Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
4.3.2008 | 23:19
Blýsólir í listhúsi Ófeigs
Þar er á ferðinni Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður sem býr og starfar á Akureyri. Hann vinnur jöfnum höndum að málverki, teikningum og gerð þrívíðra verka.
Gunnar Kr. hefur unnið lengi að myndlist, framan af meðfram öðrum störfum og atvinnurekstri, en síðan 2002 hefur hann helgað sig listinni óskiptur. Gunnar Kr. hefur áður haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Að þessu sinni sýnir hann blýteikningar á pappír.
http://www.simnet.is/gkr
Sýningin stendur frá 8.mars 9.apríl opið er frá 10-18 mánudaga- föstudaga ogg 11-16 laugardaga. Lokað á sunnudögum.
4.3.2008 | 15:20
Joris Rademaker: listamannsspjall í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
JORIS RADEMAKER
MANNLEG TILVIST
06.01. - 09.03.2008
Listamannaspjall sunnudaginn 9. mars 2008, klukkan 11:00
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 9. mars 2008 klukkan 11:00 ræðir Joris Rademaker um verk sín á sýningunni Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris Rademaker vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Mannleg tilvist er einskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimyndir og sem objekt eða hluti.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sunnudagurinn 9. mars 2008 er lokadagur sýningar Jorisar Rademakers en þann 16. mars opnar Ragnar Kjartansson nýja sýningu í Kunstraum Wohnraum.
Nánar hér
3.3.2008 | 09:22
Þrír kanadískir listamenn listamenn í gestavinnustofunni
Þrír listamenn deila gestavinnustofunni í Mars 2008. Robert Mailinowski, Paul Fortin og Erin Glover. Þau koma öll frá Kanada.
Robert og Paul verða með sýningu í Populus Tremula 21. mars og Erin Glover mun sýna í galleriBOXi sama dag. Auglýst síðar.