Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
6.5.2013 | 00:02
Sýningin "Re - member - Iceland" í Verksmiðjunni á Hjalteyri
LAETITI GENDRE / ALBANE DUPLESSIX / VINCENTCHHIM / ISABELLE PAGA
Verksmiðjan á Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 / Opið til 10. júní um helgar eingöngu kl. 14 :00-17 :00 og eftir það alla daga kl : 14 :00-17 :00.
Teleportation / Long Distance Vision / gjörningur frá París til Hjalteyrar / frumfluttur kl. 15:00 / Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.
L'usine de Hjalteyri / 11.05 - 23.06.2013 / Tout en bas de Hjalteyri / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/
Vernissage Samedi 11 mai à 14 h 00 Ouvert jusqu´au 10 Juin, uniquement le week-end entre 14h00 et 17h00, et par la suite tous les jours de 14 h 00-17h00
Téléportation / Long Distance Vision / Video Mental Performance / 15h00 /
Sýningarstjóri/ commissaire d'exposition: Veronique Legros
Laugardaginn 11. maí kl. 14 :00 opnar sýningin Re member Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við Kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt. Það er ekki gott að segja hvað þau eiga sammerkt, enda koma þau úr ólíkum áttum en þau fylgjast þó öll vel með Íslandi úr fjarlægð og eiga héðan (misáreiðanlegar) minningar sem að þau leggja að nokkru leiti til grundvallar í RE MEMBER ICELAND.
Á þessari sýningu gefur meðal annars að líta verk sem eru sérstaklega gerð fyrir sýningarstaðinn.
Á opnun kl. 15 :00 verður einnig frumflutt gjörningaverk, - virtual, gætt innsæi og andlegt fyrir 2 myndlistarmenn og 1 kóreógraf .
Verkið sem heitir TELEPORTATION / LONG DISTANCE VISION frá París til Hjalteyrar er lauslega byggt á vísindalegum rannsóknum IMI, l'institut métaphysique international. Höfundar og flytjendur eru Joseph Marzolla, Luigia Riva, Julie Coutureau.
R E - M E M B E R - I C E L A N D
Kynningartexti sýningar
Listamennirnir á bak við samsýninguna hafa allir í það minnsta einu sinni átt dvöl á Íslandi. Heimkomnir í gömlu álfuna, geyma þeir hana í minni, vitanlega. Samt viðhalda verk þeirra hvers og eins jafnt sem hughrifin stöðugri óvissu. Þau bera vott um óljósar breytingar, jafnvel afbökun á hlutföllum og stærðum. Það sem lagt hefur verið á minnið lýsir skorti á staðgreiningum, næstum undanhaldi hins stundlega. Eftir atvikum, hefði þurft að endurskoða rúmfræðina og fjarvíddina, sjá skipin, ljósmynda, kvikmynda og endurskapa framrás hlutanna; eða öllu heldur, einbeita sér að því sem hendi er næst og framkvæma athöfn, þramma áfram síðan snúast á hæl til að líta yfir farinn veg, tala háum rómi, taka upp steina, teikna til að finna sig aftur.
Svona sýning er tilefni sérstakrar millilendingar listamannana, þar sem verk þeirra sameinuð orsaka þessa nálgun við stað sem að víkur sér undan. Staður sem engu að síður heldur þeim tengdum þrátt fyrir fjarlægðir. Fínlegt meginland - Un continent subtil. « Subtil » orð sem erfitt er að þýða úr frönsku, þýðir hér líklega : mjög hreyfanlegt; erfitt að ná eða snerta
Sýningin verður opnuð laugardaginn 11. maí 2013, kl. 14:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2013 | 19:24
Sýningu Gunnhildar Þórðardóttur í Flóru að ljúka
Gunnhildur Þórðardóttir
Minningar í kössum/Boxed Memories
30. mars 4. maí 2013
Sýningarlok laugardaginn 4. maí
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
https://www.facebook.com/flora.akureyri
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Gunnhildur Þórðardóttir sem nefnist Minningar í kössum/Boxed Memories í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.
Á sýningunni eru ný verk, textaverk, innsetning og skúlptúrar sem fjalla um minningar en við geymum minningar oft í eins konar hólfum í heilanum sem við getum lokað og opnað. Minningar sem slíkar eru ekki endilega áreiðanlegar heimildir en þær hafa eitthvað með fortíðina að gera og mynda heild í huga manns. Minningar fólks eru eins konar vitneskja um liðna atburði oft sveipaðar fortíðarþrá. Á sýningunni verður hægt að létta af hjarta sínu eða að taka þátt í listaverkinu með því að skrifa niður nafnlausar minningar og setja í kassa. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna. Í tilefni alþjóðlegs dags ljóðsins 21. mars sl. gaf Gunnhildur út ljóðabókina Blóðsteina/Bloodstones og er hún fáanleg í Flóru.
Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars Fráhvörf í SÍM salnum og sýninguna Losun í sal Íslenskrar grafíkur á síðasta ári auk þess að taka þátt í samsýningum í 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain einnig í fyrra. Þetta er hennar tólfta einkasýning þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 4. maí 2013.
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 898 3419 og í netfangi gunnhildursaga@hotmail.com, Kristín í síma 661 0168 og Hlynur í síma 659 4744. Sjá einnig: http://www.gunnhildurthordardottir.com, http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722 og http://www.saatchi-gallery.co.uk
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.