Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
31.1.2013 | 09:47
Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu í Menningarhúsinu Hofi
Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 2. febrúar 2013. Þar sýnir hún málverk sem flest eru máluð á síðasta ári og er viðfangsefnið íslenskur útsaumur sem fær nýtt hlutverk í meðförum listakonunnar.
Guðbjörg er fædd á Akureyri 1957 og útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ árið 1982. Hún hefur fengist við kennslu og myndlist frá útskrift og þá aðallega unnið með grafíkina. En um 2006 sneri hún sér að málverkinu og sýnir hér akrýlmálverk. Í ár eru liðin 30 ár frá fyrstu einkasýningu hennar og er sýningin í Hofi sú 26. Opnun er frá kl. 15 17. Sýningin stendur til 1. maí.
Guðbjörg er bæjarlistamaður Akureyrar 2012 til 2013.
31.1.2013 | 09:38
Georg Óskar & Margeir Dire S sýna í Reykjavík Art Gallery
"Tveir mjög ólíkir myndlistarmenn sem hafa sömu hugmynd um hvað góð myndlist sé og hvernig hana skal skapa. Við málum ofan í hvorn annan þangað til fullkomið jafnvægi skapast og verkið er eins og eftir einn furðulegan einstakling"
Titillinn Overdose & Underdose fjallar um ferli verkana í gerð, stundum er "Overdose" á ákveðnum svæðum sem þarf að róa niður og stundum er "underdose" sem þarf að hlaða. Hvert verk gengur í gegn um þetta ferli aftur og aftur þar til ákveðið jafnvægi hefur myndast með öfgum í allar áttir.
Overdose & Underdose fjallar á sama tíma um hvernig áhorfandinn meðtekur verkin og gefur rými fyrir þær blendnu tilfinningar sem hann kann að upplifa frá verkinu.
Þessi sýning er framhald af samstarfi þeirra GÓMS félaga sem hófst í sameiginlegri vinnuaðstöðu "Stúdíó Tímavél" frá árinu 2007-2008. Þeir héldu nokkrar sýningar með afrakstrinum sem fékk eintómt lof áhorfenda. Nú mætast þeir aftur á striganum í myndrænni orgíu sem ætti ekki að skilja neinn eftir ófullnægðan.
Menning og listir | Breytt 5.2.2013 kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2013 | 19:50
Lucy Wilson sýnir í Sæborg í Hrísey
Lucy Wilson
Sæborg, Hrísey
26.1.13-27.1.13
3pm-6pm
Ég hef ánægju af fjölva (macro) ljósmyndun þar sem þessi tækni býður upp á mikla skerpu og stækkun. Skuggar sem svona mikil stækkun orsakar leyfa huganum að dikta upp sína eigin hugarsmíð og hefur verið notuð í hryllingsmyndum svo sem Repulsion eftir Roman Polanski. Ég hef nýverið unnið meir og meir í svart hvítu , einfaldleikinn er svo heillandi. Með því að fjarlægja litina og þysja inn á einstakan hlut, missir hann staðsetningu sína og er þess í stað fljótandi í tómarúmi. Ég er mjög heilluð af orðum Paolo Pasolini : Fyrir mér er hver hlutur kraftaverk. Sýn mín á heiminn er á ákveðin hátt trúarlegs eðlis , en samt ekki stöðnuð eða ofstækisfull
Ég er stöðugt knúin til að skapa list þar sem ég set sjálfa mig í persónulega krefjandi og örvandi aðstæður og umhverfi.
Mig langar til að þakka íbúum Hríseyjar fyrir einstakann velvilja og gjafmildi sem ég hef notið á meðan á dvöl minni hefur staðið. Þetta er búin að vera ótrúleg og ógleymanleg lífsreynsla sem hefur veitt mér mikinn innblástur. Frá mínum dýpstu hjartarótum: Takk fyrir mig
24.1.2013 | 12:44
ÁLFkonur opna ljósmyndasýningu í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
ÁLFkonur
opna ljósmyndasýninguna LITBRIGÐI
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
laugardaginn 26. janúar kl. 14 - 17
ÁLFkonur er félagskapur kvenna á Akureyri og í Eyjafirði
sem eiga ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010.
Þetta er áttunda samsýning hópsins og að þessu sinni leitast þær við að fanga litbrigði haustsins.
Sýningin stendur frá 26. janúar - 17. mars
og er opin á opnunartíma Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju við Eyrarlandsveg.
Styrktaraðilar eru: NORÐURORKA, Akureyrarkirkja og Velmerkt ehf.
Ljósmynd: Margrét Elfa Jónsdóttir
23.1.2013 | 12:03
Sýningin Veisla opnar á 5 ára afmæli Myndlistarfélagsins
Hin árlega samsýning í sal Myndlistarfélagsins verður opnuð laugardaginn 26. janúar kl. 15
Í tilefni 5 ára afmælis félagsins sýna nokkrir félagsmenn sérvalin verk úr safni sínu.
Myndlistarfélagið
Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri
21.1.2013 | 11:52
Rikke Flensberg sýnir í Populus tremula
Laugardaginn 26. janúar kl. 14.00 opnar danska listakonan Rikke Flensberg myndlistarsýninguna THE LUME í Populus tremula. Rikke, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, vinnur með ljósmyndir, video, þrívíða myndlist og innsetningar. Á sýningunni verða nýjustu verk listakonunnar.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 27. janúar frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
16.1.2013 | 23:01
Arnar Ómarsson opnar sýningu í Kompunni á Siglufirði
Arnar Ómarsson opnar sýninguna "Tengsl" í Kompunni á Siglufirði föstudaginn 18. janúar klukkan 20:00. Allir velkomnir.
To live together in the world means essentially that a world of things is between those who have it in common, as a table is located between those who sit around it; the world like every in-between, relates and separates men at the same time.
(Arendt 1958: 5253)
Nánari upplýsingar á
www.arnaromarsson.com
16.1.2013 | 11:27
Jóhanna Helga Þorkelsdóttir opnar sýningu í Ketilhúsinu
KVEIKJA Í KETILHÚSI
Sýningin Kveikja verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 19. janúar kl. 15. Þar sýnir listakonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir ljóðrænar, náttúrutengdar innsetningar, útfærðar í takt við rýmið.
Í sýningunni tekst Jóhanna meðal annars á við upplifun mannsins í náttúrunni og hvernig sé mögulegt að endurskapa þá reynslu. Hún íhugar hvort hægt sé að líkja eftir þeirri dularfullu vellíðan sem svo oft fylgir náttúruupplifun, án aðkomu náttúrunnar sjálfrar og hefur í þeim tilgangi kynnt sér rannsóknir sem sýna að maðurinn hafi meðfædda þörf fyrir tengsl við náttúruna og ætti því vansælum, náttúrusviptum nútímamanninum að vera farsælast að hlaða batteríin úti í hinni guðsgrænu. Þótt náttúran reynist þessi uppspretta vellíðunar eru fáir sem daglega eyða miklum tíma í snertingu við hana. Í athugunum sínum hefur Jóhanna fundið rannsóknir sem sýna að jafnvel myndir af náttúru geri sama gagn, þ.e. að náttúrustaðgenglar geti gagnast okkur á svipaðan hátt og náttúran sjálf.
Í sýningunni er meðvitað reynt að flytja eftirlíkingar af náttúrunni inn í manngert umhverfi, líkt og landslagsmálverk gera, þótt miðlarnir séu hér örlítið frábrugðnir. Gerð er tilraun til að fanga dýrðina í náttúrunni sem heillað hefur listamanninn og koma henni fyrir í dauðum hlut; raða efnum, línum og litum þannig að andinn fari í efnið og sú innblásna tilfinning sem því fylgir að standa frammi fyrir náttúrunni lifi að einhverju leyti í verkinu.
Sýningin stendur til 24. febrúar og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.
16.1.2013 | 11:24
Guðný Marinósdóttir opnar sýningu í Deiglunni
FERÐALAG Í DEIGLUNNI
Textíllistakonan Guðný Marinósdóttir opnar sýningu sína Ferðalag, í Deiglunni, laugardaginn 19. janúar kl. 15.
Þar sýnir hún valin verk úr BA námi sínu í útsaums-textíl (e. embroidered textiles), allt frá skissum og teikningum yfir í fullunnin verk eins og brúðarkjól.
Nafnið á sýningunni vísar til þess huglæga ferðalags sem lagt er upp í þegar unnið er að skapandi verkefnum, í námi sem og annars staðar. Ferðalagið hófst árið 2006 í fjarnámi við Opus School of Textile Arts, svo lá leiðin til Julia Caprara School of Textile Arts og þvi lauk við Middlesex University í London 2012. Verkin á sýningunni endurspegla þá reynslu og sýn sem ferðalagið veitti.
Guðný hefur starfað sem kennari í textíl og skapandi greinum í 35 ár og jafnframt sinnt eigin listsköpun. Hugmyndir að verkum sínum sækir Guðný í náttúruna og tengsl mannsins við umhverfi sitt og ábyrgð hans á því. Einnig hefur hún áhuga á eldri textílum og þeirri sögu sem þeir segja í menningarlegu samhengi.
Sýningin stendur til 24. febrúar og er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Aðgangur er ókeypis.
16.1.2013 | 09:31
Umsóknarfrestur fyrir Mugg styrki rennur út 1. febrúar
MUGGUR
TENGSLASJÓÐUR FYRIR MYNDLISTARMENN
Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM og Myndstef stofnuðu árið 2004 og er SÍM umsjónaraðili sjóðsins.Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.
Umsóknarfrestir fyrir Mugg 2013 eru eftirfarandi:
1. febrúar 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. mars 31. águst 2013
1. júlí 2013 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. september 28. febrúar 2014