Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Seby Ciurcina opnar myndlistasýninguna ,, am I a good person?" þriðjudagskvöld 3. júní kl. 20. Myndlistamaðurinn Seby er frá Sikiley en býr og starfar í Berlin. Hann hefur komið víða við í listgreinum og er einnig tónlistamaður og hefur fengist við leiklist. Seby verður á landinu tvær fyrstu vikurnar í júní og notar tækifærið og sýnir verk sín í DaLí Gallery á Akureyri meðan dvöl hans stendur.
Sýningin stendur til 14. júní og eru allir velkomnir.
Umfjöllun Adelina Rosenstein
Þegar maðurinn átti ekkert Ég og leitaði sín í augnaráði annarra.
Seby Ciurcina: Sakleysi og Raunsæi
Það hljóta að búa alveg sérstakir Guðir í Sikiley, sagði Berlínar útgefandinn Stefan Ret, eftir að hann sá málarann, sem fæddist 1974 í Siracusa, í fyrsta skipti leika á leiksviði í Berlín.
Þótt mesta náðargjöf Seby Ciurcina sé málaralistin, þá eru hæfileikar hans á leiksviðinu einn af fegurstu fylgifiskum hennar.
Er ég á lífi?
Þótt Seby Ciurcina umbreyti sýningarsölum sínum með einum eða fleirum stórum máluðum hlutum (bílum, vængjum (eða flyglum), grímum), þá hafa andlitsmyndir hans sem festar hafa verið á veggina tvöföld áhrif: annars vegar lýsa þær persónulegu sambandi málarans við þá manneskju sem máluð er, eða tengslum milli hinnar máluðu manneskju og gesta sýningarinnar hins vegar margfalda þær tengslin, sjónarhornið og þar með efni sýningarinnar, þar sem þær á svo lifandi hátt virða fyrir sér gestinn sem stendur andspænis þeim.
Andlitsmyndir á karton, þar sem hinar máluðu verur standa út úr skærum, skræpóttum bakgrunni eða mynstruðum veggfóðrum (eða gólfteppabútum), bjóða gestinum svipaðar andstæður. Gestir sýningarinnar verða vitni að og hluti af eins konar fléttu af augnaráðum (eða augnabliksmyndum): málarinn og manneskjan sem situr fyrir; gesturinn sem stendur framan við listaverkin og andlitsmyndin sem sýnist virða hann fyrir sér og gagnkvæmt, myndin sem á þessum bakgrunni virðist mjög ósvikin og lifandi.
Ég hef nánast ekkert gert
Seby Ciurcina býr yfir þeim goðsagnarlega hæfileika, að skynja eftirmynd (afrit) þess sem fyrirmyndir hans eru að gera, þegar þær eiga að gera ekki neitt, og endurspegla þessa hljóðu (eða kyrru) athafnasemi með einstakri nákvæmni fullkomnu jafnvægi milli virðingar og kímni. Þar með tekst honum að svipta grímunni af fyrirsætu sinni.
Þessi færni bendir á þá skarpskyggni sem verður til í sjálfsmynd, bendir á miskunnarlausan Posen-Detektor sem kemur fram í bítandi hæðni í mörgum sjálfsmyndum, þar sem málarinn tekur sér hetjulega stöðu, fær drætti frá grínfígúrum, eða reynir að niðurlægja sitt fagra og stolta andlitsviðmót á hörmulegan hátt með fílstönnum eða með búk sem hefur lögun getnaðarlims.
Sparsemi er einkennandi fyrir hina fínlegu drætti andlitsmynda hans: alveg eins og með vel heppnaðri túlkun hlutverks á leiksviði, eru hinar krítísku skýringar málarans á myndum hans settar fram með hægð og snilldarlegri hlédrægni.
Hvað sem öðru líður má fullyrða um andlitsmyndasafn Seby Ciurcinas, að það beri vitni um hina félagslega grímu síns tíma. :Það má því einnig bera hann saman við hina gömlu raunsæismeistara, Daumier eða Tswchechow
Adelina Rosenstein (í þýðingu Harðar Kristinssonar)
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17 í sumar og eftir samkomulagi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)