Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Kjartan Sigtryggsson opnar sýningu í Gallerí +

50412_169676449716681_1129970_n.jpg

Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýninguna Tilraunir í Gallerí +,
Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Kjartan sýnir
veggverk og teikningar. Allir eru velkomnir.
Sýningin stendur til 27. nóvember og er opin laugar- og sunnudaga frá kl.
14-17 og eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.

Um sýninguna segir Kjartan:
Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2006 en þar áður var ég í
fornámsdeild myndlistarskólans á Akureyri 1999 til 2000.
Ég hef einbeitt mér að teikningum og einstaka sinnum málverki. Ég blanda
oft saman myndlist og hönnun eða "illustration" sem tengist oftar en ekki
verkum mínum.

http://www.behance.net/kjartansigtryggsson


Hrefna Harðardóttir sýnir Grýlukerti hjá Handverk og hönnun

image-4_1041358.jpg
 
Opnuð verður sýningin GRÝLUKERTI, Á skörinni, föstudaginn 12. nóvember kl. 16-18.
Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum. 
Grýla og grýlukerti eru forvitnileg hugtök sem hafa ýmsar merkingar í hugum bæði barna og fullorðinna. 
Hrefna skoðar þær merkingar sem og notagildi hlutarins og hefur handgert leirverk útfrá þeim pælingum.

Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og útskrifaðist frá Leirlistardeild MHÍ eftir nám árin 1992-1995. Hún hefur sótt mörg námskeið í grafík, ljósmyndun og leirlist í Frakklandi, Ítalíu, Ungverjaland, Danmörku og Englandi og haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum víða um land og erlendis. Hún er félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna, Myndlistarfélaginu og Leirlistarfélagi Íslands og starfar á eigin verkstæði í Listagilinu á Akureyri.
Hrefna H: sími 862-5640 og tölvupóstur hrefnah@simnet.is. 

Á Skörinni, er á efri hæð í Fógetahúsinu/Kraum Aðalstræti 10, í miðbæ Reykjavíkur. 
Sýningin stendur til 1. desember 2010. 
Opnunartími er alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 12-17.
Upplýsingar í síma 551 7595, í tölvupósti : handverk@handverkoghonnun.is

Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu á Café Karólínu

snagasyning.jpg

Guðrún H. Bjarnadóttir

Snagar línur á vegg

06.11.10 - 03.12.10

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýninguna “Snagar línur á vegg” á Café Karólínu laugardaginn 6. nóvember kl. 15:00. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir.
Guðrún Hadda nam vefnað við KomVox í Svíþjóð 1981-83 og við Eskilstuna folkshöskola 1986-87. Hún stundaði nám í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-91 og í kennaradeild Listaháskóla Íslands 2006-07.
Hún hefur rekið ásamt öðrum vinnustofur og gallerí og tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga í gegn um árin. Hún segir um sýninguna á Karólínu: 
"Herðatré breytast í snaga sem mynda línur á vegg. Línuteikning, handverk, nytjalist, list eða endurnýting? Gestir hanga á veitingahúsi eftir að hafa hengt yfirhöf á snaga."

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hadda í síma 899-8770 og í tölvupósti: hadda@simnet.is

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.


Næsta sýning á Café Karólínu:           

04.12.10 - 07.01.11        Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

hadda.jpg


Guðbjörg Ringsted sýnir á Kaffi Loka

fjall-augl.jpg
 
                            Guðbjörg Ringsted opnar sýningu á nýjum málverkum á
                            KAFFI LOKA, Lokastíg 28, Reykjavík næstkomandi föstudag
                            5. nóvember kl. 16:00 - 18:00.
                            Sýningin stendur til 3.desember og er opin á opnunartíma
                            Kaffihússins.
 
                            Verkin eru framhald af vinnu með mynstur af íslenska
                            þjóðbúningnum. Krafturinn í náttúrunni sameinast
                            kraftinum í manneskjunni.
 
                            Allir velkomnir !

Listveisla frá Safnasafninu í Aðalstræti 10

image-4.jpg

 

Þann 29. október voru opnaðar tvær nýjar sýningar í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10:

 

Listveisla 1 frá Safnasafninu, Svalbarðsströnd og ICELANDIC SOFTWARE, sýning Bjargeyjar Ingólfsdóttur

 

Sýningarnar standa til 10. nóv. og er opið alla virka daga frá 9-18 og 12-17 um helgar.

 

 

Listveisla 1 frá Safnasafninu, Svalbarðsströnd

 

„Listveisla 1”, sýning frá Safnasafninu Svalbarðsströnd verður opnuð föstudaginn 29. okt. á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 í elsta húsi Reykjavíkur.

 

„Listveisla 1”er 22 listaverk í hirslu eftir 22 listakonur. Hirslan er fjölfeldi í 50 eintökum.

 

© hugmynd: Níels Hafstein; höfundar verka

 

Útgefandi: Safnasafnið, 2010

 

Umsjón: Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein

 

 

 

Höfundar: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Andrea Maack, Anna Hallin, Anna Líndal, Arna Valsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðbjörg Ringsted, Harpa Björnsdóttir (hirsla), Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Sigríður Ágústsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir

 

 

„Listveisla 1”er styrkt af Hlaðvarpanum, Menningarsjóði kvenna, einnig Menningarráði Eyþings og Rarik

 

Höfundar fá eina hirslu hver, hinar verða seldar (kjörið tækifæri fyrir safnara, fólk sem vill breyta til, er að hefja búskap).

 

 

 

 

 

 

ICELANDIC SOFTWARE

 

Bjargey Ingólfsdóttir sýnir í Fógetastofunum, Aðalstræti 10.

 

 

Formæður okkar og forfeður hafa í gegnum aldirnar beitt hugviti sínu og verkfærni til að nýta sem best ull sauðkindarinnar til að halda á sér hita í vondum veðrum og köldum húsakynnum.

 

Þessi mjúki auður er umhverfisvænt hráefni og nú sem fyrr reynir á sköpunarkraft og verkkunnáttu að gera eftirsóknarverð verðmæti úr ullinni og ekki síst sauðagærunni.

 

Á sýningunni “Icelandic Software” má meðal annars sjá verkið „Féþúfuna” en „Féþúfan” er fyrir stofnfjáreigendur fósturjarðarinnar sem vilja ekki láta aðra hafa sig að féþúfu.  Í botni þúfunnar er fjársjóðshirsla.  Eigandinn sér sjálfur um sínar innistæður,  uppgreiðslur og niðurgreiðslur. Það má búast við því að hver sá sem kemst í tæri við féþúfuna verði loðinn um lófana.

 

Stærsta Féþúfan var valin inn á sýninguna NORDIC MODELS+COMMON GROUND sem nú stendur yfir í Scandinavian House í New York.

 

 

Sýningarstjóri er Birgir Rafn Friðriksson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband