Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Jón Laxdal Halldórsson opnar sýninguna “Úr formsmiðju” á Karólínu Restaurant

jón.laxdal

Jón Laxdal Halldórsson

Úr formsmiðju

01.03.2008 - 05.09.2008     

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14
 

Karólína Restaurant // www.karolina.is 

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755 

 

ÚR FORMSMIÐJU

Laugardaginn 1ta mars kl.14.00 verður skipt um myndir á Karólínu Restaurant. Í stað mynda Brynhildar Kristinsdóttur hengir Jón Laxdal Halldórsson upp nokkur klippþrykk eða þrykkklipp frá árinu 1992 þegar formsmiðja hans var hvað afkastamest.
Á skörinni hanga svo þrjár ögn stærri gamaldags klippimyndir sem eru frumgerðir formanna niðri. Auk þess verða, gestum til gamans og umþenkingingar, borin fram nokkur spakmæla og teiknimyndatrog alveg ný á nálinni.

Allir hjartanlega velkomnir

Sýningin á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 5. september 2008.

Laugardaginn 1. mars  klukkan 14 opnar einnig sýning Unnar Óttarsdóttur á Café Karólínu.

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson 


Páskaævintýri á Akureyri

Visithaus_vetur

Tilkynning frá Akureyrarstofu:

Nú endurtökum við leikinn frá því um síðustu páska með því að kynna úrval hverskonar viðburða og uppákoma undir heitinu Páskaævintýri á Akureyri.  Má sem dæmi nefna tónleika, listviðburði, leiksýningar og íþróttamót.  

Akureyri er mikill páskabær og það vill Akureyrarstofa undirstrika með Páskaævintýrinu sem er samheiti yfir viðburði og uppákomur sem eiga sér stað um páskana.  Markmiðið er að gera Páskaævintýri að árlegum viðburði, þannig að úr verði dagskrá sem geri Akureyringum, sem og gestum bæjarins kleift að nálgast á einum stað upplýsingar um páskana á Akureyri.  

Kaupmenn, listamenn, íþróttafélög, áhugamannasamtök, skólar, söfn, gallerí, veitingahús, fyrirtæki, kórar, kirkju, kvenfélög og allir sem ætla að gæða bæinn lífi og gleði um páskana eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið akureyrarstofa@akureyri.is og er þátttakan er öllum að kostnaðarlausu.

Páskaævintýrið hefst 14. mars og stendur til 24. mars og verður auglýst víða.

Dagskrá Páskaævintýris verður að finna í heild sinni á ferðamannavef Akureyrarbæjar visitakureyri.is  Þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til að senda upplýsingar um viðburðinn sem fyrst eða fyrir 4. mars, þar sem fram kemur lýsing á viðburði, stað og stund.


"Karlmenn eru svín" í Populus tremula

Helgi-Thórsson-29.2

KARLMENN ERU SVÍN
Gamli elgur
MÁLVERKASÝNING


Föstudaginn 29. febrúar kl. 21:00 mun Gamli elgur, betur þekktur undir nafninu Helgi Þórsson, opnar málverkasýninguna Karlmenn eru svín í Populus tremula þar sem hann sýnir glæný olíumálverk.

Sýningin verður opnuð með pompi og prakt þar sem einvala lið hljóðfæraleikara mun spila nokkur lög og malpokar verða leyfðir.
Einnig opið laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars frá kl. 14:00-17:00.

Aðeins þessi eina helgi.


Georg Óskar sýnir Finnlandsverk í Deiglunni

georg.oskar
Georg Óskar Manúelsson, 2. árs nemi við Myndlistarskólann á Akureyri, opnar sýningu þann 1. mars næstkomandi í Deiglunni. Sýnir hann verk sem hann gerði er hann dvaldist í Finnlandi. Þar stundaði hann skiptinám við Lahti University of Applied Sciences veturinn 2007. Einnig sýnir hann verk sem hann vann að lokinni dvölinni.

Sýningin verður opnuð klukkan 15 laugardaginn 1. mars og er aðeins opin þessa einu helgi.

Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

greenlogo Umsóknarfrestur er til 7. mars 2008, póststimpill gildir.

Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis

Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl  2008 til 30. september 2008  Úthlutun fer fram eftir miðjan mars 2008.

Til að geta fengið úthlutun úr Muggi og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.

Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.

Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim(hjá)simnet.is, s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 7. mars 2008, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.

Unnur Óttarsdóttir opnar sýninguna "Póstkona" á Café Karólínu

Unnur Óttarsdóttir

Póstkona

01.03.08 - 04.04.08 

Velkomin á opnun laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Laugardaginn 1. mars 2008, klukkan 14 opnar Unnur Óttarsdóttir sýninguna "Póstkona", á Café Karólínu á Akureyri.


