu í London

Á sýningunni "Myndlist minjar / Minjar myndlist" í Listasafninu á Akureyri gefur annars vegar að líta muni, markaða af sögu, menningu og andblæ liðins tíma, og hins vegar ný listaverk unnin af ellefu listamönnum sem boðið var að vinna þau út frá munum Byggðasafnsins og menningarsögu Dalvíkurbyggðar.

Myndlistarmennirnir eru á aldrinum 28-70 ára og vinna í ólíka miðla en eiga það sameiginlegt að tengjast Írisi Ólöfu á einn eða annan hátt. Þeir eru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason.

Listasafn og byggðasafn eiga vissulega ýmislegt sameiginlegt en það er einnig margt sem aðgreinir þau. Á sýningunni er menningararfurinn meðhöndlaður út frá hugmyndum myndlistarmannanna og útkoman er fjölbreytt, spennandi og í einhverjum tilfellum óvænt. Gripum Byggðasafnsins er stillt upp án sögu þeirra eða skýringa; formið eitt stendur eftir.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er sá fjórði í röð fyrirlestra sem haldnir eru í Ketilhúsinu á hverjum þriðjudegi kl. 17 undir yfirskriftinni Þriðjudagsfyrirlestrar.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. 

Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:
30. sept. Angela Rawlings, skáld
7.okt. Arna Valsdóttir, myndlistarkona 
14. okt. Hlynur Helgason, listfræðingur
21. okt. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri 
28. okt. Jón Gunnar Þórðarson, leikstóri 
4. nóv. Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður 
11. nóv. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður 
18. nóv. Rósa Júlíusdóttir, myndlistarkona og dósent við HA 
25. nóv. Stefán Boulter, myndlistarmaður 
2. des. Giorgio Baruchello, heimspekiprófessor

http://listasafn.akureyri.is/


GILDAGUR í Listagilinu á Akureyri

10734074_826950880660089_8025209518939529412_n 
 
GILDAGUR
í Listagilinu á Akureyri
laugardaginn 18. október 2014 verður opið fyrir gangandi og hjólandi umferð í Gilinu en bílaumferð takmörkuð kl. 14-18
Opnanir, sýningar og uppákomur vítt og breitt um Gilið
Verið velkomin


15-17 Listasafnið á Akureyri: Opnun
Kaupvangsstræti 12
Myndlist minjar / Minjar myndlist: Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon, Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason
12-17 Ketilhúsið
Kaupvangsstræti 8
Landiða – Fata morgana: Véronique Legros
12-17 Deiglan
Kaupvangsstræti 23
#1: Rakel Sölvadóttir
14-17 Mjólkurbúðin 
Kaupvangsstræti 12 
Þras(t)astaðir I: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal og Ólöf Helga Helgadóttir
14-17 Geimdós, vinnustofurnar í Portinu
Kaupvangsstræti 12 (bak við Listasafnið)
Hugafluga: Brák Jónsdóttir
— 
14-17 Gallerí Ískápur, vinnustofurnar í Portinu
Kaupvangsstræti 12 (bak við Listasafnið)
*bling*bling*: Tinna Rós Þorsteinsdóttir
14-17 Anddyri Portsins
Kaupvangsstræti 12 (bak við Listasafnið)
Á förum: Samsýning listamanna
14-17 Útibú Gallerí Ískáps
Leitið að Ískáp í Gilinu fyrir staðsetningu
Turkísblá hafmeyja: Heiðdís Hólm, Ívar Freyr Kárason og Jónína Björg Helgadóttir.
14-17 Salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10
ATHAFNA-KONUR: Hrefna Harðardóttir
14-17 Hvítspói art gallerý
Brekkugata 3a
PART 1: Anna Gunnarsdóttir 
17-19 Populus tremula
Kaupvangsstræti 10 
Litla ljóðahátíðin: Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Jón Laxdal

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband