Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
8.1.2009 | 13:39
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009, póststimpill gildir.
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
* myndlistarsýningar
* vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
* annars myndlistarverkefnis
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg, auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
_____________________________________________________________________
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl 2009 til 30. september 2009. Úthlutun verður lokið í byrjun mars 2009.
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel. Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 15. febrúar 2009, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.
5.1.2009 | 12:37
Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi
Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi, sem frestað var vegna veðurs í nóvember, verður haldin föstudaginn 9. janúar. Sjá meðfylgjandi.
Ert þú með verkefni?
Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum
Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.
Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar kl. 10.30 14.30
10.30 - 11.00 Kynning á breytingum á norrænu menningarstarfi og formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu
11.00 11.30 Norræna menningargáttin / Kulturkontakt Nord
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Norræna húsinu
11.30 - 12.00 Norræni menningarsjóðurinn / Nordisk kulturfond og aðrir norrænir menningarsjóðir
María Jónsdóttir, Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Akureyri
12.00 -12.30 Léttar veitingar
13.00 14.00 Að sækja um styrk
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu
14.00 -14.30 Umræður og fyrirspurnir
Í lok fundar gefst fundargestum færi á að ræða við fyrirlesara um möguleika á að sækja um styrk á norrænum vettvangi.
Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á netfanginu menning@eything.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 08:51
Jóna Hlíf sýnir í Rotterdam
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir hjá de Aanschouw í Rotterdam föstudaginn 9. janúar.
Nánar á http://www.aanschouw.nl
4.1.2009 | 19:54
Dagskrá VeggVerks 2009
Dagskráin hjá VeggVerki fyrir 2009:
17.01.2009 Myndlistarskólinn á Akureyri
14.03.2009 Margeir Sigurðarson
16.05.2009 Ingirafn Steinarsson
04.07.2009 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
29.08.2009 Hugleikur Dagsson
30.10.2009 Joris Rademaker
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir www.jonahlif.com
Menning og listir | Breytt 5.1.2009 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)