Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
28.7.2012 | 10:04
COLLABORATION_5 í GalleríBOXi og Verksmiðjunni á Hjalteyri
COLLABORATION_5
SAMSTARF_5
ANTON BOSNJAK / BEATE ENGL / LEONIE FELLE / SANDRA FILIC /
MAXIMILIAN GEUTER / ELIAS HASSOS / ALEXANDER STEIG / THOMAS THIEDE
GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins / 04.08. - 19.08.2012 / Kaupvangsstræti 10 /
600 Akureyri http://www.galleribox.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 14 / Opið lau. - sun. 14-17
Verksmiðjan á Hjalteyri / 04.08. - 26.08.2012 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 17 / Opið til 12.08. alla daga 14-17 og eftir það lau. - sun. 14-17
Thomas Thiede vinnur verk í samstarfi við Húðflúrstofu Norðurlands: http://hudflur.net sem einnig sjá má hér http://www.skin-drawings.blogspot.com
Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, Beate Engl, Thomas Thiede og Alexander Steig
Verkefnið COLLABORATION_ (SAMSTARF_) www.collaboration-project.de var sett saman árið 2008 af listamönnum frá München í Þýskalandi undir stjórn Thomasar Thiede. Það byggir á því að kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi og koma á samstarfi við aðra listamenn víðsvegar um heim. Sýningarnar COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 verða settar upp í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á þessum sýningum gefur að líta verk sem eru sérstaklega eru gerð fyrir þessa ólíku sýningarstaði með aðstoð íslenskra listamanna. Samstarf og samvinna eru mikilvægir þættir í vinnu listamannanna.
Sýningarnar verða báðar opnaðar laugardaginn 4. ágúst 2012, kl. 14 í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og kl. 17 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Koma listamannanna og sýningarnar eru styrktar af Sendiráði Þýskalands í Reykjavík, Menningarráði Eyþings, Stiftung Federkiel, Landeshauptstadt München Kulturreferat, Hörgárbyggð, Ásprent og Procar.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson í hlynur(hjá)gmx.net og síma 659 4744.
GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
http://mynd.blog.is
http://www.galleribox.blogspot.com
https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
KUL er þverfaglegt verkefni í listsköpun, í umsjón Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd, sem haldið verður í september nk.. Verkefnið tengir saman íslenska og erlenda listamenn sem dvelja einn mánuð í listamiðstöðinni og því lýkur með hátíð, þar sem listamennirnir sýna hvernig Skagaströnd og nágrenni hefur áhrif á listsköpun þeirra.
KUL verkefnið fjallar um listsköpun og áhrif umhverfisins á hana. Markmið verkefnisins miðar að því að skapa afurð sem hægt er að vinna að á staðnum, afurð sem er hagnýt, afurð sem getur verið þverfagleg og sem örvar huga og hönd. KUL miðar að því að skapa tengsl milli listforma, þar sem við erum til staðar og virk. Verkefnið kannar samræðuna milli staðarins og tilverunnar, hvernig við erum mótuð af innri og ytri aðstæðum og hina síkviku og gagnvirku mótun umhverfis og sjálfsins.
Nes listamiðstöð auglýsir eftir tveimur íslenskum listamönnum, til að dvelja í listamiðstöðinni í september, sem eru tilbúnir til að taka þátt í KUL. Innifalin er frí dvöl í listamiðstöðinni og styrkur vegna efniskostnaðar, gegn framlagi listamannanna til verkefnisins.
Lokahátíð KUL verður á Skagaströnd 29. september, með listkynningum og matarviðburðum, listamannanna, matreiðslumanna á svæðinu og heimamanna.
Einn þáttur í KUL er matreiðsluverkefni sem Henry Fletcher, sérfræðingur í nýtingu vannýttra hráefna, stjórnar. Hann mun safna plöntum og sjávarfangi við strendur Skagastrandar og nágrennis og vinnur síðan með matreiðslumönnum á svæðinu að nýta hráefnin við að skapa nýjar mataruppskriftir og endurbæta gamlar. Þeir matreiðslumenn sem taka þátt í verkefninu eru Gunnar Sveinn Halldórsson í Kántrýbæ á Skagaströnd, Björn Þór Kristjánsson og Shijo Mathew í Pottinum Restaurant á Blönduósi og Jón Daníel Jónsson á Sauðárkróki.
KUL er hugmynd sem Tanja Geis, Henry Fletcher, Jacob Kasper og Andrea Cheatham Kasper áttu frumkvæði að. Verkefnið er í umsjón Melody Woodnut, framkvæmdastjóra Nes listamiðstöðvar.
Nes listamiðstöð er staðsett á Skagaströnd og í ár dvelja þar yfir 100 listamenn frá fjölmörgum þjóðlöndum. Vaxtarsamningur Norðurlands vestra styrkir KUL verkefnið.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: http://neslist.is
Netfang: Melody Woodnutt: nes@neslist.is
Sími: Melody Woodnutt: 691 5554
Umsóknareyðublað: http://neslist.is/application/call-for-artists
27.7.2012 | 17:08
Nes listamiðstöð, Skagaströnd, auglýsir fría mánaðardvöl fyrir þrjá íslenska listamenn næsta vetur
Umsóknarfrestur er til 21. september. Svör berast í síðasta lagi 4. október.
Eitt af markmiðum Nes listamiðstöðvar er aukið samstarf íslenskra og erlendra listamanna í listamiðstöðinni. Meira en 100 listamenn munu dvelja í Nes listamiðstöð á þessu ári og listamiðstöðin styrkir dvöl þriggja íslenskra listamanna þar næsta vetur, með stuðningi frá Menningarráði Norðurlands vestra.
Íslenskum listamönnunum býðst ókeypis mánaðardvöl í listamiðstöðinni á tímabilinu nóvember 2012 apríl 2013. Innifalið er sérherbergi í íbúð með 2-3 öðrum erlendum listamönnum og vinnuaðstaða í listamiðstöðinni.
Þeir listamenn sem valdir verða þurfa að leggja fram tillögu sem miðar að þátttöku samfélagsins á Skagaströnd í listrænu eða menningarlegu verkefni. Í því geta falist margvísleg listaverkefni, samfélagsleg verkefni, rannsóknarvinna, spuni, námskeið, sýningar o.fl.
Nes listamiðstöð er þverfagleg listamiðstöð með sérstakan áhuga á nútímalistformum og nýsköpun í listum. Hvers konar skapandi listamenn eru því hvattir til að sækja um.
Upplýsingar um Nes listamiðstöð er að finna á vefsíðunni: http://neslist.is. Þar er einnig eyðublað fyrir umsóknir. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til Melody Woodnutt, framkvæmdastjóra listamiðstöðvarinnar á netfangið nes@neslist.is eða hafa samband við Melody í síma 691 5554.
27.7.2012 | 17:04
"Í Björtu" opnar í Deiglunni laugardaginn 28. júlí
Hildur María gaf sköpunarþörfinni lausan tauminn, sem síðan þróaðist í myndræna framsetningu, en til að byrja með var viðfangsefnið bundið við heklaðar gólfmottur. Þegar frá leið urðu verkin meðvitaðri í lit og stærð. Hún notar oft nafnorð sem kveikjuna að hugmynd og þykir henni bómull og silki vera bestu efnin í verkin. Það getur tekið dálítinn tíma að finna réttu litina sem hæfa í hverju tilviki fyrir sig. Hildur hefur einnig notað laukhýði við litun á efnum ef þau eru ekki til taks. Verkferlið er hreinn litaspuni sem er í takti við fatamarkaði bæjarins, en markmiðið var að endurnýta fatnaðinn markvisst. Henni finnst dagsbirtan færa sér óskasamhljóm litanna. Stærsta verkið á sýningunni, Andalúsían, tók átta mánuði í vinnslu. Áhugaverðast og skemmtilegast finnst þó Hildi þegar verkið umbreytist í stóran myndflöt. Að sjá fyrir sér liti sem falla vel saman er í senn spennandi og heillandi nýtt upphaf.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2012 | 16:56
"Ekki skamma mig séra Tumi" í Ketilhúsinu
"Ekki skamma mig séra Tumi"
Ketilhúsinu, Listagili sunnudaginn 29. júlí kl 16:00 - kr. 2500
Leik- og söngdagskrá um Jónas Hallgrímsson, rithöfund og ljóðskáld og vin hans Tómas Sæmundsson.
25.7.2012 | 13:41
Síðustu forvöð að sjá sýningu Hugsteypunnar í Flóru
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Hugsteypunnar sem nefnist Á þeim tíma í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 28. júlí.
Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (f. 1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979). Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn lauk einnig B.a. prófi í listasögu árið 2002, en Þórdís kennsluréttindanámi árið 2009. Hugsteypan varð til árið 2008 er þær Ingunn og Þórdís sýndu í fyrsta skipti samvinnuverk í Start Art Listamannahúsi. Síðan þá hefur Hugsteypan tekið þátt í fjölda sýninga t.a.m. í Hafnarborg, Kling & Bang Gallerí, Listasafni Árnesinga, og Listasal Mosfellsbæjar auk nokkurra samsýninga erlendis.
Verk Hugsteypunnar eru gjarnan margþættar innsetningar sem fjalla um mörk vísindalegra rannsókna og fagurfræðilegrar túlkunnar. Verkin bera þannig keim af rannsóknarferli þar sem þættir eins og listasaga, sjónmenning, framsetning og túlkun verka eru settir undir smásjá. Oft eru verkin unnin út frá kerfum og greiningarferlum, bæði þekktum og heimatilbúnum, sem Hugsteypan gefur sér listrænt frelsi til að nota að vild.
Á þeim tíma er innsetning unnin út frá sjálfu sýningarrýminu í Flóru. Rannsókn Hugsteypunnar að þessu sinni beinist að hráu kjallararýminu og ferðum um það. Flæði birtu og fólks um rýmið er fangað með myndavél sem skráir einstök augnablik, athafnir og tilfinningar sem þar eiga sér stað. Myndirnar eru svo bundnar saman í myndband sem varpast á ný inní rýmið og blandast veru og upplifun áhorfandans í rauntíma.
Nánari upplýsingar veita Ingunn í síma 693 5979 og Þórdís í pósti thordisj@gmail.com
Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.
Þetta er jafnframt síðasta sýningin í Flóru í Gilinu því Flóra er að flytja í Hafnarstræti 90 (áður Frúin í Hamborg) og verður framhald á sýningarhaldi og fleiri viðburðum þar.
Hugsteypan
Á þeim tíma
14. - 28. júlí 2012
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/164377697030586
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2012 | 21:39
Sýningunni Fjögur tilbrigði við stemningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur á sunnudag
Verksmiðjan á Hjalteyri
Fjögur tilbrigði við stemningu
Elvar Már Kjartansson
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Helgi Örn Pétursson
Þórunn Eymundardóttir
28. júní - 29. júlí 2012
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17
Sýningunni Fjögur tilbrigði við stemningu í Verksmiðjunni á Hjalteyri lýkur sunnudaginn 29. júlí. Sýningin er opin alla daga kl. 14-17 og aðgangur er ókeypis.
Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir hafa helgað sér rýmið í Verksmiðjunni á Hjalteyri undanfarnar vikur. Þau hafa unnið margoft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin stendur saman af skúlptúrískum verkum sem kallast á hvert við annað. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum, binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.
Nánari upplýsingar gefur Þórunn Eymundadóttir í s. 869 5107 og í thorunne@gmail.com
Menningarráð Eyþings, Hörgársveit og Ásprent eru stuðningsaðilar sýningarinnar.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
https://www.facebook.com/events/229326890521261
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2012 | 13:50
Opið hús í Gestavinnustofunni
Verið velkomin í GESTAVINNUSTOFUNA,
Kaupvangsstræti 23 á Akureyri,
efst i Listagilinu að sunnanverðu.
Verena Lafargue, myndlistarmaður og Cristin Wildbolz, tónlistarmaður frá Sviss dvelja í gestavinnustofunni í júlímánuði og verða með opið hús um næstu helgi frá klukkan 14.00 til 17.00 laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. júli 2012.
Þær stöllur hafa unnið saman undanfarin tvö ár og tvinna saman hljóð og myndir.
Þær opna nú vinnustofuna og bjóða alla velkomna.
verena lafargue rimann
jakob-stämpfli-strasse 6
ch - 2502 biel-bienne
+41 (0)32 342 80 15 / (0)79 792 54 32
verena.lafargue@gnasch.ch
cristin wildbolz
musicus
eggstalden 864, 3673 linden
+41 31 771 08 11 / (0)79 764 57 13
wildbolzc@bluewin.ch
Glóbal-lókal: Tengingar listamanna við 150 ára Akureyri verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Sjónlistamiðstöðvarinnar, næstkomandi laugardag kl. 15.
Á sýningunni takast sex listamenn, þau Arna Valsdóttir, Baldvin Ringsted, Hlynur Hallsson, Jóní Jónsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Níels Hafstein, á við menningu og sögu Akureyrarbæjar. Þetta gera þeir í víðu samhengi á heimsvísu en þó í nánu samhengi fólks í bænum sjálfum. Öll eru þau listamenn sem þekktir eru fyrir næma og athyglisverða tengingu við það umhverfi sem þeir eru að vinna með. Þessvegna er mikill akkur í því að þau hafa unnið ný og spennandi verk sérstaklega fyrir sýninguna. Verkin fjalla á fjölbreyttan hátt um minningar listamannanna um lífið í Akureyri, upplifun þeirra af menningu og mannlífi í bænum (lókal), sem og hugmyndir um tengingar Akureyrar í sögulegu samhengi við umheiminn (glóbal) á bæði jákvæðan og gagnrýninn hátt. Verkin eru fjölbreytt rýmisverk, ljósmyndaverk, vídeóverk, auk prentgripa og teikninga og bjóða áhorfendum upp á margbrotna reynslu auk þess að tengjast á oft hugvitsamlegan máta við menningarlegt samhengi.
Sýningin stendur til 9. september.
Sýningarstjóri er Hlynur Helgason.Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2012 | 20:11
Happy Endings eftir Þorgerði Ólafsdóttur í sal Myndlistarfélagsins
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Happy Endings eftir Þorgerði Ólafsdóttur í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri, laugardaginn 14. júlí kl. 15:00.
Þorgerður útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og ber þar að nefna sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Reykjanesbæjar og Kling og Bang ásamt verkefnum í Varsjá, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Glasgow og Edinborg. Síðastliðið haust hóf Þorgerður meistarnám í myndlist við The Glasgow School of Art.
Þetta verður fyrsta einkasýning Þorgerðar á Akureyri.