Unnur Guðrún Óttarsdóttir útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2007. Hún er meðlimur í Grálistahópnum. Unnur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.

Póstur og póstmódernismi koma við sögu á sýningunni „Póstkona”. Í póstmódernismanum er oft vitnað í eldri verk og þau sett í nýtt samhengi. Hið gamla og hið nýja mætist og kallast á þar sem sígildum verkum og nýjum er skeytt saman. Voru konurnar sem sátu fyrir hjá klassískum listmálurum fyrir nokkur hundruð árum e.t.v. sáttari við líkama sinn en við nútímakonurnar sem margar viljum vera svo grannar að við næstum hverfum?

Verkin á sýningunni voru send með pósti sem er ein leið til að senda skilaboð á milli manna. Nú á tímum hefur veraldarvefurinn opnað ótal leiðir til samskipta. Hvaða áhrif hefur netið á tengsl okkar hvert við annað og eigin líkama? Ein samskiptaleiðin á netinu er bloggið.
Hluti af sýningunni er bloggsíðan www.unnurottarsdottir.blogspot.com þar sem tækifæri gefst til að sjá sýnishorn af sýningunni. Einnig eru öllum frjáls tjáskipti þar með bloggi um sýninguna, sjálfsmynd nútímakonunnar, konulíkamann, list í nútíð og fortíð og tilveruna almennt.
 

Nánari upplýsingar veitir Unnur í ugo(hjá)mmedia.is
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. apríl, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. mars, klukkan 14.  

Á sama tíma opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.

Næstu sýningar á Café Karólínu: 

05.04.08-02.05.08    Guðmundur R Lúðvíksson

03.05.08-13.06.08    Kjartan Sigtryggsson

14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson

05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson

02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson

06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir

04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst

01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar og Gilfélagið kynna:

frelseren11_small Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnanlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi.

Allir velkomnir-Aðgangur ókeypis í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 22. febrúar klukkan 20:30
Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!
Þetta er annar viðburðurinn af þremur sem Gilfélagið og Kristján Ingimarsson standa fyrir í tengslum við SKÖPUN - ALLIR VELKOMNIR

Kristján Ingimarsson leikari nýtur aðstoðar Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Brynhildar Kristinsdóttur.
Kristján Ingimarsson s.8643131
neander@neander.dk
http://www.neander.dk

Sveinbjörg Ásgeirsdóttir sýnir á Gráa svæðinu

sveinkaSveinbjörg Ásgeirsdóttir sýnir á Gráa svæðinu - galleríi Þelamerkurskóla. Sýningin verður hún fram í miðjan mars.  Hægt er að skoða sýninguna milli kl. 8.30 og 14.30 alla virka daga. 

Sveinbjörg Ásgeirsdóttir - Sveinka útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007.  Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og er þetta önnur einkasýning hennar.  Sveinka vinnur í því efni sem hentar hverju viðfangsefni, og við skúlptúr og málverk jöfnum höndum.  Í þetta sinn sýnir hún bæði akríl- og olíumálverk þar sem hún reynir að fanga hreyfingu og karakter hrossa.
Sveinka er félagi í Grálist.


Lára Stefánsdóttir með ljósmyndasýningu á Staðnum

Lára Stefánsdóttir fjarnemandi í meistaranámi í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Fransisco opnaði ljósmyndasýningu á veitingastaðnum Staðurinn, Skipagötu 2, á Akureyri, laugardaginn 16. janúar kl. 16:00. Yfirskrift sýningarinnar eru "Mannsins merki við Glerá" og fjallar um samspil Glerár við umhverfi sitt.


Fimm myndlistarsýningar opnaðar á laugardaginn 16. feb. á Akureyri

gilid

Hér er dagskráin í tímaröð:


Laugardaginn 16. febrúar klukkan 14:00 opnar Peter Alexander sýninguna "Putins Playground" í Deiglunni.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Populus Tremula og gefur út bókverkið SMIT opnun klukkan 14:00.

Björg Eiríksdóttir opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery laugardaginn 16. febrúar kl. 15:00.

Laugardaginn 16. febrúar opnar sýningin F U R A H A  á VeggVerki. Það eru nemendur úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sem sýna. Veitingar og GLEÐI í galleriBOXi klukkan 16:00

Laugardaginn 16. febrúar klukkan 16:00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna V O R V E R K í galleriBOXi.

Tilvalið að fá sér göngutúr og myndlist á einu bretti, fimm flugur (og stjörnur!)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband